Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLANDSBANKI hf. hefur samiðum kaup á 33% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. ogstefnir að því að eignast félagið allt og gera að dótturfélagi bankans. Bankinn kaupir hlutinn á genginu 37 en heildarhlutafé í Sjóvá-Almennum er 525 milljónir króna að nafnverði og má því gera ráð fyrir að Íslandsbanki greiði tæplega 6,5 milljarða fyrir þriðjungshlut- inn. Bankinn hyggst bjóða öðrum hlut- höfum sama verð fyrir sinn hlut en Sjóvá- Almennar er samkvæmt þessu verði met- ið á 19,4 milljarða króna og er það nokkru hærra verð en greiningardeildir bankanna meta félagið á. Meðal seljenda hlutabréfanna í Sjóvá eru bræðurnir Einar og Benedikt Sveins- synir, sem juku við eignarhluti sína í fé- laginu á miðvikudag með kaupum á 48,6 milljónum hluta á genginu 40. Kaupverð- ið nam því 1,95 milljörðum króna en mið- að við að þeir selji Íslandsbanka á geng- inu 37 nemur söluverðið 1,8 milljörðum. Tapið af þessum viðskiptum nemur því væntanlega um 150 milljónum króna. Þegar Einar Sveinsson var inntur eftir þessu á blaðamannafundi hjá Sjóvá-Al- mennum í gær svaraði hann: „Það er bara minn höfuðverkur.“ Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, sagði af þessu tilefni á fundinum: „Þetta var niðurstaðan, að kaupa þessa eign á þessu verði. Þá verða menn að tryggja einhverja aðra eign á einhverju öðru verði, það er bara þannig. Þetta var það verð sem við vorum tilbúnir til að borga.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir og þeirra fjölskyldur ætla sér að eiga um helming af söluandvirðinu af Íslandsbanki Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, kynntu í gæ eign sinni í Sjóvá-Almennum áfram í Ís- landsbanka. Helstu hluthafar í Sjóvá-Almennum miðað við hluthafalista miðvikudaginn 17. september eru auk Benedikts og Einars og félaga í þeirra eigu Burðarás (11,4%), Lífeyrissjóður verslunarmanna (5%) og Afl fjárfestingarfélag (4,9%). Hlutur Ís- landsbanka í félaginu var áður tæplega 1,2%. Greitt með bréfum í Íslandsbanka Íslandsbanki mun greiða fyrir bréfin í Sjóvá-Almennum með hlutabréfum í bankanum, annars vegar með þegar út- gefnum hlutabréfum og hins vegar nýjum hlutabréfum fyrir um 1.500 milljónir að nafnverði, en að sögn Bjarna liggur ekki fyrir verð á Íslandsbankabréfunum sem greitt verður með. Hins vegar sagði hann að skiptahlutfallið í verðmætamati félag- anna væri um það bil 26,5% á móti 73,5%. Samanlagt markaðsvirði félaganna fyrir viðskiptin var rúmlega 73 milljarðar króna en hlutir í Íslandsbanka eftir fyr- irhugaða hlutafjáraukningu verða alls 10,5 milljarðar talsins. Hlutafé í bank- anum þynnist því út um tæp 17%. Fram kom Sjóvár-Almen starfsmenn Í því væri um ræða þegar u fram að ek breytinga á við þessi kau Bjarni ben væri Íslandsb og svipaðar gerðar í þess þrjár ástæðu ætti að gang við að 100% að allir séu a er reynsla þe um, þá sérs mikil.