Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nuka Arctica kemur og fer í dag. Triton, Sæbjörg, Green Frost og Trink- et koma í dag. Venus og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bergen Nordic og Green Frost koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa kl. 13–16.30 opin smíðastofa. Bingó spil- að 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal. Félagsvist kl. 13.30. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Bingó spilað síðasta föstudag í mánuði. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Messa í dag kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson, gestur sr. Felix Ólafsson, Furu- gerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mynd- list o.fl., kl. 9.30 göngu- hópur frjálst, kl. 14 al- menn spilamennska. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9. Leikfimi í Bjark- arhúsi kl. 11.30, tréút- skurður kl. 13, brids kl. 13, biljard kl 13.30, púttæfingar á Hrafn- istuvelli, kl. 14– 16.Haustlitaferð, miða- sala í dag kl. 13–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 í dag kl. 12.20 þáttur um málefni eldri borgara. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 ganga, kl. 13 bridskennsla. Kl. 14– 15 bingó. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 almenn handavinna, útskurður, baðþjón- usta, fótaaðgerð og hárgreiðsla. Bingó. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 58–60. Kl. 14.30 Föstudagskaffi. Hársnyrting. Fótaað- gerðir. Korpúlfar Grafarvogi. Sundleikfimi í Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrídans, kl. 13.30– 14.30 Sungið við flyg- ilinn, kl. 16 dansað við lagaval Halldóru, kaffi- veitingar, allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi al- menn, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13. 30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra- .Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Kvenfélagið og öldr- unarstarf Hallgríms- kirkju. Fyrirhugaðri ferð, sem fara átti laugardaginn 21. sept. nk., hefur verið frestað til laugardagsins 28. sept. Nánari upp- lýsingar veita Ása, í síma 552 4713 og Dagbjört, í síma 510 1034. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur op- inn. S. 575 7720. Í dag er föstudagur 19. sept- ember, 262. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Betri er hryggð en hlátur, því að þegar andlitið er dapurt, líður hjartanu vel. (Pd. 5, 6, 7-3.)     Vefþjóðviljinn er ekkihrifinn af því sem hann kallar nauðung- argjöld til verkalýðs- félaga.     Gefum honum orðið:„Þeir eru heppnir sem skyldugir eru til að greiða hluta launa sinna til verkalýðsfélags í hverjum mánuði. Sem kunnugt er fylgja því ým- is fríðindi að þessi skyldu- greiðsla – verkalýðs- félagsskattur væri reyndar réttnefni – er tekin af fólki.     Fólk getur leigt sérsumarhús sem byggð hafa verið að því for- spurðu fyrir peninga þess og það getur einnig leigt sér tjaldvagna sem keypt- ir hafa verið með sama hætti. Og ef launþegar eru heppnir geta þeir fengið skemmtilegan glaðning frá verkalýðs- félaginu sem þeir borga skatta til, en það er sér- stök ávísun sem hægt er að nota til margs konar frístunda.     Þannig er hægt að notaávísunina til að greiða fyrir gistingu á nokkrum hótelum og flug með örfáum flugfélögum. Þeir sem skyldugir eru til að greiða til verkalýðs- félagsins, og greiða þar með fyrir ávísunina sem þeir fá, þeir eru svo lán- samir að ávísunin gagnast þeim ekki nema þeir hafi hugsað sér að nýta sér þjónustu nokk- urra tiltekinna fyr- irtækja. Þeir hafa með öðrum orðum greitt með fullgildum peningum sem gilda alls staðar fyrir ávísun sem gildir bara á stöku stað.     