Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 35 Elsku litli engillinn okkar, engin orð geta lýst hinni miklu sorg og söknuði í hjarta okkar. Þegar við horfum til baka erum við mjög þakklát fyrir þennan frábæra tíma sem við áttum saman. Þú gafst okkur mjög mikið sem við getum yljað okk- ur við um ókomin ár. Það var alveg sama hvað á dundi, þú gast alltaf brosað í gegnum erfiðleikana. Þú varst ekki nema rétt þriggja mánaða þegar þú greindist með þennan ill- kynja sjúkdóm og fórst í fyrstu að- gerðina á þriggja mánaða afmælis- degi þínum. Það er varla hægt að tala um að það hafi verið lognmolla í kringum þig, það skipti engu máli hvort það var þegar þú komst í heiminn eða þegar þú varst mikið lasin. Þú varst alltaf svo dugleg og athugul, þú vissir svo sannarlega hvað var að gerast í kringum þig og eins og Guðmundur læknir orðaði það þegar þú varst rétt að byrja meðferðina: „Hún er eins og köttur, hún fylgist með öllu sem mað- ur gerir.“ Þú vissir alltaf hvað þú vildir, þú lést engan segja þér fyrir verkum. Til dæmis vissir þú frá byrjun úr hvaða brjósti þú vildir drekka, þú vildir bara það vinstra. Þetta er mjög lýs- andi um þína ákveðnu eiginleika sem komu þér áfram í veikindum þínum. Þar sem þú varst prinsessa stjórn- aðir þú ekki bara fjölskyldumeðlim- um heldur einnig starfsfólki spítal- ans, þó svo að þú talaðir nánast ekki neitt. Ummið þitt og fingrabendingar hjálpuðu þér að koma því til skila hvað þú vildir. Það var umtalað á spítalanum að þú værir alltaf í bleiku og alltaf varstu með snuddur í stíl við fötin. Á eins árs afmæli þínu kom starfsfólkið okkur mikið á óvart og var þá uppá- klætt í bleikum sloppum þér til heið- urs. Þó svo að ævi þín hafi ekki verið löng náðum við að gera margt skemmtilegt saman, við fórum tvisv- ar sinnum í sumarbústað og einu sinni til Akureyrar svo eitthvað sé nefnt. Þér fannst nefnilega svo gam- an að vera í stóra bílnum okkar og stundum var farið með þig eina í smá- bíltúr svo þú gætir aðeins séð hvað væri fyrir utan veggi spítalans og heimilisins. Vegna sjúkdóms þíns gastu ekki verið mikið innan um ann- að fólk en með því að fara í bíltúr var alltént hægt að sjá annað fólk. Þér þótti nú rosalega gaman að horfa á vídeóspólur og þú tókst ást- fóstri við vissar spólur. Fyrst voru það Stubbarnir sem voru í tækinu all- an daginn og síðan var það Söngva- borg 2 sem þú gast horft á allan dag- inn, það var þó sérstaklega hann Masi þinn sem þú varst svo hrifin af. Stundum voru foreldrar og starfsfólk barnadeildar orðin frekar þreytt á að hlusta á sömu spóluna allan daginn, alla vikuna, það skipti þig engu máli, þú vildir bara Söngvaborg 2. Þú varst mjög hænd að ömmum þínum og öfum sem tóku mikinn þátt í umönnun þinni. Ekki má gleyma hvað þú dáðir og dýrkaðir stóra brósa, hann Bjart Þór, sem gat alltaf DAGMAR HRUND HELGADÓTTIR ✝ Dagmar HrundHelgadóttir fæddist á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 23. októ- ber 2001. Hún lést á Astrid Lindgren- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð 8. september síðast- liðinn. Foreldrar Dag- marar Hrundar eru Bryndís Hjartardótt- ir leikskólakennari, f. 12. júní 1973, og Helgi Þór Gunnarsson hjúkrunar- fræðingur, f. 11. febrúar 1972. Eldri bróðir Dagmarar er Bjartur Þór Helgason, fæddur 16. mars 1997. Útför Dagmarar Hrundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kallað fram bros á vörum þínum þó svo að þú værir mjög lasin. Samband ykkar var einstakt sem fá orð geta lýst. Undir það síðasta gastu bara ekki meira, þetta var mjög erfið barátta á gjörgæslunni hérna heima og þegar þú flaugst ein til Sví- þjóðar var ástand þitt orðið mjög tvísýnt. En eins og þér var einni lagið léstu engan segja þér fyrir verkum og þú ákvaðst það sjálf að nóg væri komið en beiðst samt þangað til mamma og pabbi voru komin til að vera hjá þér. Líkami þinn gat bara ekki meir. Eftir stöndum