Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖNNUN á nýrri gerð skósóla með harðkorn- um hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, Nýsköpun 2003. Verkefnið er frá fyrirtækinu GDTS ehf., sem Óskar F. Jónsson er í forsvari fyrir. Fyrirtækið hyggst þróa og framleiða margvíslegar tegundir af skóm og skósólum með harðkornum og með mismunandi markhópa og þarfir í huga. Í umsögn dómnefndar um hugmyndina seg- ir: „Viðskiptahugmyndin er ákaflega spenn- andi og ljóst að ef vel tekst til er framundan spennandi framtíð fyrir fyrirtækið og aðstand- endur þess. Lesandi fær strax á tilfinningu að það sé mikil þörf á vörunni á mjög stórum markaði.“ Þá segir dómnefndin að áætlunin sé metnaðarfull og stefnt sé á ákaflega breiðan markað. Áætlunin styrkist einnig af því að höf- undur hefur langa reynslu af framleiðslu og sölu á markaðnum. Tilkynnt var í gær hverjir hefðu hlotið verð- laun í Nýsköpun 2003, sem staðið hefur yfir síð- astliðna mánuði undir slagorðinu Þjóðarátak um Nýsköpun. Að keppninni standa Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Íslandsbanki, Morg- unblaðið, KPMG, Byggðastofnun og Háskólinn í Reykjavík. Þar að auki eru Eimskipafélag Ís- lands, Síminn, Samherji og Nýherji sérstakir stuðningsaðilar keppninnar. Markmið keppn- innar er að stuðla að aukinni nýsköpun og frumkvæði í íslensku samfélagi. Veitt voru sjö peningaverðlaun í samkeppn- inni. Fyrstu verðlaun voru ein milljón króna, önnur verðlaun 500 þúsund krónur, og 100 þús- und krónur voru veittar fyrir þriðja til sjöunda sæti. Primus Motor í öðru sæti Önnur verðlaun í Nýsköpun 2003 komu í hlut fyrirtækisins Primus Motor, sem Ármann Koj- ic Jónsson stendur fyrir. Fyrirtækið hefur þró- að umsjónarkerfi til að reka stafræn síma- fyrirtæki og sjá þeim fyrir vörum og þjónustu. Viðskiptahugmynd Ármanns er sögð áhuga- verð í umsögn dómnefndar og æskilegt sé að haldið verði áfram að þróa hana. Þriðju til sjöundu verðlaun í Nýsköpun 2003 komu í hlut eftirtalinna aðila, en þeim er ekki raðað í númeraröð: Menntastofan ehf., fyrirtæki þeirra Jónasar Inga Ragnarssonar og Grétu Sigurðardóttur, sem sérhæfir sig í námsefnisgerð. Spábolli Sólveigar Eiríksdóttur og Hafsteins Helgasonar með verkefni sem snýst um nýstár- legar gjafavörur. Pappakögglar sem að standa þeir Valur Á. Valsson, Ívar F. Finnbogason og Ólafur F. Sigurðsson en hugmynd þeirra geng- ur út á framleiðslu á kögglum úr bylgjupappa til nota sem undirburður undir hesta. Álfheimar í Húnaþingi vestra lögðu fram verkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjón- ustu, og er það Margrét Sigurðardóttir sem stendur fyrir því. Vélsmiðja Ísafjarðar, sem Steinþór Bragason og Anna Lára Jónsdóttir eru í forsvari fyrir, lagði fram hugmynd að hönnun og framleiðslu á slöngu- og rörafitt- ings. Fjórar hugmyndir í Evrópukeppni Í tengslum við Nýsköpun 2003 taka Íslend- ingar þátt í evrópskri hugmyndakeppni og hafa fjórir fulltrúar verið valdir til að keppa fyrir Ís- lands hönd, hver í sínum flokki. Hugmynd Ósk- ars F. Jónssonar, sem hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpun 2003, varð fyrir valinu í einum þess- ara flokka og það sama á og við um hugmynd Ármanns Kojic Jónssonar, sem hlaut önnur verðlaun. Þá varð hugmynd þeirra Steinþórs Bragasonar og Önnu Láru Jónsdóttur frá Vél- smiðju Ísafjarðar, sem hlaut ein af þriðju til sjöundu verðlaunum Nýsköpunar 2003, einnig fyrir valinu til að taka þátt í Evrópukeppninni. Í flokknum Hvatning í Evrópukeppninni keppa evrópsk fyrirtæki sem eru talin geta skilað arðsemi síðar. Dómnefnd valdi verkefnið Tímaritasjálfsali til að keppa fyrir Íslands hönd í þessum flokki. Þetta verkefni fjallar um sölu á tímaritum, greinum og smásögum í gegnum sjálfsala þar sem greiðsla getur átt sér stað í gegnum GSM síma eða með debet- og kredit- korti. Ekki eru veitt peningaverðlaun í þessum flokki. Í flokknum Sproti (e. Seed) keppa fyrirtæki á frumstigi en möguleiki er á að vinna 15.000 evr- ur í verðlaun í þessum flokki. Dómnefnd valdi verkefnið Green Diamond, hönnun á nýjum gerðum af skósólum með harðkornum, sem hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpun 2003, til að keppa fyrir Íslands hönd í þessum flokki. Í flokknum Stofnstig (e. Start-up) keppa fyr- irtæki sem eru að slíta barnsskónum. Verðlaun í þessum flokki nema 35.000 evrum. Dómnefnd valdi verkefnið ToTalk, uppsetningu á VoIP símasíðum á Netinu, sem hlaut önnur verðlaun í Nýsköpun 2003. Í flokknum Vöxtur (e. Expansion) koma fyr- irtæki sem eru í vexti og eru talin lofa góðu. Hugsanlegt er að komast í gegnum þennan flokk í samband við áhættufjárfesta. Verkefni Vélsmiðju Ísafjarðar, hönnun og framleiðsla á slöngu- og rörafittings, varð fyrir valinu til að taka þátt í þessum flokki fyrir Íslands hönd. Alls bárust rúmlega 60 viðskiptaáætlanir í hugmyndasamkeppnina Nýsköpun 2003. Til keppni skráðu sig hins vegar rúmlega helmingi fleiri en áður hefur gerst, eða um 1.240 manns. Einnig sóttu fleiri námskeið um land allt en áð- ur, eða í kringum 500 manns. Í tilkynningu frá verkefnastjórn Nýsköpun- ar 2003 segir að hin mikla þátttaka komi nokk- uð á óvart. Árangurinn nú megi m.a. þakka því að fjölmörg námskeið hafi verið haldin víða um land. Einnig sé hópurinn sem að keppninni stendur heppilega samsettur. Þá segir í tilkynningunni að fjöldi viðskipta- áætlana hafi borist frá landsbyggðinni. Þar hafi verið haldin fjölmörg námskeið í samvinnu við atvinnuþróunarfélögin og Íslandsbanka og fleiri aðila á hverjum stað og hafi það samstarf reynst árangursríkt. Líkt og í síðustu hugmyndasamkeppni hafa þátttakendur fengið ítarlega umsögn um verk- efni sín og verða umsagnir sendar út á næstu dögum. Segir í tilkynningunni að árangur sem rekja megi beint til keppninnar komi víða í ljós. Mest- ur árangur sé án ef sá, að þekking og hæfni til að skrifa góða viðskiptaáætlun hafi aukist til muna frá því hafist var handa árið 1999. Þetta hafi t.d. sérfræðingar hjá KPMG orðið áþreif- anlega varir við. Valið úr 17 hugmyndum Sérfræðingar frá Nýsköpunarsjóði, Íslands- banka, Byggðastofnun, KPMG og Háskólanum í Reykjavík lásu allar viðskiptahugmyndir sem bárust í samkeppninni og gáfu umsögn. Dóm- nefnd fékk í hendur þau 17 verkefni sem besta niðurstöðu fengu hjá sérfræðingunum. Höf- undar þessara 17 hugmynda fengu tækifæri til að kynna þær fyrir dómnefnd sem síðan valdi sigurvegara úr þessum