Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 34

Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eiríkur Elissonfæddist á Hall- freðarstöðum í Hróarstungu 3. ágúst 1938. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 10. sept- ember sl. Foreldrar Eiríks voru Aníta Sigur- björnsdóttir frá Litla-Steinsvaði, f. 27.11. 1911, látin 22.10. 1972, og Hall- dór Guðlaugur Elis Eiríksson frá Hallfreðarstöðum, f. 20.10. 1909, látinn 18.6. 2001. Ei- ríkur var elstur fimm bræðra, næstir honum í aldursröð eru Pét- ur Reynir, fæddur 5.11. 1940; Unnar Hallfreður, fæddur 2.6. 1948; tvíburabræðurnir Helgi Rúnar og Jón Steinar, fæddir 26.9. 1956. Eftirlifandi kona Eiríks er Ingi- gerður Benediktsdóttir frá Ás- garði, Vallahreppi, f. 31.3. 1944, þau giftust 4. september 1965. Foreldrar hennar eru Þuríður Eiríkur vann ýmis störf um æv- ina, meðal annars á sumrin við síldarstörf á Seyðisfirði, á vertíð- um í Vestmannaeyjum og víðar á vetrum. Eftir að þau hjón settust að á Egilsstöðum vann hann við sláturhús Kaupfélags Héraðsbúa sem afgreiðslumaður frá 1965 til 1971 eða þar til hann gerðist verk- stjóri hjá Skóverksmiðjunni Agílu á Egilsstöðum tímabilið 1971 til 1974. Hann starfaði í Trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa frá júní 1974 til júní 1977 en þá gerðist hann flokksstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Í júní 1982 varð hann yf- irmaður Vinnuskólans hjá Egils- staðahreppi og vann síðan sem að- stoðarverkstjóri í áhaldahúsi bæjarins. Eiríkur var mikill félagsmála- maður, var m.a. formaður Verka- lýðsfélags Fljótsdalshéraðs í nokk- ur ár; var í samninganefndum o.fl. fyrir Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi; í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði, bæði í nefndum og sem formaður, en var hættur þar fyrir nokkrum árum. Þá var hann virkur félagi í Dans- félaginu Fiðrildunum frá árinu 1977 og fóru þau hjónin með þeim hópi í margar sýningarferðir, bæði utanlands og innan. Útför Eiríks fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1916, og Bene- dikt Guðnason, f. 11.11. 1903, látinn 12.1. 1992. Eiríkur og Ingigerður eignuðust tvo syni: 1) Elis Bene- dikt, f. 15. október 1965, sambýliskona Eygló Hrönn Ægis- dóttir, f. 2.10. 1968, þeirra synir eru a) Ei- ríkur Ingi, f. 6.3. 1997, og b) Björgvin Ægir, f. 16.5. 2000; 2) Viðar, f. 10.5. 1967, kona hans er Guðný Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 8.6. 1971. Þeirra börn eru a) Steinunn, f. 22.1. 1995, og b) Benedikt Þór, f. 16.12. 1996. Eiríkur og Ingigerður fluttu í eigið húsnæði í Bláskógum 8 á Eg- ilsstöðum í janúar 1968. Skólaganga Eiríks hófst með hefðbundnu barnaskólanámi í far- skóla í Hróarstungu. Haustið 1955 fór hann á Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1957 eftir tveggja ára nám. Elsku Eiríkur, ég er búin að hugsa svo mikið síðustu vikuna. Alls konar setningar sem ég hefði viljað fá tækifæri til að segja við þig veltast um í kollinum en þetta skrifa ég til þín til að minnast þín. Ég kynntist þér árið 1992 þegar við Elli urðum „kærustupar“ eins og við sögðum alltaf í gríni og segj- um stundum enn. Ég bjó hjá ykkur þremur í Bláskógunum sumarið 1993 og sátum við þá oft inni í stofu eftir að Elli og Ingigerður fóru að sofa og spjölluðum. Við gátum tal- að um allt mögulegt, við gátum líka rifist um allt mögulegt en það var samt alltaf gott að leita til þín. Þú varst tilbúinn að hlusta þegar þú fannst að manni var alvara en stundum þurfti að taka pínulítið á áður en þú uppgötvaðir það þar sem þú varst hálfgerður „ærslari“ ef hægt er að segja það. Mér finnst stórt skarð höggvið í fjölskylduhópinn sem kom stund- um saman í Bláskógunum og við- brigðin verða nú mikil fyrir okkur öll og ekki síst barnabörnin. Eins og þegar við hittumst í Bláskóg- unum þegar Ingigerður, Elli og Viðar komu heim frá Reykjavík spurði Björgvin Ægir: „Eigum við að fara í Bláskóga til afa og ömmu? Er afi hættur að vera dáinn?