En þetta eru ekki öllfríðindin sem innifal- in eru í nauðungar- gjöldum launþega. Það nýjasta sem þeir geta glaðst yfir að fá að greiða fyrir var auglýst í dag- blaði í gær undir yfir- skriftinni „Götun (body piercing)“.     Nú gefst launþegumnefnilega kostur á að nýta nauðungargreiðslur sínar – og annarra auðvit- að – til að læra að gata líkama annars fólks. Og jafnvel eigin líkama ef þannig ber undir. Haldið verður vikunámskeið í líkamsgötun, þar sem kennari frá stofnun ekki ófrægari en American Body Art í París mun kenna fólki að gata eyru, maga, augnabrúnir og fleira sem ekki verður farið út í hér frekar en í auglýsingunni.     En þar segir að örfásæti séu laus og þá er bara um að gera fyrir launþega að nota þetta einstaka tækifæri og skella sér á námskeið í líkamsgötun, sem nið- urgreitt er af greiðendum verkalýðsfélagaskatts- ins,“ segir Vefþjóðviljinn. STAKSTEINAR Einstakt tækifæri fyrir launþega Víkverji skrifar... VÍKVERJI er dyggur við-skiptavinur Ikea á Ís- landi. Þar keypti hann hús- gögn þegar hann byrjaði að búa og hefur verið reglu- legur gestur í verzluninni síðan. Yfirleitt er Víkverji ánægður með vörurnar úr Ikea og ef hann er það ekki, skiptir það sjaldnast öllu máli því að þær eru yfirleitt svo ódýrar að hann sér þá ekki verulega eftir pening- unum. x x x UPP á síðkastið hefur Víkverjafundizt bera á því að vörur, sem hann er á höttunum eftir – og eru að sjálfsögðu í verðlistanum – séu ekki til í Ikea svo vikum og jafnvel mán- uðum skipti. Á dögunum var Víkverji t.d. að breyta í barnaherberginu og fór í Ikea með innkaupalista, sem hljóðaði upp á hvíta rúllugardínu, til- tekna gerð af rúmfötum, lampa og geisladiskaskáp. Rúllugardínan, lampinn og rúmfötin voru „ekki til en væntanleg“, eins og stóð á þar til gerðum miðum við hillurnar. Eftir að hafa beðið dágóða stund í biðröð við eitt upplýsingaborðið, fékk Víkverji hins vegar þær upplýsingar hjá starfsmanni, sem fletti upp í tölvukerfinu, að geisladiskaskápurinn með bláu hurðunum væri ekki til, heldur bara sá með glæru hurðunum. Það fannst Víkverja allt í lagi, enda stóð aldrei annað til en að kaupa þann með glæru hurðunum. Víkverji fékk því afhendingarseðil fyrir geisla- diskaskáp með glærum hurðum og var bara nokkuð kátur yfir því að einn hlutur af fjórum, sem hann vant- aði, væri þó til. Svo beið hann í ann- arri biðröð á lager Ikea þangað til röðin kom að honum, afhenti afhend- ingarseðilinn og beið svo í óratíma, þangað til elskulegur lager- starfsmaður kom til hans og sagði að því miður væri geisladiskaskápurinn ekki til. Einhvern veginn fannst Víkverja að hann hefði átt að fá þær upplýsingar strax eftir fyrstu biðina. x x x VÍKVERJI fór hálf-svekktur út af lag- ernum og gekk í gegnum smávörudeildina á leið sinni út úr búðinni. Þar greip hann með sér tvær bastkörfur til að koma ekki tóm- hentur heim til barnanna og áttaði sig um leið á því hvers vegna smá- vörudeildin er næst kössunum; til þess að fólk, sem fann ekkert af því sem það ætlaði að kaupa, þurfi ekki að fara tómhent heim. Víkverji hefur enn ekki fundið nein not fyrir bast- körfurnar og kemur sennilega bara aftur í Ikea og skiptir þeim, enda ætl- ar hann auðvitað að halda áfram að verzla í þessari ágætu búð. Hins veg- ar finnst honum að það mætti laga bæði upplýsingakerfið og innkaupin á vinsælum vörum og koma dálítilli sænskri skilvirkni í hvort tveggja. Morgunblaðið/Billi Lína og