Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 33 ✝ Soffía Gísladóttirfæddist í Görðum í Vestmannaeyjum 31. desember 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ljósheim- um á Selfossi 14. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Þórðarson frá Ormskoti í Fljóts- hlíð, f. 5. desember 1877, d. 7. nóvember 1943, og kona hans Guðleif Kristjáns- dóttir frá Auraseli í Fljótshlíð, f. 15. októ- ber 1886, d. 22. janúar 1917. Fóst- urforeldrar hennar voru Túbal Magnússon, f. 30. desember 1867, d. 1946, bóndi í Múlakoti í Fljóts- hlíð, og kona hans Guðbjörg Þor- leifsdóttir, f. 20. júlí 1870, d. 1958. Systkini Soffíu voru Haraldur, Sig- ríður, Guðlaug, Kristján og Fann- ey. Á lífi eru Kristján og Fanney. Fóstursystkini Soffíu voru Lilja, Ólafur, Soffía og Ágústa. Öll eru þau látin. Hinn 2. september 1939 giftist Soffía Jóni Inga Jónssyni frá Duf- þaksholti í Hvolhreppi. Börn þeirra eru: 1) Þórir Þröstur, f. 4. febrúar 1940, maki Ragnheiður Skúladóttir og eiga þau tvö börn, Jón Þór, f. 28. október 1985, og Dögg, f. 19. nóvember 1987. Stjúp- dætur Þrastar eru Inga Kolbrún Ívarsdóttir, maki Páll Viðarsson og eiga þau tvo syni, og Drífa Nikulásdóttir, maki Ólafur Sigur- grímsson og eiga þau einn son. 2) Hrefna, f. 9. nóvember 1945, maki Björn Stefáns- son og eiga þau þrjú börn, Berglind Soffíu, f. 30. apríl 1968, sem á tvo syni, og Stefán Þór, f. 19 júní 1979, maki Elfa Dögg Finnbogadótt- ir, og Jón Inga, f. 17 júlí 1981. Stjúpdóttir Hrefnu er Ragnheiður Kristín, maki Elís Kjartansson og eiga þau þrjú börn. Soffía og Ingi bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Vestmannaeyjum en fluttu síðan að Tumastöðum í Fljótshlíð 1946 þar sem hann vann hjá Skógrækt ríkisins og hún var matráðskona þar nokkur sumur. Árið 1950 fara þau að búa í Fljóts- dal í Fljótshlíð og bjuggu þar í fimm ár. Árið 1955 fluttu þau að Deild í Fljótshlíð og bjuggu þar í 36 ár. Árið 1989 flytja þau í Litla- gerði 12 á Hvolsvelli. Frá desem- ber 2000 dvaldi Soffía á hjúkrun- arheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi. Útför Soffíu fer fram frá Stór- ólfshvolskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Tengdamóðir mín, Soffía Gísladótt- ir, er látin á áttugasta og áttunda ald- ursári. Hún lést sunnudaginn 14. septem- ber síðastliðinn á Ljósheimum á Sel- fossi, þar sem hún naut góðrar að- hlynningar síðustu árin eftir að kraftar hennar fóru að þverra. Þegar Soffía var rétt rúmlega árs- gömul missti hún móður sína. Eftir það var systkinunum komið fyrir og var Soffía svo heppin að enda hjá frændfólki sínu í Múlakoti í Fljótshlíð, Guðbjörgu Þorleifsdóttur og Túbal Magnússyni. Soffía ólst upp með börnum þeirra, sem öll voru eldri en hún. Þannig urðu þau Guðbjörg og Túbal hinir eiginlegu foreldrar Soffíu og börnin þeirra systkini hennar, þó að hún þekkti bræður sína, þá Krist- ján og Harald, sem einnig voru mikið í Múlakoti. Systrum sínum kynntist hún ekki fyrr en hún var orðin stálp- uð. Heimilið í Múlakoti var annálað myndarheimili, og Guðbjörg varð landsþekkt fyrir áhuga sinn á skóg- rækt og Ólafur Túbals fósturbróðir hennar og seinna bóndi eftir föður sinn í Múlakoti varð þekktur listmál- ari og veitingamaður. Soffía var alltaf náin fóstursystrum sínum, þeim Lilju, Ágústu og Soffíu Túbals. Það er ekki vafi að móðurmissirinn hefur haft sín áhrif á barnssálina, en hún naut alltaf góðrar aðhlynningar í Múlakoti. Ung fór Soffía að vinna fyrir sér og var meðal annars í vist á myndar- heimilum í Reykjavík. En hugur hennar hneigðist til ungs vinnumanns í Múlakoti, Jóns Inga Jónssonar frá Dufþaksholti í Hvolhreppi. Þau gift- ust 2. september 1939. Börnin urðu tvö, Þórir Þröstur, rafvélavirki á Hellu, og Hrefna, kennari í Garðabæ. Barnabörnin eru fimm og barna- barnabörnin tvö. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í Vestmannaeyjum, en unnu síðan á Tumastöðum í Fljótshlíð við skóg- rækt. Hugur þeirra stóð til búskapar. Jarðir voru ekki á lausu þá eins og nú en þau fengu ábúð í Fljótsdal 1950 sem hafði verið í eyði síðan í Heklu- gosinu 1947. Samgöngur að Fljótsdal voru ekki greiðfærar þá. Búskapurinn byggðist á elju og hreysti bændanna, sem höfðu fá verkfæri önnur en amboð. Þau urðu að lifa af því sem landið gaf og löngu áður en aðrir landsmenn fóru að eta lífrænt ræktað grænmeti ræktaði Soffía matjurtir, án þess að nota tilbúinn áburð, því henni var ljóst að það var hollara. Áhuga Soffíu og leikni í ræktun hefur hún örugglega fengið frá Guð- björgu í Múlakoti, enda mat hún hana umfram aðra. Árið 1955 fluttu þau að Deild í Fljótshlíð, þaðan voru sam- göngur auðveldari og komið að skóla- göngu barnanna. Ég er þessar línur rita kynntist fjölskyldunni í Deild ekki fyrr en 1964 er leiðir okkar Hrefnu lágu fyrst sam- an. Ég man þegar ég kom kvíðinn og feiminn að heimsækja kærustuna fyrsta sinn á heimili foreldra hennar. Mér leið þó fljótlega eins og ég hefði alltaf þekkt þau hjón Soffíu og Inga, ekki var það síst fyrir alúðlega fram- komu Soffíu við mig. Inga kynntist ég betur seinna. Eftir þessi fyrstu kynni urðu ferðir mínar að Deild óteljandi, seinna, þeg- ar við Hrefna eignuðumst fyrsta barnið, hjálpuðu þau Soffía og Ingi okkur með að fóstra dóttur okkar, meðan við vorum að koma okkur upp íbúð. Berglind Soffía var síðan öll sumur í sveit hjá afa og ömmu í Deild og taldi sig ómissandi, í sauðburð og réttir. Soffía var hefðarkona í sér, vildi vera vel til höfð og hafði gaman af að klæða sig upp og vera fín. En betri manneskju er erfitt að finna. Allir sem kynntust henni löðuðust að henni, sérstaklega náði hún góðu sambandi við börn og skildi þau betur en flestir aðrir. Soffía varð aldrei gömul kona, þó að árin og skrokkur- inn segðu annað, hún var ung í anda fram í andlátið. Vinkonur hennar voru að sjálfsögu margar jafnöldrur hennar, en það sem mér hefur alltaf þótt merkilegast var hve ungt fólk laðaðist að henni og margir trúðu henni fyrir sínum leynd- ustu áhyggjum og sorgum og dvöldu þá gjarnan nokkra daga í skjóli þeirra hjóna í Deild. Soffía og Ingi höfðu fjöl- marga unglinga í sveit, ég er viss um að öll komu þaðan auðugri og héldu tryggð við þau hjón meðan þeirra naut við. Heimilisbragur í Deild var léttur og skemmtilegur, Ingi var kát- ur og fjörugur, en Soffía var hæg og yfirveguð. Þótt Soffía væri ekki alltaf mjög heilsuhraust, þá var aðdáunarvert að sjá hvernig hún vann verkin sín, manni fannst hún ekkert hafa fyrir hlutunum, það var eins og þeir gerðu sig sjálfir, allt var búið og frágengið áður en við varð litið. Þegar Soffía og Ingi hættu búskap fluttu þau í Litlagerði 12 á Hvolsvelli, þar áttu þau nokkur góð ár saman. Soffía blómstraði á Hvolsvelli, sótti m.a. námskeið í keramik og silkimál- un. Einnig lærði hún að smíða klukk- ur, með hjálp góðra manna. Soffía var gefandi og örlát kona, hún sagði alltaf að maður fengi allt margfalt til baka sem maður gerði, svo bætti hún við: „Hvað hef ég svo sem að gera við þetta, ég hef allt sem ég þarf.