Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar HermannGrímsson var fæddur að Húsavík við Steingrímsfjörð 9. febrúar 1907. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 11. september. For- eldrar hans voru hjónin Ragnheiður Kristín Jónsdóttir og Grímur Stefánsson bóndi. Gunnar stundaði nám í unglingaskóla að Heydalsá, lauk bú- fræðiprófi frá Hvann- eyrarskóla 1927, stundaði sjálfs- nám og naut einkakennslu í bókfærslu og viðskiptagreinum. Hann var kennari að Heydalsá 1928–1932 og sýsluskrifari á Borð- eyri 1933. Hann var bankaritari á Eskifirði 1934–1937, kaupfélags- stjóri á Skagaströnd 1937 til 1955, kennari við Samvinnuskólann á Bifröst 1955–1962. Hann flutti til Reykjavíkur 1962 og gerðist fulltrúi og síðar starfsmannastjóri SÍS og gegndi því starfi til 1975, en lét þá af föstu starfi og gerðist skjala- og bókavörður SÍS til starfsloka. Gunnar tók mikinn þátt í fé- lagsmálum, var formaður Ung- mennasambands Strandamanna, í stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar og formaður Framsókn- arfélags Stranda- manna. Hann átti sæti í hreppsnefnd á Eskifirði og Höfða- kaupstað, sat í sýslu- nefnd Austur-Húna- vatnssýslu 1939– 1955, var formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Vesturlandskjör- dæmi 1961–1962. Sat lengi í miðstjórn Framsóknar- flokksins, var endurskoðandi KRON frá 1968 um nokkur ár. Gunnar kvæntist 19. október 1934 Sigurlaugu Helgadóttur frá Gilsstöðum í Hrútafirði. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Skarphéð- insdóttir og Helgi Þórðarson er þar bjuggu. Gunnar og Sigurlaug eignuðust einn son, Gunnar Gauta dýralækni í Borgarnesi, sem kvæntur er Steinunni Árnadóttur tónlistarkennara frá Brennistöð- um í Flókadal og eiga þau þrjú bön. Útför Gunnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Er nokkuð eðlilegra en að aldraður maður kveðji þetta líf, sáttur og sadd- ur lífdaga, eftir langan og farsælan feril á því tilverusviði sem mönnum er gefið á þessari jörð? Þegar miklu og árangursríku ævistarfi er lokið verð- ur hvíldin kærkomin. Tjald er dregið fyrir sjónarsvið jarðneskrar veraldar og bak við það fáum við ekki að sjá. En hérna megin stöndum við sem með honum áttum lengri eða skemmri samleið, hugurinn fullur af minningum þess sem liðið er og aldrei kemur aftur, söknuði eftir hugstæð- um samverustundum og þakklæti fyrir allt sem hann var og vann. Leiðir okkar Gunnars Grímssonar lágu fyrst saman, þegar við hófum störf við Samvinnuskólann að Bifröst á fyrsta starfsári hans þar haustið 1955 og tókum snemma í september að undirbúa starf skólans á komandi vetri undir stjórn Guðmundar Sveinssonar skólastjóra. Þó að skól- inn ætti að baki nærri fjögurra ára- tuga starf í höfuðborginni var nýtt skeið í sögu hans að hefjast þar uppi í Grábrókarhrauni og miklu skipti að vel væri staðið að undirbúningi, að ekki yrði gengisfall á virtri stofnun. Þessar fyrstu vikur eru mér ríkar í minni, ekki síst sú gleði og eftirvænt- ing, sem fylgdi því að leggja grund- völl að stofnun, sem var í sjálfu sér ný og nýstárleg, því að segja mátti að gamalt tré hefði verið tekið upp með rótum og flutt í nýtt umhverfi. Sköp- un eðlilegs jafnvægis milli hins gamla, sem nafn og saga skólans flutti með sér, og þess nýja, sem byggt var á nýjum straumum og stefnum, sumum sóttum til annarra landa með sama hætti og þær hug- myndir sem skólinn upphaflega byggði á, var ekki vandalaust verk- efni og um það snerust umræður og hugsanir okkar þriggja félaga þessa haustdaga. Litlu síðar bættist