Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Ásdís Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygg- inga hf. og stjórnarformaður Straums. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 29 BJARNI Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segist gera ráð fyrir að sameiningarferli bankans og Sjóvár- Almennra verði lokið fyrir áramót. Hann segir að samkeppnisstaða bank- ans muni styrkjast og arðsemin eigi að geta aukist við kaupin á Sjóvá- Almennum. „Meginástæðan fyrir kaupunum er trú okkar á því að framtíðarsam- keppnishæfni á innanlandsmarkaði felist í því að þekkja heildarþarfir viðskiptavinanna og geta veitt þeim fulla þjónustu. Með því að hafa heild- stætt vöruframboð, bæði á sviði bankaafurða og tryggingaafurða, telj- um við okkur geta veitt betri ráðgjöf og búið til betri vörur fyrir við- skiptavinina heldur en völ er á í dag,“ segir Bjarni. Hann segist ennfremur telja mikinn hag að þessu fyrir hlut- hafa bankans, því ætlunin sé að ná fram samlegðaráhrifum, bæði á tekju- og gjaldahlið rekstrarreikningsins, auk þess sem félagið verði áhættu- dreifðara og stærra en áður. „Sam- keppnisstaðan á að styrkjast og arð- semin á að geta aukist,“ segir hann. Eiga Samlíf saman Bjarni segir að greitt verði fyrir hlutabréfin í Sjóvá-Almennum bæði með nýrri útgáfu hlutabréfa í bank- anum og með þegar útgefnum bréf- um. Af þessum sökum þynnist hlutur núverandi hluthafa í Íslandsbanka ekki út sem svarar kaupverðinu í Sjóvá-Almennum og það verði til virðisauki við fjármagnsskipan bank- ans. Spurður að því hvort líta megi svo á, að Íslandsbanki sé með aðkomu sinni að Sjóvá-Almennum að koma í veg fyrir yfirtöku annarra á félaginu segir Bjarni, að Íslandsbanka hafi þótt Sjóvá-Almennar mjög áhuga- verður kostur til stækkunar. Þegar þær aðstæður hafi skapast að bank- anum hafi gefist kostur á bréfunum hafi ákvörðun um kaupin ekki tekið langan tíma. Bankinn hafi haft áhuga á tryggingamarkaðnum og eigi Sam- einaða líftryggingafélagið, Samlíf, með Sjóvá-Almennum. Íslandsbanki á 40% í Samlífi og Sjóvá-Almennar tryggingar eiga 60%. Arðsemin á að geta aukist i kaupir Sjóvá-Almennar Morgunblaðið/Ásdís ær kaup Íslandsbanka á 33% hlut í Sjóvá-Almennum. m í máli Einars að starfsmenn nnra væru um 200 talsins og Íslandsbanka væru um 800, þúsund manna samsteypu að upp er staðið. Þá tók Bjarni kki mundi koma til neinna starfsmannahaldi í tengslum up. nti ennfremur á að þarna banki að fara inn á nýtt svið tilraunir hefðu áður verið sa veru hérlendis. Hann sagði ur fyrir því að þessi tilraun ga upp. „Í fyrsta lagi teljum eignarhald sé lykilatriði í því að ganga í takt. Í annan stað essara fyrirtækja af samrun- staklega Íslandsbanka, mjög a þáttinn sagði hann jafnan an en það væri að skilningur ð vörur félaganna væru ólíkar yrfti viðskiptavini í samræmi ömuleiðis teljum við okkur am hagræðingu á kostnaðar- ðli málsins samkvæmt er rétt ð allar tölur og yfirlýsingar gði Bjarni. ennar eiga talsvert safn eigna í öðrum félögum. Meðal eigna Sjó- vár-Almennra í öðrum félögum er 10,95% hlutur í Eimskipafélagi Íslands, 11,53% hlutur í Flugleiðum, 25% hlutur í Eign- arhaldsfélaginu Steinhólum, sem á Skelj- ung, 5% hlutur í SH og 4,84% hlutur í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Eignasafnið óhreyft Bjarni Ármannsson sagði á fundinum í gær að eignasafn Sjóvár-Almennra yrði óhreyft og ekki stæði til að færa eign- arhluti úr Sjóvá eitthvert annað s.s. til Straums.