Emil vilja áreiðanlega sænska skilvirkni í Ikea. Fyrirspurn til gatnamálastjóra Í ALLT sumar hafa staðið yfir umfangsmiklar vega- framkvæmdir neðst í Breið- holti. Þrátt fyrir mikið rask hafa framkvæmdir gengið nokkuð vel og ekki verið til mjög mikils ama fyrir veg- farendur, a.m.k. ef miðað er við umfang framvæmdanna. Þær virðast nú vera að kom- ast á lokastig. Þó segi ég ekki að ekki hefði verið þægilegt að geta séð nýja skipulagið á prenti til að átta sig betur á nýjum leið- um. Í framtíðinni verður að- koman í hverfið allt öðru vísi en verið hefur. Ekki er laust við að kvíði og forvitni sé farin að vakna í hugum þeirra sem vita að þeir munu eiga þarna leið um í næstu framtíð. Hvernig væri að gatna- málastjóri, Vegagerðin eða hver það nú er, sem þetta verkefni tilheyrir, myndi senda yfirlitsmynd af þessu nýja vegakerfi í öll hús í Breiðholti eða fá að birta hana í dagblöðum þar sem allar nauðsynlegar skýring- ar eru teiknaðar inn á. Hvar eiga að koma akbrautir og hvar göngubrautir? Eins og stendur virðist nýja kerfið vera nokkuð flókið og ekki auðvelt að átta sig á nýjum leiðum. Gott væri að geta aðlagað sig breytingum með góðum fyr- irvara. Hugsandi ökumaður. Hver á Hendes Verden? MIG langar að komast í samband við konur sem keyptu Hendes Verden, dönsku blöðin, sem voru seld hér á landi á sínum tíma. Ef einhver á þessi blöð má sá hinn sami senda mér tölvupóst.ernagunn@centr- um.is. Góð símaþjónusta hjá VR ÉG vil þakka símastúlkunni í VR fyrir sérlega góða þjónustu. Það er aðdáunar- vert að hringja þangað, ekki þessi sjálfvirka símsvörun, og svo þarf ekki að bíða lon og don eftir að ná sambandi. Reykjavíkurstúlkan Stella. Ótraustvekjandi auglýsingar EKKI finnst mér auglýsing- ar alltaf vera traustvekj- andi. Fyrir skömmu heyrði ég auglýsingu frá einu bif- reiðaumboðanna. Auglýst var ákveðin tegund bifreið- ar. Tekið var sérstaklega fram að fólk skyldi flýta sér því aðeins væri um 21 bif- reið að ræða. Nú skal ósagt hvort þess- ar bifreiðar seldust eður ei. Eitt er víst að þessi auglýs- ing var eins nokkra daga í röð og alltaf voru sömu 21 bifreiðar til sölu. Í öðru tilfelli auglýsti fyr- irtæki alveg sérstakt verð á parketi. Sérstaklega var tekið fram að um einn gám væri að ræða. Ekki man ég hve þessi auglýsing hljóm- aði lengi í eyrum mínum, nokkuð lengi samt, og nógu lengi til að verða ótrúverð- ug. Skyldi viðkomandi gámur hafa tæmst að lokum eftir mikla auglýsingaherferð? Svanur Jóhannsson. Dýrahald Týndur köttur í Kópavogi ÞESSI kisi týndist af heim- ili sínu að Bakkabraut 9 í Kópavogi. Hann er eyrna- merktur með númerinu R-1095. Ef einhver hefur orðið hans var þá er síminn hjá okkur 898 0912 og við værum afar þakklát að hafa af honum spurnir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ásbjörn Jónsson dorgar við höfnina í Haganesvík LÁRÉTT 1 draugagangur, 8 viljugan, 9 gallinn, 10 askur, 11 valdi, 13 synji, 15 málms, 18 nurla saman, 21 ætt, 22 sjávarmál, 23 þjálfun, 24 einlæga. LÓÐRÉTT 2 tungumál, 3 op, 4 aldursskeiðið, 5 gladdi, 6 eldstæðis, 7 iðjusemi, 12 spaða, 14 rengja, 15 róa, 16 skattur, 17 kvenvargur, 18 borða, 19 ærslahlátur, 20 ilmi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 rúbín, 4 sópur, 7 múkki, 8 endur, 9 nær, 11 alin, 13 barr, 14 ýsuna, 15 kurr, 17 klár, 20 hak, 22 neyða, 23 risti, 24 ræddi, 25 ranga. Lóðrétt: 1 rúmba, 2 bakki, 3 náin, 4 sver, 5 padda, 6 rýrar, 10 æruna, 12 nýr, 13 bak, 15 konur, 16 reynd, 18 lúsin, 19 reisa, 20 hani, 21 krár. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.