Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 47 KARL-HEINZ Rummenigge, stjórnarformaður þýsku meistar- anna í knattspyrnu, Bayern Mün- chen, hótar því að leikmenn félags- ins fái ekki framar frí til að fara í landsleiki, nema Alþjóða knatt- spyrnusambandið, FIFA, geri breytingar á leikdögum lands- leikja. Rummenigge sagði við knattspyrnutímaritið Kicker að ef ástandið verði óbreytt, muni Bay- ern grípa til þessara aðgerða og kanna rétt sinn fyrir dómstólum, gagnvart því hvort félaginu beri skylda til að gefa sína menn lausa í landsleiki. Rummenigge tekur undir gagn- rýni þjálfara Bayern, Ottmars Hitz- felds, sem hefur áður sagt að það sé óréttlétt að nokkrar þjóðir, m.a. Þýskaland, þurfi að leika tvo leiki í undankeppni EM með nokkurra daga millibili, skömmu áður en fé- lagslið sömu þjóða spili í Meistara- deild Evrópu. „Í stað þess að spila á laugardegi og síðan á miðvikudegi, ætti að breyta þessu þannig að fyrst sé spil- að á miðvikudegi og síðan á laugar- degi, þannig að leikmennirnir séu komnir til sinna félaga á ný í síð- asta lagi á mánudegi,“ sagði Rummenigge. Hann sagði að það væru félögin sem greiddu laun knattspyrnumanna, en stóru al- þjóðasaböndin hugsuðu mest að græða peninga. „Leikmenn eru meira að segja á launum hjá félög- unum á meðan þeir tækju þátt í heimsmeistarakeppninni.“ Rummenigge hótar að kyrrsetja leikmenn NOKKRIR íslenskir handknatt- leiksmenn verða alltaf ofarlega á blaði með liðum sínum í sögu þýsku 1. deildar keppninnar í handknattleik – fyrir árangur sem þeir náðu með liðum, sem eru ekki lengur með í keppni.  Viggó Sigurðsson er marka- kóngur SV Bayer 04 Leverkusen – skoraði 158 mörk á árunum 1980–1982. Hann er einnig víta- kóngur með 50 mörk og þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins, lék 50 leiki.  Bjarni Guðmundsson er leikja- hæsti leikmaður DSC Wanne- Eickel, lék 26 leiki keppnistíma- bilið 1989–1990. Hann er marka- kóngur með 99 mörk og víta- kóngur, 35 mörk skoruð úr víta- köstum.  Valdimar Grímsson er víta- kóngur Wuppertal, með 99 mörk skoruð úr vítaköstum.  Jón Kristjánsson er vítakóng- ur HSV Suhl, skoraði 50 mörk úr vítaköstum keppnistímabilið 1991–1992 og þá er hann þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins með 86 mörk.  Björgvin Björginsson er þriðji markahæsti leikmaður TV Grambke Bremen með 100 mörk og einnig þriðji leikjahæsti leik- maður liðsins, 49 leikir.  Gunnar Einarsson er í þriðja sæti á listanum hjá TV Grambke – yfir þá sem hafa skorað mörk úr vítaköstum, með 17 mörk.  Atli Hilmarsson er í fjórða sæti á listanum yfir markahæstu leik- menn TuRa Bergkamen, með 89 mörk og hann er einnig í fjórða sæti yfir vítaskyttur, með 12 mörk. Skráðir í sögu- bækur son leikur með Wetzlar, Guðmundur Hrafnkelsson, sem lék áður með Nordhorn, en fór síðan til Ítalíu, leik- ur í markinu hjá nýliðum Kronau/ Östringen, Rúnar Sigtryggsson, sem varð Evrópumeistari bikarhafa með Ciudad Real, leikur með Wallau- massenheim og Jaliesky Garcia er liðsmaður Göppingen. Þjóðverjar halda áfram að fylgjast með leikmönnum á Íslandi, enda hafa þeir oft sagt að það sé alltaf hægt að treysta Íslendingum, sem eru vinnusamir og leggja sig alla fram við það sem þeir fást við. Næsta kynslóð til að herja í Þýskalandi verður án efa leikmenn 19 ára lands- liðs Íslands, sem varð Evrópumeist- ari í Slóvakíu á dögunum, þegar ís- lensku strákarnir lögðu Þjóðverja örugglega í úrslitaleik. Ljósmynd/Günter Schröder Rúnar Sigtryggsson, landsliðsmaður í handknattleik, ræðir við þjálfara Wallau Massenheim, Martin Schwalb, í leik gegn Lemgo á dögunum. Rúnar kom til liðsins frá Spáni, en áður en hann fór þangað lék hann með Göppingen í Þýskalandi. Rúnar var í herbúðum Hauka er hann lék á Íslandi, en hann lék einnig með Þór frá Akureyri, Víkingum og Valsmönnum. "#$%&%% '()* +(,-   #$).*/ 0,().1 23#.-).    2,$$4$%5% .67% 8,+-). "7)% 0$7/) ! !! "# $$). -5)(7-           !  "     #$    #       #)$)./)#+ %    ")%1 "#/)+$/9).)                 5)#5  5)#5 $).$6# /.56.%%)#6$+)..  :;$6.5#  !< = 23#.-). & $   8'$$)5, ' (   2,$$4$%5%       0,.7>?$%#.-).  )  % $  2)./7$).     "7 $$)./)#+ * + &     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.