Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 21
Tassara notar Skin Like farða; Beige Natural No.4.
www.NIVEA.com
SK I N L IKE
Fyrsti endingargóði
farðinn með
eiginleikum
húðarinnar!
Inniheldur líffræðileg efni, lík þeim sem eru á yfirborði
húðarinnar, sem bindast óaðfinnanlega við húð þína og
gefa henni fullkomnað náttúrulegt yfirbragð.
Útkoman: Farði sem þú verður ekki vör við en veitir
mjúkt, jafnt og fallegt yfirbragð.
FULLKOMINN FARDI Í 12 KLUKKUSTUNDIR.
NYTT!
SKIN LIKE
FARDI
SAMSÝNING þriggja ungra lista-
manna á efri hæð Svarta pakkhúss-
ins að Hafnargötu 2 í Keflavík verð-
ur opin í dag og um helgina. Er þetta
síðasta sýning-
arhelgin.
Þrír ungir
myndlistar-
nemar opnuðu
saman sýningu
á Ljósanótt.
Rúnar Jóhann-
esson og Aron
Bergmann
sýndu olíumál-
verk og Guð-
mundur Freyr
Vigfússon sýndi
ljósmyndir.
Sýningin var
opin á Ljósanótt og vakti athygli fyr-
ir frumleika. Rúnar segir að gesta-
bókin hafi fyllst og áætlar að yfir tvö
þúsund manns hafi litið inn og marg-
ir skoðað vel og gefið jákvæðar um-
sagnir.
Upphaflega átti sýningin aðeins að
vera á Ljósanótt en hefur staðið uppi
þótt salurinn hafi ekki verið mikið
opinn. Sýningin verður opin í dag,
laugardag og sunnudag, alla dagana
frá klukkan 13 til 18, og verður síðan
tekin niður.
Piltarnir eru vinir sem eyða mikl-
um tíma saman og segir Rúnar að
þeir hafi ákveðið að kýla á sýningu.
Segir hann þegar stefnt á að gera
aðra sýningu næsta haust, en þá á
öðrum stað.
Samsýn-
ingu vin-
anna lýkur
um helgina
Keflavík
Listamennirnir Guð-
mundur Freyr Vig-
fússon, Rúnar Jó-
hannesson og Aron
Bergmann.
FLJÓTANDI farkostur hefur vakið
athygli glöggra íbúa á Suður-
nesjum og Suðurlandi í gær og
fyrradag. Olíuskipið Lauganes hef-
ur dregið stóran olíutank meðfram
ströndinni á leið sinni úr Hvalfirði
til Vestmannaeyja.
Tankurinn er upphaflega úr olíu-
birgðastöðinni í Laugarnesi í
Reykjavík en hefur verið geymdur
uppi í fjöru í Hvalfirði um tíma. Nú
fundust not fyrir hann við upp-
byggingu nýrrar olíubirgðastöðvar
Olíudreifingar ehf. á Eiðinu í Vest-
mannaeyjum. Áhöfn olíuflutn-
ingaskips félagsins, sem Lauganes
heitir, fékk það ábyrgðarmikla
hlutverk að draga olíutankinn
þangað.
Samkvæmt upplýsingum skip-
stjórans á Lauganesi var lagt af
stað um hádegi í fyrradag og von-
aðist hann til að koma til Eyja í
gærkvöldi. Myndin var tekin þegar
tankurinn var dreginn fyrir Garð-
skaga. Síðan far farið nálægt
ströndinni, meðal annars vegna
veðurs. Eftir hádegið í gær var
skipið á hægri siglingu í landvari
úti fyrir Eyrarbakka.
Tankurinn vekur athygli fólks
sem býr við sjávarsíðuna og ekki
vita allir í fyrstu hvaða fljótandi
farkostur er þarna á ferð.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Olíuskipið Lauganes dró olíutankinn fyrir Garðskaga á leið sinni úr Hvalfirði til Vestmannaeyja. Vakti þetta fljótandi ferlíki víða athygli við ströndina.
Fljótandi farkostur á leið til Eyja
Garðskagi
NÁTTÚRAN var yfirskrift þema-
dags í Njarðvíkurskóla. Nemendur
og kennarar brutu upp hið hefð-
bundna skólastarf og drifu sig út í
náttúruna.
