Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 27

Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 27 STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) gerði stutt jafntefli við Curt Hansen (2.618) í lokaumferð Norðurlanda- mótsins í skák og hafnaði í þriðja sæti. Stórmeistarinn Helgi Ólafs- son (2.498) tapaði fyrir norska stórmeistaranum Einar Gausel (2.533) og hafnaði í 4.–5. sæti. Þeir Curt Hansen og sænski stórmeist- arinn Evgenij Agrest (2.605) urðu jafnir og efstir á mótinu og teljast því báðir Norðurlandameistarar. Úrslit elleftu og síðustu umferð- ar: Curt Hansen – Hannes Hlífar Stefánsson ½–½ Einar Gausel – Helgi Ólafsson 1–0 Evgenij Agrest – Flóvin Þór Næs 1–0 Heikki Kallio – Jonny Hector 1–0 Davor Palo – Kjetil A. Lie 0–1 Heikki Lehtinen – Lars Schandorff ½–½ Lokastaðan á mótinu: 1.–2. Curt Hansen, Evgenij Agrest 8 v. 3. Hannes Hlífar Stefánsson 7 v. 4.–5. Helgi Ólafsson, Jonny Hector 6 v. 6.–7. Davor Palo, Einar Gausel 5½ v. 8.–10. Heikki Lehtinen, Lars Schandorff og Heikki Kallio 5 v. 11. Kjetil A. Lie 4½ v. 12. Flóvin Þór Næs ½ v. Íslensku stórmeistararnir settu svo sannarlega svip sinn á mótið og framan af var allt útlit fyrir að þeir myndu gera harða atlögu að meist- aratitlinum. Þannig voru þeir einu taplausu keppendurnir eftir fimm umferðir. Hannes tapaði hins veg- ar í sjöttu umferð og Helgi í þeirri sjöundu. Hannes náði sér aftur á strik, án þess þó að komast al- mennilega í tæri við efsta sætið. Það sýnir hversu vel Helgi stóð að vígi eftir fyrri hluta mótsins, að þótt hann næði aðeins 1½ vinningi úr síðustu fimm umferðunum hreppti hann samt 4.–5. sætið og mun hækka á stigalista FIDE fyrir frammistöðuna líkt og Hannes. Rimaskóli hlaut bronsið á NM í skák Dagana 12.–14. september var haldið Norðurlandamót barna- skólasveita í skák. Mótið fór að þessu sinni fram í Finnlandi, nánar tiltekið í hafnarbænum Pori, 75.000 manna bæ á suðvestur- strönd Finnlands við mynni Kok- emánjoki. Fyrir Íslands hönd tók ung og efnileg skáksveit Rima- skóla í Grafarvogi þátt í Norður- landamótinu. Alls mættu sex sveit- ir frá öllum Norðurlöndunum til keppni, meistarasveitir frænd- þjóða okkar og tvær sveitir frá Finnlandi. Mótið var jafnt og spennandi frá upphafi og náði spennan hámarki í síðustu umferð þegar ljóst var að hver vinningur skipti máli varðandi verðlaunasæti. Ekki er hægt að segja annað en frumraun Rimaskóla í þessari keppni hafi tekist með ágætum því sveitin hlaut þriðja sætið og náði þar með bronsverðlaunum. Sænska sveitin reyndist sterkust, hlaut 15 vinninga, og sú danska kom þar á eftir með 13 vinninga. Sveit Rimaskóla fékk 9½ vinning sem dugði henni til að ná þriðja sætinu. Finnsku og norsku sveit- irnar fengu báðar 9 vinninga svo naumara gat það ekki verið. Styrk- leiki Rimaskóla var áberandi á fyrsta og öðru borði, en þar náðu þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Ingvar Ásbjörnsson 7½ vinning af 10, bestum árangri allra keppenda á þeim borðum. Sveit Rimaskóla var með yngsta lið keppninnar og yngsta þátttakandann, Hjörvar Stein sem tefldi á fyrsta borði. Hann gerði sér lítið fyrir og vann sterkasta skákmann mótsins, Sví- ann Nicolaj Zadruzny. Þetta reyndist eina tapskák Svíans. Ferðin til Pori í Finnlandi var mik- ið