“ Þriðja mikilvægasta ríkti á því að og nálgast þy við það. „Sö geta náð fra hliðinni en eð að bíða með þar um,“ sag Sjóvá-Alm Til tíðinda dró í viðskiptalífinu greint var frá því að Íslandsban um kaup á 33% eignarhlut í Sjó tryggingum hf. og stefndi að þv lagið allt. Gangi kaupin eftir ve banki stærsti banki lan „ÞETTA tilboð Íslandsbanka hf. leggst illa í okkur,“ segir í yfirlýsingu frá Þorsteini Vilhelmssyni, stjórnarformanni Afls – fjár- festingarfélags, sem á tæplega 5% hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., og Mar- geiri Péturssyni, stjórnarformanni fjár- festingarfélagsins Atorku hf., en Atorka á 4,5% hlut í Sjóvá. „Upplýsingagjöf varð- andi þetta fyrirhugaða tilboð er algerlega ófullnægjandi og það hefur ekki einu sinni komið opinberlega fram á hvaða skipti- gengi í Íslandsbanka tilboðið er gert.“ Afl og Atorka hafa þegar tryggt sér stuðning nokkurra annarra hluthafa til að hindra að Íslandsbanki geti komist yfir 90% eignarhlut í Sjóvá og þar með krafist innlausnar. „Við framkvæmdum ítarlega greiningu á íslenska vátryggingamarkaðn- um og fengum m.a. til þess erlendan ráð- gjafa. Við fjárfestum í Sjóvá á faglegum grundvelli og teljum við Sjóvá síst ofmetið á genginu 37. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár, sem er jafnframt varaformaður Koma í veg fyri Þorsteinn Vilhelmsson UMSKIPTI Í VIÐSKIPTALÍFI Í gær urðu mikil umskipti áeignarhaldi nokkurra lykilfyr-irtækja í íslenzku viðskipta- og atvinnulífi. Meginlínan í þeim um- skiptum er sú, að fyrirtæki, sem áð- ur tengdust þeirri fyrirtækjasam- steypu, sem Eimskipafélag Íslands hefur verið kjarninn í, skiptast upp á milli Íslandsbanka og Lands- banka. Íslandsbanki eignast stóran hlut í Sjóvá-Almennum, verður á ný ráð- andi aðili í Straumi og þar með lyk- ilaðili í Flugleiðum. Landsbanki eignast stóran hlut í Eimskipafélagi Íslands og þar með í Burðarási, Brimi hf. og SH svo og nokkrum öðrum fyrirtækjum svo sem Marel. Helztu eigendur Sjóvár-Al- mennra, bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, fjölskyldur þeirra og tengdir aðilar geta í þess- um viðskiptum orðið sterkir hlut- hafar í Íslandsbanka, þótt ekki sé ljóst hver áform þeirra eru í þeim efnum. Þessi framvinda mála kemur ekki á óvart. Það hefur verið fyrirsjáan- legt um skeið, að umskipti yrðu á þessum vettvangi, þótt ekki hafi orðið ljóst fyrr en í gær á hvern veg þau yrðu. Í viðskiptapólitísku og þjóð- félagslegu samhengi hafa þessar breytingar á eignarhaldi umræddra fyrirtækja ekki verulegar breyting- ar í för með sér. Hvor bankinn um sig, Íslandsbanki og Landsbanki, verða öflugri þátttakendur í við- skiptalífinu en áður. Gera má ráð fyrir breytingum á vettvangi fyr- irtækjanna, sem við sögu koma, sem geta stuðlað að árangursríkari rekstri. Tvennt er hins vegar umhugs- unarefni í þessu sambandi. Í fyrsta lagi hin umfangsmikla aðkoma banka að fyrirtækjum sem eign- araðilar að þeim. Um álitamál í því sambandi var fjallað í fréttaskýr- ingu í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í gær. Í forystugrein Morg- unblaðsins hinn 26. ágúst sl. sagði m.a.: „Í Þýzkalandi eftirstríðsár- anna mótaðist viðskiptalífið smátt og smátt á þann veg, að stærstu bankarnir í Þýzkalandi urðu jafn- framt stórir hluthafar í stórum fyr- irtækjum þar í landi. Fyrir all- mörgum árum hófust umræður í Þýzkalandi um að þessi víðtæka að- ild þýzkra banka að iðnfyrirtækjum og öðrum viðskiptafyrirtækjum kynni að vera byrjuð að há fyr- irtækjum. Bankarnir sætu beggja vegna borðs sem viðskiptabankar og lánardrottnar fyrirtækjanna en jafnframt hluthafar. Spurt var, hvort það væri alveg öruggt að þeir, sem hluthafar í fyrirtækjum, tækju afstöðu á vettvangi þeirra í samræmi við hagsmuni hluthafa, sem væntanlega fara oftast saman við hagsmuni bankanna en ekki endilega alltaf.