Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝ útgáfa plötunnar Let it Be með Bítlunum verður gefin út í nóvember, að sögn Apple Corp, útgáfufélags hljómsveitarinnar. Mun plat- an heita Let it Be ... Naked og hafa þar verið fjarlægð aukahljóðfæri og raddir sem Phil Spector bætti við upp- haflegu upptökurnar áður en platan var fyrst gefin út í maí1970. Nýja platan verður því í samræmi við hug- myndir Pauls McCartneys á sínum tíma. „Þetta er hljómurinn sem við bjuggum til í hljóð- verinu,“ segir McCartney um nýju útgáfuna. „Nákvæm- lega eins og við spiluðum þar.“ Lögin á nýju útgáfunni verða að mestu leyti þau sömu og á upphaflegu plötunni, þar sem m.a. má finna lögin „Let it Be“, „The Long and Winding Road“, „Get Back“ og „Across the Uni- verse“. Samræðubrot, lögin „Dig it“ og „Maggie Mae“ hafa verið fjar- lægð en laginu „Don’t Let Me Down“ verið bætt við, að sögn Apple Corps. Lögin á Let it Be voru flest tekin upp árið 1970. Upphaflega hug- myndin var að gefa út plötu sem átti að heita Get Back, þar sem Bítl- arnir sneru aftur til uppruna síns sem fjögurra manna rokksveit og léku lögin án aðstoðar tæknibrellna. En upptökurnar voru lagðar til hliðar og ekki teknar fram aftur fyrr en komið var að því að frum- sýna samnefnda kvikmynd. Þá fékk John Lennon Spector til að yfirfara upptökurnar og meðhöndla þær þannig að þær yrðu nothæfar á plötu. Þetta var gert án vilja McCartneys og leiddi m.a. til þess að hann lýsti því opinberlega yfir að hljómsveitin væri hætt. Það var einkum útsetning Spectors á lag- inu „The Long and Winding Road“, sem fór fyrir brjóstið á McCartney. Ringo Starr sagði nýlega í sam- tali við tímaritið Rolling Stone að McCartney hefði ávallt verið and- vígur Spector. „Ég sagði honum [McCartney] nýlega: Þú hafðir rétt fyrir þér eina ferðina enn. Þetta hljómar frábærlega án Phils. Og það er satt.“ Spector komst nýlega í fréttir af öðru tilefni, en hugsanlegt er að hann sæti ákæru vegna dauða konu á heimili hans í Los Angeles í febrúar. Bítlaplatan Let it Be gefin út í nakinni mynd Eins og hún átti að vera Plötukápa síðustu hljóðversplötunnar með Bítlunum, sem kom fyrst út árið 1970 eftir mikinn vandræðagang. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Sýnd kl. 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 6, 9 og 12. B.i. 16 ára. FRUMSÝNING KRAFT SÝNIN G KL. 12 .00. Fór bei nt á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i f ! f f l i i . HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 6 og 9. B.i. 16 ára. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með ensku tali MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. FRUMSÝNING Fór bein t á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i f ! f f l i i . POWERSÝNINGKL: 11 POWERSÝNINGKL: 10.30 Þrautir Myndasögur Verðlaunaleikur vikunnar Pysjubjörgun í Vestmannaeyjum Dýrin í Hálsaskógi Með blaðinu á morgun fylgir sérblaðið börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.