ævintýri fyrir strákana í Rima- skóla. Þeir ferðuðust langa leið í þremur áföngum áður en komið var til áfangastaðar. Þjálfari skák- sveitar Rimaskóla er Vigfús Vig- fússon og fararstjóri til Finnlands var skólastjórinn Helgi Árnason. Einnig fylgdu mæður drengjanna strákunum sínum á mótsstað og fylgdust stoltar með vasklegri framgöngu sveitarinnar. Ingvar Ásmundsson vann fyrstu skákina á EM öldunga Evrópumót öldunga er nú hafið í Saint-Vincent á Ítalíu. FIDE- meistarinn Ingvar Ásmundsson (2.321) teflir fyrir Íslands hönd. Hann hefur áður teflt á þessum mótum og náð mjög góðum ár- angri. Ingvar sigraði þýska skák- manninn Eugen Schmidt (1.966) í fyrstu umferð mótsins sem tefld var á miðvikudag. SKÁK Árósar, Danmörk SKÁKÞING NORÐURLANDA 2003 6.–17.9. 2003 Daði Örn Jónsson Sterkir strákar í skáklistinni og stoltar mæður. Sveit Rimaskóla fagnar góðum árangri í Finnlandi. Frá vinstri: Hjörvar Steinn Grétarsson, Egill Gautur Steingrímsson, Ingvar Ásbjörnsson og Sverrir Ásbjörnsson. Fyr- ir aftan sveitina standa Hjördís Birgisdóttir, Guðríður Birgisdóttir og Rósa Ingvarsdóttir, mæður drengjanna.Hannes Hlífar Stefánsson Helgi Ólafsson dadi@vks.is Evgenij Agrest og Curt Hansen Norður- landameistarar LÍKT og mörg önnur sveitarfélög glímir nýsam- einað sveitarfélag Stöðva- og Búðahrepps við erfiða skuldastöðu. Nú þegar gengið er til kosninga í því í fyrsta sinn er mikilvægt að hafa í huga að vel þarf að halda á málum og sýna festu og ábyrgð í fjármálastjórn- un sveitarfélagsins, um leið og við byggjum með markvissum hætti upp bætta þjónustu og sköpum ný tæki- færi til atvinnusóknar byggðanna. Það er grundvallaratriði að fjár- málum sveitarfélagsins verði stýrt af ábyrgð, en svigrúm sem skapast með sameiningu verði jafnframt nýtt til frekari uppbyggingar. Að stjórna með fólki S-listinn leggur mikla áherslu á lýðræðisleg vinnu- brögð og opna stjórnsýslu. Við viljum og ætlum að stjórna með fólkinu. Ein leið, sem hefur verið reynd til að láta íbúalýðræðið virka, er að halda íbúaþing. Til íbúaþings er efnt til að kalla eftir sjónarmiðum fólks í ýmsum málum sem brenna á íbúunum. Þá eru íbúaþing ákjósanlegur vettvangur fyrir mál sem ætla má að ágreiningur sé um. Á íbúaþingum móta menn tillögur um málin áður en til ákvörðunar kemur í sveitarstjórn, í stað þess að taka upp baráttu þegar allt er um garð gengið eins og mörg dæmi eru um. Samvinna og samábyrgð styrkja og efla þá innviði sem þroskavænlegt samfélag byggist á. Undirstaða fjölskylduvæns samfélags Við stjórn sveitarfélagsins er nauðsynlegt að hafa opin og lýðræðisleg vinnubrögð að markmiði. Íbú- arnir eiga að hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og fá upplýsingar um afgreiðslu mála í stjórnkerfinu. Sveitarstjórnarstigið er sá vettvangur sem best er til þess fallinn að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti í samfélaginu. Breytt og aukið hlutverk sveitarstjórna kallar á nýjar aðferðir við ákvarðanir og úrlausn mála. Það er skoðun Samfylkingarinnar og óháðra að íbúalýðræði sé ein meginundirstaða fjölskylduvæns samfélags og því viljum við efla það og nýta markvisst á næstu árum. Ábyrgð í fjármálum og íbúalýðræði Eftir Aðalheiði Birgisdóttur Höfundur skipar 2. sæti á S-lista í Búða- og Stöðvarhreppi. ÞAÐ VERÐUR lögð áhersla á að kynna og hvetja til vistvænna samgangna og hápunkturinn er bíllausi dagurinn 22.sept. Nú gefst tækifæri til að skilja bílinn eftir heima, ganga, hjóla eða nota strætó til daglegra sam- gangna. Í ágúst stóð Ísland á iði fyrir átaki sem nefndist „Hjólað í vinnuna“, það var keppni milli fyrirtækja og stofnana og tóku milli 40 og 50 fyrirtæki þátt í verkefninu. Keppt var í að hjóla sem flesta daga til vinnu og einnig í fjölda hjólaðra kílómetra. Alls hjólaði fólkið sem tók þátt í átakinu um 22.000 km og voru flestir sammála um að átakið hefði verið hvetjandi. Þeir sem hjóluðu stundum til vinnu hjóluðu alla daga þessa tilteknu viku og þeir sem höfðu hjólað aðra leið og höfðu tekið strætó hina hjóluðu nú báðar leiðir. Skemmtilegast var að heyra í fólki hvað það var fljótt að eflast og lét veðrið ekkert á sig fá. Á flestum vinnustöðum voru ein- hverjir sem höfðu hjólað til vinnu að staðaldri og drifu fleiri með sér þessa viku. Vegalengdirnar voru misjafnar, sumir komu ofan úr Mosfellsbæ eða fóru þangað og aðrir úr eða í Hafnarfjörð. Fullt af fólki fór einnig tiltölulega stutta vegalengd en flestir voru sammála um að bæta þyrfti samgöngur á milli sveitafélaga. Ekki hentar t.d öllum að fara sjávarstíginn sem liggur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur og hjóluðu flestir eft- ir vegaöxlunum sem þurftu að fara þar á milli. Sama er að segja um þá sem hjóluðu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þeir notuðu vegina milli sveitarfélaga. Í flest- um tilfellum en útivistarstígar, sem búið er að gera, innan hverfa. Þetta speglar í raun óskir okkar hjólreiðafólks undanfarin ár þar sem við höfum óskað eftir sam- gönguneti. Vildum við sjá stofnhjólavegi milli sveitarfélaga en hægt væri að nota útilvistarstígana sem verið er að byggja upp milli hverfa. Eins og staðan er í dag þá er byggð ekki orðin það þétt að hægt er að hafa stofnhjólavegi víðast hvar fjarri umferð þó að sumstaðar yrði að hafa umferð hjólandi og akandi samhliða. Hér speglast okkar helsta baráttumál, nefnilega hvort kemur á undan hænan eða eggið. Réttara sagt samgöngunet eða fólk sem notar það. Við höfum stundum líkt þessu við sundiðkun á Íslandi. Við Íslendingar montum okkur af því hve margir noti sund- laugarnar en hvað haldið þið að margir myndu iðka sund ef engar sundlaugar væru? Jú líklega væru nokkrir að svamla í sjónum sér til hressingar og væru taldir sérvitr- ingar. Sá hópur sem hjólar til vinnu fer ört stækkandi og á annatímum fer fjöldi hjólandi yfir 50 manns á klukkutíma á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar sem er sú tala sem miðað er við víða erlendis þegar hjólavegir eru lagðir. Gott er að hugsa dæmið þannig að annars væru um 40 fleiri bílar á klukkutímann ef við reiknum með að einhverjir færu með strætó en restin á bílum. Að lokum vil ég hvetja fólk til að hjóla til vinnu. það er gott fyrir fjárhag- inn, betra fyrir umhverfið en best fyrir heilsuna. Það má alltaf fara hægt af stað, hjóla tvisvar í viku og taka hjólið heim með strætó og smá-auka svo við sig. Maður finn- ur fyrir frábærri frelsistilfinningu á leið í vinnuna þar sem maður er knúinn áfram af eigin orku og maður eflist með hverjum deg- inum. Maður getur með góðri sam- visku sleppt leikfiminni því að maður reynir á líkama og lungun á leið til vinnu á hjólinu. Og alveg að lokum hvet ég fyrirtæki til að bæta aðstöðu hjólafólks fyrir utan hjá sér, setja grindur sem hægt er að læsa hjólunum við og mjög gjarnan þak yfir. Evrópska samgönguvikan 16.