Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINKASONURINN fer aðra leið ílífi sínu en foreldrarnir höfðu séðfyrir sér. Hann elskar annan karl-mann, vill búa með honum og njóta hans. Hvernig á að taka þessu? Af opn- um huga, auðvitað! Sýna umburðarlyndi og samkennd. Samt spyrja foreldrarnir bæði upphátt og í hljóði: Af hverju þarf sonur minn endilega að vera hommi? Er þetta kannski mér að kenna? Og hvað er ég þá? Hver er ég? Þannig hljóðar kynning Þjóðleikhússins á Pabbastrák, nýju leikriti Hávars Sigurjóns- sonar, sem verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20.00. Þetta er fyrsta leikrit Hávars sem Þjóð- leikhúsið tekur til sýninga, en fyrir tveimur árum frumsýndi Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör leikrit hans Englabörn, sem vakti mikla athygli. Leikstjóri Engla- barna var Hilmar Jónsson, og hann er aftur við stjórnvölinn í Pabbastrák. „Þetta er fjölskyldusaga um margt. Sagan hleypur yfir nokkurn tíma og verkið þannig upp byggt að tími og rúm renna saman, þannig að við fáum glefsur úr lífi og sam- skiptum þessa fólks. Við sjáum samskipti eig- inmannsins og eiginkonunnar; – þau eiga son sem eignast kærasta, og fáum að fylgjast með atburðarás í fjölskyldunni með smá- myndum. Þegar upp er staðið höfum við nokkuð heillega mynd af tímabili í lífi þess- arar fjölskyldu. Þetta er skemmtilega raunsæisleg sýn á samskipti fólks og trúverð- ug lýsing á atburðarás innan veggja heimilis einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu, eða bara hvar sem er. Þetta er frábært leikverk og hægt að fá mörg svör við því um hvað það er,“ segir Hilmar. Hann segir Pabbastrák ekki endilega snú- ast um samkynhneigð, þótt verkið komi vissulega inn á þann þátt mannlegra kennda. „Það komu unglingar á æfingu hjá okkur í fyrradag, og þá áttaði ég mig á því hvað verkið snýst í raun mikið um samskipti for- eldra og barna. Það virðist allt vera að fara í mola hjá hjónunum, þau hafa misst hvort af öðru í hjónabandinu, og þegar í harðbakkann slær hafa þau ekki hvort annað að styðjast við í þeim vandamálum sem upp koma.“ Eðlilegt skref fram á við Hilmar segist vel greina ákveðin höf- undareinkenni Hávars Sigurjónssonar eftir að hafa sett upp tvö stærstu verk hans. „Verkin eiga það sameiginlegt að vera fljót- andi í tíma og rúmi og það finnst mér mjög góð inspírasjón fyrir leikuppsetningu. Bæði eru fjölskylduleikrit, þótt fjölskyldurnar séu ólíkar – þetta er allt íslenskt fólk – fólk sem við þekkjum. Maður þekkir Hávar líka af díalógnum – samræðunni. Mér finnst Pabba- strákur eðlilegt skref fram á við frá Engla- börnum, sem þó var mjög flott sem fyrsta verk höfundar.“ Sviðsmynd verksins er óvenjuleg, og rýmið á Litla sviðinu nýtt til fullnustu. Hver per- sónanna fjögurra á sinn skáp fyrir miðjum vegg; áhorfendur sitja upp við veggina á milli þeirra og allt gólfplássið er undir fyrir leik- inn. Skápar hafa mjög ákveðna málfarslega skírskotun þegar samkynhneigð er annars vegar og þegar línurnar milli skápanna sker- ast, skapast kross. Finnur Arnar Arnarsson er höfundur leikmyndarinnar. Hilmar segir að þeir Finnur hafi lagt hausinn í bleyti um hvernig sniðugast væri að útfæra verkið, enda vilji hann að hver uppsetning sé einstök og sérstök. „Maður reynir auðvitað að búa hverju verki þann ramma sem manni þykir best henta, en hvort það er einhver symból- ismi í því eða ekki áttar maður sig kannski ekki á fyrr en á seinni stigum – og jafnvel aðrir betri en maður sjálfur að lesa í hann. Við höfðum enga löngun til að skapa íbúð á sviðinu, enda litlir arkitektar. En það er gam- an hvað Litla sviðið verður öðru vísi fyrir vik- ið og rýmið skemmtilega nýtt, – sem er markmið í sjálfu sér.