Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María Árnína Ís-aksdóttir fæddist á Raufarhöfn 23. febrúar 1919. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 14. september síðastliðinn. Foreldrar Maríu voru Rannveig Dýr- leif Stefánsdóttir, f. í Kræklingahlíð við Eyjafjörð 3.10. 1884, d. 16.8. 1963, og Ísak Friðriksson, f. á Stöðvarfirði 25.4. 1876, d. 3.3. 1937. Systkini Maríu eru Jón Einarsson Ísaksson, f. 1904, d. 1934; Pálína Ísaksdóttir, f. 1907, d. 1909; Hjör- dís Ísaksdóttir, f. 1912, d. 1941; Stefán Júlíus Ísaksson, f. 1915, d. 1991; Þorfinnur Friðrik Ísaks- son, f. 1916, d. 1983; Sigurður Gunnar Ísaksson, f. 1922, d. 2002; og Pálína Hildur Ísaksdóttir, f. 1909, en hún er ein eftirlifandi af þeim systkinum. María giftist 24. desember 1939 Sigfúsi Jónssyni, f. í Goðdölum við Skagafjörð 14. sept- ember 1918, en hann lést 8. desember 1984. Þau hjónin eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp systurdóttur Maríu. 1) Jóna Ágústa Guð- jónsdóttir, f. 22.10. 1937, gift Ólafi Magnússyni og eiga þau einn son; 2) Ingi- björg Sigfúsdóttir, f. 15.9. 1940, gift Knúti Valmundssyni og eiga þau fjögur börn; 3) Hjördís Ólöf Sigfúsdóttir, f. 25.4. 1945, gift Gunnlaugi Ingólfssyni og eiga þau fjórar dætur; 4) Sigurður Pálmar Sigfússon, f. 20.9. 1952, giftur Jónínu Valgarðsdóttur og eiga þau fjögur börn. María var lengst af heimavinn- andi húsmóðir en hin seinni ár vann hún í Sútunarverksmiðjun- um á Akureyri. Útför Maríu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar í fáeinum orðum að minnast ástkærrar ömmu minnar, Maríu Ísaksdóttur, eða ömmu Mæju eins og ég kallaði hana alltaf. Dugn- aður og hlýtt hjartalag eru þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu. Hún var alveg einstaklega dugleg og myndarleg í sér og allt sem hún tók sér fyrir hend- ur gerði hún vel. Hún var alltaf ár- risul og það sem hún áorkaði áður en aðrir opnuðu augun var oft með ólík- indum. Matseld, bakstur og margs konar handavinna lék í höndum hennar og mikið sé ég eftir að hafa ekki fylgst aðeins betur með hand- bragði hennar í gegnum tíðina. En ég var iðulega of upptekin við að borða pönnukökur til að mega vera að því að læra að baka þær. Ömmu þótti alveg óskaplega vænt um fjölskylduna sína og börnin stór og smá voru hennar gleði og yndi. Fátt fannst henni skemmtilegra en að fá litlar manneskjur í heimsókn og aldrei fóru þær tómhentar frá henni. Við erum nokkur barnabörnin hennar ömmu en hún taldi það ekki eftir sér að passa okkur til að létta undir með börnum sínum og tengda- börnum. Veturinn sem ég varð 5 ára var ég í pössun hjá ömmu fyrir há- degi og ég man að ég var svo ánægð að Valli bróðir var settur á leikskóla þannig að ég hafði hana alveg út af fyrir mig. Við höfðum það svo sann- arlega gott saman, við amma. Eftir morgunmatinn gerðum við alltaf morgunleikfimina sem hljómaði í út- varpinu og að henni lokinni hlustaði ég á morgunsögu barnanna. Við spil- uðum á spil tímunum saman og alltaf var hún til í að baka handa mér pönnukökur, í minningunni hafði amma allan heimsins tíma bara fyrir mig. Svona var hún amma. Nú er komið að leiðarlokum. Síð- ustu árin hafði amma ekki verið jafn- heilsuhraust og áður og hún var orðin svolítið lúin og þreytt. Hún er áreið- anlega hvíldinni fegin því að jafnvel dugnaðarforkar þurfa að hvíla sig. Elsku amma mín, þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir okkur fjölskylduna og mundu nú að hvíla þig stundum hjá honum Guði, þú átt það svo sannarlega skilið. Þín Gréta. Elsku besta amma okkar, við eig- um svo margar fallegar minningar um þig. Við munum heimilið þitt í Löngu- hlíðinni, alltaf svo fallegt og hreint og bökunarlyktin angaði um allt hús, að við tölum nú ekki um pönnsurnar þín- ar sem voru