Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 37 Bændaskólann á Hvanneyri. Í jóla- leyfi sínu þaðan fór hann ásamt vini sínum fótgangandi heim með pjönkur sínar á bakinu. Tók ferðin þá þrjá daga í frosti og snjó. Eftir nám á Hvanneyri kenndi Gunnar við gamla barnaskólann sinn, Heydalsárskóla. Þótti hann góður kennari og fann upp á ýmsu til að vekja áhuga nemenda sinna á um- hverfi sínu. Eitt skipti fór hann með börnin í skólaferðalag. Farið var til Grímseyjar á Steingrímsfirði á tveim- ur árabátum. Reri Gunnar ásamt vini sínum öðrum bátnum og aðrir tveir voru fengnir til að róa hinum bátnum. Ferðin gekk vel en dýrmætur var farmurinn í bátkoppunum. Gunnar hafði ætíð yndi af tónlist. Hann náði í orgelið sitt á árabát svo hann gæti kennt söng við Heydalsárskólann. Var það mikill viðburður er ómar org- elsins bárust um skólann. Sigurlaugu konu sína fann hann í Hrútafirðinum. Giftu þau sig 1934 og hefðu þau átt 70 ára brúðkaupsaf- mæli á næsta ári. Gunnari var falið 1937 að vera kaupfélagsstjóri á Skagaströnd. Á þeim tíma var fátækt mikil og margir leituðu til kaupfélagsins í nauðum sínum. Það var því oft erfitt hlutskipti að taka réttar ákvarðanir. Gunnar og Sigurlaug bjuggu á Skagaströnd í 18 ár og þarna bættist í hópinn drenghnokki sem var þeirra sólargeisli æ síðan. Frá Skagaströnd lá leið þeirra að Bifröst í Borgarfirði er Gunnar varð yfirkennari við Samvinnuskólann. Þar naut fjölskyldan að eiga heima. Minningar um liðinn tíma svífur þar yfir vötnum. Það eru minningar um veiðiferðir, bátsferðir, gönguferð- ir, um hundinn Kát og samvistir við móður náttúru. Úr sveitasælunni fluttu þau í Vest- urbæinn. Gunnar varð starfsmaður hjá SÍS, síðar starfsmannastjóri og síðast skjalavörður. Því starfi gegndi hann fram að þeim tíma er hann hætti aldurs vegna. Þegar starfsævi lauk voru árar ekki lagðar í bát, síður en svo. Þá tók við félagsstarf aldr- aðra, kórstarf, sundlaugarferðir, grúskað í bókum, bók þýdd úr dönsku yfir á íslensku svo fátt eitt sé nefnt. Ævi Gunnars spannar nær heila öld. Framfarir sem í þjóðlífinu voru í fyrstu smáskref urðu að heljarstökk- um. Allt þetta lifði hann. Áttræður fékk hann sér tölvu. Voru afgreiðslumenn tölvubúðarinn- ar hissa á að svona fullorðinn maður væri að fá sér tölvu í fyrsta sinn. Á hana lærði hann síðan sjálfur og fannst slæmt að hafa ekki gert það fyrr. Síðasta spölinn hans urðum við samferða er ég varð tengdadóttir hans. Það var gaman að eiga afabörn- in hans því fram á síðasta dag gladdi ekkert hann meira en að sjá þau. Það var ekki háttur Gunnars að hafa mörg orð yfir hlutina og sýndi hann elsku sína með klappi á koll eða stroku um kinn. Þegar litið er yfir farinn veg er gott að hafa eytt ævi sinni eins og Gunnar Grímsson, „í sátt við Guð og menn“. Hafðu þökk fyrir allt. Þín tengda- dóttir, Steinunn Árnadóttir. Kær afi er farinn. Hann kemur aldrei aftur. En það er hægt að hugga sig við það að nú er hann á himnum hjá Guði og Tátu og fylgist með okk- ur. Árni, Sólveig og Margrét. Elsku afi og langafi. Ég sakna þín svo mikið. Takk fyrir að elska mig eins og ég elska þig. Takk fyrir allar minningarnar sem munu lifa í hjarta mér að eilífu. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér. En umfram allt: Takk fyrir að vera afi minn! Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guðbjörg og Gauti litli. Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Elsku amma, þessi bæn hefur fylgt okkur systkinunum frá því er þú kenndir okkur hana í æsku. Í hvert sinn sem við gistum hjá þér fórum við með hana í sameiningu fyr- ir háttinn og sváfum því vært nálægt þér. Þær eru ófáar stundirnar sem við dvöldum í húsinu þínu með stóra garðinum, Birkigrund 9a. Í eldhús- inu hljómaði ávallt útsending Rásar 1 og þú bauðst okkur upp á snúða með súkkulaði og mjólk. Í garðinum príl- uðum við í klifurtrjám og fengum reit til að rækta okkar eigin plöntur við hliðina á trénu sem var gróðursett þegar pabbi okkar fæddist. Alltaf máttum við leika okkur í kjallaranum þínum, sem í augum barna var fullur GUÐRÚN EINARSDÓTTIR ✝ Guðrún Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 4. septem- ber 1922. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. septem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 12. septem- ber. af leyndardómum og ævintýrum. Í heim- sóknum okkar tókstu oftar en ekki fram flétt- urnar þínar og barst þær saman við fléttur okkar systra til að sjá hvor okkar hefði hárlit- inn þinn. Við fengum víst aldrei fullkomlega úr því skorið – eigum við ekki bara að segja að hann hafi verið blanda af okkar beggja lit? Aldrei virtist þú þreytast á að leyfa okk- ur að spila á orgelið þitt, þó svo að kunnáttan hafi ekki verið mikil og flestir fullorðnir hefðu fyrir löngu gefist upp á okkur, en ekki þú amma, þolinmæði þín og jákvæðni var svo mikil og það var alltaf stutt í fallega brosið þitt. Það er svo skrýtið að þú sért farin elsku amma, en þú býrð ennþá í hjörtum okkar því við munum alltaf elska þig og muna. Það verður erfitt að venjast fjarveru þinni því við erum orðin svo vön því að hafa þig nálægt, sama hvort það er heima hjá þér í Birkigrund eða hjá okkur í Skóla- gerði. Við söknum þín meira en orð fá lýst en verðum nú að kveðja þig. Þín barnabörn, Bryndís, Guðrún Ragna og Þorsteinn Yngvabörn. Elsku Krissi minn. Ég, Sveinn og Inga Lára viljum þakka þér fyrir öll þau ár sem við erum búin að þekkja þig. Mér þótti alltaf vænt um þegar þú og Rúnar bróðir þinn voruð að róta í hárinu á mér og hrista og kalla mig systu. Það þótti mér vænt um. Þú skildir eftir þig lítinn gullmola, hann Aron Viðar sem við öll lítum eftir og hjálpum Erlu með. Það er mjög sárt að fá ekki að sjá þig aftur, en við þurfum ekki nema að horfa á Aron Viðar, svo líkir eruð þið. Þá rifjast upp fyrir mér hvernig þú leist út þegar ég kom í Garpsdal. Þá varstu eins árs, rauðhærður með KRISTJÁN VIÐAR HAFLIÐASON ✝ Kristján ViðarHafliðason fædd- ist í Reykjavík 2. júní 1973. Hann lést af slysförum 25. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garpsdalskirkju 30. ágúst. þessa fallegu lokka í hárinu. Krissi minn, nú ertu kominn í góðar hendur, guð hefur þurft mikið á þér að halda og ég veit að þú verður með þínu fólki núna í smala- mennskunni á næst- unni og verndar það. Ingibjörg, Hafliði, Haflína, Rúnar, Erla Björk og Aron, tengda- fólk, frændfólk og vinir. Mín fjölskylda vottar ykkur dýpstu samúð vegna fráfalls sonar, eiginmanns, frænda og vinar. Kolbrún, Sveinn og Inga Lára, Svarfhóli. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug á marga vegu við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS HELGA BENEDIKTSSONAR málarameistara, Norðurbyggð 3, Akureyri. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Pétur Guðjónsson, Einar Birgir Kristjánsson, Ásdís Sigurvinsdóttir, Steinlaug Kristjánsdóttir, Helgi Steingrímsson, Eygló Kristjánsdóttir, Hafsteinn Sigfússon og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN FREDERIKSEN, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 12. september, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 22. seðtember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á að láta hjúkrunarheimilið Skógarbæ njóta þess, sími 510 2100. Hilmar Björgvinsson, Rannveig Haraldsdóttir, Birna Björgvinsdóttir, Bjarni Stefánsson, Friðrik Björgvinsson, Sigrún Valsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Sigurður Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku bróðir og mágur, JÓN KÁRI JÓHANNSSON, til heimilis á Norðurgötu 60, Akureyri, áður til heimilis á Syðra Vatni, Skagafirði, lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sunnudaginn 7. september. Hjartans þakkir til lækna og starfsfólks lyfjadeildar 1 fyrir frábæra umönnun. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Soffía Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Hjálmar Sveinsson og þeirra fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför KRISTBJARGAR EINARSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á Grund fyrir góða umönnun og hlýju. Þórunn Benjamínsdóttir, Magnús K. Sigurjónsson, Eiríkur Benjamínsson, Einar Benjamínsson, Erla M. Indriðadóttir, Sólveig Benjamínsdóttir, Árni Páll Jóhannsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Gunnar Harðarson, barnabörn og langömmubörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður og dóttur, SALÓME J. JÓNSDÓTTUR frá Flateyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítala Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Grétar Arnbergsson, Ásdís Erla Grétarsdóttir, Jón S. Jónsson. Ástkærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur ást og samúð við útför ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HÖGNA JÓHANNSSONAR frá Bíldudal, Stífluseli 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítala sem sýndu okkur svo mikinn kær- leik á erfiðum tímum. Einnig Jóni Högnasyni hjartalækni, fyrir umhyggju og kærleik við Högna síðastliðin 16 ár. Guð blessi ykkur öll. Jóna Þorgeirsdóttir, Andrés Þorgeir Garðarsson, Hugrún Halldórsdóttir, Anna Högnadóttir, Eggert Bergsveinsson, Ólafur Jóhann Högnason, Særún Lísa Birgisdóttir, Salóme Högnadóttir, Gerald Martin, Unnur Högnadóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Arnbjörg Högnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.