hópi. Samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, Nýsköpun 2003 – sjö verkefni fengu verðlaun Harðkornaskósólar fá fyrstu verðlaun Morgunblaðið/Jim Smart Óskar F. Jónsson Samtals bárust rúmlega 60 viðskiptaáætlanir í keppn- ina og í kringum 500 manns sóttu námskeið um allt land í tengslum við hana. RICHARD Grasso, forstjóri og stjórnarformaður Kauphallarinnar í New York hefur sagt af sér. Afsögn- in kemur í kjölfar þess að upplýst var um 188 milljóna dollara starfsloka- greiðslur til forstjórans, 14,2 millj- arða króna, sem mörgum þóttu óhóf- legar og ekki sæmandi manni í hans stöðu. Auk þess kom í ljós nýlega að Grasso sjálfur hafði áhrif á upphæð greiðslnanna en þær áttu að koma til viðbótar öðrum eftirlaunum. Málið er samkvæmt frétt í Ft.com það alvarlegasta sem komið hefur upp í Kauphöllinni í 211 ára sögu hennar. 36 ára ferill Ferill Grasso hjá Kauphöllinni í New York spannar 36 ár en hann hóf störf árið 1968, þá sem almennur skrifstofumaður með 80 dollara í laun á viku. Á síðasta ári námu árs- laun Grasso 10 milljónum dollara og var hann einn hæst launaði forstjóri í Bandaríkjunum. Þrýstingur á Grasso um að segja af sér hafði aukist stöðugt undan- farna daga og á þriðjudaginn sl. kröfðust yfirmenn þriggja stórra líf- eyrissjóða afsagnar hans og sögðu að starfslokagreiðslurnar væru ósam- rýmanlegar stöðu hans sem reglu- setningaraðila og talsmanns fjár- festa. Afsögnin er talin munu leiða til víðtækra breytinga í Kauphöllinni. Nú þegar er allt stjórnskipulag í endurskoðun en talið er að annmark- ar á stjórnskipulagi séu ástæðan fyr- ir því að málið er eins vaxið og raunin er. Vann sig hratt upp Grasso er 57 ára gamall. Faðir hans fór að heiman þegar Grasso var ungur drengur og ólst hann upp hjá móður sinni og frænkum. Eftir tveggja ára nám í Pace háskólanum hætti hann þar og skráði sig í herinn. Þar næst réð hann sig sem skrif- stofumann hjá Kauphöllinni árið 1968 eins og áður segir. Hann vann sig fljótt upp innan fyrirtækisins og árið 1977 var hann orðinn varafor- stjóri og árið 1988 forstjóri markaðs- viðskiptadeildar. Árið 1995 tók Grasso við sem forstjóri og notaði þekkingu sína á innra starfi kaup- hallarinnar til að mæta harðri sam- keppni frá Nasdaq, rafrænu kaup- höllinni sem blómstraði í netbólunni svokölluð í lok tíunda áratugar síð- ustu aldar. Grasso varð opinbert andlit hlutabréfaæðisins á tíunda áratugnum og eftir hryðjuverka- árásina á New York 11. september 2001 varð hann tákngervingur fyrir uppbygginguna eftir árásirnar. Orðstír Grassos jókst enn árið 2002 þegar Eliot Spitzer aðalsak- sóknari hratt af stað herferð sem beint var gegn fjármálafyrirtækjum og óeðlilegum starfsháttum þeirra í tengslum við hlutafjárútboð. Í því til- viki lék Grasso lykilhlutverk með því að koma á 1,4 milljarða dala samn- ingi á milli yfirvalda og leiðandi fjár- festingabanka. Árið 2003 fóru nýir straumar á Wall Street að vinna gegn Grasso. Ýmis atriði úr samningi um starfs- lokagreiðslur hans láku í fjölmiðla og að lokum fór svo að Kauphöllin upp- lýsti um greiðslurnar og ollu þær upplýsingar strax titringi. Fyrst var sagt frá því að Grasso ætti að fá 139,5 milljónir dollara sem þóknun fyrir farsælt starf í Kauphöllinni og þar að