„Það kann að vera þegar fram líða stundir, þegar við höfum kynnt okkur innri starfsemina vel, að menn geti sam- þætt fjárstýringu og eignasafnsávöxtun.“ Hann sagði jafnframt að næsta skref væri að leita samþykkis Fjármálaeftirlits- ins á kaupum bankans á Sjóvá og sam- þykkis hluthafafundar á hlutafjáraukn- ingunni til að greiða fyrir hlutinn. Síðan yrði gert formlegt yfirtökutilboð til ann- arra hluthafa. „Þá fyrst erum við komnir við stjórnvölinn sem formlegir eigendur.“ Dótturfélag Sjóvár-Almennra er Sam- einaða líftryggingafélagið sem félagið á 60% hlut í á móti Íslandsbanka. Hlut- deildarfélög Sjóvár-Almennra, miðað við 6 mánaða uppgjör, eru Stofn (25%), sem er móðurfélag P.Samúelssonar og tengdra félaga, Íslensk endurtrygging (29,9%), Securitas (60%) og Eignarhalds- félagið Sundabakki (33,3%). Gangi kaup Íslandsbanka á Sjóvá-Al- mennum eftir verður Íslandsbanki orðinn stærsti banki landsins miðað við mark- aðsverðmæti. Bankinn hyggst verða leið- andi fjármálafyrirtæki á innanlandsmark- aði og telur að samstæðan muni njóta sterkrar markaðsstöðu á öllum megin- sviðum hans. u í gær þegar nki hefði samið óvá-Almennum ví að eignast fé- erður Íslands- ndsins. bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár, keyptu á genginu 40 á miðvikudaginn. Það töldum við til marks um að okkar mat á fé- laginu væri rétt. Það urðu okkur síðan mikil vonbrigði að þessi mál skyldu snúast upp í einhvers konar valdabrölt þar sem réttur minni hluthafa er fyrir borð borinn. Við erum að skoða réttarstöðu okkarog hvetjum aðra hluthafa til að gera slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu frá Margeiri og Þorsteini. ir innlausn n Margeir Pétursson Sjóvá-Almennar tryggingar taldar hátt verðlagðar GREININGARDEILDKaupþings Búnaðarbankafjallar um fyrirhugaða yf- irtöku Íslandsbanka á Sjóvá- Almennum tryggingum í Hálffimm fréttum sínum í gær. Þar kemur meðal annars fram að greining- ardeildin telji verð hlutabréfa í Sjóvá-Almennum allt of hátt, en raunar einnig að verð bréfa í Ís- landsbanka sé of hátt. Greining- ardeild Landsbankans gaf út grein- ingu á Sjóvá-Almennum í síðustu viku og matsgengið var 28,8 og greiningardeild Íslandsbanka gaf út greiningu í júní þar sem gengið var metið á 27,2. Íslandsbanki kaupir bréfin í Sjóvá-Almennum nú á geng- inu 37. Varnarleikur í baráttu um völd Í Hálffimm fréttum greining- ardeildar Kaupþings Búnaðarbanka segir ennfremur að samruni Ís- landsbanka og Sjóvár-Almennra komi greiningardeildinni á óvart og að hann „virðist fremur vera varn- arleikur í baráttu um völd en sam- runi til sóknar“. Þá gagnrýnir grein- ingardeildin það sem hún kallar „fálmkennda upplýsingagjöf fyr- irtækjanna“ og telur að skýringin kunni að vera að samruninn hafi verið ákveðinn í flýti til að tryggja völd. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka hefur efasemdir um sam- runann og segir í Hálffimm fréttum að samvinna banka og trygginga- félaga eigi sér tiltölulega stutta sögu en reynslan hafi sýnt að ávinningur slíkrar samvinnu sé ekki gefinn og að í því sambandi megi minna á „mislukkaða tilraun“ Landsbankans og VÍS á sínum tíma. „Það má segja að bankarnir hafi þegar fært sig inn á hluta trygg- ingamarkaðarins þegar þeir hófu að selja lífeyrissparnað ásamt líf- og sjúkdómatryggingum. Þess konar tryggingar virðast oft á tíðum hafa átt ágætis samleið með banka- starfsemi en það sama er hins vegar ekki hægt að segja um