Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 14
ERLENT
14 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í undirrétti og æðri dómstól
Nr. 3725, árið 2003
Sérdeild dóms
Félagaréttur
MÁLIÐ VARÐANDI
BARCLAYS LIFE ASSURANCE COMPANY LIMITED
-og-
MÁLIÐ VARÐANDI
WOOLWICH LIFE ASSURANCE COMPANY LIMITED
-og-
MÁLIÐ VARÐANDI
LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG MARKAÐI FRÁ 2000
____________________________________________________
Tilkynning
___________________________________________________
HÉR MEÐ TILKYNNIST að samkvæmt 114. kafla laga um fjármálaþjónustu og mark-
aði frá 2000 („114 kafli“) hinn 23. september 2003 gaf undirréttur og æðri dómstóll
hennar hátignar út tilskipun samkvæmt kafla 107(1) í lögum um fjármálaþjónustu og
markaði frá 2000, sem samþykkti áætlun („áætlunin") með ákvæði um flutning til
Woolwich Life Assurance Company Limited á öllum langtíma vátryggingaviðskiptum
er Barclays Life Assurance Company Limited annast í Bretlandi og sérhverju aðildar-
ríki evrópska efnahagssvæðisins. Flutningurinn samkvæmt áætluninni tekur gildi 26.
september 2003.
Að því er varðar hvers kyns vátryggingaskírteini, sem ná til viðskiptanna er flytjast
samkvæmt áætluninni og þar sem skuldbindingarríkið er annað EES ríki en Bretland
(eins og slíkar skilgreiningar eru greindar vegna 114. kafla) og skírteinishafi á rétt á því
að fella skírteinið niður vegna áætlunarinnar samkvæmt lögum skuldbindingarríkisins
má þá nýta réttindin á tuttugu og eins dags tímabili frá dagsetningu útgáfu tilkynning-
ar þessarar í skuldbindingarríkinu eða, þar sem við á, á lengra tímabili, sem kann að
heimilast samkvæmt lögum skuldbindingarríkisins.
Dagsett . dag mánaðar 2003
Lovells
Atlantic House
Holborn Viaduct
London EC1A 2FG
Sími: 020 7296 2000
Bréfsími: 020 7296 2001
Tilv. C1/DR/JTY
Lögmenn Barclays Life Assurance Company Limited og Woolwich Life Assurance
Company Limited.
HANS BLIX, fyrrverandi yfirmaður
vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu
þjóðanna, sakaði í gær bresku rík-
isstjórnina um ýkjur í umdeildri
skýrslu sinni um gereyðingarvopna-
eign Íraka. Þá sagðist Blix í samtali
við breska ríkisútvarpið, BBC, von-
ast til þess, að ríkisstjórnir yrðu
framvegis varkárari í notkun sinni á
upplýsingum leyniþjónustumanna.
Í viðtalinu líkti Blix sannfæringu
breskra og bandarískra stjórnvalda
fyrir gereyðingarvopnaeign Íraka
við þá bjargföstu trú fólks á miðöld-
um að til væru nornir. Þessi sann-
færing hefði gert að verkum að norn-
ir hefðu fundist þegar þeirra var
leitað.
Ummæli Blix
birtast í miðjum
vitnaleiðslum
Hutton-nefndar-
innar þar sem
rannsakaðar eru
kringumstæður
andláts vopnasér-
fræðingsins Dav-
ids Kellys, sem
virðist hafa svipt
sig lífi eftir að hann var sagður heim-
ildarmaður að frétt BBC þess efnis
að breska ríkisstjórnin hefði gert
meira úr þeirri hættu sem stafaði af
vopnaeign Íraka en ástæða var til.
Þar var því m.a. haldið fram að Sadd-
am Húsein gæti beitt efnavopnum
með 45 mínútna fyrirvara. „Þegar ég
les textann í bresku skýrslunni í
september á síðasta ári, varðandi 45
mínúturnar, fæ ég á tilfinninguna að
verið sé að reyna að fá lesandann til
að komast að langsóttri niðurstöðu
miðað við innihald textans.“
Blix sagði að ýkjurnar og fram-
setningin í skýrslunni hefðu skaðað
trúverðugleika ríkisstjórnarinnar.
„Við vitum að auglýsendur auglýsa
ísskápa á hátt sem þeir trúa ekki al-
veg sjálfir en maður býst við því að
ríkisstjórnir séu alvarlegri í bragði
og trúverðugri,“ sagði hann.
Aðpurður hvort hann teldi að árás-
in á Írak hefði verið réttlætanleg
svaraði Blix: „Nei, það tel ég ekki.“
Sakar bresku stjórnina
um ýkjur í Íraksskýrslu
Hans Blix
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, lýsti yfir í fyrradag, að eng-
ar sannanir væru fyrir aðild Saddams
Husseins, fyrrverandi forseta Íraks,
að hryðjuverkaárásunum í Banda-
ríkjunum 11. september 2001.
Bush hefur ekki kveðið jafn skýrt
að orði um þetta fyrr en gagnrýnend-
ur hans segja, að hann og aðrir ráð-
herrar hafi beinlínis ýtt undir það, að
Saddam bæri ábyrgð á hryðjuverk-
unum vestra og notað það ásamt öðru
sem réttlætingu fyrir innrásinni í
Írak.
