Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 41 N‡komnir Ítalskir skór lakk lakk lakk Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11– 13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem hefur lengi langað til að syngja en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrím- ur Þórhallsson, organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel- komnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld kl. 19.30 er 13–16 ára starf. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 13–16 ára eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamark- aður opinn. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla/Guðs- þjónusta kl. 10.15. Safnaðarheimili Aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/Guðs- þjónusta kl. 10.30. Safnaðarstarf Á SUNNUDAGINN kemur, 21. sept., er þess minnst í Grens- áskirkju að um þessar mundir eru liðin 40 ár frá stofnun Grens- ássafnaðar. Fyrst um sinn hafði söfnuðurinn starfs- aðstöðu í Breiða- gerðsskóla en fluttist síðar í Miðbæ við Háa- leitisbraut og fór starfið fram þar uns eldri hluti Grens- áskirkju var tilbúinn til notkunar árið 1972. Þessa upphafs starfsins verður minnst við messu í Grensáskirkju kl. 11 á sunnudagsmorgun. Þar prédikar sr. Felix Ólafsson, fyrsti sókn- arprestur Grens- ássafnaðar, sem búið hefur í Dan- mörku undanfarna áratugi. Að messu lokinni verður afmæl- iskaffi og stutt dagskrá þar sem m.a. verður formlega opnuð ný heima- síða Grensássafnaðar með slóðina kirkjan.is/grensaskirkja en þar verða framvegis birtar fréttir af liðnum atburðum og fyrirhugaðri dagskrá í safnaðarstarfi Grens- ássafnaðar. Messan á sunnudaginn er fyrsti liður í afmælishaldinu og aðrir liðir verða kynntir á umræddri heima- síðu. Kaffihúsakvöld hjá Kefas Í KVÖLD, föstudagskvöldið 19. sept- ember, verður kaffihúsakvöld í Frí- kirkjunni Kefas. Þá ætlum við að eiga notalega kvöldstund saman, hlýða á tónlistaratriði og gæða okk- ur á kökum og kræsingum sem seld- ar verða á góðu verði. Allur ágóði rennur í kirkjustarfið. Kaffi verður framreitt frá kl. 20.30 og allir eru hjartanlega velkomnir. Fríkirkjan Kefas, Vatnsendabletti 601. 40 ára afmæli Grensássafnaðar Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja Í TILEFNI af alþjóðadegi Alz- heimerssjúklinga sunnudaginn 21. september verða haldnir fræðslu- fundir bæði á Akureyri og í Garða- bæ. Aðstandendur og áhugafólk fylkja liði þennan dag víða um heim til baráttu fyrir betri aðbún- aði minnissjúkra og fyrir auknu framlagi til rannsókna á sjúk- dómnum og leiða til að létta þeim sjúka og aðstandendum hans bar- áttuna við Alzheimerssjúkdóminn. Minnissjúkdómar virðast vera í ör- um vexti af ýmsum orsökum. Ein af þeim er m.a. að fólk verður mun eldra en áður, segir í fréttatil- kynningu. Á Akureyri gengst félag áhuga- fólks og aðstandenda Alzheim- erssjúkra og heilabilaðra á Norð- urlandi fyrir fræðsludegi sunnu- daginn 21. september kl. 13.30 að Skipagötu 14 í Alþýðuhúsinu, 4. hæð. Erindi halda: Ásta Sigurð- ardóttir, María Ólafsdóttir heim- ilislæknir, Jóhanna Mjöll Björns- dóttir, Hulda Þ. Gísladóttir, Valgerður Valgarðsdóttir og Svava Aradóttir. Fundarstjóri verður Brit Bielvelt. Í Garðabæ verður fundur sunnu- daginn 21. september kl. 15, í húsi Pharmanor að Hörgatúni 2. Erindi halda: Andrés Ragnarsson sál- fræðingur og Soffía Egilsdóttir fé- lagsráðgjafi. Alþjóðadagur Alzheimerssjúklinga Fræðslu- fundir á Akureyri og í Garðabæ Dagur iðnaðarins í blikksmiðjum Samtök iðnaðarins og Félag blikk- smiðjueigenda standa fyrir Degi iðn- aðarins í blikksmiðjum á morgun, laugardaginn 20. september. Opið hús verður í 9 blikksmiðjum á sex stöðum á landinu kl. 13 – 16 og verð- ur gestum og gangandi boðið að kynna sér starfsemina sem fram fer. Tilgangurinn er að vekja athygli á blikksmíðinni og kynna aðstæður í nútímablikksmiðjum, framleiðslu þeirra og þjónustu. Eftirtaldar blikksmiðjur hafa opið hús á laugardaginn: Blikksmiðja Austurbæjar ehf. Súðarvogi 6, Reykjavík, Ísloft blikk- og stál- smiðja ehf. Bíldshöfða 12, Reykja- vík, Funi Blikkás ehf. Dalvegi 28, Kópavogi, Stjörnublikk ehf. Smiðju- vegi 2, Kópavogi, Blikksmiðja Ein- ars ehf. Smiðjuvegi 4B, Kópavogi, Blikksmiðja Guðmundar J.H. Ak- ursbraut 11, Akranesi, Blikk- og tækniþjónustan ehf. Kaldbaksgötu 2, Akureyri, Þ.H. blikk ehf. Gagn- heiði 37, Selfossi og Eyjablikk ehf. Flötum 27, Vestmannaeyjum. Grikklandsvinafélagið Hellas heldur aðalfund á morgun, laug- ardaginn 20. september kl. 14.30 í Kornhlöðunni við Bankastræti. Auk vengjulegra aðalfundarstarfa verður fjallað um kynnt ferðalag á sumri komanda. Förinni er heitið suður á bóginn á grískar slóðir, jafnt utan sem innan landamæra núverandi Grikklands. Fundarmönnum gefst kostur á að koma með tillögur um til- högun og tímasetningu ferðarinnar. Aðalfundur Íslenska Esperanto- sambandsins verður haldinn á morgun, laugardaginn 20. sept- ember kl. 14 í Esperantohúsinu á Skólavörðustíg 6b. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Jón Hafsteinn Jónsson segja frá heimsþingi esper- antista sem haldið var í sumar í Gautaborg. Kl. 19 verður snæddur kvöldverður í húsi Lyfjafræðisafns- ins á Seltjarnarnesi og hlýtt á létta dagskrá. Kynning á lestrar-, reikni- og eðl- isfræðikennslu Helga Sigurjóns- dóttir kennari og Haraldur Ólafsson prófessor í eðlisfræði lofthjúpsins verða með kynningu á lestrar- reikni– og eðlisfræðikennslu í leik- skólanum Listakoti á Holtsgötu 7, Reykjavík, laugardaginn 20. sept- ember kl. 14. Helga Sigurjónsdóttir kynnir lestrarkennslu samkvæmt Skóla Helgu Sigurjónsdóttur og Haraldur Ólafsson kynnir reikni- kennslu með áherslu á tölur og talnameðferð og eðlisfræðikennslu með áherslu á eðliseiginleika efna, hita og krafta. Stafganga, leiðbeinenda- námskeið Laugardaginn 20. sept- ember standa ÍSÍ og SKÍ fyrir nám- skeiði sem gefur réttindi til kennslu í stafgöngu (skv. stöðlum Alþjóða stafgöngusambandsins). Nám- skeiðið sem er bæði bóklegt og verk- legt verður haldið í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð) og stendur frá kl. 9 - 17. Farið verður í undirstöðuatriði stafgöngu, tækni og þjálfunaraðferðir. Leiðbeinendur eru íþróttakenn- ararnir Jóna Hildur Bjarnadóttir og Ásdís Sigurðardóttir. Námskeiðið er ætlað fagfólki s.s. íþróttakennurum, sjúkraþjálfurum, hjúkrunarfræð- ingum, þroskaþjálfum, iðjuþjálfum og læknum. Námskeiðsgjald er kr. 7.500 en inni- falið í því er létt máltíð og kaffi. Skráning er hjá ÍSÍ á netfang: helgabj@isisport.is. Haustgöngur skógræktarfélag- anna Gengið verður um Grafarvog í Reykjavík á morgun, laugardaginn 20. september kl. 10 og verður safn- ast saman við Grafarvogskirkju. Gengið verður um gömul sumarbú- staðalönd, sem nú eru orðin útivist- arsvæði Reykvíkinga. Göngustjórar: Samson Bjarnar Harðarson lands- lagsarkitekt og Steinar Björg- vinsson garðplöntufræðingur og fuglaskoðari. Gangan er ókeypis og allir velkomnir. Á MORGUN Lýðheilsuþing verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi föstudaginn 26. sept- ember. Þingið er haldið á vegum Fé- lags um lýðheilsu í samvinnu við hina nýju Lýðheilsustöð. Á þinginu verður aðaláherslan lögð á umfjöllun um framkvæmd og mat á „Heilbrigð- isáætlun til ársins 2010“ og þá sér- staklega markmiðum hennar um jöfn- uð og aðgengi að heilbrigðis- þjónustunni og jöfnuð á heilsufari barna tengt þjóðfélagsstöðu foreldra. Margir fyrirlesarar munu fjalla um málið út frá mismunandi sjónarhorni og má þar nefna Berglindi Ásgeirs- dóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra OECD, Þorvald Gylfason prófessor, Árna Magnússon félagsmálaráðherra og Magnús Stefánsson formann fjár- veitinganefndar Alþingis. Einnig verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem þinggestir geta rætt við fyr- irlesara. Þingið verður haldið á Grandhóteli, Reykjavík, og hefst kl. 9 og er öllum opið. Þátttökugjald er 2.000 kr. og hægt er að