Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 10

Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Sigurðsson sölumaður hjá Lax-á, sem er leigutaki Ytri Rangár, hefur eftir umsjónarmanni árinnar að nokkrir risahængar, 20–30 punda, hafi stundað það að undan- förnu að synda upp að klakkistu sem er við hylinn Djúpós, og berja hana með sporðunum. Það kemur ekki á óvart, hrygningarskjálfti gerir nú vart við sig hjá umræddum hængum og rjómi kvenþjóðarinnar í Djúpósi er í kistunni, nokkrar stórar hrygn- ur eru geymdar þar til kreistinga síðar í haust. Djúpós er gríðarstór hylur við ár- mót Ytri Rangár, Eystri Rangár og Þverár. Hafa menn séð mjög stóra fiska kafa þar upp í sumar og ein- hverjir 19–20 punda fiskar veiddust þar í júlí. Kistan er á grunnu vatni nærri bakka hylsins og hafa all- nokkrir veiðimenn skilað lifandi hrygnum í hana, einkum stórum hrygnum, 10 til 13 punda, til kreist- ingar vegna seiðaeldisins sem við- heldur göngum í árnar. Eftir því sem liðið hefur á haustið hafa nokkr- ir hængar, gríðarstórir fiskar, vanið komur sínar að kistunni og reiðst er þeir hafa ekki fengið þar óheftan að- gang! Góð útkoma í Flekku Veiði lauk í Flekkudalsá á Fells- strönd hinn 10. september. Veiði- tímabilið er aðeins 70 dagar og er aðeins fluguveiði á þremur dag- stöngum. Jón Ingi Ragnarsson, einn leigutaka árinnar, sagði menn hæst- ánægða með útkomuna í sumar. „Við enduðum í 284 löxum, sem er 50 fleiri en í fyrra. Það var nóg af laxi í ánni í allt sumar og mikill lax eftir til að hrygna. Áin hefur mikið og gott aðdráttasvæði og þrátt fyrir margumtalaða þurrka í sumar og það skelfingarástand sem víða ríkti vegna þeirra, ekki síst í Dölunum, þá varð Flekkan aldrei jafnilla farin og margar ár í nágrenni við okkur,“ sagði Jón Ingi. Jón bætti við að þeir leigutakarn- ir, sem kalla sig Laxmenn, væru sannfærðir um að í allri umræðunni um veiða-sleppa, um góðar og slæm- ar veiðiaðferðir og misjafnt ástand áa, þá væri þeirra leið allt sem þyrfti ef menn teldu að ár þyrftu á vernd að halda. „Flekkudalsá er í góðu ástandi, en fyrirkomulagið sem við höfum sýnir sig að vera framúrskar- andi. Að leyfa aðeins flugu dreifir veiðinni. Menn veiða vel, en sjaldn- ast svo mikið að það fari út í ein- hverja óhæfu. Við höfum ekki kvóta, það hreinlega þarf ekki. Fluguveiðin tryggir það,“ sagði Jón Ingi. Ýmsar tölur Veiði fer að ljúka í Soginu og eru komnir á fjórða hundrað laxar á land sem er með betra móti. Í vik- unni höfðu veiðisvæði SVFR gefið eftirfarandi: Ásgarður 82, Alviðra 90, Bíldsfell 91 og Syðri Brú 30. Þá hefur slatti veiðst í Þrastarlundi og eitthvað til viðbótar á Torfastöðum. Haustveiðin hefur verið prýðileg í Stóru Laxá. Þar veiddi t.d. einn maður 11 laxa á einum degi fyrir skemmstu. Í vikubyrjun voru komn- ir 117 laxar af svæðum 1-2, 86 laxar af svæði 3 og 102 af svæði 4. Þetta er með besta móti úr ánni. Risahæng- ar ráðast á klakkistur ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Einar Falur Veitt við Torfunefsfoss í Flekkudalsá á Fellsströnd. ELÍAS Baldvinsson, slökkviliðsstjóri Vest- mannaeyja, lést þriðju- daginn 16. september, 65 ára að aldri. Elías fæddist 1. júní 1938 í Þykkvabænum, sonur Baldvins Bæringssonar og Þórunnar Elíasdótt- ur. Elías lauk 1. stigi í Stýrimannaskóla Vest- mannaeyja og námi í bifvélavirkjun frá Iðn- skóla Vestmannaeyja. Á sínum yngri árum starfaði Elías við sjó- mennsku á bátum frá Eyjum. Þá starfaði hann sem bifreiðaeftirlits- maður í nokkur ár. Frá árinu 1973 var Elías forstöðumaður Áhaldahúss Vest- mannaeyja. Elías var slökkviliðsstjóri í Vest- mannaeyjum um tveggja áratuga skeið en hann tók við þeirri stöðu árið 1984 og gegndi henni allt til dánardægurs. Elías