við stolt af því að hafa átt þig þennan stutta tíma og geta sagt með stolti að þú varst sann- kölluð hetja. Það sem þú gafst okkur á þessum tæpu tveimur árum er meira en margir gefa á heilli manns- ævi. Við viljum þakka starfsfólki Land- spítalans við Hringbraut fyrir alla þá umönnun og góðu vináttu sem þau hafa sýnt okkur öllum á þessum erf- iða tíma, þó viljum við sérstaklega þakka læknunum hennar, þeim Guð- mundi, Jóni og Ólafi Gísla, sem og Sigrúnu hjúkrunarfræðingi. Ástarkveðja, Mamma og pabbi. Elsku litla systir mín. Það er búið að vera gaman að eiga þig sem systur. Þegar þú fæddist var ég rosalega stoltur að eiga litla systur enda var ég búinn að bíða mjög lengi eftir þér. Þú varst svo falleg að í hvert skipti sem vinir mínir komu í heim- sókn vildi ég sýna þeim hversu fal- lega systur ég ætti. Á þessum stutta tíma sem við átt- um saman erum við búin að gera svo margt skemmtilegt, t.d. var alltaf mikið fjör í baðinu þar sem við busl- uðum og skvettum hvort á annað, það var líka svo notalegt að sofna saman í pabba og mömmu bóli þegar þú varst heima. Ég var oft fenginn til þess að passa þig í bílnum þegar mamma og pabbi þurftu að fara í búðir vegna þess að ekki máttir þú fara í búðirnar og mér finnst heldur ekki gaman í búðum, þannig að við skemmtum okkur við að hlusta saman á hátt stillta Barna- rásina. Ég varð mjög stoltur af þér þegar að þú gast loksins sparkað í bolta og blöðru og lékum við okkur mikið að því síðustu vikur. Ég var líka rosa- lega glaður þegar þú gast komið og horft á mig keppa í fótbolta enda er ég mikill fótboltastrákur. Nú líður þér vel en við erum sorg- mædd. Ég veit að Guð, Ragga amma og Gaui afi passa þig og ég mun halda áfram að fara með bænina sem við sögðum svo oft saman og biðja þau um að vernda þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þinn stóri brósi, Bjartur Þór. Elsku litla frænka. Þú varst alltaf svo kát þegar ég kom í heimsókn og brostir alltaf þeg- ar þú sást mig. Við gerðum margt skemmtilegt saman sem er eftirminnilegt, horfð- um oft á Söngvaborg 2 sem var uppá- haldsmyndbandið þitt og sérstaklega þótti þér gaman að hlusta á Masa. Svo fannst þér gaman þegar ég hjálp- aði þér að labba og hélt í hendurnar þínar litlu. Ég vona að þér sé batnað á himn- um. Ég skal passa Bjart Þór, stóra brósa, fyrir þig. Ég elska þig. Þín Eydís Ása. Nótt eina dreymdi mann draum. Honum fannst sem hann væri á gangi eftir ströndu með Drottni. Í skýjum himins flöktu myndir úr lífi mannsins. Við hverja mynd greindi hann tvenns konar fótspor í sandinum. Önnur sín eigin og hin Drottins. Þegar síðasta myndin birt- ist fyrir augum hans leit hann um öxl, á sporin í sandinum. Hann tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor. Hann sá einnig, að það var á þeim augnablikum lífsins sem hve erfiðust höfðu reynst. Þetta olli hon- um miklu hugarangri og hann tók það ráð að spyrja Drottin hverju þetta sætti. „Drottinn, þú sagðir að þegar ég eitt sinn hefði ákveðið að fylgja þér myndir þú ganga alla leið- ina í fylgd með mér. En ég hef tekið eftir, að meðan á erfiðustu stundum lífs míns hefur staðið eru bara ein spor í sandinum. Ég get ekki skilið, hvernig þú gast fengið af þér að skilja mig eftir einan, þegar ég þarfnaðist þín mest.“ Drottinn svaraði: „Þú dýrmæta barn mitt. Ég elska þig, og myndi aldrei skilja þig eftir eitt. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu, þar sem þú sérð aðeins ein spor, var það ég sem bar þig.