Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKI kylfingurinn Fredrik Jacobson jafnaði í gær met á evrópsku mótaröðinni í golfi þar sem hann lék fyrsta hringinn á þýska meistaramótinu á 60 höggum eða 12 höggum undir pari. Það hafa aðeins 12 kylfingar í sögu evrópsku mótaraðarinnar leikið á 60 höggum og þar að auki bætti Jacobson ársgamalt vallarmet á Gut Larchen- hof-vellinum í Köln um 2 högg en það var áður í eigu Paul Casey frá Englandi. Jacobson átti möguleika á því að verða fyrsti kylfingur- inn á evrópsku mótaröðinni til þess að leika 18 holur á 59 höggum en hann náði ekki að setja niður vipp af um 9 metra færi fyrir fugli á lokaholu dagsins. Þrátt fyrir „draumahringinn“ er Jacobson aðeins þremur höggum betri en KJ Choi frá S-Kóreu sem lék á 9 undir pari í gær, eða 63 höggum. Jacobson fékk 10 fugla í gær (-1), einn örn (-2) og sjö pör. „Ég hef aldrei verið nálægt því að leika á 60 höggum og þetta var frábær dagur,“ sagði Jacobson sem endaði í fimmta sæti á Opna bandaríska meistaramótinu og í því sjötta á Opna breska. Draumahringur Jacobson í Köln AP Fredrik Jacobson ALAN Curbishley, knattspyrnustjóri enska úr- valsdeildarliðsins Charlton, sagði við enska fjöl- miðla í gær að íslenski landsliðsmaðurinn Her- mann Hreiðarsson myndi ekki leika með liðinu gegn Aston Villa á laugardaginn. Charlton er sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Hermann meiddist á fyrstu æfingu Charlton eftir landsleik Íslands og Þýskalands á Laugar- dalsvelli þann 6. september s.l., en eins og áður hefur komið fram leikur íslenska landsliðið gegn Þjóðverjum í Hamborg þann 11. október í úr- slitaleik um efsta sætið í 5. riðli undankeppni Evrópumóts landsliða. „Hermann verður frá vegna meiðsla í rúma viku til viðbótar og ég býst ekki við honum fyrr en í leiknum gegn Liverpool,“ segir Curbishley en Hermann er meiddur á hné og var í fyrstu gert ráð fyrir því að hann væri frá í 2 vikur. Charlton tekur á móti Liverpool á heimavelli sín- um The Walley í Lundúnum þann 28. september. Hermann enn frá vegna meiðsla Fjölmargir handknattleiksmennfrá Íslandi hafa leikið í Þýska- landi síðan Geir Hallsteinsson reið á vaðið fyrir 30 árum, 1973. Þá gekk hann til liðs við Göpp- ingen, með því hafa síðan leikið margir íslenskir landsliðsmenn – nú er HK- maðurinn Jaliesky Garcia í herbúð- um liðsins. Áður hafa bræðurnir Gunnar og Ólafur Einarssynir leikið með liðinu, Þorbergur Aðalsteins- son, Ágúst Svavarsson og Rúnar Sigtryggsson. Geir lék eitt keppnistímabil með Göppingen í efstu deild, en þá var leikið í tveimur riðlum í 1. deild – norður og suður. Axel Axelsson og Ólafur H. Jóns- son léku með Dankersen Minden þegar liðið fagnaði Þýskalandsmeist- aratitlinum eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í norðurriðli 1977. Dankersen lék þá til úrslita við Grosswallstadt og skoraði Axel sig- urmark Dankersen úr vítakasti þeg- ar 20 sek. voru til leiksloka, 21:20. Dankersen varð síðasta liðið til að fagna meistaratitli áður en Þjóðverj- ar tóku upp núverandi fyrirkomulag, að leikið í einni 1. deild og tveimur deildum í 2. deild, norður og suður. Fjórir íslenskir landsliðsmenn voru í sviðsljósinu þegar Þjóðverjar gerðu breytingarnar keppnistíma- bilið 1977–1978. Það voru þeir Axel og Ólafur H., Gunnar Einarsson, sem lék með Göppingen og Einar Magnússon, sem lék með