Í nýlegri skoðanakönnun kemur
fram, að 70% Bandaríkjamanna telja,
að Saddam hafi átt beinan þátt í
hryðjuverkunum.
Bush sagði, að enginn vafi léki á
því, að Saddam hefði haft einhver
tengsl við al-Qaeda, en fyrir því væru
hins vegar engar sannanir, að hann
hefði komið nálægt hryðjuverkunum.
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, hefur margoft gefið í skyn,
að bein tengsl hafi verið milli hryðju-
verkanna vestra og Saddams, og í
þætti á NBC-sjónvarpinu á sunnu-
dag hélt hann því enn fram, að Mo-
hammed Atta, foringi hryðjuverka-
mannanna, hefði átt fund með
háttsettum, íröskum leyniþjónustu-
manni í Prag fimm mánuðum fyrir
11. september.
Trúverðugleiki
stjórnarinnar í húfi
Þetta er almennt dregið í efa hjá
vestrænum leyniþjónustum og
bandarísk yfirvöld hafa sjálf upplýst,
að þeirra eigin leyniþjónustuupplýs-
ingar um ferðir Atta sýni, að hann
hafi verið í Bandaríkjunum er fund-
urinn í Prag átti að hafa farið fram.
Fréttaskýrendur segja, að Bush
hafi neyðst til að taka af skarið um
þetta vegna þess, að æ fleiri landar
hans séu farnir að efast um trúverð-
ugleika bandarískra leyniþjónustu-
stofnana. Það geti hins vegar komið í
bakið á honum á kosningaári telji
kjósendur, að þeir hafi beinlínis verið
mataðir á röngum upplýsingum.
Bush Bandaríkjaforseti um hryðjuverkin 11. september
Engar sannanir
fyrir aðild Saddams
Washington. AP, AFP.
Reuters
Bush talar í Camp David í gær.
MIKILL viðbúnaður var á austur-
strönd Bandaríkjanna í gær þegar
fellibylurinn Isabel skall þar á.
Neyðarástandi var lýst yfir í ríkjun-
um Norður-Karólínu, Maryland og
Virginíu og yfir 300.000 íbúum á
ströndinni var sagt að flýja heimili
sín. Öllum opinberum stofnunum í
Washington-borg var lokað.
Áætlað er að 350.000 opinberir
starfsmenn í Washington hafi fengið
frí vegna fellibyljarins og öllum
lesta- og strætisvagnaferðum var af-
lýst í höfuðborginni. Þinghúsinu var
lokað og flestum fundum embættis-
manna með stjórnarerindrekum er-
lendra ríkja var frestað.
Farþegaflugi var aflýst eða beint
til öruggari staða. US Airways af-
lýsti til að mynda 400 flugferðum.
Áður hafði Bandaríkjaher sent
herskip út á sjó til að þau löskuðust
ekki í höfnunum og tugir herþotna
voru færðar á aðra flugvelli.
Powell ekki til Stokkhólms
Fellibylurinn varð til þess að Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, þurfti að hætta við að fara
til Stokkhólms til að vera viðstaddur
minningarathöfn um Önnu Lindh,
utanríkisráðherra Svíþjóðar, í dag.
Ástæðan var sú að flugvélarnar, sem
yfirleitt eru notaðar til að flytja emb-
ættismenn í opinberum erindagerð-
um, höfðu verið fluttar frá herflug-
velli nálægt Washington.
Ísabel er fyrsti stóri fellibylurinn
sem skellur á austurströnd Banda-
ríkjanna frá árinu 1996 þegar felli-
bylurinn Floyd kostaði þar 56 manns
lífið. Eignatjónið nam 4,5 milljörðum
dollara, sem svarar 360 milljörðum
króna.
!"#$
$ !
!" # $%&%
%&
'(
)*
+
,
$ !
Neyðarástand í
þremur ríkjum
Kitty Hawk. AFP, AP.
SPÆNSKA lögreglan handtók í
gær fimm manns, sem grunaðir
eru um tengsl við hryðjuverka-
samtökin al-Qaeda.
Tveir hinna handteknu eru
taldir tengjast Tayssir Alluni,
fréttaritara sjónvarpsstöðvarinn-
ar Al-Jazeera, sem nú er í haldi.
Hefur verið gefin út ákæra á
hendur honum og 34 mönnum öðr-
um, þar á meðal Osama bin Lad-
en, fyrir aðild að al-Qaeda og
hryðjuverkunum í Bandaríkjun-
um.
Fjórir mannanna, sem hand-
teknir voru í gær, eru af sýr-
lenskum uppruna en sá fimmti er
frá Marokkó.
Það er hinn kunni dómari Balt-
asar Garzon, sem gaf út ákæruna
á mennina 35 en 18 þeirra eru í
haldi á Spáni.
Handtökur á Spáni
Madrid. AFP.
SLÖKKVILIÐSMENN sprauta
vatni til kælingar á jarðýtur sem fé-
lagar þeirra stýra til að moka sandi
yfir eld í olíuleiðslu við bæinn Baji,
38 km frá borginni Tikrit í Írak í
gær. Eldurinn kviknaði í fyrra-
kvöld og er talið að skemmdar-
verkamenn hafi komið honum af
stað. Í Tikrit, fæðingarborg Sadd-
ams Husseins, er andstaðan við her-
námi bandamanna virkust.
AP
Barizt við
olíueld