Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 11 ÚR VERINU EINAR Valur Krist- jánsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar hf. í Ísafjarðarbæ, fullyrðir að línuívilnun muni síður en svo styrkja byggð á Vestfjörðum. Þvert á móti myndu áhrif hennar verða gagnstæð. Einar segir að starfsmenn Hrað- frystihússins-Gunn- varar hf. hafi hingað til haldið sig að mestu til hlés í umræðu um línuívilnun og ekki tal- ið heppilegt að íbúar byggðanna á Vestfjörðum takist á innbyrðis um sjávarútvegsmál. „Mér hefur hingað til þótt að sam- eiginlegir hagsmunir vegi þyngra en sérhagsmunir einstakra útgerð- arflokka, en nú finnst mér nóg kom- ið. Umræðan hefur verið mjög ein- hliða og þar af leiðandi villandi á allan hátt. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að ef aflaheimildir ein- hvers útgerðarflokks eru auknar hlýtur það að koma niður á öðrum sem sækja lífsbjörg í hafið. Fram hefur komið hjá helsta talsmanni línumismununarinnar að fyrirhug- aða aflaaukningu línubátanna eigi að taka frá stærri útgerðunum. Ein þeirra útgerða á Vestfjörðum sem fellur undir þá skilgreiningu er Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. Hvernig má vera að fólki detti það í hug að það muni styrkja byggð á Ísafirði, Hnífsdal og í Súðavík ef kröfur smábátamanna ná fram að ganga? Ef svo færi þýddi það að tæp þúsund tonn af aflaheimildum Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. yrðu teknar af fyr- irtækinu og starfsfólki þess og af- hentar öðrum útgerðum á sama svæði. Hvernig getur það stuðlað að því að bæta afkomu fólks á þessu svæði? Hvernig samræmist slík sértæk aðgerð stjórnarskrárbundn- um réttindum um jafnræði þegn- anna?“ Umræða á lágu plani Einar segist eiga bágt með að skilja hvaða hvatir liggja að baki því að setja fram kröfur sem lúta að því að skerða atvinnuréttindi starfsfólksins með þessum hætti. „Þegar Hraðfrystihúsið var stofnað hér árið 1941 var það gert til þess að taka þátt í útgerð og vinnslu hrá- efnis frá skipum sem þá voru minni og flest gerð út á línu og dragnót. Síðan, í ljósi reynslunnar bæði hvað varðar öryggi sjómanna og með tilliti til tryggari hráefnis- öflunar auk þess sem kaupendur sjávaraf- urða gera auknar kröf- ur um áreiðanleika af- hendingar, hefur þróunin orðið sú að skipin hafa stækkað til að gera þau hæfari til að þjóna því hlutverki sem þeim er ætlað. Ef litið er til baka hafa komið þeir tímar að ekki hefur verið fisk- gengd á heimamiðum og við þurft að sækja hráefni fyrir landvinnslu okkar jafnvel austur fyrir land, en það verður ekki gert á smáum skip- um jafnvel þótt línan sé handbeitt í landi. Það er mikilvægt að umræða um þessi mikilvægu mál sem varða svo marga verði framvegis ekki á því lága plani þar sem m.a. Súðvíkingar eru sakaðir um vesaldóm, eins og forsvarsmaður smábátamanna gerði nýlega opinberlega. Víðtæk áhrif línuívilnunar Hjá HG vinna 250 manns sem er nánast sami fjöldi fólks og sótti fjöl- mennan fund á Ísafirði um sl. helgi þar sem línumismununar var kraf- ist. Þann fund sóttu 249 manns, þrátt fyrir að fundarboðendur hafi gagnrýnislaust fullyrt annað. Af- leiðingar þess að tæplega þúsund tonna kvóti yrði tekinn af HG og færður smábátamönnum, yrðu gríð- arlegar. Það myndi þýða fækkun starfa hjá HG bæði til sjós og lands og minni tekna til þeirra sem eftir verða. Augljóst hlýtur að vera að minni afli þýðir færri störf og lægri tekjur. Áhrifin yrðu víðtæk og myndu ná til margra. Ef fjölskyldur þeirra 250 starfsmanna HG eru taldar með, þá byggja á annað þús- und manns afkomu sína á starfsemi fyrirtækisins. Þar við bætast ýmsir þjónustuaðilar sem einnig yrðu fyr- ir barðinu á svonefndri línuívilnun. Ég hef litið á þorpin hér við Djúp sem eitt atvinnusvæði og það hefur ekki verið farið í manngreinarálit við ráðningar til fyrirtækisins og því er fjöldi starfsmanna HG úr Bolungarvík og öðrum þorpum hér í kring. Tilkoma línuívilnunar yrði þungt högg fyrir starfsfólk HG. Hvers á það fólk að gjalda?