Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERÐ meiðsli eru í her- búðum kvennaliðs ÍBV í handknatt- leik og ljóst er að það getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði í upp- hafi móts. Nína K. Björnsdóttir sem gekk í raðir ÍBV frá Haukum í sum- ar verður ekki klár í slaginn fyrr en eftir áramót. Nína sleit liðband í þumalfingri fyrir skömmu og ekki er gert ráð fyrir því að hún verði leikfær fyrr en Eyjakonur hefja leik á nýju ári en vegna þátttöku austurrísku landsliðsmannanna Birgit Engl og Sylviu Strass í Evr- ópukeppni landsliða leikur ÍBV síð- asta leik leik sinn fyrir áramót hinn 16. nóvember. Alla Gokorian er sömuleiðis á sjúkralistanum en hún varð fyrir því óláni að rífa kálf- vöðva á Reykjavíkurmótinu og verður frá keppni og æfingum næstu vikurnar. Þá er Anja Niel- sen, Daninn sem ÍBV fékk í sínar raðir í sumar, ekki orðinn leikfær en hún er að jafna sig eftir kross- bandaslit og kemur líklega ekki til með spila með Eyjaliðinu fyrr en eftir einhverjar vikur. Meiðsli hjá meisturun- um ÍBV Nína K. Björnsdóttir  FRANS Hoek markvarðaþjálfari er á leiðinni hingað til lands á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Hoek, sem hélt námskeið á Íslandi 1996, mun kenna á námskeiði á veg- um KSÍ 24.–26. október í Fífunni. Hann hefur undanfarin sex ár verið markvarðaþjálfari Barcelona og hef- ur einnig starfað sem þjálfari Ajax og hollenska landsliðsins. Þá hefur hann verið fyrirlesari á vegum Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í fjölmörg ár.  JENS Lehmann, markvörður Ars- enal og varamarkvörður Þýska- lands, kennir sér að hluta til um tap- ið á móti Inter í Meistaradeildinni í fyrrakvöld. „Ég tek fyrstu tvö mörk- in á mig. Mitt hlutverk er að halda markinu hreinu og ég var mjög ósáttur við frammistöðu mína og veit sjálfur að ég get gert miklu betur. En það er gott að stutt er í næsta leik og ég hlakka mikið til að mæta Manchester United á sunnudaginn,“ segir Lehmann.  ROY Keane, fyrirliði Manchester United, verður frá keppni í sex vik- ur, ef hann þarf að fara undir hnífinn vegna meiðsla á ökkla. Það verður tekin ákvörðun um hvort aðgerð verði gerð á ökkla Keane eftir leik- inn gegn Arsenal.  EF Keane þarf að fara undir hníf- inn verður það mikil blóðtaka fyrir United, þar sem miðvallarleikmenn- irnir Paul Scholes og Kleberson eru frá vegna meiðsla.  JIMMY Greaves, einn mesti mark- varðahrellir í sögu enskrar knatt- spyrnu, er nú kominn í hóp fjöl- margra sem hrósa hinum 18 ára Wayne Rooney, miðherja Everton, sem hefur skorað mark í tveimur síð- ustu landsleikjum Englands. „Þessi ungi leikmaður hefur staðið sig frá- bærlega og hefur staðið undir vænt- ingum.“  SVO gæti farið að samtök norskra knattspyrnuþjálfara höfði mál á hendur Lyn fyrir hönd Teits Þórð- arsonar og Sture Fladmark, en þeim var nýlega sagt upp störfum hjá félaginu.  KR-INGAR hafa ákveðið að semja ekki við bandaríska körfuknattleiks- manninn Greg Gray, sem hefur ver- ið til reynslu undanfarna daga.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er byrjaður að leita eftir markverði. Eftir að Chris Kir- land meiddist og verður frá keppni út árið, er hann aðeins með tvo markverði í leikmannahópi sínum. Pólverjann Jerzy Dudek. Varamað- ur hans er 23 ára Frakki Patrice Luzi Bernardi. Houllier hefur jafn- vel hug á að fá markvörð lánaðan.  