Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í GREIN í Mbl. í gær (17/9) er fjallað um hversu mikilvægt það sé að fag- stéttir séu menntaðar á sviði barna- verndar. Ánægjulegt er að Morgun- blaðið hafi ákveðið að gera þessu mikilvæga máli ítarleg skil. Í grein- inni leggur blaðamaður einkum áherslu á það sem betur megi fara varðandi menntun fagstétta en minna er fjallað um þá kennslu og samstarf við vettvang sem er þegar fyrir hendi. Því viljum við fyrir hönd greina sem kenndar eru við fé- lagsfræðiskor HÍ: félagsráðgjafar, tómstundafræði og námsráðgjafar koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Félagsráðgjöf og barnavernd Eitt af meginstarfsviðum fé- lagsráðgjafa eru störf á sviði barna- verndar. Kennsla um starfshætti og eðli barnaverndar er veitt í sérstök- um námskeiðum og samþætt í fjöl- mörg námskeið í grunnnámi í fé- lagsráðgjöf (sem er 4 ára nám til BA prófs með starfsréttindum). Kennsla er ýmist í höndum kennara við HÍ eða sérfræðinga af vettvangi. Strax á fyrsta námsári fer fram kynning á barnavernd í námskeiðinu Félagsmálastefnur, velferð og vandi. Á öðru ári taka allir nemendur í fé- lagsráðgjöf námskeiðið Ofbeldi og vanræksla í fjölskyldum. Í nám- skeiðslýsingu segir: „Fjallað er um kenningar, orsakir, eðli og umfang ofbeldis og vanrækslu og mismun- andi birtingarform í nánum sam- skiptum. Þar á meðal ýmsar gerðir vanrækslu, andlegt og líkamlegt of- beldi, kynferðislega misbeitingu, sifjaspell og nauðganir. Jafnframt verður fjallað um ofbeldi milli systk- ina, ofbeldi milli foreldra og áhrif þess á börn og ofbeldi gegn öldruð- um. Enn fremur er fjallað um lög- gjöf, úrræði og forvarnarstarf, vinnu- aðferðir, viðhorf og viðbrögð fag- fólks.“ Á þriðja ári taka nemendur nám- skeiðið Félagsmálalöggjöf II sem fjallar um barnavernd sifja-, barna- og refsirétt. Þar hafa sérfræðingar frá Barnaverndarstofu, félagsráð- gjafi og lögfræðingur verið kennarar um árabil. Sérfræðingar Barna- verndarstofu hafa sem stundakenn- arar í félagsráðgjöf kennt þá náms- þætti sem lúta að barnavernd og framkvæmd barnaverndar, en nú er kennslan einkum í höndum lektors í félagsráðgjöf sem er sérmenntaður á sviði barnaverndar. Námskeiðið er byggt uppá fyrirlestrum og skipu- lögðum kynnisferðum og því eru skipulagðar kynnisferðir til Barna- verndarstofu og Barnahúss hluti námsefnis. Á þriðja ári taka nemend- ur einnig ýmis námskeið sem lúta að vinnulagi og aðferðum félagsráðgjafa og þar er með margvíslegum hætti fjallað um barnaverndarvinnu og vinnubrögð sérfræðinga á því sviði. Á fjórða ári taka nemendur nám- skeið í Fjölskyldumeðferð- fjöl- skylduvinnu og í Vinnuaðferðum með börnum og unglingum þar sem sér- stök áhersla er lögð á helstu einkenni og vandamál sem börn og unglingar eiga við að etja og vinnuaðferðir sem tengjast sértækum vanda eru kynnt- ar. Þá er athygli beint að stöðu barna með tilliti til þeirrar þjónustu sem þau fá og réttarstöðu þeirra. Á loka- árinu hafa einnig verið skipulagðar fræðsluferðir til Stígamóta sem hluti af námskeiði þar sem kenndar eru aðferðir í hóp- og samfélagsvinnu. Félagsráðgjöf leggur áherslu á að efla tengsl við vettvang og liður í því er formlegur samstarfssamningur við Barnaverndarstofu og fleiri stofn- anir sem starfa á sviði barnaverndar. Í framhaldsnámi í félagsráðgjöf (MSW og MA) er einnig lögð áhersla á barnavernd bæði í kennslu og rann- sóknum. Námsráðgjöf Í námi í námsráðgjöf hefur Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, um árabil kynnt starfs- hætti barnaverndaryfirvalda í mál- stofu í námsráðgjöf. Skyldur náms- ráðgjafa hvað varðar hlutverk þeirra gagnvart barnaverndaryfirvöldum eru til umfjöllunar í öðrum námskeið- um í greininni þar sem það á við og skipar sú umfjöllun æ stærri þátt í námi námsráðgjafa. Tómstundafræði Tómstundafræði er ný námsleið við Félagsvísindadeild og kennd sem 45 eininga diplómanám eða 30 ein- inga aukagrein, í samstarfi við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur. Í tómstundafræði er kennt nám- skeiðið Velferð barna – barnavernd af Freydísi Jónu Freysteinsdóttur, lektor í félagsráðgjöf. Markmið nám- skeiðsins er að kynna starf barna- verndaryfirvalda með áherslu á hlut- verk þeirra sem starfa á vettvangi frímtímans hvað varðar tilkynning- arskyldu til barnaverndaryfirvalda. Námskeiðið er opið öðrum nemend- um. Námskeiðslýsing er svohljóð- andi: „Fjallað er um uppbyggingu þess kerfis sem viðkemur barna- vernd, þ.e. barnaverndarnefndir, kærunefnd barnaverndarmála, Barnaverndarstofu og félagsmála- ráðuneytið. Jafnframt er fjallað um skilgreiningar á misbresti á uppeldi barna, áhættuþætti misbrests og um tilkynningarskyldu til barnaverndar- nefnda. Að lokum er fjallað um ferli barnaverndarmála, þ.e. tilkynningar, könnun mála, áætlanagerðir, stuðn- ingsúrræði og þvingunarúrræði.“ Námskeiðið er einkum ætlað nem- endum í tómstundafræði en er opið nemendum í öðrum skyldum grein- um. GUÐNÝ er lektor í félagsráðgjöf og formaður félagsfræðiskorar. HELGI er prófessor í félagsfræði og varaformaður félagsfræðiskorar. Vegna greinar um mikilvægi tilkynn- ingaskyldu og ábyrgð fagstétta Frá Guðnýju Björk Eydal og Helga Gunnlaugssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.