“ Það er visst tómarúm hjá þeim yngstu líka því um ykkur afa og ömmu í Bláskógunum var alltaf talað sem eitt. Ég man líka jólaboðin hjá ykkur bræðrunum, þar heyrðist oft mikið í þér, hlæjandi og að ærslast með einhverjum og þá oft með Halldóru eða Anítu frænkum þínum. En þannig minnumst við þín, hress, hlæjandi og atorkusamur. Garðurinn í Bláskógunum ber merki um dugnað þinn og hafði nafni þinn, hann Eiríkur Ingi, ein- mitt áhyggjur af blómunum þínum og trjánum. Hann sagðist vita um trén og var þá að meina þau sem þú varst að koma upp í beðinu bak við hús. Eflaust varstu búinn að spjalla heilmikið við hann um blómin og trén þegar þið voruð saman að dunda í garðinum en hann sagðist ætla að hjálpa ömmu sinni að passa þau fyrir þig. Minningin um þig lifir í huga okkar og vil ég biðja Guð að styðja Ingigerði, Ella, Viðar, bræður þína og aðra aðstandendur í sorg þeirra. Kveðja, Eygló Hrönn Ægisdóttir. Elsku afi. Við héldum að þú kæmir aftur til okkar en þú komst ekki. Nú líður þér vel hjá Guði og við vitum að þú fylgist með okkur. Við áttum svo góðar stundir með þér og þökkum fyrir þær. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Steinunn og Benedikt Þór. Í dag kveðjum við Eirík, frænda okkar og góðan vin. Það er margs að minnast af löngum og góðum kynnum við Eirík og upp í hugann koma mörg minningabrot sem öll einkennast af dugnaði hans, hjálp- semi, höfðingsskap og glaðværð. Fyrstu minningarnar um Eirík eru frá því að hann og Pétur bróðir hans voru í fæði hjá foreldrum mín- um, fyrir um 40 árum, þegar ég var krakki. Fékk ég þá aldrei nóg af að fljúgast á við þá og taka þátt í grallaraskap þeirra. Fyrir tæpum tíu árum áttum við góðar stundir með Eiríki og Ingi- gerði á Kanaríeyjum. Á Hulda Björk ekki síst góðar minningar frá þeirri ferð því að Eiríkur þreyttist aldrei á að taka þátt í því sem henni þótti skemmtilegt. Eiríkur var mikill náttúruunn- andi og einstaklega laginn við allan gróður. Hann ræktaði t.d. furutré úr fræjum sem hann fann á Kan- aríeyjum. Þegar við komum til Egilsstaða á sumrin var alltaf tekið á móti okk- ur opnum örmum, með gleði og grilli. Tilhugsunin um að vera að koma til Eiríks frænda og Ingi- gerðar stytti til muna leiðina niður Jökuldalinn langa meðfram jökul- ánni. Núna sl. sumar komumst við ekki austur en fengum þau til okk- ar í staðinn nokkra daga í ágúst. Áttu Hulda Björk og Magnús Bjarki þá góðar stundir með þeim enda dáðu þau Eirík frænda sinn og biðu alltaf spennt eftir að hitta hann, fljúgast aðeins á við hann og hlæja. Nú eigum við þessar góðu minningar að hugga okkur við. Elsku Ingigerður, Elli, Viðar, Eygló, Guðný og afabörn, við send- um ykkur innilegustu samúðar- kveðjur okkar og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Kristbjörg og fjölskylda. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Það var fyrir stuttu á björtum og fögrum sumardegi að þau Eiríkur og Ingigerður buðu mér með sér í skoðunarferð um Suðurnesin. Gott er að eiga góðar minningar frá þeirri ferð með þeim hjónum. Engin lognmolla var í kringum hann Eirík, þar var atorkusamur maður á ferð. Hálfkák var ekki hans stíll. Fyrst Eiríkur þurfti að fá hjartáfall var það ekki neitt smá- áfall sem lagði hann að velli. Við Eiríkur áttum sömu tengda- foreldra, þau Þuríði og Benedikt frá Ásgarði á Völlum. Benedikt lést árið 1992. Nú hefur Þuríður misst tengdason, sem var henni mikil hjálparhella. Eftir að ég