Nemendurnir nutu veðurblíð-
unnar við að skoða lífríkið í fjör-
unni, að tína ber í heiðinni eða
ganga um bæinn, svo dæmi séu tek-
in af verkefnum dagsins.
Elstu nemendur skólans gengu
um Reykjanesbæ og skoðuðu hin
margvíslegu útilistaverk undir
handleiðslu Valgerðar Guðmunds-
dóttur menningarfulltrúa. Annar
hópur gekk Garðskagafjöruna og
lauk ferðinni í Fræðasetrinu í Sand-
gerði.
Þá skoðuðu yngri bekkingar
meðal annars hvernig sorpmálum
er háttað. Þeir fóru einnig í göngu-
ferðir eða hresstu uppá máða par-
ísarleiki á skólalóðinni og máluðu
þá í skærum fallegum litum auk
þess sem nokkrir máluðu girðing-
arvegg við lóð skólans. Allra yngstu
börnin skoðuðu sitt nánasta um-
hverfi og fóru m.a. yfir umferð-
arreglurnar með kennurum sínum,
enda mikil umferð á Njarðarbraut-
inni. Í dagslok voru allir ánægðir
með vel heppnaðan dag, jafnt þeir
sem safnað höfðu skeljum eða fjar-
lægt rusl úr umhverfinu.
Nemendur Njarðvíkurskóla eyddu þemadeginum við ýmis störf úti í nátt-
úrunni. Þessar stúlkur nutu lífsins í veðurblíðunni á ónefndum stað.
Drifu sig út í náttúruna
Njarðvík
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur samþykkt
að fella niður sérstakt gjald vegna hreinsunar á
fráveituvatni en eins og fram hefur komið telur
úrskurðarnefnd gjaldtökuna ekki standast lög
um þjónustugjöld sveitarfélaga. Gjaldið hefur
verið innheimt fyrir þetta ár en samþykktin felur
í sér að gjaldið verður ekki innheimt framar.
Reykjanesbær hefur innheimt árlega frá árinu
1997 sérstakt 6.000 króna gjald til hreinsunar á
fráveituvatni. Í bókun meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarráði kemur fram að það hafi
bærinn talið sér heimilt vegna staðfestingar um-
hverfisráðuneytis og fyrri úrskurði úrskurðar-
nefndar skv. lögum um hollustuhætti og meng-
unarvarnir. Þá kemur fram að Reykjanesbær
mun nú kanna réttarstöðu sína gagnvart inn-
heimtugjaldinu frá því það var sett á og staðfest
af umræddum stofnunum á árunum 1997 og
2001.
Árni Sigfússon bæjarstjóri bendir á að í úr-
skurði úrskurðarnefndarinnar felist ekki krafa
um endurgreiðslu gjaldsins. Hann segir að meðal
annars verði athugað hvort sveitarfélagið eitt
eigi að bera ábyrgðina, ef allt fari á versta veg,
og hver sé ábyrgð umræddra stofnana vegna
hugsanlegra krafna um endurgreiðslu þess. Þá
segir hann ekkert ákveðið um það hvort eða
hvernig Reykjanesbær muni bæta sér þann
tekjumissi sem fyrirsjáanlegur er vegna þessa á
næsta ári og framvegis. Nægur tími gefist til að
huga að því.
Fella niður fráveitugjaldið
Reykjanesbær
Létta leiðin til að hætta að reykja
er yfirskrift námskeiðs sem haldið
verður í Púlsinum í Sandgerði
næstkomandi sunnudag og hefst kl.
20.
Valgeir Skagfjörð leikari sér um
námskeiðið en hann hefur ásamt
Pétri Einarssyni leikara hjálpað
mörgum reykingamönnum að hætta.
Upplýsingar er að finna á vef Púls-
ins, www.pulsinn.is.
Á NÆSTUNNI FYRIRTÆKI TIL SÖLU
www.fyrirtaekjasala.is
FYRIRTÆKJASALA
ÍSLANDS
Síðumúla 15 • Sími 588 5160
Gunnar Jón Yngvason
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
ATVINNA
mbl.is