Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 1
upplýsingum Morgunblaðsins, að Landsbanki Íslands eignast tæplega 15% hlut fjárfestingarfélagsins Straums í Eimskip. Eftir þessi við- skipti á bankinn og tengdir aðilar yfir 30% hlut í félaginu. Á móti selur Landsbankinn rúmlega þriðjungs- hlut sinn í fjárfestingarfélaginu Straumi til Íslandsbanka. Þá fela viðskiptin það í sér að Burð- arás, fjárfestingarfélag Eimskips, selur Straumi allan eignarhlut sinn í Flugleiðum, sem nemur 31,73%, og Íslandsbanka eignarhluti sína í Sjóvá-Almennum, sem nemur 11,4%, og Íslandsbanka, sem nam 4,9% um mitt árið í ár. Óljóst var hvernig farið yrði með 25% eignarhlut Burðaráss í Steinhólum, sem er eignarhaldsfélag um olíuverslun Skeljungs, en sér- ákvæði um forkaupsrétt gilda um það félag, en auk Burðaráss eiga Sjóvá- Almennar fjórðungshlut í félaginu og Kaupþing Búnaðarbanki helmings- hlut í Steinhólum. Eimskipafélagið mun hins vegar áfram eiga Brim, sem er sjávarút- vegsarmur samstæðunnar sem á Harald Böðvarsson hf. á Akranesi, Skagstrending og ÚA á Akureyri að fullu, flutningahluta fyrirtækisins og eignarhluti í félögum, sem áfram verða í eigu Burðaráss, en þar má helst nefna tæplega þriðjungshlut í Marel og tæplega fimmtungshlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. 6,5 milljarðar fyrir Sjóvá-Almennar Þá var skýrt frá því í gær að Ís- landsbanki hefði samið um kaup á 33% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og að bankinn stefndi að því að eignast félagið allt og gera það að dótturfélagi sínu. Bankinn greiddi 37 kr. fyrir hlutinn í félaginu. Heildarhlutafé í Sjóvá-Almennum er 525 milljónir kr. að nafnvirði og því má gera ráð fyrir að bankinn hafi þurft að greiða 6,5 milljarða króna fyrir þriðjungshlutinn. Meðal seljenda bréfanna eru bræð- urnir Einar og Benedikt Sveinssynir, sem fyrr í vikunni juku við eignarhlut sinn í Sjóvá-Almennum. Íslandsbanki hyggst bjóða öðrum hluthöfum sama verð fyrir sína hluti. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnar- formaður Afls – fjárfestingarfélags, sem á tæplega 5% hlut í Sjóvá-Al- mennum, og Margeir Pétursson, stjórnarformaður fjárfestingar- félagsins Atorku hf., sem á 4,5% hlut í Sjóvá, sendu frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi um að þeir hefðu þegar tryggt stuðning nokkurra annarra hluthafa til að hindra að Íslandsbanki gæti komist yfir 90% eignarhlut í Sjóvá og þar með krafist innlausnar. STOFNAÐ 1913 253. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FÓLKIÐ | afþreying ungs fólks á öllum aldri á föstudögum: á hæðina … á breiddina … á lengdina … á dýptina … ÞÖK rifnuðu af húsum og rafmagnslínur slitnuðu er fellibylurinn Isabel skall á austurströnd Bandaríkjanna í gær. Yfir milljón heimili urðu raf- magnslaus í ríkjunum Norður-Karólínu og Virginíu og tugir þúsunda á Washington-svæðinu. Gestir gistihúss í Norður-Karólínu eru hér á leið í herbergi sín eftir að þak hússins rifnaði af. Neyðarástand/14 Reuters Fellibylur veldur eyðileggingu FUNDAÐ var fram á nótt í Landsbankanum til að ganga frá samkomulagi á kaupum Landsbankans á ráðandi hlut í Eimskip. Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, og Bjarni Ármanns- son, forstjóri Íslandsbanka, komu til fundarins á tíunda tímanum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn Fundað fram á nótt LANDSBANKI Íslands og tengdir aðilar eignast ráðandi hlut í Eim- skipafélagi Íslands og Íslandsbanki eignast Sjóvá-Almennar tryggingar í einhverjum mestu og flóknustu við- skiptum, sem átt hafa sér stað á ís- lenskum hlutafjármarkaði, en unnið var að því reka endahnút á viðskiptin í gærkvöldi á fundum í Landsbanka Íslands, sem staðið höfðu með hléum frá því á miðvikudag og var enn ekki lokið um miðnætti í nótt. Lokað var fyrir viðskipti í allan gærdag í Kauphöll Íslands með hlutabréf í félögum, sem tengjast þessum viðskiptum. Félögin eru Ís- landsbanki, Sjóvá-Almennar, Flug- leiðir, Eimskip, Landsbankinn og fjárfestingarfélagið Straumur, auk þess sem lokað var fyrir viðskipti með Framtak fjárfestingarbanka vegna yfirtökutilboðs Straums í það félag. Samanlagt markaðsvirði þessara fyr- irtækja, að Framtaki undanskildu, er 41,2% af markaðsvirði fyrirtækja í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Viðskiptin fela í sér, samkvæmt Víðtæk uppstokkun fyrirtækjasamsteypa  Landsbankinn eignast ráðandi hlut í Eimskip  Íslandsbanki kaupir þriðj- ungshlut í Sjóvá- Almennum  Íslandsbanki/28–29 Lokað á viðskipti á verðbréfamarkaði með nokkur stærstu fyrirtækja landsins FYRSTU DNA-rannsókn á lífsýni úr manni, sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, lauk í gær en lögreglan í Stokkhólmi vildi ekki greina frá nið- urstöðunni. Saksóknarar þurfa að ákveða fyrir hádegi í dag að sænskum tíma hvort leggja eigi fram formlega ákæru á hendur manninum og krefjast gæslu- varðhalds. 1.300 gestir við minningarathöfn Um 1.300 gestir verða við athöfn til minningar um Lindh í ráðhúsinu í Stokkhólmi í dag og lögreglan hefur mikinn öryggisviðbúnað í borginni. Allt flug yfir borgina verður bannað og skipaskurði og götum í grennd við ráðhúsið verður lokað fyrir umferð. Morðið á Lindh DNA-rann- sókn lokið  Verða viðstödd/10 RÁÐIST var á bandaríska herbíla- lest úr launsátri í íraska bænum Khaldiyah í gær og vitni sögðu að mikið mannfall hefði orðið meðal bandarískra hermanna. Hernámslið- ið hafði þó ekki staðfest það í gær. Vitnin sögðust hafa séð allt að átta lík dregin úr einum bílanna eftir að kviknaði í honum, en tíu hermenn hefðu verið í bílnum. Árásin hófst er einn bílanna ók á sprengju og var sprengjum skotið á bílalestina. Khaldiyah er á svæði súnní-músl- íma vestan við Bagdad og hernáms- liðið hefur orðið þar fyrir mörgum árásum undanfarið. Að sögn fréttavefjar BBC í gærkvöldi biðu þrír bandarískir hermenn einnig bana í skotárás nálægt Tikrit, heimaborg Saddams Husseins. Mannskæð árás á her- bíla í Írak Khaldiyah. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.