“ Þegar okkur Hrefnu langaði að koma okkur upp litlu athvarfi í Fljóts- hlíðinni voru þau Soffía og Ingi okkar stoð og stytta, marga hrísluna færðu þau okkur, fyrir utan allt annað. Soffía fór í sína fyrstu utanlands- ferð árið 1980, þegar hún heimsótti okkur Hrefnu og börnin til Flórída. Þessi ferð var Soffíu mikil upplifun, og talaði hún um hana í mörg ár á eft- ir. Mér er í fersku minni hversu hrifin hún var af hinum framandi gróðri og umhverfi í sólskinslandinu, þegar hún kom út á svalir fyrsta morguninn og sagði í hrifningu: „Þetta er bara eins og í Paradís.“ Að leiðarlokum langar mig að þakka Soffíu allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína og ég trúi að nú sé hún komin á leiðarenda og uni sér vel í Paradís. Björn Stefánsson. Þegar ég var fimm mánaða gömul fór móðir mig með mig í pössun upp í sveit til ömmu og afa í Deild í Fljóts- hlíð. Foreldrar mínir voru að vinna vaktavinnu og fannst mömmu betra að ég væri hjá afa og ömmu heldur en í pössun hjá ókunnugu fólki í Reykja- vík. Var þetta upphaf 16 ára tímabils í mínu lífi þar sem ég dvaldi á hverju sumri í sveitinni og einnig eitthvað að vetri til áður en ég byrjaði í skóla. Ég elskaði sveitina. Þar átti ég kindur og hest, bestu vinkonu á næsta bæ og áhyggjulaust líf í fegurstu sveit lands- ins. Það eru forréttindi fyrir barn að fá að kynnast afa sínum og ömmu á þennan hátt og fannst mér ekkert betra en að vera í sveitinni. Þar fannst mér ég vera örugg. Ég komst þangað aldrei nógu snemma á vorin og fór aldrei nógu seint á haustin í bæinn. Amma mín var yndisleg og góð kona. Hún vildi allt fyrir mann gera, en hún gat líka fengið mann til að gera hin ýmsu verk og var það allt gert með hæglátu fasi og á þýðan og blíðan hátt. Ég fór með afa í fjósið og ömmu að vinna í garðinum. Ég man eftir því að slá garðinn, reyta arfa og vökva gersemar ömmu, blómin henn- ar í gróðurhúsinu. Ég taldi aldrei eftir mér að gera þá hluti sem ég var beðin um að gera. Ég leit á það sem skyldu mína að hjálpa til í sveitinni því ég fékk nú líka alltaf laun fyrir vinnuna mína og var ég mjög hreykin af því. Ég gaf hænunum, rak kýrnar, tók þátt í heyskap og öllum þeim störfum sem tilheyrðu. Svo hjálpaði ég ömmu líka með inniverkin, að vökva blómin, vaska upp, ryksuga, stufa af og brjóta upp þvottinn, eins og hún kallaði það að þurrka af ryk og brjóta saman þvott. Við tíndum rifsber til að búa til sultu og nýjar gulrætur og radísur voru alltaf á boðstólum hjá ömmu. Oft fékk maður sér gulrætur beint úr garðinum, tíndi kúmen meðfram veg- inum og borðaði hundasúrur úti á túni. Amma var ætíð að minna mann á að maður ætti að borða hollan og góð- an mat, að heilsan væri það mikilvæg- asta í lífinu. Það festist mér fljótt í minni og sem krakki borðað ég eig- inlega aldrei sælgæti. Eflaust hef ég einangrast dálítið þarna í sveitinni þar sem ég eyddi mestum mínum tíma með eldra fólki en ég get samt ekki þakkað ömmu og afa nægilega mikið fyrir þá ást og hlýju sem þau sýndu mér og á eftir að fylgja mér það sem eftir er ævi minnar. Ég minnist þess að hafa setið og grátið í fanginu á ömmu minni þegar ég var lítil í mér og hún huggaði mig og kyssti mig á ennið. Hún nuddaði á mér fæturna á kvöldin þegar ég gat ekki sofnað og baðaði mig í eldhús- vaskinum þegar ég var lítil. Helsta ágreiningsefnið á milli mín og ömmu í þá daga