Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 19 Haust- og vetrarlitirnir 2003 Kynning í dag og á morgun laugardag. Sérfræðingur frá Helena Rubinstein verður hjá okkur og kynnir það allra nýjasta. FLAME, nýju haust- og vetrarlitirnir eru eldfimir og ögrandi. Endilega komdu og fáðu nýjar hugmyndir varðandi förðun. Girnilegir litir, spennandi tilboð og flottir kaupaukar. DRAUMKENND FERGURÐ www.helenarubinstein.com Álfheimum 74, sími 568 5170 MIKIÐ fjör var í skólagörðum Sel- tjarnarness á dögunum þegar 5 ára börnum úr leikskólum bæjarins var boðið að koma og taka upp græn- metið sem eftir varð í görðunum eftir sumarið. Tilgangurinn með heimsókninni var að vekja áhuga barnanna og hvetja þau til að sækja skólagarðana á næstu árum. Sumir borðuðu uppskeruna nánast upp úr jörðinni en aðrir voru hissa á að grænmetið kæmi úr moldinni en ekki úr búðinni. Fengu grænmeti úr skólagörðunum Seltjarnarnes ORKUVEITA Reykjavíkur stefnir að því að selja lóð sem stendur á horni Stóragerðis og Álmgerðis, við hliðina á bensínstöð Olíufélagsins Esso. Þar stendur nú gömul dæli- og spennistöð og nokkuð stór lóð í kring. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir húsið frá þeim tíma þegar stýritækni dælustöðva var önnur og mikið pláss þurfti undir þær m.a. til að halda uppi þrýstingi. Það sé ekki nauðsynlegt lengur og ekki þörf á öllu þessu rými, hvorki fyrir dælistöð né spennistöð. Í sumar hefur spennistöðin því verið færð ut- ar í lóðina og svo er stefnt að því að selja húsið. „Þetta er bara hagræðing og við viljum minnka við okkur húsakost,“ segir Guðmundur. „Breytt tækni gerir þetta hús óþarft.“ Sá aðili sem kaupir þessa lóð hefur frjálsar hendur hvað þarna rís en verður auðvitað að fá samþykki skipulagsyfirvalda fyrir fram- kvæmdum. Ekki er búið að ráðstafa lóðinni, hún verður auglýst síðar, en ekki hefur verið ákveðið hvenær. Morgunblaðið/Þorkell Stefnt er að því að selja dælu- og spennistöð OR við Stóragerði. OR losar um lóð við Stóragerði Reykjavík UMHVERFIS- og heilbrigðis- nefnd hefur samþykkt að veita leyfi til að lagt verði bundið slitlag á hluta Silungapollsleið- ar. Nefndin samþykkti að heimila framkvæmdirnar gegn því að einungis verði lagt slit- lag á 2,5 km vegarins, frá Suð- urlandsvegi að bílastæðum á vestanverðri Hraunslóð. Nú er malarvegur á svæðinu en framkvæmdunum er fyrst og fremst ætlað að minnka rykmyndun sem er þarna mik- ið vandamál, að sögn Sigurðar I. Skarphéðinssonar gatna- málastjóra. Samþykktin er háð því að fygt verði ákveðnum varúðarráðstöfunum þar sem svæðið er nálægt vatnsbólum. Þannig eru settar skorður á hvaða efni verða notuð, með- ferð þeirra á svæðinu auk þess sem til verður að vera öryggis- áætlun til að fara eftir ef óhapp verður og efni sleppa út í nátt- úruna. Bundið slitlag á Silunga- pollsleið Heiðmörk FYRIRHUGAÐ er að setja á stofn nýja heilsugæslustöð í Hafnarfirði og er stefnt að því að hún taki til starfa um mitt næsta ár, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Auglýsing Ríkiskaupa þar sem óskað verður eftir húsnæði fyrir stöðina mun birtast á næstunni, samkvæmt upplýsingum úr heil- brigðisráðuneytinu. Rætt hefur verið um sex lækna heilsugæslustöð og hefur turnhýsið í miðbænum verið nefnt sem möguleg staðsetning, þótt aðrir valkostir sem upp kunna að koma verði einnig skoðaðir, að sögn Lúð- víks. „Ný heilsugæslustöð í bæinn er gamalt baráttumál sem á sér langa sögu. Hér hefur verið óviðunandi ástand árum saman en yfir 5.000 bæjarbúar eru án skráðs heimilis- læknis.“ Hann segir að nýja stöðin muni leysa úr þessum vanda en nú er ein heilsugæslustöð í bænum sem staðsett er við Sólvang. Ný heilsugæslu- stöð á næsta ári Hafnarfjörður NÚ ER verið að styrkja sjó- varnargarð við Kotagranda á Sel- tjarnarnesi. Haukur Kristjánsson, bæjartæknifræðingur, segir þetta gert til varna því að núverandi garður rofni og sjór komist í Bakkatjörnina. Siglingamálastofn- un og Seltjarnarnesbær hafa unnið að þessum framkvæmdum í fyrra og í ár. Verktaki við verkið er Borgarvirki. Áður hefur grjót verið keyrt í sandbakkann til að koma í veg fyrir að sjórinn brjóti niður land á þessu svæði. Aðeins er unnið að styrkingu garðsins nú. „Ég tel að allir vilji halda í landið þarna og verja Bakkatjörn,“ segir Haukur.„Þetta er á viðkvæmu svæði og reynt er að hafa þessa sjó- vörn sem lægsta. Umfang hennar er í lágmarki og einungis miðað við að mannvirkið varni landbroti á ströndinni.“ Morgunblaðið/Ómar Verið er að byggja uppfyllingu við Seltjörn. Bakkatjörnin varin Seltjarnarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.