Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 39 Það er skammt stórra högga á milli í okkar vinahópi. Fyrst Þórólfur og nú þú, elsku Skúli okkar. Eng- um hefði dottið það í hug að þú mynd- ir ekki snúa heim úr þessum göngum eins og lífið virtist blasa við öllum þennan fagra haustmorgun þegar lagt var af stað í þína hinstu ferð. Það ryðjast yfir okkur minningar um þig og allt sem við gerðum með ykkur Brynju. Allar heiðarferðirnar, gæsaskytteríið, selaveiðar, bílavið- gerðir og svo mætti lengi telja. Einna SKÚLI MÁR NÍELSSON ✝ Skúli Már Níels-son fæddist í Reykjavík 13. októ- ber 1978. Hann lést af slysförum 4. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Melstaðar- kirkju 16. septem- ber. kærast í minningunni er sú hefð sem við höfð- um komið okkur upp að þið strákarnir veidduð gæsir og við stelpurnar elduðum þær. Allar þessar stundir geymum við í hjarta okkar. Það eru erfiðir tímar hjá okkur öllum en það er huggun harmi gegn að minningarnar um þig eiga eftir að lifa og ylja okkur um ókomna tíð. Þú varst mikill véla- og tækjakall og það eru ófáar stundirnar sem fóru í að gera við hverja beygluna á fætur annarri ýmist í skúrnum hjá okkur, heima hjá þér eða uppi á Reykjum sem oft og tíðum var einhvers konar athvarf til að fá frið og hittast. Það er erfitt að skilja hvers vegna svona vel gerður drengur í alla staði sem átti framtíðina fyrir sér með konu og barn á leiðinni er hrifsaður frá öllu saman, en eflaust bíða þín stærri og meiri verkefni fyrir hand- an. Þú varst sérlega vel lundaður og það var nánast sama á hverju gekk, alltaf tókstu á því með þinni einstöku ró og yfirvegun. Elsku Skúli, við viljum þakka þér fyrir þann tíma sem okkur var gefinn með þér. Þú varst einstakur vinur. Við biðjum algóðan Guð um að blessa ykkur Níels, Jónínu, Evu, litla Róbert, Friðbjörn, Guðrúnu og Helgu Rós. Elsku Árný, Skúli, Guð- rún og aðrir aðstandendur, við biðj- um góðan Guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku Brynja, við biðjum fyrir þér og litla ófædda barninu ykkar. Megi Guð leiða ykkur í gegnum þessa erf- iðu tíma. Minning um yndislegan dreng lifir. Þórarinn, Kristín og börn. Hann Skúli okkar er látinn, aðeins 24 ára er hann tekinn burt í blóma lífsins. Hann og unnusta hans voru nýbúin að festa kaup á húsi á Laug- arbakka og barn á leiðinni. Þetta er sárt, mörg brostin hjörtu og engin leið að skilja þetta né sætta sig við. Við hjónin fengum þá ánægju að kynnast Skúla betur og öðruvísi en margur því við bjuggum á næsta bæ. Hann var eins og eitt af okkar ömmu- og afabörnum. Hann var barn að aldri þegar hann og systir hans komu í nágrenni við okkur. Það kom snemma í ljós þvílíkur ljósgeisli hann Skúli var. Eftir að okkar börn fluttu að heim- an var hann mættur óumbeðinn að hjálpa ef hann vissi af okkur tveimur að baksa eitthvað t.d. við gjafir á fénu, í fjósinu, rúningum og fleira. Það var alltaf hægt að leita til hans ef á þurfti að halda. Eftir að við fluttum búferlum feng- um við þá ánægju að hafa hann aftur í nágrenni við okkur og þá á Laugar- bakka. Hann vann með okkur í girðinga- vinnu og til marks um gæsku hans þá beið hann eftir mér gamalli kellu, ef mýri eða aðrar hindranir voru fyrir til að athuga hvort ég væri nú ekki örugglega að koma og hvort hann mögulega gæti aðstoðað á annan hátt. Betri vinnufélaga var vart hægt að hugsa sér. Hann var góður verk- maður, einstaklega ósérhlífinn og mikið náttúrubarn. Minningarnar eru óteljandi, þær eru ljósið og hlýjan í hjörtum okkar, við erum ríkari af að hafa þekkt þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Brynja, Jónína, Níels, Eva, Guðrún, Helga og aðrir aðstendend- ur, við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur okkar. Megi Guð gefa ykkur styrk. Kveðja Jóhannes og Soffía, Finnmörk. AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R ⓦ á Aragötu í Reykjavík Upplýsingar í síma 569 1116. Heilsdagsstarf Framtíðarstarf Undirfataverzlun í Kringlunni óskar eftir lífleg- um og reglusömum starfskrafti til afgreiðslu- starfa, á aldrinum 20—45 ára. Umsækjendur sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Morgunblaðsins eða á box@mbl.is merkt: „Framtíð — 03“ fyrir mánudaginn 22. sept. nk. NIFCA - Norræna stofnunin um samtímalist er vettvangur fyrir lista- menn, almenning, safnstjóra og gagnrýnendur til að sjá og rannsaka sjónmenningu samtímans á Norðurlöndum og á alþjóðavísu. NIFCA heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Starfsemi NIFCA fer fram í húsnæði sem finnska ríkið útvegar í Sveaborg, rétt við Helsinki. Norræna samtímalistastofnunin leitar að forstöðumanni NIFCA leitar að forstöðumanni sem hefur framtíðarsýn um hlutverk og markmið stofnunarinnar í samtímanum, og uppfyllir eftirfarandi hæfniskröfur: - skarpa sýn á list og listamenn - stjórnunarhæfileika og margra ára staðfesta reynslu af stjórnun og skilning á starfsemi stofnana og reynslu af starfsmanna- og fjármálastjórnun - hæfni til að þróa og vinna með upplýsingar, gagnrýni og kynningarform um sjónmenningu - góð þekking á norrænni og alþjóðlegri list - menntun á háskólastigi eða sambærileg hæfni Stjórn NIFCA ber yfirábyrgð á stofnuninni og forstöðumaður heyrir undir hana, en í henni sitja fulltrúar frá öllum Norður- löndunum. Staðan er samningsbundin til 4ra ára með mögu- leika á framlengingu, lengst í önnur fjögur ár. Laun og starfs- kjör eru ákveðin af Norrænu ráðherranefndinni í samræmi við reglur um starfsmenn við samnorrænar stofnanir. Umsækjandi skal hefja störf eins fljótt og hægt er eftir 1. jan- úar 2004. Umsókn (engin sérstök eyðublöð) ásamt ferilskrá og meðmælum skal berast í síðasta lagi 15. október 2003 til: NIFCA, Sveaborg B 28, FIN-00190, Helsinki, Finnland. Merk- ið umslagið „Ny Direktör“. Nánari upplýsingar fást hjá stjórnarformanni NIFCA, Bitte Nygren í síma 00-46-8-58727007 eða stjórnarmeðlimi Maaretta Jaukkuri í síma 00-358-9-17336537. Nánari upplýsingar á www.nifca.org R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Beinverndar verður haldinn fimmtudaginn 2. október nk. í Turnherberginu á Landakoti kl. 16.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sjórnin. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brekkugata 3, versl. 01-0101, 1. hæð, Akureyri, þingl. eig. Brekkubúð- in ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 24. september 2003 kl. 10:30. Mýrargata 2, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Þrb. Jarðverk ehf., gerðar- beiðandi Landsbanki Íslands hf., miðvikudaginn 24. september 2003 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 18. september 2003, Harpa Ævarrsdóttir, ftr. ÝMISLEGT Sævarhöfði — land og húsnæði Ríkissjóður, í samvinnu við Sementsverksmiðj- una hf., býður til leigu u.þ.b. 10.000 m² land undir iðnaðar- og athafnastarfsemi ásamt skrif- stofuhúsnæði og skemmu á Sævarhöfða. Um er að ræða hluta af landi í eigu Sementsverk- smiðjunnar. Upplýsingar verða veittar á fjárreiðu- og eigna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins Arnarhvoli, 150 Reykjavík, og skulu tilboð send þangað fyrir 25. september nk. Fjármálaráðuneytið, 19. september 2003. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1849198½  I.O.O.F. 1  1849198  Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð í umsjón Elsa- betar og Miriam. Allir velkomnir. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.