“ Leikendur í Pabba- strák eru fjórir. Ívar Örn Sverrisson þreytir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í hlutverki sonarins; Atli Rafn Sigurðarson er vinur hans, en Valdimar Örn Flygenring og Edda Heiðrún Backman eru hjónin. Tónlistina við Pabbastrák samdi Jóhann Jóhannsson, en hann samdi líka tón- listina við Englabörn sem hefur notið mikilla vinælda bæði hér heima og erlendis eftir að hún var gefin út á geisladiski. Hávar Sigurjónsson er kunnur fyrir störf sín við leikhús og fjölmiðla. Hann lauk meist- aranámi í leikstjórn og leikhúsfræðum í Bret- landi og hefur verið mikilvirkur leikstjóri á sviði, í útvarpi og sjónvarpi. Hávar var um skeið fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið en meðal leikstjórnarverkefna hans þar eru leikgerð hans eftir sögu Vigdísar Gríms- dóttur, Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón, sem var opnunarsýning Smíðaverkstæðisins, Gauks- hreiðrið og Taktu lagið, Lóa. Hávar hefur starfað sem leiklistarráðunautur hjá Út- varpsleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu og þýtt leikrit fyrir svið og útvarp, auk þess sem hann hefur samið nokkur útvarpsleikrit og sjónvarpsleikrit. Hávar hefur löngum starfað við fjölmiðla og er nú blaðamaður á Morg- unblaðinu. Hann hefur skrifað talsvert um leiklist og leikhúsmál, í blöð, tímarit og upp- lýsingarit um leiklist. Leikritið Englabörn hefur verið flutt í svið- settum leiklestrum á leiklistarhátíðum víða um heim frá frumsýningunni í Hafnarfirði í hitteðfyrra, meðal annars í Soho-leikhúsinu í London og við Schaubühne-leikhúsið í Berlín. Það verður frumsýnt í nýrri uppfærslu við Borgarleikhúsið í Göttingen í Þýskalandi nú í lok september. Leikfélag Sauðárkróks frum- flutti gamanleik Hávars, Ertu hálf-dán?, á Sæluviku Skagfirðinga síðastliðið vor. eftir Hávar Sigurjónsson. Leikstjórn: Hilmar Jónsson. Sviðsmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Lýsing: Kjartan Þórisson. Búningar: Finnur Arnar Arnarsson og Margrét Sigurðardóttir. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Leikarar: Ívar Sverrisson, Atli Rafn Sig- urðarson, Valdimar Örn Flygenring og Edda Heiðrún Backman. Pabbastrákur begga@mbl.is „Þetta er allt fólk sem við þekkjum“ Morgunblaðið/Kristinn Edda Heiðrún Backman, Atli Rafn Sigurðarson og Valdimar Örn Flygenring í Pabbastrák. Sonurinn og kærastinn. Ívar Sverrisson og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum. Nýtt íslenskt leikrit, Pabbastrákur, eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Bergþóra Jónsdóttir hitti leikstjórann, Hilmar Jónsson, að máli. ÞJÓÐHETJA Frakka, Jeanne D’Arc, eða Jóhanna af Örk eins og hún hefur verið nefnd upp á ís- lensku, hefur orðið fjölmörgum skáldum að yrkisefni. Meðal leik- ritahöfunda sem hafa skrifað leik- rit byggð á æviatriðum hennar eða innblásin af henni eru jafn ólíkir höfundar og Schiller, George Bern- ard Shaw, Bertolt Brecht og Jean Anouilh. Hún hefur einnig verið vinsælt viðfangsefni kvikmynda- leikstjóra, allt frá hinum danska Carl Dreyer til nú síðast hins franska Luc Besson. Ólöf Sverrisdóttir nálgast per- sónu Jóhönnu af Örk á allt annan hátt en ofangreindir karlmenn. Hún reynir að gefa áhorfendum tækifæri til