Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending Yfirhafnir Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.FÓLKI‹ ...alla föstudaga Rúmmeter ehf. bauð tæpar 810 milljónir króna, eða 145,5% af kostnaðaráætlun. Þá átti SS Byggir frávikstilboð upp á rúmar 557,6 milljónir króna, eða 103,8% af kostnaðaráætlun. Fram kom í máli fulltrúa verk- taka við opunun tilboðanna, að kostnaðaráætlun verksins hefði ver- ið nokkuð nett, eins og það var orð- að. Guðríður Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Fasteigna Akur- eyrarbæjar, sagði að fjöldi tilboðanna væri svipaður og gera mátti ráð fyrir en hins vegar væri óvenjumikill munur á tilboðunum. Hún sagðist engu að síður nokkuð sátt við þessa niðurstöðu. Næstu skref er að fara yfir tilboðin en lík- legt verður að telja að SS Byggir fái verkið. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Brekkuskóla voru boðnar út sl. vor og þá átti SS Byggir einnig lægsta tilboðið. Framkvæmdir hófust í byrjun júní, eftir að fulltrúar allra bekkjardeilda skólans tóku fyrstu skóflustungurnar, undir öruggri verkstjórn Kristjáns Þórs Júl- íussonar bæjarstjóra. Framkvæmd- um við fyrsta áfanga er lokið og er stefnt að því að hefja framkvæmdir við annan áfanga sem allra fyrst. Nýbyggingin verður um 1.600 m2 að stærð og á að vera tilbúin 1. ágúst á næsta ári. Að því loknu verður hafist handa við að taka gamla gagnfræðaskólahúsið í gegn. Meðal annars verða byggðir nýir útveggir við það og húsið stækkað. Nýr og endurbættur skóli á að vera tilbúinn 1. ágúst 2005. Þá verður gamla barnaskólahúsið loks aflagt sem kennsluhúsnæði og skólinn kominn undir eitt þak. SS BYGGIR ehf. átti lægsta tilboð í annan áfanga Brekkuskóla, nýbygg- ingu, viðbyggingu og breytingar en tilboðin voru opnuð í gær. Aðeins þrjú tilboð bárust í verkið og eitt frávikstilboð og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 556,5 milljónir króna. Til- boð SS Byggis hljóðaði upp á rúmar 581,6 milljónir króna, sem er 104,6% af kostnaðaráætlun. Hér er um að ræða eitt stærsta útboðsverk í bænum á árinu. Kostnaður við fyrsta áfanga verksins var um 40 milljónir króna og verður bygging- arkostnaður alls því rúmar 620 milljónir króna, eða um 90 millj- ónum króna hærri en áætlað var sl. vor. Heildarkostnaður verksins var þá áætlaður um 700 milljónir króna en ljóst er að hann mun einnig verða hærri. Tvö reykvísk fyrirtæki buðu einn- ig í verkið, Íslenskir aðalverktakar hf. buðu tæpar 660 milljónir króna, eða 118,6% af kostnaðaráætlun og SS Byggir átti lægsta tilboð í framkvæmdir við Brekkuskóla Öll tilboðin yfir kostnað- aráætlun ÞAÐ var heldur kuldalegt um að litast þegar Akureyringar risu úr rekkju í gærmorgun, enda farið að snjóa og jörð nánast hvít. Hitastigið fór niður undir frostmark snemma um morguninn en hækkaði örlítið þegar á daginn leið. Töluverð hálka var á götum bæjarins í gærmorgun. Fjögur umferðaróhöpp urðu fyrir hádegi sem rekja má til hálkunnar enda bíleigendur enn á sumar- dekkjum. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum en töluvert eigna- tjón. Um var að ræða tvo minni háttar árekstra og tvö tilvik þar sem bílar höfnuðu á ljósastaurum á Hörgárbraut, þar sem flytja þurfti annan bílinn af vettvangi með kranabíl. Ekki voru allir bæjarbúar, þá sérstaklega þeir eldri, neitt sérlega hrifnir af tíðarfarinu en það var ekki hægt að sjá neinn fýlusvip á börnunum. Þau voru komin í vetr- arfötin og léku sér í snjónum, hvort sem var í frímínútum grunnskól- anna eða á lóðum leikskóla bæj- arins. Þegar leið á daginn var snjórinn að mestu horfinn og næstu daga er gert ráð fyrir hlýnandi veðri. Morgunblaðið/Kristján Börn og starfsfólk á leikskólanum Flúðum léku sér í snjónum á lóð skólans í gærmorgun og gerðu m.a. snjókarla og -kerlingar. Hér er verið að koma fyrir gulrótarnefi á snjókerlinguna. Kuldalegt um að litast í morgunsárið Tveir bílar höfnuðu á ljósastaurum við Hörgárbraut í hálkunni í gærmorg- un og þennan bíl þurfti að draga í burtu með kranabíl. Glaðlegar ungar stúlkur á leið í skólann sinn, Síðuskóla, í gærmorgun. Drengir í Brekkuskóla á fleygiferð í brekku við skólann. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.