Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HREINDÝRAVEIÐITÍMABILI árs- ins lauk í vikunni og voru veiddir 330 tarfar og 410 kýr, eða 740 dýr af 800 dýra kvóta. Ekki náðist að fella alla tarfa á svæði 8 norðan Hornafjarðar og að- eins 33 kýr af svæðum 8 og 9 austan Vatnajökuls. Fjórða svæði, sem liggur upp af Seyðisfirði, Mjóafirði og Reyð- arfirði, hefur að sögn Karenar Erlu Erlingsdóttur, starfsmanns Um- hverfisstofnunar, gefið minnst í haust og má einkum rekja ástæður þess til veðurfars. Nú er verið að yfirfara veiðispjöld frá leiðsögumönnum og færa heild- arupplýsingar um veiðar ársins inn á vef hreindýraráðs, hreindyr.is. Ljósmynd/VB Nú er hreindýraveiðitímanum er lokið veiddust 740 af 800 dýra kvóta ársins. Kári V. Hjörvarsson heldur hér í hornin á 50 kílóa hreinkú sem hann felldi upp af Sandvík undir Tregaskarði. Dýrið var áætlað um 4 vetra gamalt. Veiddu 740 hreindýr Egilsstaðir SIGFINNUR Mikaelsson, fram- kvæmdastjóri Austlax ehf., segir að með ákvörðun umhverfisráð- herra að fyrirhugað fiskeldi fyr- irtækisins í sjókvíum í Seyðisfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum sé verið að hindra frekari áform um fiskeldi í landinu og að þetta geri Austlaxi mjög erfitt um vik, ef ekki ókleift að hefja fyrirhugað eldi. Umhverfisráðuneytið hefur úr- skurðað að fyrirhugað eldi Aust- lax á laxi, regnbogasilungi og þorski í sjókvíum í Seyðisfirði skuli háð mati á umhverfisáhrif- um. Telur ráðuneytið líklegt að framkvæmdin kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Þá hefur ráðuneytið fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 4. apríl 2003 um að ekki skuli framkvæmt mat á umhverfisáhrif- um vegna fiskeldisins. Annað áfallið á stuttum tíma í atvinnumálum Seyðisfjarðar Ákvörðun umhverfisráðherra hefur vakið hörð viðbrögð á Seyð- isfirði, þar sem búið var að leggja umtalsverða vinnu í rannsóknir og undirbúning til að uppfylla þau skilyrði sem Skipulagsstofnun setti vegna eldisins. Austlax hefur leyfi fyrir allt að átta þúsund tonna eldi árlega. Segir Sigfinnur Mikaelsson að með þessu sé verið að hindra frek- ari áform um fiskeldi í landinu og að þetta geri Austlaxi mjög erfitt um vik, ef ekki ókleift að hefja fyrirhugað eldi. Rannsóknir þær sem kveðið sé á um í úrskurðinum séu svo viðamiklar, að ekkert fyr- irtæki geti staðið undir þeim. Er því alls óljóst hvort af fisk- eldi Austlax í Seyðisfirði verður. Seyðfirðingar glíma nú einnig við hugsanlega lokun ÚÁ á frystihús- inu Dvergasteini og eru því mikl- ar sviptingar í atvinnulífi bæjar- ins. Nýr úrskurður umhverfisráðuneytis um umhverfismat í fiskeldi setur áform um eldi í Seyðisfirði í uppnám Ólíklegt að Austlax hefji fiskeldi í Seyðisfirði Seyðisfjörður KOSIÐ verður um nýja sveitar- stjórn í sameinuðu sveitarfélagi Búða- og Stöðvarhrepps á morgun. Þá verður einnig kosið um nafn á hið nýja sveitarfélag. Tveir listar eru í framboði, B-listi Framsóknarfélaga Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og S-listi Samfylk- ingarinnar og óháðra. Efstu menn á lista frambjóðenda eru Guðmundur Þorgrímsson, B-lista og Björgvin Valur Guð- mundsson, S-lista. Oddvitar listanna hafa báðir lýst því yfir að samein- ingin verði til góðs og fjölmörg tæki- færi skapist í kjölfar uppbyggingar á álveri í Reyðarfirði og með opnun Fáskrúðsfjarðarganga. Þá muni hið nýja sveitarfélag njóta góðs af fjár- framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga, en Búða- og Stöðvarhreppur hafa glímt við fjárhagsþrengingar á liðnum árum. Bitamunur en ekki fjár virðist vera á stefnuskrám framboðanna, þar sem einkum munar um á hvern hátt staðið skuli að uppbyggingu og eflingu hins nýja sveitarfélags. Tveir listar í framboði Búða- og Stöðvarhreppur Kosið í sveitarfélagi Búða- og