skaðatrygg- ingar. Þróunin virðist t.d. hafa verið sú á Norðurlöndum að bankarnir hafa selt tryggingarhluta reksturs- ins frá sér og má í því dæmi nefna finnska bankann Sampo, Svenska Handelsbanken, Nordea, og Den Danske Bank sem seldi skaðatrygg- ingadeild sína,“ segir í Hálffimm fréttum. Sókn en ekki vörn EINAR Sveinsson forstjóri Sjóvár- Almennra trygginga segist líta á það sem sóknarfæri fyrir félagið að fara inn í Íslandsbankasamstæðuna. „Sjóvá-Almennar er félag sem varð til í núverandi mynd árið 1989 með sameiningu Sjóvártryggingafélagsins og Almennra trygginga. Á þeim tíma sem liðinn er frá sameiningunni höf- um við náð að byggja upp öflugasta vátryggingafélag landsins og vaxt- armöguleikar okkar á því sviði eru orðnir takmarkaðir. Þess vegna held ég að þetta sé mjög jákvætt skref fyr- ir hluthafa Sjóvár-Almennra, að selja félagið inn í Íslandsbankasamstæð- una, þannig að það verði dótturfélag þar, og nýta þá vaxtarmöguleika sem eru fólgnir í ýmiskonar samþættingu á vöruframboði og þjónustuleiðum sem báðir bjóða upp á,“ segir Einar, og bætir því við að Íslandsbanki muni geta nýtt ýmislegt af þjónustu Sjóvár- Almennra. Dæmi um það sé Stofn, sem sé vildarviðskiptakerfi félagsins. Stofn hafi notið mikilla vinsælda hjá viðskiptavinum og mörg tækifæri séu til að nýta hann sameiginlega. Spurður að því hvort hægt sé að líta á þetta sem varnarleik af hálfu Sjóvár-Almennra til að forðast yf- irtöku annarra en Íslandsbanka, segir Einar svo ekki vera og hann segist frekar líta á þetta sem sóknarfæri fyrir báða aðila. ÓLAFUR B. Thors, stjórn-arformaður fjárfesting-arfélagsins Straums, segir að sér lítist ágætlega á þær hrær- ingar sem standa yfir í íslensku við- skiptalífi miðað við að þær línur sem lagðar hafa verið í þessum efn- um verði að veruleika, en Morgun- blaðið ræddi við hann á tíunda tím- anum í gærkveldi. Hann sagði einnig að það væri eiginlega of snemmt að tjá sig um þetta þar sem ekki væri búið að reka endahnútinn. Það eina sem væri víst væri að Íslandsbanki væri að kaupa Sjóvá-Almennar, en mið- að við að þetta gengi upp litist sér ágætlega á það. Hann sagði að það kæmi til af því að hann hefði alltaf lagt áherslu á að Straumur væri sjálfstætt fjár- festingarfyrirtæki. „Ég vil auðvitað hag hans sem mestan og að það sé friður um það félag og það fái að starfa samkvæmt þeim mark- miðum sem það hefur sett sér,“ sagði Ólafur. Hann sagði aðspurður að gengju þessar fyrirætlanir eftir væri það skref í þá átt. Miklar hugleiðingar hefðu verið um að til stæði að sam- eina Straum þessum eða hinum og það hefði sér ekki fundist þjóna þeim markmiðum sem hann vildi að Straumur hefði. „Þannig að ef allar þessar hrær- ingar verða til þess að Straumur fær frið til að starfa áfram eins og hann hefur gert og vill gera, án þess að menn séu stöðugt að ásæl- ast það að leggja hann undir sig, eru það bara hinar ágætustu frétt- ir,“ sagði Ólafur ennfremur. Aðspurður hvort þessar hrær- ingar hefðu áhrif á stöðu hans sem stjórnarformanns Straums sagðist Ólafur hafa tekið þetta starf að sér á sínum tíma og haft ánægju af að sinna því. „Ég sé ekki að þessar breytingar einar út af fyrir sig hafi einhver áhrif á að breyta minni stöðu þar, en það er náttúrlega bara ákvörðun meirihluta hluthafa á hverjum tíma hverjir veljast í stjórn á svona fyrirtækjum,“ sagði Ólafur að lokum. Stjórnarformaður Straums Þetta eru hinar ágætustu fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.