að nálgast persónuna innanfrá með því að túlka hana blátt áfram með ein- lægnina að vopni og forðast allar málalengingar, hvað þá utanað- komandi skilgrein- ingar eins og dýr- ling, hetju, píslar- vott, norn. Hún bregður upp at- hyglisverðri svip- mynd af innri veruleika persón- unnar og hve raunveruleg utan- aðkomandi áreiti koma flatt upp á Jóhönnu á sama tíma og hún fagn- ar þeim sýnum/ ranghugmyndum sem hún upplifir í einrúmi. Ólöf tekur mið af kenningum pólska leikhúsfrömuðarins Jerzys Grotowskys í þessari sýningu og leggur sig alla fram. Það er greini- legt að hún hefur lært mikið af ný- legri námsdvöl í Englandi, hún lifir sig sterkt inn í persónuna og nær vel að miðla tilfinningum hennar til áhorfenda. Jerri Daboo leikstýrði ensku sýningunni sem Ólöf Sverr- isdóttir vann sem meistaraverkefni í leiklist en Ólöf Ingólfsdóttir leik- stýrir sýningunni hér á landi og sér þess merki í mýkt hreyfinga leikarans og hve létt hún á með að bregða fyrir sig danssporum. Sviðið er nær autt ef undanskilið er krossmark í bakgrunni, sem leikarinn hlutar svo niður í vopna- leit. Þessar athafnir við krossmark- ið/píningarstaurinn setja sterkan táknrænan svip á sýninguna, marka þáttaskil og ljá henni form. Umfangsmikil notkun ljósanna í þessu auða rými er allt að því grimmdarleg, leikarinn stendur sérstaklega varnarlaus í öflugri ljóskeilunni. Auk þess að leita í smiðju franska skáldsins Anouilh og í sýn- ir miðaldakvenna semur Ólöf text- ann frá eigin brjósti. Þetta er veik- asti punktur sýningarinnar, hvorki þýddur né frumsaminn texti stenst samanburð við leikstíl hennar eða tónlistina, en Einhorn samdi „Voices of Light“ eftir að hafa séð kvikmynd Carls Dreyers um Jó- hönnu af Örk. Textinn er of ein- faldur, flatneskja hans verður hjá- kátleg í samanburði við tilþrifin á sviðinu og stórbrotinn tónvefinn. Sýningin er stutt, aðeins rétt rúm- ur hálfur tími, en það nægir til að ná fram ætlunarverki Ólafar Sverr- isdóttur: að hægt sé að veita áhorf- endum nýja sýn inn í sálarlíf Jó- hönnu frá Örk og um leið taka nýja stefnu bæði sem höfundur og leik- ari. Með einlægnina að vopni LEIKLIST Furðuleikhúsið í Tjarnarbíói Höfundur: Ólöf Sverrisdóttir, sem byggir að hluta á broti úr Lævirkjanum (L’Alou- ette), leikriti Jean Anouilh, og textum úr bókinni „Medieval Women’s Visionary Litterature“ sem safnað var af Elizabeth Alvilda Petroff. Höfundar tónlistar: Bill Douglas og Richard Einhorn. Leikstjórn og hreyfingar: Ólöf Ingólfsdóttir og Jerri Daboo. Ljósahönnun: Móeiður Helgadótt- ir. Leikari: Ólöf Sverrisdóttir. Sunnudagur 14. september. ELDURINN Ólöf Sverrisdóttir í hlutverki Jóhönnu af Örk. Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Þorkell Gallerí Skuggi Sýningu Kristins Pálmason- ar lýkur á sunnudag. Galleríið er opið fimmtudag til sunnudags kl. 13–17. Sýningum lýkur STEINLAUG Sigurjónsdóttir opn- ar myndlistarsýningu í Félagsstarfi Gerðubergs í dag kl. 16.00. Félagar úr Tónhorninu og Gerðu- bergskórinn, undir stjórn Kjartans Ólafssonar, syngja og leika við opn- unina. Steinlaug Sigurjónsdóttir er fædd 1935. Hún hefur sótt nokkur nám- skeið í vatnslitamálun og akrílmálun og tekið þátt í nokkrum samsýn- inugm. Á sýningunni sem er önnur einkasýning Steinlaugar verða að mestu sýndar vatnslitamyndir. Sýningin stendur fram í nóvember 2003. Opnunartímar sýningarinnar: mán.–föst. kl. 10–17. og lau.–sunnud. 13–16. Steinlaug sýnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.