Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BILIÐ sem nú er orðið á milli reglna innan Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu er farið að grafa undan markmiðum og tilvist samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Því er nauðsynlegt að uppfæra eða endurnýja samning- inn þannig að hann rími betur við þau lög sem nú gilda um innri mark- að Evrópusambandsins. Takist hins vegar ekki að ná fram slíkri end- urnýjun ættu Íslendingar að íhuga að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Þetta kom m.a. fram í ræðu sem félagsmálaráðherra, Árni Magnús- son, flutti á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík um breytingar á Evr- ópusambandinu og áhrif þeirra á Evrópska efnahagssvæðið og EFTA-ríkin. Árni minnti á að markmið samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið væri að skapa einn sameig- inlegan markað og forsenda hans væri að sömu reglur giltu gagnvart öllum þátttakendum í honum. En í hvert sinn sem Evrópusambandið hefði gert breytingar á grundvall- arsáttmálum sínum hefði lagagjáin milli reglna EES og reglna innan ESB stækkað. Frá því að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið var sam- þykktur hefðu Evrópusambands- ríkin staðfest Maastricht-, Amsterdam og Nice-sáttmálann. EES-samningurinn, sem hafi að mestu leyti verið byggður á þáver- andi útgáfu Rómar-sáttmálans, hafi á hinn bóginn haldist óbreyttur all- an tímann. Árni nefndi sérstaklega að áhrif og vægi héraða og sveitarfélaga hefðu vaxið verulega með Maast- richt-sáttmálanum en í samningn- um um Evrópska efnhagssvæðið væri aftur á móti ekki minnst á hér- uð eða sveitarfélög og ekki heldur gert ráð fyrir samvinnu þeirra eða að fulltrúar þeirra gegndu ákveðnu hlutverki innan EES. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefði átt sér stað innan ESB væri ákaflega mikilvægt að ræða hlutverk sveitarfélaga og EES, núverandi staða væri óviðun- andi. Mesta áskorun á sviði utanríkismálanna Félagsmálaráðherra tók fram að EFTA-ríkin hefðu farið fram á að hafin yrði vinna við endurnýjun EES-samningins í fyrra en þá hefði því verið hafnað af hálfu ESB sem ekki hefði viljað ræða breytingar á EES jafnhliða stækkun Evrópu- sambandsins. Árni sagði að ekki þyrfti að efast um að þegar stækkun Evrópusambandsins yrði orðin að veruleika mundu menn strax taka uppfærslu EES-samningsins fyrir á nýjan leik. Sagðist Árni vera þeirra skoðunar að endurnýjun samnings um Evrópska efnahagssvæðið yrði mesta áskorunin á sviði utanríkis- mála Íslendinga á næstu árum. „Árið 2001 tók Framsóknarflokk- urinn þá afstöðu að samband Ís- lands við Evrópusambandið ætti að byggjast á grundvelli EES-samn- ingsins ef upphafleg markmið hans stæðu óhögguð. Ef þau gerðu það ekki þyrfti að leita eftir uppfærslu á EES-samningnum og tækist það ekki ætti Ísland að íhuga að sækja um aðild að sambandinu,“ sagði Árni. Félagsmálaráðherra um breytingar á ESB og áhrif þeirra á EES Endurnýjun EES eða sambandsaðild BUSAVÍGSLA fór fram í Mennta- skólanum í Reykjavík í gær, en þar eru nýnemar tolleraðir af eldri nemum samkvæmt gamalli hefð í skólanum. Vígslan gekk mjög vel fyrir sig, en hefðbundinn klæðnaður 6. bekkinga, „toga“-kuflar úr lökum, reyndust ekki skjólgóðir í nöprum haustkuldanum, segir Erna Kristín Blöndal, inspector scholae. „Það var rosalega kalt, við vorum á lök- unum einum saman, en þetta gekk rosalega vel.