“ Nú er alveg ljóst að sé litið á eignaraðild íslenzkra banka að ein- stökum fyrirtækjum, sem hlutfall af heildareignum þeirra, er ekki um hátt hlutfall að ræða. Slíkar tölur segja þó ekki nema takmarkaða sögu. Verði bankar til frambúðar í hópi stærstu eigenda nokkurra öfl- ugustu fyrirtækja landsmanna er tímabært að ræða í alvöru, hvort slík þróun sé æskileg. Í öðru lagi er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þróun hlutabréfa- markaðarins á Íslandi. Verð hluta- bréfa hefur hækkað mjög að und- anförnu. Öllum er ljóst að sú hækkun endurspeglar ekki svo mik- inn bata í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Hækkun á verði hluta- bréfa er fyrst og fremst til marks um kapphlaup viðskiptasamsteypa um hlutabréf í nokkrum helztu fyr- irtækjum landsins. Þá fer ekki á milli mála, að hluta- bréfamarkaðurinn hefur veikzt mjög. Fyrirtæki hafa verið tekin af markaði. Sennilega er þeirri þróun ekki lokið. Stórir aðilar eru orðnir svo stórir í einstökum skráðum hlutafélögum að litlir hluthafar telja sig eiga lítið erindi inn á þann markað. Hlutabréfamarkaðurinn, sem vettvangur fyrir almenning í land- inu til þess að ávaxta fé sitt, er ekki upp á marga fiska um þessar mund- ir. Að mörgu leyti er hlutabréfa- markaðurinn að snúast upp í and- hverfu sína, að minnsta kosti ef tekið er mið af málflutningi og hug- sjónum þeirra manna, sem í árdaga börðust fyrir því að hlutabréfa- markaður yrði að veruleika hér til þess að tryggja auðstjórn almenn- ings. Þær sviptingar, sem eru í við- skiptalífinu og hafa verið undanfar- in misseri, eru ekki líklegar til að auka traust fólksins í landinu á fyr- irtækjunum eða lögmálum hins frjálsa markaðar. Þeir sem eru um- svifamestir á þessum markaði bera mikla ábyrgð og verða að gæta að sér. Íslenzka þjóðin kann því illa ef of miklar eignir safnast á of fáar hendur. Um þessi sjónarmið hefur Morg- unblaðið fjallað ítarlega um langt árabil en alveg sérstaklega í síðasta rúman áratug. Hið jákvæða við þróunina nú er að öflugum viðskiptasamsteypum er frekar að fjölga en fækka. Það er betra að þær séu fleiri en færri og líklegt til að skapa meira jafnvægi en ella á milli aðila. Nú má vel vera, að þessar áhyggjur séu ástæðulausar. Nauð- synlegt hafi verið að bankarnir kæmu inn í fyrirtækin til þess að tryggja ákveðnar breytingar og til- tekna þróun. Þeir muni líta á eign- arhald sitt sem skammtímafjárfest- ingu og selja hlut sinn í fyrir- tækjunum á nýjan leik. Slík hlutabréfasala verði til þess að örva hlutabréfaviðskipti á nýjan leik. Vonandi verður framvinda mála á þann veg. Stór fyrirtæki hafa mikil áhrif bæði hérlendis og erlendis á um- hverfi sitt, ekki bara á þeim mark- aði, sem þau starfa á. Þess vegna er ekki hægt að líta á sviptingar í við- skiptalífinu á þann veg að um ein- angruð átök sé að ræða. Þau hafa víðtæk áhrif út í þjóðfélagið og því full ástæða til að hinn almenni borgari fylgist vel með því, sem er að gerast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.