auki átti hann að fá 48 milljónir til viðbótar. Grasso reyndi að lægja öldurnar með því að bjóðast til að afsala sér milljónunum 48 en þá var það orðið of seint. Grasso farinn Reuters Richard Grasso FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Kaldbakur hf. keypti í gær hlutabréf að nafnverði 115,1 milljón króna í Trygginga- miðstöðinni og jók þar með eignar- hlut sinn í fyrirtækinu úr 20,41% í 32,8%. Sam- kvæmt upp- lýsingum af vef Kauphall- ar Íslands fóru kaupin fram á genginu 13,4–13,5 og er kaupverð hlut- arins því um 1,5 milljarðar króna. Kaldbakur er þar með orðinn stærsti einstaki eigandi félagsins. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks og stjórnarmaður í Tryggingamið- stöðinni, sagði að bréf hefðu boðist á góðu verði og því hefði verið ákveðið að kaupa. „Þetta er að okkar mati góður fjárfest- ingarkostur,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að þrátt fyrir að vera komnir með stóran hlut í félaginu, um þriðjungshlut, væri ekki ætlunin að auka meira við sig svo neinu næmi, né væri stefnt að yfirtöku félagsins. Eiríkur sagði að nýtt landslag væri að myndast í viðskiptum þessa dagana og með auknum hlut í Tryggingamiðstöðinni væri Kaldbakur að segja að fé- lagið ætlaði sér ekki að sitja hjá og láta aðra aðila eina um að stokka upp markaðinn. „Við ætl- um okkur að spila á þessum markaði og með þátttöku okkar í Tryggingamiðstöðinni erum við í góðum félagsskap.“ Morgunblaðið náði einnig tali af Gunnlaugi Sævari Gunnlaugs- syni, stjórnarformanni Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Sagði hann að aðkoma Kaldbaks að fé- laginu væri fagnaðarefni. Þangað til í apríl sl. átti Kald- bakur óverulegan hluta í Trygg- ingamiðstöðinni og hefur því aukið hratt við sig á skömmum tíma. Tryggingamiðstöðin var rekin með 333 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði þessa árs. Kaldbakur með þriðjungshlut í TM Ætla sér ekki að sitja hjá Eiríkur S. Jóhannsson ÓSKAR F. Jónsson, sem hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpun 2003 fyrir hugmynd sína um nýja gerð skósóla með harðkornum, segist vona að verðlaunin leiði til þess að fjárfestar verði reiðubúnir til að taka þátt í verkefninu með honum. Hann þurfi á því að halda til að geta tekist á við það sem nú taki við. Verðlaunin séu hvati til að halda áfram. Að sögn Óskars hefur hann starfað í skóiðn- aði á hinum ýmsu sviðum í fjölmörg ár. Hann segist fyrst hafa starfað í skóverslun, í fram- haldi af því hafi hann starfað hjá skóheildsölu og síðar við eigið fyrirtæki í Portúgal. Þá hafi hann og rekið litla skósólaverksmiðju um tíma. Hugmyndina að skósólum með harðkornum segist Óskar hafa fengið út frá harðkorna- dekkjum. Hann hafi verið að þróa hana í gegn- um árin en um sé að ræða nauðsynjavöru. Til að mynda detti að jafnaði um 25 þúsund manns á jafnsléttu í Bandaríkjunum á degi hverjum. Grip skósóla við blautar eða hálar aðstæður sé almennt ekki nægjanlega gott. Skósólar með harðkornum gefi betra grip og möguleikarnir séu því fjölmargir. Nú taki því við að reyna að fá stóra skóframleiðendur til að taka þátt í verkefninu með honum. Hvati til að halda áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.