Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 45 FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ hef- ur samþykkt tillögur Afrekssjóðs varðandi úthlutun úr sjóðnum á síð- ari hluta ársins en alls er þar um rúmar sjö milljónir króna að ræða. Mest af því rennur til Frjálsíþrótta- sambandsins, Skíðasambandsins, Handknattleikssambandsins og Knattspyrnusambandsins.  Borðtennissamband Íslands fær styrk að upphæð 150.000 kr. vegna Guðmundar Stephensen sem ætlar að freista þess að ná ólympíulág- marki á úrtökumóti í Lúxemborg í nóvember.  Dansíþróttasamband Íslands fær styrk að upphæð 600.000 kr. vegna Karenar Bjarkar Björgvinsdóttur og Adam Clinton Reeve, sem nýverið urðu heimsmeistarar í 10 dönsum.  Frjálsíþróttasamband Íslands fær viðbótarframlag vegna þriggja af- reksmanna, þ.e. Jóns Arnars Magn- ússonar, Völu Flosadóttur og Magn- úsar Arons Hallgrímssonar, en allir dveljast þessir íþróttamenn lang- dvölum í Svíþjóð. Samþykkt var að veita Jóni Arnari og Völu 800.000 krónur hvoru og Magnúsi Aroni 400.000. Eru greiðslurnar óháðar mánaðarlegum styrkjum sem íþróttafólkið fær.  Fimleikasamband Íslands fær aukinn styrk vegna Rúnars Alexand- erssonar en Rúnar náði ólympíulág- mörkum á HM í áhaldafimleikum sem haldið var í Anaheim í Kaliforn- íu í ágústmánuði, en á því móti varð Rúnar í 12. sæti á bogahesti. Ákvað afrekssjóður að hækka Rúnar í A-flokk styrkþega, þ.e. hann fær 120.000 króna styrk á mánuði frá og með 1. september sl.  Handknattleikssamband Íslands fær 1.500.000 kr. styrk vegna A-landsliðs karla vegna verkefna til áramóta, þ.e. landsleikja og annars undirbúnings karlalandsliðsins. HSÍ hafði fengið áður úthlutað 12.500.000 kr. í upphafi árs.  Knattspyrnusamband Íslands fær 500.000 kr. styrk til handa A-lands- liði kvenna vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppni kvennalandsliða. KSÍ hafði fengið úthlutað í upphafi árs 2.500.000 kr. vegna kvennalandsliðs- ins.  Siglingasamband Íslands fær 300.000 kr. styrk vegna Hafsteins Ægis Geirssonar siglingamanns sem stefnir að því að reyna að komast á Ólympíuleika.  Skíðasamband Íslands fær 1.500.000 kr. styrk vegna skíðalands- liðsins.  Sundsamband Íslands fær 600.000 kr. styrk vegna æfingabúða og und- irbúnings landsliðsins fyrir Ólymp- íuleikana. Einnig var samþykkt að styrkja SSÍ um 400.000 kr. vegna Arnar Arnar- sonar. Styrkir úr Afreks- mannasjóði ÍSÍ HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Re/Max-deildin: Ásgarður: Stjarnan - FH......................19.15 Framhús: Fram - Valur .............................18 Fylkishöll: Fylkir/ÍR - ÍBV ..................19.15 Ásvellir: Haukar - Grótta/KR ...................20 Víkin: Víkingur - KA/Þór......................18.30 Íslandsmót karla, Re/Max-deildin, norð- urriðill: Framhús: Fram - Víkingur .......................20 Hlíðarendi: Valur - Afturelding ................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla: Laugardalsh.: Ármann/Þróttur - ÍR ...20.30 Í KVÖLD ÍSLANDSMEISTURUM ÍBV er spáð sigri í 1. deildar keppninni í handknattleik kvenna. 1. ÍBV 240 2. Haukar 215 3. Valur 214 4. FH 160 5. Stjarnan 155 6. Grótta/KR 128 7. Víkingur 84 9. KA/Þór 62 10. Fylkir/ÍR 41 ÍBV spáð sigri SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, bað Guðna Bergsson, fyrr- verandi fyrirliða félagsins, sl. helgi, um að koma og leika með félaginu næstu mánuðina. Guðni hafnaði því. Guðni var á meðal áhorfenda á leik Bolton og Middlesbrough um síð- ustu helgi og í veislu eftir leikinn ræddi stjórinn við Guðna. „Ég bað Guðna um að koma og spila með okkur, en hann tók það ekki í mál,“ segir Allardyce. Bolton er í nokkrum vanda með vörnina þar sem Florent Laville er meiddur og leikur ekki næsta hálfa árið. Allardyce verður því að leita eitthvert annað en til Guðna til að styrkja vörnina og segist hann vera með leikmann frá Serbíu og annan frá Króatíu til athugunar. Guðni sagði nei við Bolton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.