HARRY Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth og fyrrverandi stjóri hjá West Ham, segist ekki vera tilbúinn til að fara til Tottenham ef Glenn Hoddle hættir þar. FÓLK TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á liðunum í 1. deild kvenna í handknattleik fyrir komandi tíma- bil og líklega mestar hjá bik- armeisturum Hauka. Haukar hafa þurft að horfa á eftir fjórum mjög sterkum leikmönnum í sumar. Hanna G. Stefánsdóttir og Inga Fríða Tryggvadóttir eru komnar til Holstebro í Danmörku, Brynja Steinsen í Val og Nína K. Björns- dóttir í ÍBV en allar léku þær stórt hlutverk með Hafnarfjarðarliðinu á síðasta vetri. Á móti hafa Hauk- arnir fengið tvo litháíska leik- menn, Kristinu Matuzeviciute og Raminé Pekarskyte, Önnu Guð- rúnu Halldórsdóttur frá Val og Mörthu Hermannsdóttur frá KA/ Þór.  Tveir af lykilmönnum í Íslands- meistaraliði ÍBV hafa lagt skóna á hilluna, markvörðurinn Vigdís Sig- urðardóttir og fyrirliðinn Ingi- björg Jónsdóttir og þá er Ana Perez farin til Spánar. Til að fylla skarð þessara leikmanna er ÍBV búið að fá Nínu K. Björnsdóttir frá Haukum, hornamanninn Önju Nielsen frá Ikast í Danmörku, markvörðinn Juliu Gantimourovu frá Rússlandi, Guðbjörgu Guð- mannsdóttur frá Víkingi og Hrund Sigurðardóttur frá Stjörnunni. Valur og FH hafa styrkst  Valsliðið hefur fengið góðan liðsstyrk en til Hlíðarendaliðsins eru komnar Brynja Steinsen frá Haukum, Gerður Beta Jóhanns- dóttir frá Víkingi og Hafdís Hin- riksdóttir sem lék með GOG í Dan- mörku á síðustu leiktíð og þar áður með FH. Eivör Pála Blöndal og Hafdís Guðjónsdóttir eru hins vegar hættar.  FH-liðið teflir fram þremur nýj- um leikmönnum í sínum röðum ásamt reyndum þjálfara, Sigurði Gunnarssyni. Þórdís Brynjólfs- dóttir er aftur komin til FH frá Gróttu/KR og sömu sögu er að segja um Guðrúnu Hólmgeirs- dóttur en hún hefur leikið með Víkingi undanfarin ár en var áður í FH. Þá er Gunnur Sveinsdóttir komin til baka frá Danmörku. Harpa Vífilsdóttir er farin Dan- merkur og þá er Hildur Pálsdóttir hætt.  Víkingur hefur orðið fyrir tölu- verðri blóðtöku en sterkir leik- menn hafa yfirgefið liðið. Helga Torfadóttir, markvörður, er geng- inn til liðs við Holstebro, Gerður Beta Jóhannsdóttir í Val, Guðjörg Guðmannsdóttir í ÍBV, Steinn Bjarnason í KA/Þór og Heiðrún Guðmundsdóttir er hætt.  Stjarnan hefur sömuleiðis misst marga leikmenn, þar á meðal Mar- gréti Vilhjálmsdóttur, Amelu Hegic, Svanhildi Þengilsdóttir, Önnu Blöndal og Ragnheiði Steph- ensen en þær tvær síðastnefndu hafa sést á æfingum Garðabæj- arliðsins upp á síðkastið og því ekki útilokað að þeim snúist hugur og leiki með í vetur. Stjarnan hef- ur á mótið fengið Elzbietu Kowal frá Póllandi. Haukar hafa misst fjóra lykilmenn Aðalsteinn tók við Eyjaliðinu í voraf Unni Sigmarsdóttur en undir hennar stjórn varð ÍBV deildar- og Íslandsmeistari. Ráðning Aðalsteins til ÍBV kom mörgum á óvart en þrátt fyrir ungan aldur er Aðal- steinn kominn með ágæta reynslu sem þjálfari en þessi þrítugi Garðbæ- ingur þjálfaði lið Gróttu/KR á síðustu leiktíð og var þar áður aðstoðarþjálf- ari Stjörnunnar í Garðabæ. ÍBV-liðinu er spáð Íslandsmeist- aratitlinum en í spá þjálfara og fyr- irliða liðanna fyrir mótið hlaut