Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing SJÁLFSTÆÐU leikhúsin í landinu standa fyrir að minnsta kosti 75 leiksýningum í vetur, að sögn Fel- ix Bergssonar, formanns Bandalags sjálfstæðra leikhúsa. „Sjálfstæðu sviðslistirnar eru að verða æ sterkari í ís- lensku sviðslistaum- hverfi. Okkar statistík sýnir þetta, og ég held að glæsilegt vetrarpró- gramm sjálfstæðu leik- húsanna í vetur staðfesti það enn frekar,“ segir Felix, en gróskuna segir hann meðal annars mega rekja til þess að mennt- uðu leikhúsfólki fjölgi umfram það sem stofn- analeikhúsin geti tekið við og þess að átak hafi verið gert í að efla fagleg vinnubrögð innan sjálfstæðu leikhúsanna og bandalags þeirra. Af 75 sýningum er 41 ný, og það vekur líka athygli að á dagskrá sjálfstæðu leikhús- anna í vetur verða sýnd um 25 ný íslensk verk. „Ég nefni bara sem dæmi nýtt verk Kristínar Ómarsdóttur, Vinur minn heimsendir, sem var frumsýnt hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöld; Ráðalausa menn, eftir Siguringa Sigurjónsson, sem sýnt er í Tjarnarbíói núna, og nýjan einleik eftir Þorvald Þorsteinsson sem saminn er fyrir Arnar Jónsson í tilefni af 40 ára leikafmæli hans.“ Sjálfstæðu leikhúsin eiga í öflugu samstarfi við Borgarleikhúsið og verða með níu sýningar þar í vetur. 25 íslensk verk hjá sjálfstæðu leikhúsunum  75 sýningar/25 BANKARÆNINGI vopnaður eggvopni rændi útibú Íslandsbanka í Lóuhólum í Efra-Breiðholti um klukkan 15 í gærdag. Komst hann undan á hlaupum með ránsfenginn, en ekki hefur fengist upplýst hversu hárri upphæð var rænt. Ræninginn, sem var enn ófundinn þegar Morg- unblaðið fór í prentun, stökk yfir gjaldkerastúku með eggvopn í höndum og hafði á brott með sér peninga. Starfsfólk bankans veitti honum eftirför, en missti af honum á hlaupum. Lögregla leitaði mannsins í gær, m.a. með aðstoð leitarhunda. Maður á táningsaldri Vitni að atburðinum sagði að maðurinn hefði virst vera á táningsaldri, í blárri dúnúlpu, svörtum buxum og með dökkan trefil um hálsinn. Ekki er vitað hvort myndir náðust af manninum með ör- yggismyndavélum bankans, en hann mun hafa hul- ið andlit sitt með trefli. Lögregla rannsakar nú upptökurnar. Starfsfólk bankans fékk áfallahjálp eftir ránið, en Jón Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Íslands- banka, vildi í gær ekki staðfesta hvort maðurinn hefði ógnað starfsfólkinu. Maðurinn stökk yfir gjaldkerastúkuna með vopn í höndum sem líktist hnífi.Morgunblaðið/Júlíus Sérfræðingur tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík rannsakar brotavettvang í gjald- kerastúkunni í Íslandsbanka í Lóuhólum í gær. Hann leitar m.a. að fingraförum. Framdi vopn- að banka- rán í Efra- Breiðholti  Hljóp út/4 FLUGFÉLAGIÐ Air Atlanta hefur undirritað saming við Lufthansa Cargo í Þýskalandi um þjónustuleigu á þremur Boeing 747-fraktvélum, sem verða í Frankfurt, og er andvirði samningsins um 20 milljarðar króna. Vélarnar hefja flug í júní og júlí á næsta ári. Samningurinn er til þriggja ára með ákvæðum um möguleika á framlengingu allt frá sex mánuðum til tveggja ára. Air Atlanta mun kaupa vél- arnar, sem eru nú þegar í rekstri hjá Lufthansa Cargo, og verður kaupsamningur undirritaður áð- ur en þjónustuleigan hefst á næsta ári, segir Hafþór Haf- steinsson, forstjóri Atlanta. „Við erum mjög ánægð með þennan stærsta samning sem við höfum gert í sögu félagsins, sem kemur til með að treysta und- irstöður rekstrarins verulega til komandi ára og bjóða viðskipta- vini okkar, Lufthansa Cargo, meiri sveigjanleika í þeirra rekstri,“ segir Hafþór. Vélarnar munu m.a. fljúga til Bandaríkjanna, Sameinuðu ar- abísku furstadæmanna, Sádi-Ar- abíu, Indlands, Sri Lanka og Hong Kong. Flugliðar frá Atl- anta munu manna vélarnar og tæknimenn Atlanta ásamt öðru