Hróar Björnsson í okkar hóp. Ekki síður eru mér rík í huga kynnin við starfsfélagana og hvernig þeir hver með sinum hætti mótuðu viðhorf mín til starfs og verkefna og mörkuðu spor í lífsskoðun mína. Sá sem þetta ritar er nú einn lifandi fjór- menninganna sem sinntu kennslu fyrsta vetur Samvinnuskólans að Bif- röst. Margar minningar eru tengdar þessum árum og þeim góðu drengj- um sem nú eru horfnir. Allar eru þær ljúfar og góðar og notalegt að ylja sér við þær. Gunnar var elstur okkar, átti að baki fjölbreyttan starfsferil við kennslu, verslunar- og stjórnunar- störf, en hafði auk þess mikla og margþætta félagsmálareynslu. Hann var búfræðingur frá Hvanneyrar- skóla, en hafði auk þess með sjálfs- menntun og starfi aflað sér þekking- ar á mörgum sviðum og af uppeldi og reynslu tileinkað sér þá eiginleika, sem best duga í mannlegum sam- skiptum, vandlega íhugun hvers máls, gætni og varfærni í ákvörðun- um og festu til að fylgja eftir því sem samviskan sagði honum að væri satt og rétt. Þessir eiginleikar Gunnars voru ómetanlegir í því samstarfi sem þarna hófst og einmitt með þessari hljóðlátu íhygli tókst honum að beina ýmsum hugmyndum, sem við sem yngri vorum vildum grípa á lofti, inn á þær brautir, sem reynslan sýndi að urðu farsælar í raun. Vil ég fullyrða, að það að njóta krafta Gunnars, glöggskyggni hans, víðsýni og reynslu við undirbúninginn og í skólastarfinu fyrstu árin hafi verið stofnuninni ómetanlegt og verka hans hafi séð þar lengi stað. Á reglubundnum fundum kennara var Gunnar löngum ritari og það var lærdómsríkt hvernig honum tókst með fáum meitluðum setningum að draga saman niðurstöður langra og stundum ruglingslegra umræðna um málefni skóla, náms og nemenda. Þar kom skýrt fram, hversu létt hann átti með að greina hvað skipti máli, hver voru aðalatriðin og hvernig hægt var að koma þeim til skila á greinargóðan hátt. Kennslugreinar Gunnars voru á sviði bókhalds og verslunarstarfa og þar ruddi hann nýjar brautir með kennslu í „Taylorix“-bókhaldi, sem var fyrirrennari vélabókhalds, en einnig í búðarstörfum og mun það vera fyrsta tilraun til kennslu í þeirri grein hérlendis og almennri vöru- fræði, en hann tók saman kennslubók í henni á fyrsta starfsári sínu við skól- ann og veit ég ekki um aðra eldri. Árið 1960 tók Gunnar við starfi yf- irkennara, en í því fólst meðal annars umsjón með reikningshaldi skólans og öll fjárhagsleg samskipti við nem- endur. Því starfi sinnti hann með hin- um mestu ágætum og komu þar mætavel í ljós samskiptahæfileikar hans, prúðmennska og orðheldni sem af bar. Hann lifði eftir kjörorðinu „orð skulu standa“ og allir gátu treyst því að það sem Gunnar sagði stóð eins vel og örugglega og skriflegur samn- ingur. Þá var ekki síður ánægjulegt að setjast niður með Gunnari og hans ágætu konu, Sigurlaugu Helgadótt- ur, á heimili þeirra eða við önnur tækifæri, þegar dagsönn sleppti. Hann var maður fróður og vel heima á mörgum sviðum menningar og þjóðfélagsmála og hafði gaman af að rökræða það sem efst var á baugi. Um þær stundir á ég margar ljúfar minningar. Þá var alltaf auðvelt að leita til hans um góð ráð og marg- víslega liðveislu, bæði á vettvangi skólastarfsins og annars þess er verið var að sýsla við í félagsmálum eða á öðrum sviðum. Því miður var starfstími Gunnars og þeirra hjóna í Bifröst aðeins sjö ár. Þá var hann kallaður til mikilvægra starfa hjá Sambandinu í Reykjavík. Því sinnti hann til loka starfsævi. Þá strjáluðust fundir. Við sem eftir sát- um að Bifröst söknuðum þeirra hjóna og það voru