þær bestu í heimi. Við munum eftir góða ilminum af hreinu rúmfötunum þegar við hjúfr- uðum okkur undir sæng, þú straukst á okkur fæturna og sagðir okkur sög- ur og ævintýri fyrir svefninn og iðu- lega þurfti maður að rifja upp hvar þú varst í sögunni því að þú dottaðir allt- af nokkrum sinnum og alltaf fannst okkur það jafnfyndið. Við munum eftir öllum bænunum sem þú kenndir okkur krökkunum. Að trúa á Guð og mátt bænarinnar var þér mjög hjartfólgið og komst þú því til okkar bæði í orðum og gjörð- um. Við munum eftir hlýja faðminum þínum og því hvernig þú vafðir okkur örmum og rerir fram og aftur á með- an þú raulaðir vísur sem þú kunnir ógrynni af. Við munum eftir hvella og skemmtilega hlátrinum þínum þegar þú skelltir upp úr og var það nú ekki sjaldan því að alls staðar þar sem var gleði og mannamót, þar vildir þú vera. Við munum hvað þér fannst rosa- lega gott að koma til mömmu og fá pitsu því að það fékkstu ekki á elli- heimilinu. Við munum hvað það var þér mik- ilvægt að líta alltaf vel út og vera fín og að fjólublár var alltaf uppáhalds- liturinn þinn. Við munum hvað þú varst alltaf stolt af sívaxandi fjölskyldunni þinni og þú mundir alveg ótrúlega vel eftir öllum, hvar sem þeir voru í heimin- um. Ó, elsku amma, það er svo margs að minnast og þökkum við fyrir að hafa fengið að eiga þig að. Þú gafst okkur margar fallegar gjafir í lífinu og sú stærsta varst þú sjálf. Makar okkar og börn senda þér einnig þakkir fyrir yndislegar minn- ingar um þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Við elskum þig, hvíl í friði. María Sif, Inga Bára, Guðný Rut og Íris Björk. Sunnudaginn 14. september sl. lést elskuleg amma okkar, María Árnína Ísaksdóttir, amma Mæja. Okkur langar í fáum orðum að minnast hennar sem okkur var svo kær. Fyrstu minningarnar um ömmu Mæju eru frá þeim tíma sem við bjuggum í Þorpinu á Akureyri, fjórir fjörugir krakkar sem oft komu í heimsókn á Ránargötuna, heimili ömmu Mæju og afa Fúsa. Þar var jafnan margt um manninn en ömmu virtist muna lítið um að fá okkur til viðbótar, jafnvel þó að stundum væri fyrirgangurinn í okkur nokkuð mikill. Það var nefnilega ómetanlegt þegar skólinn var búinn að geta tölt niður í Ránargötu og fengið sér vel að drekka og borða áður en haldið var heim á leið. Hjá ömmu var alltaf til nóg af brauði, kökum og nýbökuðum pönnukökum og kaffitímar voru bara þegar einhver var svangur. Amma Mæja var einhver skap- blíðasta og kátasta kona sem við höf- um kynnst, sú besta amma sem hægt var að hugsa sér. Á okkar yngri árum var hún alltaf heima að stússa eitt- hvað, í eldhúsinu, að baka, hekla eða þær vinkonur Nenna heitin og hún að sauma og það var sama hvenær kom- ið var í heimsókn, alltaf var okkur tekið með opnum örmum. Það má vel segja að hún hafi dekrað við okkur og það kunnum við vel að meta. Hvort við höfum alltaf átt það skilið er ann- að mál. Amma lifði fyrir fjölskyldu sína og vini sem voru fjölmargir. Hún var sí- fellt að hugsa um hvernig okkur vegnaði, jafnt í skóla sem og í starfi og leik. Í eldhúsinu voru okkar áhugamál rædd og ef eitthvað bjátaði á var allt gert til að bæta þar úr. Það var sama hvort málefnið var skólinn, íþróttir, þungarokk eða þjóðmálin, amma tók fullan þátt í öllu þessu með okkur. Hún hafði einstakt lag á að líta á björtu hliðar lífsins og draga fram jákvæðar hliðar á öllum málum. Slík lífssýn er aðdáunarverð og hefur kennt okkur margt. Í Ránargötuna komu einnig allflestir ættingjar ömmu og afa, hvort sem var í heim- sókn eða á leið um landið og alltaf var matur á borðum og gisting í boði, sama hversu fjölmennur hópurinn var. Það er ekki síst vegna þessa sem við minnumst þín, jafnan innan um margt fólk þar sem glaðværð og já- kvæði réð ríkjum. Það er svo þegar okkar börn eign- ast