starfsliði sjá um viðhald og af- greiðslu vélanna. Að þessu verk- efni munu koma tæplega eitt hundrað manns. Þriggja ára samningaferli „Við höfum unnið að þessum samningi með Lufthansa Cargo undanfarin 3 ár með hléum vegna ástandsins í flugheiminum og töfum innanhúss hjá Luft- hansa Cargo, en höfðum sigur þegar stjórn Lufthansa sam- þykkti samninginn á miðvikudag í þessari viku,“ segir Hafþór. Wolfgang Mayrhuber, for- stjóri Lufthansa-móðurfélagsins, sagði við samþykkt samningsins að samhliða ákvörðun Lufthansa Cargo um að einbeita sér að MD11-fraktvélum í eigin flota og láta Atlanta um að reka Boeing 747-fraktvélarnar, myndi styrkja Lufthansa Cargo til frambúðar, draga úr kostnaði og gera rekst- urinn samkeppnishæfari og sveigjanlegri. Air Atlanta leigir flugvélar af gerðunum Boeing 747, 757 og 767 til flugfélaga vítt og breitt um heiminn þegar þörf er fyrir aukna flutningsgetu. Nú eru tuttugu og sjö flugvélar í rekstri hjá Atlanta. Air Atlanta hefur gert 20 milljarða króna samning um leigu á þremur flugvélum frá Lufthansa Cargo Stærsti viðskipta- samningur í sögu flugfélagsins Ný Boeing 747-200-flugvél með nýjum merkingum Atlanta. KRAKKARNIR á leikskólanum Flúðum á Akur- eyri virtust sáttir við fyrsta snjó haustsins á Norðurlandi í gær. Þau notuðu tækifærið og bjuggu til snjókarla og snjókerlingar. Ekki er að sjá annað en að þau séu ánægð með árangurinn. Morgunblaðið/Kristján Ánægja með snjóinn ÓSKAR F. Jónsson, höfundur verðlaunahugmynd- ar samkeppninnar Nýsköpun 2003, segir að hug- myndina hafi hann fengið út frá harðkornadekkj- um. Óskar hyggst framleiða margvíslegar tegundir af skóm og skósólum með harðkornum. Hann segist hafa verið að þróa hugmyndina í gegn- um árin en um sé að ræða nauðsynjavöru. „Til að mynda detta að jafnaði um 25 þúsund manns á jafnsléttu í Bandaríkjunum á degi hverjum. Grip skósóla við blautar eða hálar aðstæður er almennt ekki nægjanlega gott. Skósólar með harðkornum gefa betra grip og möguleikarnir eru því fjölmarg- ir,“ sagði Óskar í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að nú taki við að reyna að fá stóra skóframleiðendur til að taka þátt í verkefninu með honum. Harðkorna- dekkin kveiktu hugmyndina  Harðkornaskósólar/12 RÍKISKAUP hafa auglýst eftir tilboðum í sérfræðiráðgjöf vegna byggingar tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar í Reykjavík, en gert er ráð fyrir að bygging geti hafist seint á árinu 2006. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar TR ehf., sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg stofnuðu til að annast framkvæmd samkomu- lags um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Aust- urhöfn, segir að gengið sé út frá því að þessi framkvæmd verði einkaframkvæmd, þó öðrum leið- um verði ekki lokað. Hún feli það í sér að sá sem geri samninginn og ætli að byggja, fjármagna, hanna og reka húsið ráði sína ráðgjafa, „en við viljum sjálfir ráða okkur sérfræðiráðgjafa, sem tryggir að hljómburðurinn verði eins góður og mögulegt er, að tæknibúnaðurinn sé eins og starfsemin krefst og að annað verði eins og best verður á kos- ið,“ segir Stefán. „Það er þetta verkefni sem við erum að bjóða út.“ Á vefsíðu Ríkiskaupa kemur fram að verkefnið í fyrsta áfanga nær til „þarfagreiningar og for- sagnar, áætlunar um rekstur, forsagnar um stærðir og eigin- leika, tæknilegra krafna varð- andi hljómburð, hljóðeinangrun og tæknibúnað, aðstoðar við for- val og útboð, auk eftirlits með endanlegri hönnun“. Ríkið og borgin ætla að fjár- magna tónlistarhúsið og ráð- stefnumiðstöðina en hugmyndin er að einkaaðilar fjármagni hótel. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss Auglýst eft- ir tilboðum í sérfræði- ráðgjöf ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.