alltaf vinafundir, er við hittumst hér upp frá eða syðra. Gunnar Grímsson var maður hóg- vær í framgöngu og tali, lágmæltur en skýr í máli, ræðumaður góður og kom skoðunum sínum greinilega til skila í fáum orðum. Hann var vel á sig kominn líkamlega, fríður sýnum, hlýr í viðmóti og svörum, fremur alvöru- gefinn, en glaður og gamansamur í góðum hópi, en það sem öðru fremur einkenndi hann var prúðmennska í sjón og raun, hvar og hvenær sem var. Eftirlifandi kona Gunnars er Sig- urlaug Helgadóttir, sem bjó þeim og syni þeirra, Gunnari Gauta, hlýlegt og smekklegt heimili þar sem gott var að koma. Sigurlaug er glaðvær og hressileg kona, alúðleg og hlý í við- móti og vekur jafnan bros og gleði hvar sem hún kemur. Hún átti drjúg- an þátt í að gera okkur góð og ánægjuleg þau ár sem við störfuðum saman á Bifröst. Þess minnumst við öll með þakklæti. Kæra Sigurlaug og Gunnar Gauti, við Eygló sendum ykkur og fjölskyld- unni einlægar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Gunnars Grímssonar. Snorri Þorsteinsson. Látinn er tengdafaðir minn, Gunn- ar Grímsson. Með haustinu þvarr lík- amsþróttur hans og loks fékk hann langþráða hvíld. Ævi Gunnars var löng og gæfurík. Alla tíð var hann heilsuhraustur og þeim verkefnum sem á herðar hans voru lögð á lífsleiðinni sinnti hann af vandvirkni og trúmennsku. Gunnar ólst upp í Húsavík á Ströndum og sleit hann þar barns- skónum. Hann gekk í Heydalsárskóla sem barn. 18 ára gamall fór hann í GUNNAR HERMANN GRÍMSSON Elskulegur eiginmaður minn, fóstursonur, teng- dasonur, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN BALDUR VALDIMARSSON, Hjarðarholti 15, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi föstu- daginn 12. september. Jarðsett verður frá Selfosskirkju laugardaginn 20. september kl. 13.30. Vilborg Magnúsdóttir, Árný Ólína Sigurjónsdóttir, Helga Jónína Gunnþórsdóttir, Magnús Baldursson, Brynja Marvinsdóttir, Helga Árný Baldursdóttir, Tryggvi Ágústsson, Valdimar Baldursson, Ingibjörg Helga Sveinbjörnsdóttir, Ómar Þór Baldursson, Halla Baldursdóttir, Jón Valur Baldursson, Sigrún Jónsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, AXEL A. KRISTJÁNSSON, Álagranda 8, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu- daginn 8. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum starfsfólki Skógarbæjar sérstaklega fyrir góða umönnun. Ágústa Axelsdóttir, Þorsteinn Snædal, Daði Ingólfsson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Óttar Snædal. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Framnesvegi 17, Keflavík, lést miðvikudaginn 17. september. Matthías Baldur Einarsson, Þorsteinn Arnberg, Helga Arnberg Matthíasdóttir, Erlendur Yngvason, Guðbjörg Arnberg Matthíasdóttir, Kjartan Gunnarsson, Matthías Arnberg Matthíasson, Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhanna Arnberg Matthíasdóttir, Benedikt Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, SIGURBERG ÞÓRARINSSON, Langagerði 106, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 18. september. Fyrir hönd vandamanna, Ingigerður Steindórsdóttir, Jórunn Sigurbergsdóttir, Pálmi Ólafsson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR, Vallargötu 17, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 17. september. Jarðarförin auglýst síðar. Hafsteinn Magnússon, Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, Torfi Rúnar Kristjánsson, Magnús Hafsteinsson, Hrefna Kristjánsdóttir, Hafsteinn Hugi Hafsteinsson, Ástríður Emma Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.