var villikötturinn Lindberg sem ég hafði tekið að mér en ég vildi gefa honum oft á dag og helst fisk, en amma var ekkert fyrir kisur og vildi ekki sjá hann inni á bænum. Lindberg fékk skjól í fjósinu þar sem við afi réð- um ríkjum og eyddum tveimur til þremur tímum daglega í að mjólka kýr og kveðast á. Amma var mikil áhugamanneskja um svæðanudd og man ég eftir að hafa nuddað á henni tærnar eftir bók sem hún hafði útvegað sér og svo nuddaði hún mig. En jafnvel þá var amma orðin aum í fótunum og mátti ég ekki gera of fast því hún var svo viðkvæm. Ég málaði hana stundum og greiddi henni. Við gerðum alla þá hluti saman sem litlar stúlkur gera með ömmum sínum. Þegar ég fluttist til Bandaríkjanna hitti ég ömmu og afa auðvitað mun sjaldnar en ég reyndi þó að heimsækja þau þegar ég var á landinu. Það var gott að koma til ömmu og afa en mér fannst sorglegt þegar þau fluttu frá Deild. Ég hefði svo gjarnan viljað að synir mínur hefðu getað fengið að upplifa sveitina á sama hátt og ég fékk að gera. Ég rétt náði í skottið á sveitamenning- unni eins og hún var upp á sitt besta. Í dag er allt svo breytt og hver bærinn á fætur öðrum er seldur til sumarbú- staðalands. Amma elskaði blóm og var litla stofan hennar í Deild alltaf þakin blómum. Ég var búin að lofa henni um daginn að ég ætlaði að gefa henni mynd af ljósmyndasýningunni minni sem ég opnaði daginn áður en hún dó. Ég sagði henni að ég hefði í þetta sinn, eins og hún svo oft, tekið myndir af blómum. En albúmin hennar ömmu voru þakin myndum af blóm- unum hennar. Það hýrnaði yfir henni en um leið benti hún á hringinn minn og sagði: „Geturðu ekki útvegað mér svona hring, Berglind mín, mér finnst hann svo fallegur.“ Í gegnum árin hef ég stundum gefið ömmu hringi því hún var alltaf svo mikið fyrir skart- gripi. Ég man eftir að hafa keypt handa henni silfurhring á markaði í New York, og bar amma hann í mörg ár. „Næst þegar ég kem, amma mín, þá skal ég koma með hring handa þér sem er ekki ósvipaður þessum,“ en því miður þá varð ekkert úr þeirri heimsókn þar sem ömmu lá á að kom- ast á betri stað þar sem hún gat geng- ið ein og óstudd, þar sem hún var verkjalaus og gat hitt afa aftur. Amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér í lífinu. Vega- nesti þitt er dýrmætt. Þú varst svo góð og hjartahlý og gafst svo mikið af þér. Þú varst alltaf glöð og jákvæð og bjóst yfir miklum þokka. Þú vildir allt fyrir mig gera og leið mér alltaf eins og það væru sérstök tengsl á milli okkar. Þú varst eina amman sem ég fékk að kynnast í lífinu. Þú varst sannkölluð blómarós. Berglind. Fljótshlíðin skartaði sínu fegursta þennan sólríka vordag 1969. Ég var á leiðinni til Soffu og Inga. Ég hlakkaði til. Hlakkaði til að fá að dvelja í sveit- inni í nokkrar vikur, í fyrsta sinn. Brosmildur og hress var Ingi mættur út á Hvolsvöll til að taka á móti mér, 12 ára unglingsstúlku úr Reykjavík. Síðan var brunað á gamla Willys-jeppanum inn Hlíðina og áfram upp bratta brekku heim að bænum, Deild í Fljótshlíð. Alvörugefin og ábyrgðarfull steig ég út úr jeppanum, tilbúin að takast á við ný verkefni í sveitinni. Í sama mund birtist Soffa á hlaðinu, glæsileg og geislandi, eins og öll sveitin tæki á móti mér í útbreiddum faðmi hennar. Og efasemdir mínar um að geta valdið nýjum handtökum við sveitastörfin hurfu í einni svipan þarna á hlaðinu, í ógleymanlega hlýju faðmlagi Soffu. Soffa mín, hvarvetna laðaðir þú að þér börn og unglinga, sem