langömmu Mæju, að enn kemur í ljós umhyggja þín og áhugi á velferð okkar allra. Þannig upplifðum við oft okkar eigin bernsku í athöfnum þeirra, athöfnum sem þú sýndir áhuga og skilning, þeim og okkur hin- um til ómældrar ánægju. Þó að heimsóknirnar yrðu færri með árunum voru þær alltaf jafn- ánægjulegar. Krökkunum fannst nefnilega gaman að koma í heimsókn til ömmu og fá hjá henni pönnukökur og sitthvað fleira. Elsku amma Mæja, að þér geng- inni hvarflar hugurinn til baka til allra þeirra ánægjulegu stunda sem við áttum saman, stunda sem við von- um að hafi veitt þér álíka ánægju og okkur sem hér sitjum eftir. Við kveðj- um þig nú með söknuði. Þú átt virð- ingu okkar og hlýju, sem og fjöl- skyldna okkar. Einnig viljum við votta móður okk- ar, systkinum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð á þessari stundu. Valur, Sigmar, Jón Ágúst, Ásta og fjölskyldur. MARÍA ÁRNÍNA ÍSAKSDÓTTIR Magga, okkar kæra vinkona, er fallin frá. Það er svo ótrúlega sárt, allar stundirnar sem við áttum saman, minningar um dvölina í Danmörku, Spánarferðirnar okkar, matarboðin, uppeldi barnanna okkar, og allt sem við höfum gert saman og allt sem við ætluðum að gera saman. Við vildum ekki trúa því að þetta væri að gerast, en nú er þessu lokið. Magga var glæsileg, sterk, metn- aðarfull, ung kona í blóma lífsins, hreif með sér þá sem henni voru næstir, þoldi illa aumingjagang og var frábær fyrirmynd. Magga kom MARGRÉT HRÖNN VIGGÓSDÓTTIR ✝ Margrét HrönnViggósdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1965. Hún lést á heimili sínu, Viðarási 59, hinn 6. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 16. september. sér alltaf beint að efn- inu, var hreinskilin og sagði hug sinn vafn- ingalaust. Vinskapur okkar við hana og Kidda einkenndist af góðri vináttu sem hef- ur haft mikil áhrif á líf okkar. Minningabrotin hrannast upp. Í Dan- mörku á námsárum okkar var Magga ekki vön að setja það fyrir sig að bruna á milli stórborga í Þýskalandi í leit að Oilily-búðum. Hún var leiðandi í allskyns uppá- komum sem Danmerkurhópurinn tók sér fyrir hendur jafnt fyrir og eftir dvölina þar, hvergi var dregið af. Ávallt mundi Magga eftir afmæl- isdögum og var gjörn á að bjóða heim í höfðinglegar matarveislur. Hún var dugleg að kippa okkur með í bíó, út að borða, í sumarbústaðinn og gerði vel við sína. Skemmst er að minnast Spánarferðanna okkar sem Magga skipulagði af þvílíkum myndarskap, og allir áttu að vera búnir að fara í sturtu eftir síestu, vera huggulegir og út að borða. Margs góðs er að minnast um þessa kæru vinkonu sem við geymum í huga okkar. Fyrir rúmu ári kvöddum við Kidda, Möggu og stelpurnar. Þau voru að fara langþráð sumarfrí. Næsta sem við vissum var að flogið var með Möggu í bæinn. Hún var greind með heilaæxli. Magga tók á þessum veikindum af æðruleysi, miklum skapstyrk og dugnaði. Hún barðist allan tímann af ótrúlegum innri krafti og ákveðni og ætlaði ekki að láta í minni pokann. Erfitt er að ímynda sér þá þrautagöngu, sem Magga og hennar fjölskylda gekk í gegnum og þau áföll sem á henni dundu á síðasta lífsári hennar. Svona mikil veikindi og áföll getur ekki nokkur maður skilið. Við erum vanmáttug gagnvart slíkum atburð- um og erfitt er að sætta sig við slíkt óréttlæti í lífi fólks. Elsku Kiddi, Sunna Ósk, Nanna Margrét og Tinna Kristín Indíana, missir ykkar er mikill. Megi guð styrkja ykkur í sorginni og hjálpa ykkur að fóta ykkur að nýju. Við vottum ykkur og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð okkar. Það er sárt að horfa á eftir svo kærum vini, en hún skilur eftir sig minningar um margar gleðistundir, takk fyrir það. Minningin um Mar- gréti Hrönn Viggósdóttur lifir að ei- lífu, hún var einstök kona. Hrefna Sigríður og Friðbjörn. Þegar maður