“ Það var um haustið 1999 sem ég kynntist móður Dagmarar Hrundar. Við unnum saman á litlum leikskóla í Garðabæ og síðar í Kópavogi. Fljót- lega óx með okkur vinátta og strák- arnir okkar urðu líka góðir félagar. Við vorum svo óléttar að stelpunum okkar á svipuðum tíma og fæddist Dagmar Hrund í október ’01 og Arna Kristín í apríl ’02. Í janúar greindist Dagmar Hrund með hvítblæði, að- eins þriggja mánaða gömul. Fjöl- skylda hennar stóð þétt saman og tókst á við veikindi hennar af miklum dug. Dagmar Hrund var mjög dugleg og sterk þótt smágerð væri og áttu læknarnir oft ekki orð yfir dugnað hennar. Þegar Dagmar Hrund veikt- ist alvarlega var ekki spurt að leiks- lokum. Dagmar Hrund, þín mun ætíð vera minnst sem hetjunnar miklu. Hvíldu í friði, elsku barn. Elsku Helgi, Bryndís, Bjartur Þór og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur hjartans styrk. Lovísa Dröfn Lúðvíksdóttir. Elsku Dagmar Hrund. Ég man þegar ég fékk SMS frá foreldrum þínum um að fædd væri lítil stelpa. Að þú værir eins yndisleg og raun bar vitni vissi ég þó ekki en þú varst ekki lengi að sannfæra mig með stóru augunum þínum. Strax sem unga- barn horfðirðu svo spekingslega á mann með einhverri innri ró eins og þú vissir bara alla skapaða hluti. Þú gast setið lengi í rólegheitum og virt mann fyrir þér eins og það þyrfti eng- in orð. Aðeins þriggja mánaða greindistu með hvítblæði og þá kom enn betur í ljós hve mikið var í þig spunnið. Því alltaf stóðstu þig eins og hetja, sama á hverju gekk, inn og út af sjúkrahús- inu. Þau voru mörg skiptin sem heimasíðan þín var skoðuð til að sjá hvernig gengi. Svo kom loksins að því að þú gast komið til Akureyrar og heimsótt okkur öll, þá rétt orðin eins árs. Það var svo gaman hjá þér innan um krakkana æðandi um í göngu- grindinni. Við vorum búin að hlakka til að fá þig aftur í heimsókn til okkar í sumar en þá fékkstu enn einu sinni hita og þurftir að vera á sjúkrahús- inu. Við mæðgurnar komum og borð- uðum með þér 31. ágúst, mikið vorum við ánægðar að sjá hvað þú hafðir braggast og komin með fullt af hári. Jafnvel þótt þú værir lasin þá varstu svo mikil prinsessa með stóru fallegu augun. Þegar þú fórst svo á sjúkra- húsið enn eina ferðina daginn eftir datt okkur ekki annað í hug en að þú yrðir nú fljót að rífa þetta af þér, þú hafðir alltaf gert það. Þú barðist hetjulega í heila viku og sýndir meiri styrk en nokkur gat ímyndað sér að byggi í svo litlum kroppi en þrátt fyr- ir hetjulega baráttu var það ekki nóg og þú þurftir að játa þig sigraða. Elsku Helgi, Bryndís, Bjartur Þór, ömmur, afar og fjölskylda, við send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minningin um Dagmar Hrund mun alltaf eiga stað í hjarta okkar. Hrafnhildur Lilja og fjölskylda. Elsku Dagmar. Við vorum svo lánsamar að fá að taka þátt í gleði fjölskyldu þinnar þegar þú komst í heiminn fyrir tæp- um tveimur árum. Þegar við hittum þig fyrst voru það stóru fallegu aug- un og glaðværð þín sem fangaði at- hygli okkar. Við vorum sannarlega glaðar fyrir hönd vina okkar að hafa eignast svona fallega stúlku. Ekki ór- aði okkur fyrir því að svona snemma á lífsleiðinni væri þér ætlað að hefja baráttu við illkynja sjúkdóm. Í huga okkar hafa vopnin í baráttu þinni ver- ið glaðværð, jákvæðni og innri styrk- ur ásamt samheldni og ást fjölskyldu þinnar. Stóru fallegu augun þín, gleðin og baráttuviljinn þinn hefur snert hjarta margra landsmanna. Þú kenndir okkur að horfa öðruvísi á lífið og hafa hetjudáð þína í huga er við tökumst á við daglegt líf. Ljós þitt mun ávallt lifa í hjarta okkar. Um leið og við kveðjum þig með söknuði sendum við fjölskyldu þinni samúðarkveðjur og biðjum þig að vaka yfir þeim. Brynhildur, Erla, Helga Sif og Hrafnhildur. Elsku litla ljósið okkar. Nú ertu komin á annan og betri stað þar sem englar munu annast þig. Það var rosalega sárt að kveðja þig áður en þú fórst í flugvélina sem flutti þig burt frá okkur og fór með þig til Svíþjóðar. Þar voru læknar sem reyndu að láta þér batna en það tókst ekki, litli líkaminn þinn gat ekki meira eftir átökin dagana á undan. Erfitt var að hugsa til þín aleinnar í útlandinu því að mamma þín og pabbi fengu ekki að fara með þér í flugvél- inni. Þau komu til þín morguninn eft- ir en þá var ekki mikið líf eftir í litla líkamanum. Það var eins og þú hefðir bara