“ Hún segir hefðina mjög jákvæða og hún skilji eftir sig góðar minningar hjá bæði ný- nemum og eldri nemum. Erna seg- ir tolleringuna vera vel til þess fallna að hreinsa busana: „Nú eru þau hætt að vera busar og orðin nýnemar.“ Morgunblaðið/Ásdís Busarnir teknir í raðir MR-inga AÐGENGI fatlaðra var yfirskrift gærdagsins í Evrópsku samgöngu- vikunni sem hélt áfram í gær, en tals- verðar úrbætur hafa verið gerðar á aðgengi fatlaðra í Reykjavíkurborg undanfarið, einkum við að fella niður gangstéttarbrúnir í eldri hverfum borgarinnar. „Það má halda því fram að úrbæt- ur á aðgengi í borginni séu öllum til hagsbóta,“ segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabanda- lags Íslands. „Skáar á gangstéttum koma t.d. fólki í hjólastólum vel, ásamt þeim sem eru með barnavagna eða kerrur.“ Arnþór bendir einnig á að talsverðar úrbætur hafa verið gerðar á umferðarljósum borgarinn- ar og þar sé verið að fjölga ljósum með hljóðmerkjum víða í borginni, og að samráði yfirvalda við hagsmuna- félög beri að taka fagnandi. Markvisst er unnið við að endur- bæta eldri gönguleiðir, t.d. með því að setja skáa á gangstéttir, segir Sig- urður Skarphéðinsson, gatnamála- stjóri í Reykjavík. „Þessu höfum við reynt að forgangsraða í samvinnu við Sjálfsbjörg.“ Einnig eru þarfir fatl- aðra teknar með í reikninginn þegar nýjar göngubrautir eru lagðar. Þá má nefna upphleyptar rauðar línur þvert á gangstéttina þegar kemur að gatnamótum, sem auðvelda blindum sem nota hvíta stafinn að átta sig á umhverfinu. Mætti nota fleiri skæra liti „Það sem okkur finnst þó að betur mætti fara er t.d. að það mætti nota fleiri liti á gangstéttum til að afmarka aðkomu að göngubrautum betur en gert er í dag,“ segir Arnþór. Ef að- dragandinn að gangstéttunum væri í öðruvísi lit en gangstéttin sjálf myndi það auðvelda sjónskertum mjög lífið, segir hann. Annað hagsmunamál sjónskertra sem mætti skoða að mati Arnþórs er að mála ljósastaura og skiltastaura í áberandi lit, t.d. skærgulum, svo að þeir verði meira áberandi. „Fjöl- breytni í litavali og notkun skærra lita hjálpar vel þeim sem eru sjón- daprir.“ Arnþór segir að þótt það sé góðra gjalda vert að vinna í aðgengismálum megi alltaf gera betur: „Úrbætur í málefnum fótgangandi og hjólreiða- manna þyrftu að gerast hraðar held- ur en verið hefur á undanförnum ár- um og leggja þarf meiri áherslu á merkingar á göngustígum.“ Þegar horft er til framtíðar segir Arnþór að íhuga ætti vandlega að að- skilja meira umferð hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda, og segir það talsvert hagsmunamál fyrir fatlaða. Evrópska samgönguvikan heldur áfram Úrbætur á aðgengi koma öllum til góða DAGURINN í dag í Evrópsku sam- gönguvikunni ber yfirskriftina Vistakstur, en vistakstur snýst um að ökumenn geri sér grein fyrir því að tiltekið ökulag dregur úr eldsneytisnotkun og minnkar því mengun. „Vistaksturinn miðar að því að fólk verði meðvitaðra um aksturs- lag sitt, og aki þannig að það sé minni orkueyðsla og þá minni bensíneyðsla í leiðinni. Svo er það aukaafurðin sem er ekki lítil, og það er minni slysatíðni,“ segir Jó- hanna Magnúsdóttir, verkefnis- stjóri Evrópsku samgönguvik- unnar í Reykjavík. Vistakstur kynntur borgarbúum HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem dóttir héraðsdómara og sonur vitnis í málinu reyndust vera í hjú- skap. Vísaði Hæstiréttur málinu aftur heim í hérað. Dóminum þótti umrædd tengsl fólksins vera til þess fallin, að dómurinn hefði ekki yfirbragð fyllsta hlutleysis. Málið upphófst er kona stefndi Akureyrarbæ fyrir að hafa mismunað sér í launum á grundvelli kynferðis hennar. Héraðsdómur dæmdi Akureyr- arbæ sekan um brot á jafnréttislög- um og til að greiða konunni tæpar 4,8 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta. Akureyrarbær áfrýjaði málinu til hæstaréttar og krafðist þess að dómurinn yrði ómerktur. Krafan var byggð á því að héraðs- dómari hefði verið vanhæfur, annars vegar vegna tengsla sinna við eitt vitnið og hins vegar vegna setu í bæj- arstjórn Akureyrar og bæjarráði á þeim tíma sem ráðningarsamningar voru gerðir við konuna og þann starfsmann Akureyrarbæjar sem hún bar launakjör sín saman við í málinu. Báru ekki brigður á hæfi Í dómi Hæstaréttara kemur fram að konan og verjandi hennar hafi bent á það að lögmenn Akureyrarbæjar hafi ekki borið brigður á hæfi héraðs- dómara þegar málið var tekið fyrir af héraðsdómi. Málsatvik eru þau að konan tók ár- ið 1988 við stöðu deildarstjóra á Fé- lagsmálastofnun. Í dómi héraðsdóms er vitnað til könnunar Félagsvísinda- stofnunar frá 1998 sem konan óskaði eftir að framkvæmd yrði á launamál- um starfsmanna Akureyrarbæjar. Konan sagði fyrir dómi að í niðurstöð- um könnunarinnar kæmi fram að karlstjórnendur hjá Akureyrarbæ hefðu að meðaltali haft 15 sinnum hærri greiðslur en kvenstjórnendur vegna fastra aksturssamninga. Enn- fremur að konur hefðu verið með rúm 70% af launum karla, að karlar væru líklegri til að vera í stjórnunarstöðum, að nokkuð væri um hefðbundin karla- og kvennastörf og að konur í sam- bærilegum störfum á sambærilegum starfssviðum hefðu að meðaltali um 24% lægri laun en karlar. Dómur ómerktur vegna sambúðar vitnis og dóttur héraðsdómara LÖGREGLAN á Ísafirði rann- sakar enn íkveikjuna í Vestfjarða- göngunum á mánudag og leitar þeirra sem bera sök á henni. Mál- ið er litið alvarlegum augum af hálfu lögreglunnar. Að sögn kunnugra þarf ekki mikið bál í jarðgöngum til að leiða af sér mjög hættulegt ástand. Göngun- um var lokað síðdegis á mánudag þegar kviknaði í og byrjaði lög- reglan að safna upplýsingum um mannaferðir í göngunum. Mikill reykur myndaðist og var sjúkra- lið og slökkvilið Ísafjarðar kallað út vegna málsins. Brennu- varga enn leitað ÞRÍR menn voru handteknir af lögreglunni á Selfossi seinnipart dags á þriðjudag vegna meints fíkniefnabrots. Einn mannanna var stöðvaður við akstur vegna gruns um að hann hefði fíkniefni í fórum sínum, en hinir mennirnir tveir í kjölfar húsleitar á heimili manns sem talinn var tengjast hinum handtekna. Játuðu að eiga efnin Við húsleitina fundust um 160 grömm af hassi og nokkur grömm af hvítu efni. Einnig fannst um- talsverð peningaupphæð sem talin er tengjast fíkniefnaviðskiptun- um. Smáræði af hassi fannst einn- ig á dvalarstað eins mannanna. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir og játuðu að eiga efnin. Málið telst upplýst og var mönnunum þremur sleppt að loknum yfir- heyrslum. Fann tals- vert magn fíkniefna Lögreglan á Selfossi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.