ævinlega sóttust eftir nærveru þinni, hjarta- hlýju og öryggi. Minningin um einstaka konu, sem var þeim hæfileikum gædd að geta opnað faðm sinn á falslausan, einlæg- an hátt og um leið gefið af ríkum sjóði visku og andlegs auðs, mun lifa með mér um ókomna tíð. Elsku Hrefna, Þröstur og fjöl- skyldur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þuríður Elfa Jónsdóttir. SOFFÍA GÍSLADÓTTIR ✝ Ragna StefaníaFinnbogadóttir fæddist í Látrum í Aðalvík 12. janúar 1930. Hún lést á hjúkrunar- og elli- heimilinu Grund hinn 10. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóna Jónsdóttir, f. 10.12. 1900, d. 27.12. 1967, og Finnbogi Friðriksson, f. 1.12. 1901, d. 9.11. 1968, bæði frá Látrum í Aðalvík. Systkini Rögnu eru: Karítas Jóna, f. 27.10. 1926, Kjartan Henry, f. 28.5. 1928, Sigurður Grétar, f. 28.5. 1928, d. 9.12. 2002, og Þóra Guðbjörg, f. 6. 7. 1933. Ragna eignaðist dóttur með Halldóri Gunnarssyni, Sigrúnu Halldórsdóttur, f. 24.12. 1949, sem ólst upp hjá móðurforeldrum. Hún er búsett í Bandaríkjunum, gift og á þrjá syni. Ragna giftist Pétri Þórðarsyni frá Keflavík og á með honum þrjú börn. Þau eru: 1) Inga Rut, f. 4.2. 1953, búsett í Bandaríkjunum, hún á eina dóttur. 2) Þórður, f. 19.2. 1956, búsettur í Reykjavík. 3) Júlíus, f. 29.5. 1962, búsettur í Kópavogi, hann á tvo syni. Ragna og Pétur slitu samvist- ir. Ragna eignaðist soninn Jón Þór Baldursson, f. 2.1. 1966, d 18.2. 2000. Jón Þór var vistmaður á Sól- heimum í Grímsnesi. Ragna giftist Páli Hólm Jó- hannssyni frá Bolungarvík 1976. Páll lést árið 1991. Útför Rögnu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskuleg systir mín, Ragna, er bú- in að fá hvíld frá sínum erfiðu veik- indum. Síðustu fimm árin dvaldist hún á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund þar sem mjög vel var hugsað um hana og á starfsfólkið þar miklar þakkir skilið. Ragna var glöð og kát stúlka að eðlisfari, afskaplega fríð og vel gefin. Hún var mjög listræn og málaði margar gullfallegar myndir eða saumaði út. Ég öfundaði hana heil- mikið á sínum tíma, þegar hún fékk að fara í Gagnfræðaskólann á Ísa- firði. Hún hafði svo margt gott til að bera. Lífserfiðleikar settu þó sitt mark á systur mína og hennar fín- legu sál og hennar aðstæður urðu þannig að hún gat ekki alið börnin sín upp til fullorðins ára. Henni féll það afar þungt og lýsti því oft sem það væri verið að rífa úr sér hjartað þegar hún hugsaði um þau mál. En það birti á ný yfir lífi Rögnu þegar hún kynntist Páli Jóhannssyni. Ég man þegar hún kom með Palla í heimsókn í fyrsta skipti til mín. Þá ljómaði systir mín af gleði. Þau giftu sig árið 1976. Ragna átti góða ævi og góð ár með Palla, enda var hann mik- ið ljúfmenni og henni afar góður. Þau fóru mikið í ferðalög með tjaldið sitt og minntist hún oft á það hvað henni hefði þótt það gaman. Það var henni mikið áfall þegar Palli lést og hún náði sér aldrei alveg eftir þann missi. Elsku Ragna, mér finnst ég ein- hvern veginn vera ein og hálftóm eft- ir lát þitt. En ég gleðst yfir því að þú hefur fengið hvíld. Það eru ekki nema níu mánuðir síðan Grétar bróðir lést svo það er stutt stórra högga á milli. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér og að þú verður umvafin blíðu og ást á ný því hann Palli þinn og Grétar bíða eftir þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Þín systir, Kaja. RAGNA STEFANÍA FINNBOGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.