var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmanna- eyjum árið 1968 og sat m.a. í stjórn klúbbsins sem forseti auk annarra stjórnarstarfa. Eftirlifandi eiginkona Elíasar er Halla Guðmundsdóttir, en þau eign- uðust átta börn. Andlát ELÍAS BALDVINSSON „STAÐA mála nú er sú að það er mjög líklegt að það muni takast,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrú R-listans, um mögu- lega orkuöflun OR og Hitaveitu Suð- urnesja vegna stækkunar Norður- áls. Á fundi borgarstjórnar í gær sagði hann engin sérstök ljón í veg- inum til að af þessu verði en flýta þurfi framkvæmdum sem þessi orkufyrirtæki ráðgerðu að fara í síð- ar. Eins og fram hefur komið hætti Landsvirkjun við gerð Norðlinga- ölduveitu sem átti að útvega orku vegna fyrirhugaðrar stækkunar Norðuráls á Grundartanga. For- svarsmenn OR og HS könnuðu þá strax hvort fyrirtækin gætu ekki út- vegað nauðsynlega orku svo ekki þyrfti að fresta framkvæmdunum. Alfreð sagði þetta gríðarlega mikil- vægt fyrir atvinnulíf á suðvestur horninu og hagkerfið í heild, að af þessum framkvæmdum yrði. Upplýsti hann að einhugur hafi verið um þetta í stjórn Orkuveitunn- ar fyrr í vikunni og var forstjóranum falið að halda áfram samningsvið- ræðum við Norðurál. „Ég tel ekkert því til fyrirstöðu að þetta gangi eft- ir,“ sagði Alfreð. Guðlaugur Þór Þórðarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni, hrós- aði Alfreð fyrir skjót viðbrögð og fyrirhyggju í málinu og tók undir að þetta væri mikilvægt fyrir atvinnu- lífið. Reyndar kom Guðlaugur sjálf- um sér á óvart og sagðist aldrei hafa hrósað borgarfulltrúa R-listans jafn mikið og Alfreð af þessu tilefni. Venjulega þegar hann tæki sér nafn borgarfulltrúans sér í munn sé það vegna gagnrýni á störf hans. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, sagði það reyndar fara Guðlaugi síður að hrósa Alfreð og óskaði Guðlaugur þá eftir ráðlegg- ingum hvernig hann ætti að hrósa borgarfulltrúum R-listans. Stjórnarformaður OR um stækkun Norðuráls Orku- öflun ætti að takast SVAVAR Gestsson sendiherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra verða í dag viðstödd fyrir hönd íslenskra stjórnvalda minn- ingarathöfn um Önnu Lindh utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, sem lést eftir árás í verslunarmiðstöð í Stokkhólmi í síðustu viku. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ætlaði að vera viðstaddur athöfn- ina en hann er veðurtepptur í Bandaríkjunum. Við athöfnina verða einnig Össur Skarphéðins- son formaður Samfylkingarinnar og Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður. Þeir eru þar í boði sænska jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Verða viðstödd minningar- athöfn um Önnu Lindh Í ÚTBOÐSGÖGNUM Landsvirkjunar fyrir stöðvarhús og stíflu Kárahnjúkavirkjunar var tek- ið fram að verktakar væru skuldbundnir til að efna gildandi kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífs- ins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og virkjanasamninginn sömuleiðis. Einnig kemur fram að samningarnir gera ráð fyrir að ekki verði mismunaði í launagreiðslum eftir þjóðerni. Impregilo átti sem kunnugt er lægsta tilboð í útboðinu og í samningi fyrirtækisins við Lands- virkjun upplýsa Ítalirnir að þeir hafi kynnt sér lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði. Staðfestir Impregilo í samningnum að lágmarkslaun verka- fólks við virkjunina verði í samræmi við íslenska kjarasamninga, að gert sé ráð fyrir skattskyldu í launum erlendra starfsmanna og upplýst að fyrir- tækið hafi kynnt sér fyrirkomulag umsókna um atvinnuleyfi, einkum fyrir starfsmenn utan Evr- ópu. Þá staðfestir Impregilo þann vilja sinn að ráða eins og kostur er íslenska verkamenn og