–22. september Eftir Öldu Jónsdóttur Höfundur er formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins. NÆSTKOMANDI laugardag er í fyrsta sinn gengið að kjörborði í nýju og sameinuðu sveitarfélagi Stöðvar- og Búða- hrepps. Það er bæði von mín og vissa að sameining sveitarfé- laganna verði til góðs og sé rétt á málum haldið opnar hún fjölda mögu- leika til markvissrar útrásar í at- vinnumálum byggðarlaganna. Tími sóknar á Suðurfjörðum Austurlands er hafinn og okkar að nýta tækifær- in sem stórframkvæmdir hér eystra skapa til að laða að fólk og fyrirtæki. Fjölgun fólks og fyrirtækja Í málefnaskrá Samfylkingarinnar og óháðra eru nefndar ýmsar til- lögur að markvissri sókn í atvinnu- málum. Á næstu árum skapast ný tækifæri sem okkur ber skylda til að nýta og byggja upp ný fyrirtæki við hlið þeirra grónu og traustu sem fyrir eru. Fjölgun íbúa og fyrirtækja er lykilatriði við uppbyggingu sveit- arfélagsins en til að hún eigi sér stað þarf að standa vel að kynningu á kostum sveitarfélagsins og staðsetn- ingu þess við hlið Reyðarfjarðar. Þegar göngin á milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar verða komin í gagnið eftir tvö ár blasa við kostir þess fyrir bæði fólk og þjón- ustufyrirtæki hvers konar að stað- setja sig í þessu sveitarfélagi. En þetta þarf að kynna markvisst og vera viðbúin hvað varðar skiplag, mögulegar skatta- og lóðaívilnanir og fleira. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Hér þarf að hefjast handa strax. Frumkvöðlasmiðja og fjöl- menningarsetur Margt annað má nefna til mögu- legrar uppbyggingar á nýjum tæki- færum í sveitarfélaginu. Ein hug- myndin sem við kynnum er að setja á laggirnar frumkvöðlasmiðju. Þar er ekki um að ræða fjárútlát eða beina styrki, heldur að skapa að- stöðu sem hugmyndaríkir ein- staklingar geta fengið og aðgang að ráðgjöf á meðan ný atvinnutækifæri eru að verða að veruleika. Með slíkri aðstöðu er án vafa hægt að fanga snjallar og arðvænlegar hugmyndir um leið og þær sem ekki ná að skjóta sprota í svörð fara ekki lengra en í hugmyndavinnu. Margt má til tína og möguleik- arnir margir. Ein leið til að skapa ný störf og bæta þjónustu í fjórð- ungnum er að beita okkur fyrir því að ríkisvaldið setji á stofn fjölmenn- ingarsetur á Austurlandi, líkt og gert er á Vestfjörðum, og visti það í okkar sveitarfélagi. Sameinað sveit- arfélag á að beita sér fyrir stofnun fjölmenningarseturs á Austurlandi, sem skapar störf, nauðsynlega fræðslu og auðveldar aðlögun nýrra Íslendinga að samfélaginu. Tækifærin eru næg. Það er okkar að láta þau verða að veruleika, hafa hugmyndaflug til að skapa ný og efla þannig mannlíf og samfélag í nýja sveitarfélaginu. Samfylkingin og óháðir eru tilbúin til þeirra starfa og við leggjum stefnumál okkar stolt í dóm kjósenda næsta laug- ardag. Það er ekki eftir neinu að bíða Eftir Sólrúnu Friðriksdóttur Höfundur skipar 4. sæti á S-lista í Búða- og Stöðvarhreppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.