verið að bíða eftir þeim. En við sitjum eftir og spyrjum af hverju þú varst tekin frá okkur. Við fáum ekki svarið enn, en einhver er tilgangur- inn. Við trúum því að þú hafir fengið annað stórt hlutverk á himnum, eins og hlutverkið sem þú fékkst þegar þú fæddist. Þú þurftir strax þriggja mánaða gömul að berjast við þann ljóta sjúkdóm sem hvítblæði er. Það var ótrúlegt að horfa á þig með allar þessar slöngur og tól á þér en þú bara brostir þínu fallega brosi og augun þín stóru tindruðu. Þú náttúrlega vissir ekki að til væri öðruvísi líf en þetta sem Guð gaf þér. Elsku hjartans Dagmar Hrund okkar, þú varst mikill gleðigjafi, og þú kenndir okkur margt á þinni stuttu ævi. Við munum sakna þín mikið. Þú átt sérstakan stað í hjarta okk- ar og við biðjum góðan Guð að passa þig og vernda. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku Bryndís, Helgi Þór, Bjartur Þór, ömmur og afar, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Þín Sigríður, Þórður, Eydís Ása, Kristófer Guðjón og Sara Dagný. Í dag kveðjum við litlu vinkonu okkar, Dagmar Hrund, sólargeisla okkar allra. Það var mikil gleðistund þegar litla daman kom í heiminn fyrir tæpum tveimur árum. Bjartur sá ekki sólina fyrir litlu systur, stoltur stóri bróðir. En hún var ekki nema rétt þriggja mánaða þegar hún veiktist. Við fylgd- umst öll náið með hetjulegri baráttu prinsessunnar okkar og fjölskyldu hennar sem ávallt var vongóð um að hún næði bata. Það vonuðum við öll og trúðum. Nú er baráttan á enda en Dagmar Hrund mun lifa í huga okkar og hjarta sem litla hetjan okkar. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Við sendum fjölskyldu Dagmarar Hrundar okkar dýpstu samúðar- kveðjur og megi Guð styrkja ykkur þessi erfiðu spor. Foreldrar, börn og starfsfólk leikskólans Kjarrsins. Elsku prinsessan okkar. Þó að þú hafir ekki dvalið lengi hjá okkur gafstu öllum sem þekktu þig meira en orð fá lýst. Fallegu augun þín og bjarta brosið þitt gátu lýst upp allt í kringum þig. Þú varst hetja sem barðist með brosinu og varst fljót að heilla alla sem kynntust þér. Þú kenndir okkur svo mikið, nú kunnum við að brosa í gegnum tárin. Dásamlega frænka, við vitum að nú líður þér vel og að einhvertímann hittumst við öll á ný. Minning þín lifir í okkar hjörtum um ókomna tíð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku Bryndís, Helgi, Bjartur Þór, Ása, Rúnar, Alla og Gunnar, mikill er missir ykkar en minningin um Dag- mar Hrund mun ylja ykkur um hjartarætur um alla framtíð. Megi góður guð vernda ykkur og styrkja. Kær kveðja. Guðjón og Margrét. Við kynntumst öll þegar mömmur okkar mynduðu mömmuklúbb. Þær hittust samt oftar án okkar til að spjalla um heima og geima en aðal umræðuefnið var auðvitað við. Þú, hetjan í hópnum. Nú þegar þú ert farin hefur stórt skarð myndast í hópinn okkar. Vegna veikinda þinna gast þú ekki oft komið þegar hópur- inn var að hittast en samt sem áður varstu alltaf í huga okkar. Við biðum alltaf spennt eftir þeim degi að með- ferð þinni lyki og við gætum öll leikið saman. Í eitt skipti gastu komið og það var þegar við hittumst í Hellis- gerði á sólríkum sumardegi. Við dáð- umst alltaf að þér, hve dugleg þú varst, alltaf brosandi og kát þrátt fyr- ir veikindi þín. Það var svo gaman að sjá hvað hann Bjartur þinn dýrkaði þig og þú hann. Elsku vinkona, við munum alltaf minnast þín og þú verð- ur alltaf hluti af hópnum okkar. Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Það er svo erfitt að skilja með okkar veiku vörn og enga fró að finna þegar fara lítil börn. Börn guðs sem gestir koma gleymum aldrei því í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært við vitum þegar birtu bregður börn guðs þá sofa vært. Þínir vinir, Anna Ragnheiður, Bryndís, Helga Rún, Jason, Valtýr Borgar og mömmur okkar.  Fleiri minningargreinar um Dag- mar Hrund Helgadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.