Hannover, eftir að hafa verið í herbúðum Hamburger SV. Í kjölfarið komu síðan leikmenn eins og Björgvin Björgvinsson, TV Grambke í Bremen, Gunnar Einars- son lék með honum hjá liðinu, Jón Pétur Jónsson, Dankersen, Ágúst Svevarsson, Göppingen, Viggó Sig- urðsson, Bayer Leverkusen. Síðan fóru þeir Bjarni Guðmunds- son og Sigurður Valur Sveinsson í víking til Þýskalands og léku saman með Netterstedt, Sigurður fór síðan til Lemgo, þar sem hann gerði garð- inn frægan og varð markakóngur Þýskalands 1985. Þá hafði ný kynslóð leikmanna frá Íslandi gert innrás í Þýskaland og voru það leikmenn eins og Alfreð Gíslason, Essen, Páll Ólafsson, Dankersen Minden og Düsseldorf, Atli Hilmarsson, Bergkamen og Günzburg, Kristján Arason, Gumm- ersbach. Frá Þýskalandi til Spánar Spánverjar horfðu til Þýskalands á þessum árum og voru ákveðnir að tryggja sér Norðurlandabúa sem léku þar. Kristján Arason, sem var Þýskalandsmeistari með Gummers- bach 1988, gekk til liðs við Teka í Sandander það ár og þá gerðist Atli leikmaður með Granolles, Alfreð, sem varð Þýskalandsmeistari með Essen 1986 og 1987, gerðist liðsmað- ur með Bitasoa og Sigurður Sveins- son klæddist búningi Atletico Madr- id. Þjóðverjar yngja upp Maður kemur í manns stað. Þó svo að þýsk lið hafi horft á eftir íslensk- um leikmönnum til Spánar, héldu þeir áfram að sækjast eftir leik- mönnum frá Íslandi. Næstir til að fara þangað voru landsliðsmenn eins og Héðinn Gils- son, Sigurður Bjarnason, Konráð Olavson, Júlíus Jónasson, Róbert Sighvatsson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson, Patrekur Jó- hannesson, Jón Kristjánsson, Guð- mundur Hrafnkelsson, Geir Sveins- son, Páll Þórólfsson, Rúnar Sig- tryggsson, Heiðmar Felixson, Magnús Sigurðsson, Gústaf Bjarna- son, Julian Róbert Duranona og Valdimar Grímsson. Þess má til gamans geta að Ólafur, Dagur, Geir og Valdimar léku allir með Wuppertal undir stjórn Viggó Sigurðssonar, en Heiðmar lék síðar með liðinu. Sagan endurtekur sig Það má segja að sagan sé nú að endurtaka sig, því að enn á ný fara íslenskir landsliðsmenn til Spánar – Patrekur og Heiðmar leika með Bidasoa og Ólafur Stefánsson, sem varð Þýskalandsmeistari og Evrópu- meistari með Magdeburg, gekk til liðs við Ciudad Real. Enn á ný eru undir leikmenn frá Íslandi byrjaðir að láta að sér kveða í 1. deildar keppninni í Þýskalands, eins og Snorri Steinn Guðjónsson, Grosswallstadt, Sigfús Sigurðsson, Magdeburg, Gylfi Gylfason, Wil- helmshovener, Einar Örn Jónsson, Wallau-Massenheim, Gunnar Berg Viktorsson, Wetzlar og Guðjón Val- ur Sigurðsson, Essen. Aðrir leikmenn sem leika með 1. deildar liðum eru Róbert Sighvats- ENN einu sinni hafa þýsk hand- knattleikslið horft á eftir ís- lenskum landsliðsmönnum halda til Spánar eða að þeir hafa ákveðið að snúa heim. Sigurður Bjarnason, sem hefur leikið Ís- lendinga mest í 1. deildar keppninni í Þýskalandi – 222 leiki með Grosswallstadt, Dank- ersen Minden, Bad Schwartau og Wetzlar, er orðinn þjálfari og leikmaður með Stjörnunni og til liðsins hefur einnig gengið Gústaf Bjarnason, Willstätt og Dankersen Minden. Ólafur Stef- ánsson, Magdeburg, sem var útnefndur leikmaður ársins tvö ár í röð, 2001 og 2002, er farinn til Spánar og einnig Patrekur Jóhannesson, fyrirliði Essen. Julian Róbert Duranona, Eis- enach og Wetzlar, er hættur að leika. Og enn á ný hefur hópur ungra landsliðsmanna haldið í víking og herja í Þýskalandi. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson Patrekur Jóhannesson er kominn til Bitasoa á Spáni. Ólafur Stefánsson leikur með Ciudad Real á Spáni. Íslendingar herja í Þýskalandi ALAN Pardew hefur fengið þvíframgengt að samningi hans viðenska 1. deildarliðið í knattspyrnu,Reading verði rift og hefur Pardew hafið störf sem knattspyrnustjóri West Ham sem leikur í sömu deild. Forráðamenn Reading vildu ekki að Pardew færi frá félaginu þar sem hann var enn samningsbundinn og fór málið fyrir dómstóla þar sem Pardew og West Ham fengu vilja sínum framgengt.  PARDEW tekur við starfinu af Glenn Roeder sem var sagt upp störfum á dögunum, en Pardew hef- ur ekki mætt til vinnu hjá Reading undanfarna daga vegna málsins.  STUÐNINGSMENN enska liðsins Manchester United um víða veröld hafa sett af stað áætlun sem á að koma í veg fyrir að félagið verði keypt af fáum fjársterkum aðilum líkt og gerðist í sumar er Roman Abramovitsj keypti meirihlutann í Chelsea.  MANCHESTER United er hluta- félag og ætla stuðningsmenn liðsins að sameinast um að kaupa hlutabréf í félaginu komi til þess að óþekktir aðilar sýni áhuga á að ná yfirhönd- inni í félaginu. „Ef þeir dýfa fæti í vatnið okkar munum við bíta af þeim tærnar“ segir talsmaður stuðnings- manna við enska fjölmiðla í gær en á níunda áratug síðustu aldar komu stuðningsmenn liðsins í veg fyrir að fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch næði að kaupa meirihluta í félaginu.  ÞAÐ hafa margir áhorfendur mætt á leiki í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu það sem af er keppn- istímabilinu og er allt útlit fyrir að nýtt áhorfendamet verði sett í haust þegar deildarkeppninni lýkur. Aft- enposten greinir frá því að aukning- in sé um 500 áhorfendur að meðaltali á hvern leik og spáir því að heild- artalan verði um 1,2 millj. áhorfenda. FÓLK KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla KR - Fjölnir .........................................101:87 Valur - ÍS................................................65:69 Staðan: KR 3 3 0 303:197 6 ÍR 2 2 0 201:177 4 Fjölnir 3 1 2 262:290 2 Ármann/Þróttur 2 1 1 169:168 2 ÍS 3 0 3 193:227 2 Valur 4 0 4 211:290 0 KEILA Íslendingar urðu í 40. sæti af 54 liðum í liða- keppni í heimsmeistaramótinu í keilu. Svíar urðu heimsmeistarar, Bandaríkjamenn í öðru sæti og Sameinuðu arabísku fursta- dæmin í því þriðja. Í kvennaflokki urðu konur frá Malasíu heimsmeistarar, Svíar náðu öðru sæti og Kólumbía því þriðja. ÚRSLIT SIGURÐUR Valur Sveinsson er sá íslenski handknattleiks- maður sem hefur skorað flest mörk að meðaltali í leik í 1. deildar keppninni, eða 5,78 mörk að meðaltali. Ólafur Stefánsson kemur fast að hæl- um hans með 5,33 mörk að meðaltali í leik. Hér er listinn yfir þá leik- menn sem hafa skorað mest – leikir og mörk: Ólafur Stefánsson ....193 1.040 Sigurður V. Sveinss. .144 832 Patrekur Jóhanness.195 722 Sigurður Bjarnason..222 714 Héðinn Gilsson...........134 640 Julian R. Duranona...136 596 Alfreð Gíslason..........128 574 Róbert Sighvatsson...159 461 Gústaf Bjarnason ......117 405 Axel Axelsson ............ 85 364 Julian R. Duranona... 79 304 Páll Ólafsson.............. 71 257 Bjarni Guðmundsson 76 224 Kristján Arason......... 51 200 Þeir hafa skorað mest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.