ÍBV 240 stig af 250 mögulegum. „Ég er mjög spenntur fyrir vetur- inn og ég held að deildin hafi sjaldan verið sterkari öfugt við það sem margir héldu þegar tímabilinu lauk í vor. Haukar og Víkingur misstu þá sterka leikmenn úr sínum röðum til Danmerkur en það er eins og for- ráðamenn liðanna hafa verið dugleg- ir og spennt bogann hærra en und- anfarin ár. Liðin hafa styrkt sig mörg hver verulega í sumar, það eru komn- ir fleiri útlendingar sem ætti að efla deildina og gera hana skemmtilegri í alla staði,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morgunblaðið þegar hann var beðinn um að spá í spilin fyrir kom- andi leiktíð. Undanfarin ár hafa ÍBV og Hauk- ar klárlega verið með öflugustu liðin en Aðalsteinn á von á því að fleiri lið komi til með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. ÍBV vann deildakeppn- ina – varð sjö stigum á undan Hauk- um, Eyjakonur lögðu Hauka í úr- slitarimmunni um Íslands- meistaratitilinn, 3:0, en dæmið snerist við í úrslitaleik bikarkeppn- innar þegar Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV. „Ég sé fyrir mér fjögur lið sem lík- leg eru til að blanda sér í baráttuna um efstu sætin, ÍBV, Haukar, Valur og FH. Ég held að bilið á milli ÍBV og Hauka annars vegar og liða eins og FH og Vals hins vegar hafi minnkað. FH og Valur hafa styrkt sín lið veru- lega og koma alveg örugglega til með að veita okkur og Haukum mikla keppni. Stjarnan, Víkingur og Grótta/KR og jafnvel KA/Þór verða líklega í næsta hóp og ég geri ráð fyr- ir því að yngstu liðin, Fram og Fylk- ir/ÍR komi þar á eftir. Grótta/KR og Stjarnan eru talsvert spurningar- merki. Þau eru hins vegar bæði að styrkja sig og geta ef allt gengur upp hjá þeim blandað sér ofar í barátt- una. Í fyrra voru ÍBV og Haukar í al- gjörum sérflokki. Þetta voru lang- best mönnuðu liðin og það vantaði töluvert í hin liðin til að þau gætu veitt þessum liðum keppni. Núna finnst mér liðin hafa jafnast, ekki það að ég sé að gera lítið úr mínu liði og Haukum, og fyrir vikið er allt útlit fyrir meira spennandi og skemmti- legra mót.“ Morgunblaðið/Sverrir Birgit Engl, austurríska landsliðskonan í liði ÍBV, í leik gegn Stjörnunni sl. keppnistímabil. „Held að deildin hafi sjaldan verið sterkari“ AÐALSTEINN Eyjólfsson, þjálfari Íslandsmeistara ÍBV, á von á mjög skemmtilegu Íslandsmóti í 1. deild kvenna í vetur en deildakeppnin hefst í kvöld. ÍBV hefur titilvörnina í Árbænum í leik á móti Fylki/ÍR en tíu lið senda lið til keppni líkt og á síðasta keppnistímabili. Þau spila þrefalda umferð og liðin átta sem verða í efstu sætum eftir deildakeppnina leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Íslandsmeistara ÍBV, segist vera spenntur Eftir Guðmund Hilmarsson EYJÓLFUR Ólafsson, fyrrverandi milliríkjadómari í knattspyrnu úr Víkingi, hefur ákveðið að hætta störfum sem landsdómari á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Hann dæmir sinn síðasta leik í efstu deild í Grindavík á morgun, leik heimamanna og KA. Eyjólfur varð fimmtugur í sumar og fékk þá gullmerki KSÍ. Hann hefur starfað sem dómari frá árinu 1980. Fyrsti leikur Eyjólfs í efstu deild var við- ureign Þórs og ÍA, sem fram fór á malarvellinum á Akureyri 14. maí 1985. Eyjólfur hættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.