Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 23

Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 23 Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 www.ils.is Vegna skipulagsdags starfsfólks verður lokað hjá Íbúðalánasjóði kl. 12.00 föstudaginn 19. september. Opnað verður aftur mánudaginn 22. september samkvæmt venjulegum opnunartíma. Verið velkomin. ÞAÐ er alltaf spenningur í lofti og stemmning þegar réttað er í Grímsey því eins og koma far- fuglanna boðar vorið er smölun kinda haustboði. Ekki er það flók- ið eða heldur tímafrekt að smala hér, því „bændur“ eru aðeins tveir, þeir Þorlákur Sigurðsson í Garði og Gunnar Stefán Ásgrímsson á Eiðum. Í þetta sinn voru hestar með í smalamennskunni sem létti verkið mikið og tók smalamennskan einn til tvo klukkutíma. Íbúar, ungir sem aldnir, flykktust að þegar komið var með kindurnar ofan af ey. Það voru fallegar og fínar skepnur sem runnu í réttina enda sumarið með eindæmum gott og mikil grasspretta. Þegar Þorlákur í Garði og hans fólk var búið að velja sínar kindur úr var eftirleik- urinn einfaldur, Gunnar Stefán Eiðabóndi átti rest. Aðeins tveir fjárbændur í Grímsey Auðvelt að draga féð í dilkana Morgunblaðið/Helga Mattína Grímsey HÁHYRNINGAR syntu inn á höfn- ina á Bakkafirði laugardaginn 13. september og hefur það aldrei gerst svo vitað sé fyrr. Sigurjón Björnsson var í berjamó í blíðunni á laugardaginn þegar hann kom auga á mjög óvenjulega sjón þar sem háhyrningarnir syntu grunnt með landinu og fóru meðal annars inn í höfnina og átu æðakollur sem á ferð þeirra urðu. Ekki létu þeir mannaferðir trufla sig við iðju sína og syntu alveg eftir flæðarmálinu. Háhyrn- ingar í fæðuleit? Bakkafjörður Ljósmynd/Frímann Grímsson BYGGÐASTOFNUN og félags- málaráðuneytið standa sameigin- lega að ráðningu atvinnu- og jafn- réttisfulltrúa í Suðurkjördæmi. Bjarnheiður Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í stöðuna og hefur hún aðsetur í Ráðhúsi Ölfuss í Hafn- arbergi 1 í Þorlákshöfn. Bjarnheið- ur er 35 ára gömul, ættuð frá Hvammstanga. Síðustu 5 árin hefur hún starfað sem atvinnu- og jafn- réttisráðgjafi, fyrst eingöngu á Norðurlandi vestra, en síðar í öllu Norðvesturkjördæmi. Með því starfi hefur hún aflað sér mikillar þekkingar um flest sem lýtur að at- vinnurekstri, bæði í formi reynslu og fjölmargra námskeiða, bæði sem hún hefur setið og kennt. Bjarnheiður kemur til starfa í Suðurkjördæminu nýja og er starfs- maður Byggðastofnunar, sem stendur að þessu tveggja og hálfs árs verkefni með félagsmálaráðu- neytinu. „Starfsaðstaða mín er í Ráðhús- inu í Þorlákshöfn, en að sjálfsögðu munu umbjóð- endur mínir hafa jafna möguleika á að nýta sér þjón- ustuna því ég býð upp á það að heimsækja þá sem óska eftir ráðgjöf,“ sagði Bjarnheiður. Starfið felst fyrst og fremst í því að aðstoða kon- ur sem reka fyrirtæki, eða hyggja á fyrirtækjarekstur. Allt frá því að þróa hugmynd svo hún verði að arð- bærum rekstri, skipuleggja mark- aðssetningu og afla fjár, yfir í að umbreyta rekstri eða stokka upp fjármálin. Meiningin er líka að skipuleggja fræðslu fyrir konur í at- vinnurekstri og kynningar á þeirra vörum og þjónustu. Jafnframt að huga að atvinnulausum konum og möguleikum til að bæta stöðu þeirra. „Ég þarf að vera í náinni samvinnu við þær stofnanir í kjör- dæminu sem vinna að þessum mál- um og vonast ég eftir að mér verði vel tekið. Hvað varðar jafnréttis- málin almennt er ég fyrst og fremst tengiliður svæðisins við Jafnréttis- stofu, en fjölmörg sveitarfélög á svæðinu eiga eftir að vinna lög- bundna jafnréttisáætlun og get ég aðstoðað við skipulagningu þeirrar vinnu,“ sagði Bjarnheiður. Sýningin athafnakonur „Um þessar mundir er ég jafn- framt að vinna að sýninga- og ráð- stefnuröðinni „Athafnakonur“, sem Kvennasjóður Vinnumálastofnunar á frumkvæðið að og verður haldin í hverjum landsfjórðungi nú á haust- mánuðum. Kollegi minn í Norðaust- urkjördæmi Helga Björg Ragnars- dóttir heldur utan um þetta með mér, en fjölmargir koma að fram- kvæmdinni sjálfri. Um 50 fyrirtæki í eigu kvenna munu taka þátt í sýn- ingunum og hyggjumst við byggja upp metnaðarfulla dagskrá á hverju svæði er lýtur að þátttöku kvenna í atvinnurekstri. Einnig munum við bjóða konum á stutt ókeypis nám- skeið um einstaka þætti tengda fyr- irtækjarekstri.“ Atvinnu- og jafnréttis- fulltrúi í Suðurkjördæmi Þorlákshöfn Bjarnheiður Jóhannsdóttir Í UPPHAFI mánaðarins opnaði Viska í Vestmannaeyjum vefsíðu. Það var Sigurður Karlsson, nemi í viðskiptafræði í fjarnámi á vegum Háskólans í Vestmannaeyjum, sem opnaði vefsíðuna formlega í tilefni af dagskrá viku símenntunnar sem Viska stóð fyrir í Eyjum. Yfirskrift vikunnar var fjarnám og óhefðbundnar leiðir til náms. Þar er um fjölda leiða að ræða og ein leiðin sem verður skoðuð sérstak- lega eru möguleikar sjómanna á námi meðfram sjómennskunni. Þá var námsvísi Visku fyrir haustönn dreift í öll hús í Vestmannaeyjum og kenndi þar margra grasa, enda hef- ur Bergþóra Þórhallsdóttir, for- stöðumaður Visku, verið einkar dug- leg við að koma fram með námskeið og ýmislegt skemmtilegt sem fólk í Eyjum hefur kunnað vel að meta. Morgunblaðið/Sigurgeir Bergþóra Þórhallsdóttir og Sigurður Karlsson opnuðu vefsíðuna formlega. Viska opnar vefsíðu Vestmannaeyjar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.