und- irverktaka. Spurt um kjarasamninga Í fundargerð, sem er hluti samningsins við Impregilo, beinir Landsvirkjun m.a. þeirri spurn- ingu til fyrirtækisins hvort það hafi verið upplýst um lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði. Svar- ar Impregilo því til að hafa verið í sambandi við ís- lensk verktakafyrirtæki varðandi kjarasamninga og aðbúnað starfsfólks. Haft er eftir fulltrúa Impregilo í fundargerðinni að hæft íslenskt verka- fólk hafi forgang en áhyggjum lýst af því að ekki takist að ráða nógu marga starfsmenn hér á landi. Sagt er að fyrirkomulag vaktavinnu verði ákveðið á framkvæmdastað og í samræmi við gildandi kjarasamninga. Í útboðsgögnum Landsvirkjunar er verktökun- um ennfremur bent á að öll launakjör verði að vera í samræmi við gildandi samninga, þ.m.t. virkjana- samninga, og kveða á um lágmarkslaun og önnur atriði, óháð kynferði starfsmanna, þjóðerni eða verktíma við virkjunina. Jafnframt er tekið fram að verktakar verði annaðhvort að vera innan Sam- taka atvinnulífsins eða gera þjónustusamning við þau varðandi vinnu við kjarasamninga eða -deilur. Útboðsgögn vegna Kárahnjúkavirkjunar og samningurinn við Impregilo Skuldbundu sig til að mis- muna ekki eftir þjóðerni INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í banka- ráði Seðlabanka Íslands, hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra formlegt erindi þar sem hún spyr forsætisráðherra um skipan Jóns Sigurðssonar í embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands. Sendi Ingibjörg erindið fyrir hönd fulltrúa Samfylk- ingarinnar í bankaráði. Í fyrsta lagi spyr hún: „Með hvaða hætti var gengið úr skugga um að sá sem skipaður var í embættið væri sá hæfasti sem völ var á?“ Í stuttri greinargerð með spurningunni er minnt á að Ingimundur Friðriksson hafi verið settur í embætti seðla- bankastjóra hinn 1. október sl. Hann sé með mastersgráðu í hagfræði og eigi „farsælan starfsferil í Seðla- bankanum og á erlendum vettvangi á sviði efnahagsmála allt frá 1975“, eins og segir í erindinu. Er því bætt við að ekki sé annað vitað en að Ingi- mundur hafi verið tilbúinn til að gegna stöðu seðlabankastjóra áfram. Í öðru lagi spyr Ingibjörg: „Með hvaða hætti er jafnræðisreglunnar, sem er grundvallarregla í stjórn- sýslu, gætt við skipan í embætti seðlabankastjóra nú þegar ekki er lengur skylt að auglýsa embættið?“ Í stuttri greinargerð með spurning- unni er vísað í 11. gr. stjórnsýslu- laga. „Þar segir [í 11. greininni] að við úrlausn mála skuli stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í laga- legu tilliti. Er til að mynda óheimilt að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða byggðra á stjórnmálaskoðunum.“ Að lokum spyr Ingibjörg: „Hvaða hæfniskröfur voru lagðar til grund- vallar við nýlega ráðningu í embætti seðlabankastjóra?“ Hún segir að trúverðugleiki bankans byggist m.a. á því að þeir sem fari með ákvörð- unarvald hafi víðtæka þekkingu og/ eða reynslu í hagstjórn, þjóðhag- fræði og peningamálum. Fulltrúar í bankaráði Seðlabanka Spurt út í skipan seðlabankastjóra STEFÁN Geir Stefánsson hrein- dýraveiðieftirlitsmaður var að gera sig kláran til heimferðar suður í Hafnarfjörð með þennan myndar- lega krúnuhrauk á bílþakinu. Stefán Geir hefur verið í veiði- eftirliti með Hákoni Aðalsteinssyni í Fljótsdal á nýlokinni veiðivertíð og segir hann tarfana snemma hafa verið komna með einkar glæsileg horn. „Þeir voru föngulegir ásýnd- um til hins síðasta,“ segir Stefán Geir og segist vona að veiðimenn verði snöggir að sækja sín horn til hans í Hafnarfjörðinn, þar sem þau lykti fremur illa. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hreindýrskrúnur á bílnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.