Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 15 Bláu húsunum Faxafeni • Sími 553 6622 • www.hjortur.is Opið föstudag 11-18 laugardag 11-16 30% AF ÖLLUM VÖRUM VIÐ FLYTJUM... HETTUAPAR virðast gera sér grein fyrir því hvort verið sé að mismuna einstaklingum í hópnum og svindla á sumum. Kom þetta fram í rannsókn sem gerð var hjá sérstakri aparannsóknarstofnun við Emory-háskóla í Atlanta í Bandaríkjunum. Að sögn Newsday bregðast hettuapaynjur hart við og sýna greinilega vanþóknun sína en karlöpunum virðist vera sama og sýna engin viðbrögð. Á næstunni verður kannað hvort simpansar, sem eru mun skyldari manninum, haga sér á sama hátt og hettu- aparnir. Hettuapar eru þekktir meðal vís- indamanna fyrir þróað samfélag sitt sem byggist á samstarfi. Í hverjum undirhóp í samfélaginu er einn karl sem er leiðtogi auk þriggja til sex kvendýra og af- kvæma þeirra. Tvær apynjur í apaflokknum fengu eina steinvölu hvor úr hendi rannsóknarmannsins. Þegar þær skiluðu honum völunni fengu þær sneið af gúrku að launum. Fór svo að þær skiluðu völunni í 95% til- fella. En þegar önnur apynjan fékk freistandi greipaldin í staðinn fyrir gúrku lækkaði skilatíðnin í 60% vegna þess að hin neitaði oft að taka við gúrkunni, tók hana og fleygði henni burt eða lét annan apa hafa sneiðina. Tilrauninni var síðan breytt þannig að önnur apynj- an fékk greip án þess að þurfa að gera nokkuð í staðinn – og þá lækk- aði skilatíðnin í 20%. Þegar hin apynjan tók eftir ósamkvæmninni milli þess sem hún lagði á sig og umbuninni, sem var engin, neitaði hún stundum að láta steinvöluna af hendi. Gerðar voru tilraunir með fimm pör af apynjum og voru niðurstöð- urnar mjög svipaðar en þær voru kynntar í tímaritinu Nature. Frans de Waal, prófessor í atferl- isfræði apa, og Sarah Brosnan, sem er háskólanemi, gerðu rannsókn- ina. Karlaparnir haga sér öðruvísi Þegar kannað var hvernig karl- aparnir brygðust við urðu niður- stöðurnar allt aðrar. Er talið að ástæðan sé að fullvaxnir karlapar búa ekki saman í hópum og hafa því ekki reynslu af samstarfi. „Apynjurnar eru ósáttar við að einhverjum sé hyglað sérstaklega,“ sagði Brosnan, „á sama hátt og við myndum ekki vera ánægð með að einhver fengi hærri laun fyrir jafn mikið vinnuframlag eða meiri pen- inga fyrir minni vinnu.“ Apynjurnar sem ekki fengu greip virtust ekki ásaka hinar sem betur var gert við heldur hunsuðu þær Brosnan. „Þær vissu að ég átti sök á misréttinu,“ sagði hún. Vísinda- mennirnir segja að tilraunirnar séu þáttur í rannsóknum á þróun í átt til félagslegs réttlætis. Robert Frank, sem er prófessor í hagfræði við Cornell-háskóla, seg- ist aldrei áður hafa heyrt um dýra- tilraun þar sem „einhver hafni til- boði á þeirri forsendu að það sé ekki nógu gott“, hegðun sem mörg dæmi séu um hjá mönnum. Brosnan segir að sú hegðun manna að láta einhvern annan njóta umbunar ef hún þyki ekki nógu freistandi hafi lengi valdið vís- indamönnum heilabrotum og ekki síst þeim hagfræðingum sem hafi fullyrt að allar hagfræðilegar ákvarðanir manna séu byggðar á skynseminni. „Niðurstöður rannsókna okkar á prímötum [æðri skynsemdarverum] benda til þess að tilfinningin fyrir sanngirni leiki mikilvægt hlutverk í slíkum ákvörðunum,“ segir hún. Apynjur krefjast réttlætis Hettuapar lifa í hópum í fjalllendisskógum í Mið-Ameríku. Þeir geta orðið allt að fjögur kíló að þyngd og um hálfur metri að hæð. ’ Þær vissu að ég átti sök á misréttinu. ‘ Hettuapynjur reiðast ef þeim er mismunað en karlarnir kæra sig kollótta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.