flutti frá Egilsstöðum hefur heimili þeirra Ingigerðar og Eiríks verið mitt annað heimili í sumarfríum. Þar hef ég átt góðar stundir og sótt mér orku í aust- firska loftið, gróðurinn og mann- fólkið. Stundum hafa ömmustelp- urnar, þær Guðný og Hilma Rós, verið þar með mér. Þeim þótti Ei- ríkur svo skemmtilegur enda átti hann til að glettast við þær. Núna finna þær til með litlu frændsystk- inum sínum sem geta ekki notið þess lengur að kúra í fanginu hans Eiríks afa. Ingigerður, Elli, Viðar og fjöl- skyldur, tengdamamma/amma/ langamma. Innilegar samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Guðný Sigurjónsdóttir. Eiríkur var giftur systur pabba og þar af leiðandi hluti af veröld minni frá því að ég man eftir mér. Sem barni þótti mér hann skemmtilegur og hress karl, sem unglingi þótti mér hann helst til stífur og æstur en þegar ég komst á fullorðinsár tókst með okkur vin- skapur sem ég er þakklátur fyrir. Eiríkur dýrkaði börn, sérstak- lega ef það var svolítill kraftur í þeim. Hann gat fíflast með þeim og hlegið sínum smitandi hlátri þannig að nærstaddir komust ekki hjá því að smitast af gleðinni. Öllum börn- um sem tengdust Eiríki, sérstak- lega afabörnunum, er því mikill missir að þessum hressa og hjarta- hlýja manni. Á barnsaldri missti ég föður minn og sótti því föðurímyndina til ýmissa manna sem stóðu mér nærri. Eiríkur var einn þessara manna. Ég vona að ég nái að til- einka mér eitthvað af þeim góðu kostum sem hann hafði til að bera. Mikið gátum við þrætt, rökrætt og hlegið. Við gátum helst ekki ver- ið sammála um nokkurn skapaðan hlut. Þrætumálin voru þó aldrei djúpstæð heldur var þetta bara okkar aðferð við að ræða saman. Þegar ég hef heimsótt heima- slóðirnar hef ég almennt dvalið hjá þeim heiðurshjónum Ingigerði og Eiríki. Mikið líður mér alltaf vel á heimilinu þeirra, það er eitthvað sérstakt við andrúmsloftið, maður er svo innilega velkominn. Mér er minnistætt okkar síðasta samtal. Eiríkur var heimavið í veikindaleyfi og sagði mér að hann gæti ekkert unnið þessa dagana. Ég sagðist ekki vita til þess að hann hefði nokkurn tíma getað unnið, síðan hlógum við báðir. Sannleikurinn er aftur á móti sá að ég hef vart kynnst vinnusamari manni. Ég veit ekki hvað tekur við hjá þér núna, Eiríkur, ég er ekki nógu trúaður til þess. Ég vona samt að pabbi hafi tekið á móti þér og þið framsóknarullarsokkarnir takið upp þráðinn þar sem við slepptum honum. Hörður Guðmundsson. Það var sumarið 1977 sem við hjónin kynntumst Eiríki Elissyni. Hann og Ingigerður, kona hans, gengu þá um veturinn til liðs við Fiðrildin, dansfélag sem við stofn- uðum ásamt fleiri árið 1975. Þetta sumar fór danshópurinn í sína fyrstu utanlandsferð, til Bergen, til þátttöku í dansmóti og kynnti þar íslenska þjóðdansa og þjóðbúninga. Eiríkur tók strax alvarlega það hlutverk að vera í sýningarhópi Fiðrildanna, lagði sig fram um að læra öll spor þjóðdansanna rétt og var nákvæmur í öllu. Hann var fljótur að læra og hafði taktinn á hreinu. Þau hjónin tóku sig vel út þegar þau svifu áfram í léttum valsi, örugg og virðuleg. Ekki þóttu Eiríki allir dansar jafnskemmtilegir og lét hann þá það álit sitt óhikað í ljós. Hann var hreinn og beinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur. En aldr- ei skoraðist hann undan að dansa á sýningum, sama hvaða dansar voru í prógramminu. Hann var nefnilega samviskusamur og sannur félagi. Hann vildi og vissi að sýningarhóp- ur verður að vera samheldinn og þar skiptir hver einstaklingur miklu máli. Utanlandsferðir okkar Fiðrild- anna með Eiríki urðu fleiri. Þýska- land, Færeyjar, Mallorka, heims- sýning í Lissabon, Kanada og sú síðasta í júní síðastliðnum til Skot- lands og