hugsar um Möggu kemur upp í hugann þessi fallega kona með ljósa hárið og hlýja bros- ið. Magga var hörkudugleg til vinnu og alltaf á öðru hundraðinu og með sanni er hægt að segja að orðið nei var ekki til í hennar orðabók. Maður vissi alltaf hvenær hún var komin í hús, heyrði það á göngulag- inu, hröð skrefin fóru ekki fram hjá neinum, klikk, klikk, klikk undan hörðum hælunum … þeir sem þekkja hana vita hvað við er átt. Kynni okkar af Möggu hafa varað mislengi og þau okkar sem lengst hafa þekkt hana hafa unnið með henni hátt í áratug, eða síðan hún hóf störf á hugbúnaðarsviði Tækni- vals. Hún starfaði sem ráðgjafi og þjónustustjóri á hugbúnaðarsviði Tæknivals sem síðar varð partur af Ax hugbúnaðarhúsi. Auk þessara verkefna var hún verkefnastjóri í stærri verkefnum og síðastliðið ár verkefnastjóri hjá Skeljungi, einum stærsta viðskiptavini okkar. Vitum við að hennar er sárt saknað þar og hefur starfsfólk Skeljungs verið duglegt við að spyrja um hana og fylgjast með henni, sem og starfs- fólk annarra fyrirtækja sem Magga vann fyrir. Magga var mikill fagmaður og var þekking hennar iðulega langt umfram það sem venjulegt getur talist. Alltaf var hún boðin og búin til að aðstoða, hvort heldur sem í hlut áttu aðrir samstarfsmenn eða viðskiptavinir. Hún var hvers manns hugljúfi og tók á móti þeim sem til hennar leituðu með brosi og jákvæðni. Magga var ákaflega vel liðin af öllum sem hana þekktu, hvort sem það voru vinir, samstarfsfélagar eða viðskiptavinir. Hlýja brosið gat brætt hvern sem var og hafði hún einstakt lag á því að fá viðskiptavini til að brosa. Hún var mikill orku- bolti og átti erfitt með að sitja auð- um höndum. Þeir sem farið hafa með henni í bíltúr þekkja vel til þessa, því hún gat ekki setið kyrr meðan hún keyrði og var því stöð- ugt að stíga af og á bensínpetalann, sem varð til þess að bílinn nánast ruggaði og voru farþegar orðnir hálfbílveikir þegar á áfangastað var komið. Við samstarfsfólk hennar höfum verið dugleg að hittast og gera okk- ur glaðan dag, oft höfum við þá komið saman heima hjá einhverju okkar, eldað góðan mat og haldið svo uppi fjöri fram undir morgun. Í fyrravor vorum við svo heppin að Magga og Kiddi buðu okkur heim. Þar var góð stemmning, við elduð- um saman veislumáltíð og síðan var sungið og dansað þangað til fyrstu morgunhanar bæjarins voru farnir á stjá. Þessi kvöldstund situr nú of- arlega í huga okkar og erum við mjög þakklát fyrir að hafa fengið að koma á þetta hlýlega heimili og eiga þessa stund saman. Við viljum muna eftir Margréti eins og hún var þá, dansandi og brosandi út að eyrum. Við munum minnast Margrétar sem sterkrar og dugmikillar konu sem aldrei heyrðist kvarta þrátt fyr- ir að lífið hafi lagt á herðar hennar meiri erfiðleika en flestra annarra. Æðruleysi hennar er til eftirbreytni. Margrét skilur eftir sig góðar minn- ingar og í hóp okkar hefur verið höggvið stórt skarð sem seint verð- ur fyllt. Elsku Kiddi, Sunna Ósk, Nanna Margrét og Tinna Kristín – það er okkur ofarlega í huga hve fallega og blíðlega Magga talaði um ykkur. Þið voruð henni allt. Við sendum ykkur og fjölskyldu ykkar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur. Samstarfsfólk Ax hugbúnaðarhúsi. Elsku Magga. Með þessum fal- legu ljóðlínum langar okkur til að kveðja þig í hinsta sinn og þakka þér fyrir yndislegar samverustund- ir: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Kiddi, Sunna, Nanna og Tinna, við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð á þessari sorgar- stundu. Guð veri með ykkur. Ykkar vinir Kristín og Brynjólfur, Sigríður og Friðbjörn, Ingibjörg og Þorsteinn, Auðna og Kjartan, Kristín og Stefán, Hafdís og Sturla, Anna Día og Óskar (Danski hópurinn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.