Stöðvarhrepps á morgun Guðmundur Þorgrímsson Björgvin Valur Guðmundsson ALMA J. Árnadóttir myndhönnuður sýnir nú 49 ný grafíkverk í Galleríi Klaustri á Skriðuklaustri. Sýningin ber heitið Letur- verk og stendur fram til 5. októ- ber n.k. Alma segir um sýninguna að vert sé að gefa letri gaum, því það sé stór áhrifavaldur í menningu okkar. „Letur er allt í kringum okkur og við tökum því eins og sjálfsögðum hlut. Ég velti fyrir mér hvort letur sé allt í senn tungumál, myndmál og myndlist. Ég hugsa í þessum verk- um um letur sem myndrænt form og um að það hefur ákveðið viðmót. Það er ekki sama hvernig þú notar letur. Í ritmáli er það ekki bara inni- hald orðanna sem hefur fúnksjón heldur líka áferð textans. Letur get- ur hjálpað innihaldinu en einnig ver- ið á skjön við það.“ Alma segir verk sín tilraun til að fá áhorfandann til að gíra sig niður úr ofgnótt umhverfisins og rýna í hin fínni blæbrigði. Unnið með sjálfsmynd foreldra og barna Alma útskrifaðist með fullt hús stiga frá listhönnunardeild Mynd- listarskólans á Akureyri sl. vor. Lokaverkefni hennar vakti mikla at- hygli, en kjarni þess er alvarleg hvatning til foreldra um að hlúa bet- ur að sjálfsmynd barna sinna, svo þau hafi persónulegan styrk til að takast á við öldurót unglingsáranna. „Sjálfsmyndin er eitt það mik- ilvægasta sem við eigum“ segir Alma. „Sú sjálfsmynd sem við mót- um strax í barnæsku fylgir okkur allt lífið, segir til um hvernig við upplifum okkur og hefur áhrif á lífs- leikni okkar. Ég hef unnið mikið með ungling- um í félagsmiðstöðvum og tekið eft- ir því að sjálfsmyndin er aðalmálið. Unglingarnir upplifa sig eins og um- hverfið segir þeim að þeir séu og þeir hafa svo óendanlega brothætt sjálf.“ Alma bjó til ímynd og umgjörð ut- an um samtök áhuga- og fagfólks um bætta sjálfsmynd. „Börn eru samtökunum hugleikin,“ segir Alma, „en þau hugsa líka um for- eldrana þar sem sjálfsmynd uppal- enda endurspeglast í þeim uppeldis- aðferðum sem þeir beita.“ Alma skapaði áróðursherferð fyr- ir samtökin sem felst annars vegar í hvetjandi kynningarefni á geisla- diski og hins vegar í áminnandi plakötum og kynningarmyndbandi. Kynningarefnið á disknum er leið- beinandi fyrir foreldra og gefur ým- is góð ráð um jákvæðar uppeldis- aðferðir. Auglýsingaefnið felur aftur á móti í sér ótvíræð skilaboð til foreldra. „Þau voru eins og önnur börn, sem treystu á að alin yrði önn fyrir þeim. Nú er sjálfsmynd hans í hassi og hennar í fokki. Hefur þú trú á þér?“ er dæmi um texta á einu veggspjaldinu. „Unglingsstúlkan er að sofa hjá til að finnast hún vera elskuð og pilt- urinn fer í hassið til að öðlast við- urkenningu meðal jafningja, því þeim var ekki sýnd nægileg ást og umhyggja í uppvextinum,“ útskýrir Alma. „Slagorðinu „Hefur þú trú á þér?“ er beint til foreldra. Hafa þeir trú á sér sem uppalendum og sem per- sónum yfirleitt? Auðvitað elska flestir foreldrar börnin sín, en við getum gert hluti óafvitandi sem sá fræi óöryggis hjá þeim.“ „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sálfræði, m.a. boðskap Húgós Þór- issonar sálfræðings, sem ég held mikið upp á. Vinna mín með ung- lingum vakti mig einnig til umhugs- unar um hvað það er sem veikir sjálfsmynd okkar í æsku. Þar fyrir utan er ég uppalandi sjálf og því eðlilegt að þetta sé mér hugleikið, því uppeldi er mikið ábyrgðarstarf. Með aukinni þekkingu eykst skilningur á mannlegu eðli og við- urkenning á að tilfinningar séu það sem skiptir öllu máli,“ segir Alma. Sýningin Letur-verk stendur til 5. október og er opin um helgar frá kl. 13 til 18. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á myndinni má sjá hluta af lokaverkefni Ölmu sem ber nafnið Sjálfsmynd. Letrað í sálina Egilsstaðir Alma J. Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.