Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þér fylgir kæruleysislegur glæsileiki, sem hefur áhrif á aðra. Þú lætur oft heillast af fegurð og leggur mikið upp úr klæðaburði og útliti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til um- bóta á umhverfinu í vinnunni. Þú leggur hart að þér að skipu- leggja þig betur og í dag gætu djarfar hugmyndir hjálpað þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er dásamlegur dagur til að daðra, leika sér og skemmta sér. Slepptu fram af þér beisl- inu og farðu í bíó, íþróttir eða skemmtu þér með vinum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er góður dagur til að taka á fasteignamálum og einn- ig huga að fjölskyldu og heim- ili. Það er ákveðin gróðavon. Öll þín samtöl verða ánægjuleg og gefandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stundum horfum við af sjón- arhóli músarinnar og stundum af sjónarhóli arnarins. Með öðrum orðum erum við stund- um upptekin af smáatriðum og stundum sjáum við alla mynd- ina. Í dag sérð þú alla myndina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til að drýgja tekjurnar. Þú ert einnig svo full/ur sjálfstrausts í pen- ingamálum að óhætt er að gera innkaup, án þess þó að ganga of langt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinur mun veita þér holl ráð í dag og eins gætir þú gefið góð ráð. Hvort heldur sem er munu samtöl við aðra verða jákvæð, upplýsandi og víkka sjóndeild- arhringinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er tilvalinn dagur til að ræða við yfirmenn og þá sem ræða. Stuðningurinn, sem þú færð, gæti komið á óvart. Láttu á það reyna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir hitt einhvern fyrir, sem kemur úr öðru menning- arsamfélagi eða langt að. Þú gætir áttað þig á hlutum, sem breyta viðhorfum þínum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til að nota krafta annarra til að hjálpa eigin frama eða orðstír. Sýndu hugmyndaauðgi og út- sjónarsemi þegar þú leitar að- stoðar annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samtöl við nána samstarfs- menn gætu yljað þér um hjartarætur. Þetta er góður dagur til að gera áætlanir um að leggjast í löng ferðalög í næsta fríi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú færð allan þann stuðning og hjálp, sem þú þarft, ef þú vilt knýja fram breytingar í vinnunni í dag. Sýndu sjálfs- traust í öllum aðgerðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu ráð fyrir því að skemmta þér í dag. Þetta er góður dagur til að daðra, stunda listir eða liggja í leti. Öll þurfum við að skemmta okkur af og til. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Frances Drake ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 19. sept- ember, er sjötugur Hreinn Elíasson listmálari. Hann og kona hans, Rut Sigur- monsdóttir, taka á móti gestum á heimili þeirra, Jörundarholti 108, Akra- nesi, í dag eftir kl. 17. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 19. sept- ember, er sjötug Ingunn Ingvarsdóttir, Hofsstöðum, Stafholtstungum. Hún tek- ur á móti gestum í félags- heimilinu Þinghamri í kvöldkaffi frá klukkan 20. ÞAÐ ER hræðilegt að spila bút þegar alslemma stendur á borðinu. Og það í næstsíð- asta spili í tvísýnum útslátt- arleik. Þetta henti bræð- urna ítölsku, Furio og Stelio di Bello, í undanúrslita- leiknum við Bandaríkja- menn á HM ungmenna. Sagt er að slysin í brids komi í „þriggja-spila- kippum“, því það taki spil- ara þrjú spil að ná sér eftir alvarleg mistök. En bræð- urnir héldu höfði í síðasta spilinu og veitti ekki af, því aftur var alslemma á ferð- inni! Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁK963 ♥ K104 ♦ 54 ♣G102 Vestur Austur ♠ 5 ♠ G ♥ 732 ♥ G5 ♦ ÁG962 ♦ KD10873 ♣K965 ♣D873 Suður ♠ D108742 ♥ ÁD986 ♦ -- ♣Á4 Sjö spaðar er borðleggj- andi spil í NS, en það er alltaf erfitt að segja al- slemmu á fáa punkta, hvað þá ef mótherjarnir láta öll- um illum látum. Bandaríkja- mennirnir Mignocchi og Bathurst voru í miklum ham og leystu verkefnið fullkomlega: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Lo Presti Mignocchi Mazzadi Bathurst -- -- -- 1 spaði Pass 2 grönd * 3 tíglar 5 tíglar * 6 tíglar 6 hjörtu Pass 7 spaðar Pass Pass Pass Svarið á tveimur grönd- um lofaði stuðningi við spaðann og stökk suðurs í fimm tígla var lykilspila- spurning fyrir utan tígulinn. Lo Presti truflaði svarið með hækkun í sex tígla, en Mignocchi hélt makker við efnið með sex hjörtum og Bathurst tók áskoruninni. Munurinn á liðunum var hálfur IMPi (!) þegar þetta spil kom upp og því urðu di Bello-bræður að segja al- slemmuna til að tryggja sig- ur. Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Hurd Stelio Wooldridge Furio -- -- -- 1 spaði Pass 2 lauf 4 tíglar Pass 5 tíglar 5 spaðar Pass 5 grönd Pass 7 spaðar Pass Pass Pass Þeir fara þetta á nefinu og eiga hrós skilið fyrir kjarkinn eftir klúðrið í spilinu á undan. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 19. september, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli Sigríður Jónsdóttir og Ásgeir Guð- mundsson. Í tilefni stórafmæla þeirra á árinu og þessa merkisdags langar þau að hitta venslafólk og vini, sam- starfs- og samferðafólk í gegnum tíðina, í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti, eftir kl. 21 í kvöld. Boðið er upp á dans, söng og gleði og vonandi uppákomur af léttara taginu. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 19. sept- ember, er sextugur Rafn Ólafsson, starfsmaður Haf- rannsóknastofnunar, Fjallalind 80, Kópavogi. Eiginkona hans er Þóra Friðgeirsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 c6 5. b3 Rbd7 6. O-O b6 7. Dc2 Bb7 8. d4 Hc8 9. Hd1 Be7 10. Rc3 c5 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd5 Bxd5 13. e4 cxd4 14. De2 Bb7 15. Rxd4 O-O 16. Bb2 De8 17. Rb5 Hc5 18. b4 Hg5 19. h4 Hg6 20. h5 Hh6 21. Rd6 Bxd6 22. Hxd6 e5 23. Hxh6 gxh6 24. Dg4+ Kh8 25. Hd1 Bc8 26. Bh3 f6 27. Hc1 De7 28. De2 Dxb4 29. Hc7 Hd8 30. Bf5 Df8 31. Dc4 b5 32. Dxb5 De7 33. Db3 De8 34. Da4 a6 Staðan kom upp á Skákþingi Norð- SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. urlanda sem lauk fyrir skömmu í Danmörku. Finnski Fide-meistarinn Heikki Lehtinen (2362) hafði hvítt gegn Einari Gausel (2533). 35. Hxc8! Hxc8 36. Bxd7 Dd8 37. Bxc8 Dxc8 38. Dd1 Db7 39. De2 Kg7 40. a3 og svartur gafst upp. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 19. sept- ember, er sjötug Þórunn Maggý Guðmundsdóttir. Hún tekur á móti gestum nk. laugardag kl. 15 á heim- ili sonar og tengdadóttur í Smyrlahrauni 18, Hafn- arfirði. BARNAVÍSUR Fuglinn segir bí, bí, bí, bí, bí, segir Stína; kvöldúlfur er kominn í kerlinguna mína. Sveinbjörn Egilsson LJÓÐABROT Hef opnað læknastofu í Saga Heilsa og Spa Nýbýlavegi 24, Kópavogi, sími 511 2111 Ottó Guðjónsson, lýtalæknir Alþjóðadagur Alzheimerssjúklinga 21. september 2003 Í tilefni dagsins halda félög aðstandenda FAAS og FAASAN fræðslufund á Akureyri og í Garðabæ. Á Akureyri verður fundurinn haldinn sunnudaginn 21. september nk. í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð, og hefst kl. 13.30. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Í Garðabæ verður fundurinn haldinn sunnudaginn 21. september nk. í húsi Parmanor, Hörgatúni 2, og hefst kl. 15.00. Fræðsluerindi og kaffiveitingar í boði FAAS. Undir borðum gefst tækifæri til að spyrja og spjalla. Allir velkomnir! Sjá fréttatilkynningar. Nánari upplýsingar í símum 898 5819 og 898 5468. Útsala 50-70% afsláttur Bankastræti 11  sími 551 3930 Laugavegi 54, sími 552 5201 Úlpur Gallabuxur Peysur Mikið úrval Verð frá 5.990 Áður 5.990 Nú 3.990 Áður 5.990 Nú 3.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.