Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 25    GÍFURLEG gróska er í starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í landinu, en vetrarstarf þeirra var kynnt í Loft- kastalanum í gær. Felix Bergsson, stjórnarformaður Bandalags sjálf- stæðra leikhúsa, segir að 75 sýn- ingar séu þegar ráðgerðar og lík- legt að fleiri eigi eftir að bætast við. „Staðan er sú, að eftir því sem árin líða verða sjálfstæðu sviðslistirnar æ sterkari í íslensku sviðslista- umhverfi. Okkar statistík sýnir þetta, og ég held að glæsilegt vetr- arprógramm sjálfstæðu leikhús- anna í vetur staðfesti það enn frek- ar.“ Felix segir gróskuna ekki síst tilkomna vegna þess að menntuðu leikhúsfólki fjölgi umfram það sem stofnanaleikhúsin geti tekið við. „Þetta fólk er að finna sinn eigin farveg í leiklistinni, sem er mjög gleðilegt.“ Felix segir líka ráða miklu að átak hafi verið gert í að efla fagleg vinnubrögð innan sjálfstæðu leik- húsanna og bandalags þeirra. Af 75 sýningum er 41 ný, og það vekur líka athygli að á dagskrá sjálfstæðu leikhúsanna í vetur verða sýnd um 25 ný íslensk verk. „Ég nefni bara sem dæmi nýtt verk Kristínar Ómarsdóttur, Vinur minn heimsendir, sem var frumsýnt hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu Her- móði og Háðvör í gærkvöldi og Ráðalausa menn, eftir Siguringa Sigurjónsson, sem sýnt er í Tjarn- arbíói núna. Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson verður frum- sýndur í nóvember, en verkið er samið fyrir Arnar Jónsson í tilefni af 40 ára leikafmæli hans og Þor- leifur sonur Arnars leikstýrir. Hafnarfjarðarleikhúsið verður með nýja útgáfu af Meistaranum og Margarítu í samstarfi við Vestur- port, og Vesturport ætlar svo að sýna Macbeth hjá sér. Þannig er þetta ótrúlega fjölbreytt dagskrá og spannar allt litróf leiklistarinnar. Barnaleikritin eru ekki síður fjöl- breytt, og þá eru dansleikhúsin enn eftir. Dansleikhús með ekka, sem fékk Grímuverðlaunin í ár, verður til dæmis með nýtt verk byggt á Dangerous Liaisons eða Hættuleg- um kynnum.“ Gott samstarf við Borgarleikhús Felix segir sérstaka ástæðu til að vekja athygli á góðri samvinnu Borgarleikhússins við sjálfstæðu leikhúsin, sem hann segir fá gott rými þar í vetur. „Þessi samvinna er mikilvæg, og mér finnst fólki hafa sést svolítið yfir hana í allri umræðunni um Borgarleikhúsið að undanförnu. Þessi samstarfsverk- efni eru orðin stór hluti af pró- grammi Borgarleikhússins. Mér sýnist að þetta verði níu sýningar í vetur, þar af eru tvær þegar búnar, Nútímadanshátíðin og Sumaróper- an. Þar verða líka sýnd tvö verk sem unnin eru í evrópsku samstarfi, sem sýnir líka hvað við erum virk á þeim vettvangi. Þá eru sjálfstæðu leikhúsin líka að sýna erlendis og þar má nefna bæði danshópana og Vesturport, sem sýnir Rómeó og Júlíu í Young Vic í London. Það er með ólíkindum hvað þetta er allt yf- irgripsmikið.“ Sjálfstæðu leikhúsin eiga sér þann draum að í framtíðinni verði hægt að efna til alþjóðlegrar gras- rótarleiklistarhátíðar í Reykjavík. „Þetta er nokkuð sem við horfum mjög mikið á núna. Það væri gaman að geta verið með litla Avignon eða Edinborg í Reykjavík eina viku á ári, og nýta okkur um leið þau sam- bönd sem við erum óðum að koma okkur upp erlendis. Við erum orðin mjög virk og líka virt í þeirri sam- vinnu. Við finnum að það er horft til okkar og Ísland er með í leiknum.“ Bandalag sjálfstæðra leikhúsa opnaði í gær nýjan vef með upplýs- ingum um starfsemi leikhúsanna og lista yfir sýningar ársins. Netfangið er: http://www.leikhopar.is. 75 sýningar hjá sjálfstæðu leik- húsunum í vetur Morgunblaðið/Jim Smart Leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff, sem sjálfstæði leikhópurinn Á senunni sýndi í Vesturporti og í Borgarleik- húsinu í fyrravetur og nú í haust, hreppti íslensku leiklistarverðlaunin, Grímuna, sem besta leiksýning ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.