“ spyr Einar Valur að lokum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, um línuívilnun Myndi veikja stöðu byggða fyrir vestan Einar Valur Kristjánsson STJÓRN norska fiskeldisfyrirtækis- ins Pan Fish hefur samþykkt sam- hljóða áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins sem samin var í sam- starfi við lánardrottna félagsins. Áætlunin á að veita Pan Fish nægj- anlegt fjárhagslegt svigrúm til að takast á við frekari verkefni og upp- byggingu í fiskeldi en m.a. var samið um að breyta 770 m.NOK skuld Pan Fish við lánardrottna í hlutafé og um 130 m.NOK í víkjandi lán. Frá þessu er skýrt í Morgunkorni Íslandsbanka og segir þar ennfrem- ur: „Miðað var við gengið 0,05 í þess- um breytingum en það er umtalsvert lægra en markaðsgengið í dag. Mörg laxeldisfyrirtæki hafa átt í fjárhags- erfiðleikum þar sem verð á laxi hefur haldist fremur lágt um nokkurt skeið en auk þess lækkaði verðið mikið í vor. Flest stóru fiskeldisfyrirtækin skiluðu miklu tapi á fyrstu sex mán- uðum ársins en þrátt fyrir það hefur hlutabréfaverð félagana hækkað um- talsvert á síðustu vikum. Það á þó ekki við Pan Fish þar sem félagið hef- ur verið að glíma við mikla fjárhags- erfiðleika sem á að leysa með áður- nefndri endurfjármögnun. Vonir eru nú bundnar við að minni framleiðslu- geta í greininni skili sér í hærra af- urðaverði á næstu misserum.“ Pan Fish endur- fjármagnað STAÐFESTAR upplýsingar hafa borist verkalýðshreyfingunni frá lögmanni Impregilo um að tyrknesk- ir og rúmenskir starfsmenn ítalska undirverktakans Edilsider, sem eru að reisa vinnubúðir við Kárahnjúka- virkjun, fái greidd laun samkvæmt gildandi virkjanasamningi og launa- reikningar fyrir hvern og einn þeirra verði stofnaðir í hérlendum banka. Fyrirhugaðar eru formlegar við- ræður við fulltrúa Impregilo og Samtaka atvinnulífsins um þessi mál, í dag eða næstu daga. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir að eftir sem áður sé óleyst deilan um kjör þeirra manna sem vinna við virkjunina á vegum portúgalskrar starfsmannaleigu. Síðustu fregnir gefi þó færi á að setjast yfir deilu- málin og ræða þau. Leysa þurfi mál- efni erlendra starfsmanna við virkj- unina svo hægt sé að snúa sér að öðrum málum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru önnur óleyst mál t.d. samningar um afkastahvetjandi launakerfi og málefni íslenskra starfsmanna við virkjunina, m.a. í mötuneytinu þar sem deilur hafa verið uppi um hvort þar sé unnin vaktavinna eða venju- leg dagvinna. Mál Edilsider skoðað Ekki stóð til í gær að samráðs- nefndin um virkjunarsamninginn fundaði með félagsmálaráðherra, eins og sagt var í blaðinu í gær. Hins vegar var fundað í félagsmálaráðu- neytinu með fulltrúum ASÍ og Sam- tökum atvinnulífsins. Hanna Sigríð- ur Gunnsteinsdóttir, lögfræðingur í ráðuneytinu, segir að rætt hafi verið um deilumál síðustu daga en engin niðurstaða fengist. Áfram verði fundað í þessari nefnd, sem starfar samkvæmt lögum um frjálsan at- vinnu- og búseturétt launafólks inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Kom nefndin saman í gær að beiðni Alþýðusambands Íslands. Rúmenskur starfsmaður Edilsid- er, sem rekinn var um liðna helgi fyrir að neita að undirrita yfirlýsingu um launakjör, er enn staddur hér á landi og að sögn Ingvars Sverrisson- ar, lögfræðings hjá ASÍ, hefur verið ákveðið að aðstoða hann og aðra starfsmenn Edilsider. Kannað verð- ur hvort eitthvað vanti upp á launa- greiðslur til þeirra og samanburður gerður við vinnustundir þeirra frá því að þeir hófu hér störf í júlí sl. Ingvar segir starfsmennina t.d. ekki kannast við að hafa fengið fyr- irframgreiðslur, eins og Edilsider hafi haldið fram. Þetta verði kannað sérstaklega. Komi í ljós einhver mis- munur í greiðslum þá verði sá mis- munur innheimtur – vonandi með samkomulagi við verktakana. „Við gerum ráð fyrir því að samkomulag náist um lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Ingvar. Undirverktaki Impregilo við Kárahnjúkavirkjun Laun verkamanna greidd hér á landi HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla í fjölmiðlum um meint skeytingarleysi starfsmanna Haf- rannsóknastofnunarinnar um ferðir hvalaskoðunarskipa á Faxaflóa sl mánudag og tilkynningar Hvala- skoðunarsamtaka Íslands. „Allt frá því að rannsóknaveiðarn- ar hófust í ágúst sl. hefur það verið staðfastur vilji Hafrannsóknastofn- unarinnar og starfsmanna hennar að haga hrefnuveiðum og rannsóknum með tilliti til ferða hvalaskoðunar- báta þannig að þær yllu ekki ónæði eða árekstrum. Af því tilefni voru leiðangursstjórum veiðiskipanna gefin þau fyrirmæli að halda sig fyrir utan reglubundin hvalaskoðunar- svæði og að leiðangursmenn gerðu sér far um að afla upplýsinga um ferðir hvalaskoðunarskipa. Þessu hefur verið nákvæmlega fylgt eftir, en þó skal í þessu sambandi upplýst að því miður hefur rekstraraðili hvalaskoðunarbátsins Hafsúlunnar KE og Gests KE ekki sýnt áhuga á slíku samráði. Það skal hins vegar upplýst að Gestur KE, sem um nokkurt skeið hefur fylgt eftir hrefnuveiðibátnum Nirði KÓ með kvikmyndatökumenn óþekktra aðila um borð langt út fyrir hvalaskoðunarslóð, kom á vettvang þegar hrefnan var tekin að síðu skips. Svo virðist sem þar séu á ferð- inni aðilar sem hafi það ætlunarverk að ná myndum af því er hrefnan er aflífuð. Ef rétt er, hlýtur það að orka tvímælis að hagsmunaaðili sem telur sig geta orðið fyrir skaða af völdum áróðurs gegn veiðum standi að slíku. Hafrannsóknastofnunin telur að ummæli hvalaskoðunaraðila í fjöl- miðlum gefi ranga mynd af stað- reyndum málsins. Ljóst er að sú hrefna sem veidd var um borð í Nirði KÓ um 20 sjómílur frá Gróttu, var utan venjubundinnar leiðar Hafsúl- unnar. Jafnframt skal það upplýst að skipverjar og leiðangursstjóri stofn- unarinnar um borð í Nirði telja úti- lokað að Hafsúlan hafi verið í ná- munda við skipið þegar á veiði stóð, enda aðgæsla vegna ferða skipa í ná- grenninu forgangsmál hjá áhöfninni af öryggisástæðum. Af staðfestum upplýsingum skipa í nágrenni Haf- súlunnar á þeirri stundu sem hrefn- an var veidd, var skipið fjarri veiði- stað á umræddum tíma. Sem fyrr mun Hafrannsókna- stofnunin standa svo að þessum rannsóknum, að sem minnst truflun verði af. Um það vill hún hafa gott samstarf við hlutaðeigandi aðila.“ Ekki náðist í rekstraraðila hvala- skoðunarbátanna vegna gagnrýni Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun gagnrýnir í yfirlýsingu rekstrar- aðila hvalaskoðunarbátanna Hafsúlunnar og Gests Hafa ekki sýnt áhuga á samráði við stofnunina BARNASPÍTALI Hringsins fékk veglega gjöf í gær þegar Frístund, starfsmannafélag Kjötumboðsins, gaf spítalanum nýja speglunarsam- stæðu, auk tveggja milljóna króna styrks í fræðslu-, kennslu- og rann- sóknarsjóð spítalans. Frístund er starfsmannafélag fyrrverandi starfsmanna hjá Kjöt- umboðinu. Þegar starfsmanna- félagið var leyst upp var ákveðið af félaginu að eignir starfsmanna- félagsins skyldu renna til styrktar Barnaspítala Hringsins. Speglunarsamstæðan saman- stendur af ljósgjafa, skjá, prentara, sogi og öllum fylgihlutum sem not- aðir verða við speglanir barna á Barnaspítala Hringsins, og kostar samstæðan um 4 milljónir króna, að sögn Ásgeirs Haraldssonar, for- stöðumanns fræðasviðs á Barna- spítala Hringsins. Hann segir að fyrirhugað sé að nota styrkinn í fræðslusjóðinn til að efla almenn- ingsfræðslu og fræðslu meðal skjól- stæðinga Barnaspítalans. Heildar- verðmæti gjafarinnar er um 6 milljónir króna og segir Ásgeir að Barnaspítali Hringsins þakki rausnarlega gjöf sem muni nýtast spítalanum vel. Gáfu Barnaspítalanum speglunarsamstæðu Morgunblaðið/Kristinn Lúther Sigurðsson, sérfræðingur í meltingar- og lifrarsjúkdómum barna, skoðar upp í Hólmgrím Rósenbergsson frá starfsmannafélaginu Frístund, á milli þeirra er Sigríður Ósk Jónsdóttir frá Frístund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.