Hjaltlands. Enga tölu höf- um við á þeim sýningum sem Eirík- ur tók þátt í hér heima, bæði við hátíðleg tækifæri, svo sem forseta- heimsóknir, og svo fyrir erlenda ferðamenn. Hann var stoltur af því að taka þátt í að kynna íslenska menningu og þjóðlega arfleifð. Starf Fiðrildanna er meira en sýningar. Allan veturinn hittumst við vikulega og dönsum. Allar göt- ur síðan 1977 mætti Eiríkur reglu- lega á þessar föstu vetraræfingar og gott var að eiga þau hjónin að ef Þráinn var ekki heima til að stjórna og leiða æfingarnar. Alltaf sögðu þau já, jafnvel þótt fyrirvarinn væri oft ansi stuttur. Í 13 ár hafa Fiðrildin gefið út blað sumardaginn fyrsta. Ekki er á neinn hallað þótt sagt sé að Eiríkur hafi verið langduglegastur allra fé- laga við að afla auglýsinga í blaðið. Hann hafði gaman af því og var mikill sölumaður. Fyrstu árin sem blaðið var gefið út komu félagar í prentsmiðjuna til okkar, þegar bú- ið var að prenta, heftuðu blaðið og unnu aðra frágangsvinnu. Alltaf var Eiríkur með í þessu og vann eins og þjarkur, einkum við heft- inguna. Nú seinni ár, með aukinni tækni í prentsmiðjunni, hefur ekki verið þörf á þessu vinnuframlagi. Oft tal- aði Eiríkur um hversu hann sakn- aði þessara vinnukvölda okkar í blaðinu. Hann var nefnilega mikið fyrir að vera með fólki og var hrók- ur alls fagnaðar. Það var notalegt að heyra hláturinn í Eiríki þegar vel lá á honum í góðra vina hópi. Hann var oftast léttur og kátur þrátt fyrir að hann ætti í baráttu við liðagigt. Kuldi fór illa í liðina, en þar sem hann vann mikið úti var hann oft þjáður á veturna þegar kalt var í veðri. Hann kvartaði þó ekki og bar sig alltaf vel. Eiríkur var hjálpsamur og vinur vina sinna. Það var mikið áfall þeg- ar við fengum þær fréttir að hann væri dáinn. Það var líka eitthvað svo ótrúlegt. Hann var nýlega bú- inn að koma í prentsmiðjuna, hress og kátur. En það er skammt milli lífs og dauða. Við minnumst Eiríks með þakk- læti, hann var góður vinur og fé- lagi. Kæra Ingigerður, Elis, Eygló, Viðar, Guðný og litlu barnabörnin, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Gunnhildur og Þráinn. Eiríkur Elisson er látinn. Við kveðjum einn þeirra mörgu sem byggðu bæinn okkar. Egilsstaðir eru ungt samfélag og fókið sem hafði sest hér að þegar ég var sjálfur að alast upp skipar ákveðinn sess í huga mér. Það er fólkið sem þekkir og skynjar bæinn af þeirri dýpt sem það gefur að hafa séð lítið þorp verða að kaup- stað á undraskömmum tíma. Í huga mínum tilheyrði Eiríkur Elisson þessum kjarna íbúanna og þá ekki síður vegna þess að hann varði stórum hluta starfsævinnar í þágu sveitarfélagsins. Í dag iðar bærinn af lífi. Það er mikið um að vera og hröð uppbygg- ing um allt. Það kallar á margar vinnufúsar hendur og dugnað, en þó einkum góðan vilja sem sprettur af að þykja vænt um þetta unga byggðarlag sem á svo stutta sögu. Þannig kom Eiríkur mér fyrir sjónir: Glaðsinna atorkumaður sem hlífði sér hvergi við þau verk sem hann vann, hver sem þau voru. Það sem mér fannst þó einkum ein- kenna störf hans var alúð hans og umhyggja fyrir umhverfinu og út- liti bæjarins. Þess njótum við öll. Ég sé á bak góðum og hreinskiptn- um samstarfsmanni. Eiríkur var virkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var í leik eða starfi. Fé- lagslyndur, traustur og vinnufús en þó einkum hjartahlýr og hressileg- ur í viðmóti, opinskár og tilgerð- arlaus. Ég minnist hans með miklu þakklæti fyrir þann skamma tíma sem ég naut samstarfs við hann. Hugur minn er hjá Ingigerði, sonunum Elis og Viðari og fjöl- skyldum þeirra. Guð blessi ykkur og minninguna um góðan dreng. Þórhallur Pálsson. HALLDÓR EIRÍKUR ELISSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.