skrá sig á netfanginu lyd- heilsa@visir.is. Ný tækifæri í einkarekstri Stjórn- endaskóli Háskólans í Reykjavík og Verslunarráð Íslands bjóða upp á námskeið fyrir aðila sem hafa áhuga á einkarekstri í heilbrigðis- eða mennta- kerfinu. Námskeiðið er hannað fyrir alla þá sem hafa hugmynd að rekstri eða stækkun núverandi reksturs en þurfa að semja við ríki og sveitarfélög á einn eða annan hátt. Námskeiðið er 65 klst. og farið verður yfir þætti eins og viðskiptaáætlun, viðskiptatæki- færi, samningagerð og markaðsmál. Auk þess hitta þátttakendur tvisvar ráðgjafa úr atvinnulífinu. Kennt er 22. september til 12. desem- ber á mánudags- og miðvikudags- kvöldum kl. 18 – 22. Leiðbeinendur eru kennarar í HR, sérfræðingar í at- vinnulífinu og fagfólk úr heilbrigðis- og menntageirunum. Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Stjórnendaskólans: www.stjorn- endaskoli.is. Á NÆSTUNNI Enn á lífi Í frétt á blaðsíðu 20 í Morgun- blaðinu í gær er frásögn um raforku- ver frá árinu 1928 í Þingeyjarsýslu. Þar segir m.a. að Jón Sigurgeirsson á Árteigi í Köldukinn hafi byrjað að smíða rafstöðvar um 1950 og haldið því áfram meðan hann lifði. Jón er enn á lífi og býr að Árteigi og eru hann og aðrir hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þeim misskilningi sem átti sér stað við skrif fréttarinnar. Osta- og smjörsalan með viðbit Í frétt um nýjungar á matvöru- markaði í blaðinu í gær segir að Mjólkursamsalan hafi í gær sett á markað viðbitið Létt og laggott með ólífuolíu. Hið rétta er að það var Osta- og smjörsalan sem setti þessa vöru á markað en ekki Mjólkursam- salan. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Afréttur fyrir „norðan vötn“ Í frétt í blaðinu í gær um málflutn- ing í Héraðsdómi Suðurlands vegna úrskurðar óbyggðanefndar gætir ónákvæmni varðandi 150 ára gamalt afsal sem sveitarfélagið Bláskóga- byggð lætur reyna á fyrir dómnum. Í fréttinni er talað um að afsalið sé um afrétt norðan Hvítárvatns. Í afsalinu er hins vegar talað um afrétt fyrir „norðan vötn“. Ágreiningurinn fjall- ar m.a. um við hvaða vötn er átt við. Þá er ennfremur tekist á fyrir dómi um hvort skilgreina eigi afrétt sem eignarrétt eða beitarrétt. LEIÐRÉTT UM næstu helgi og í byrjun næstu viku verða göngur og réttir í land- námi Ingólfs Arnarsonar. Útivist- arfólk er beðið að taka tillit til þess og sérstaklega er fólk á háværum torfærumótorhjólum beðið að vera ekki á ferðinni á afréttum og öðr- um beitilöndum á svæðinu frá og með föstudegi. Þá eru ökumenn beðnir að gæta sérstakrar varúðar og sýna þolinmæði þegar verið er að reka fé yfir vegi. Í því sambandi má nefna að yfir Suðurlandsveg þarf að reka safn til Fossvallaréttar við Lækjarbotna neðan Sandskeiðs um kl. 14–15 á laugardaginn og yfir veginn í Kömbum þarf að reka safnið til Ölf- usréttar síðdegis á sunnudaginn. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar hjá Bændasamtökum Íslands eru Ölfusréttir fjárflestar. Þótt fé hafi fækkað mikið á svæðinu síðustu 30 árin eru göngur og réttahald með hefðbundnu sniði og margir leggja leið sína í sumar þessara rétta. Seinni leitir og réttir í landnáminu verða dagana 11.–14. október. Réttir í landnámi Ingólfs Laugardag 20. sept. upp úr hádegi Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit Laugardag 20. sept. upp úr hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól Laugardag 20. sept. upp úr hádegi Nesjavallarétt í Grafningi Sunnudag 21. sept. um hádegi Dalsrétt í Mosfellsdal Sunnudag 21. sept. upp úr kl. 10 Fossvallarétt við Lækjarbotna Sunnudag 21. sept. upp úr kl. 15 Þórkötlustaðarétt í Grindavík Sunnudag 21. sept. um kl. 16 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós Sunnudag 21. sept. síðdegis Grímslækjarrétt í Ölfusi Mánudag 22. sept. árdegis Selvogsrétt í Selvogi Mánudag 22. sept. árdegis Selflatarrétt í Grafningi Þriðjudag 23. sept. árdegis Ölfusréttir í Ölfusi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.