Morgunblaðið - 19.09.2003, Page 1

Morgunblaðið - 19.09.2003, Page 1
upplýsingum Morgunblaðsins, að Landsbanki Íslands eignast tæplega 15% hlut fjárfestingarfélagsins Straums í Eimskip. Eftir þessi við- skipti á bankinn og tengdir aðilar yfir 30% hlut í félaginu. Á móti selur Landsbankinn rúmlega þriðjungs- hlut sinn í fjárfestingarfélaginu Straumi til Íslandsbanka. Þá fela viðskiptin það í sér að Burð- arás, fjárfestingarfélag Eimskips, selur Straumi allan eignarhlut sinn í Flugleiðum, sem nemur 31,73%, og Íslandsbanka eignarhluti sína í Sjóvá-Almennum, sem nemur 11,4%, og Íslandsbanka, sem nam 4,9% um mitt árið í ár. Óljóst var hvernig farið yrði með 25% eignarhlut Burðaráss í Steinhólum, sem er eignarhaldsfélag um olíuverslun Skeljungs, en sér- ákvæði um forkaupsrétt gilda um það félag, en auk Burðaráss eiga Sjóvá- Almennar fjórðungshlut í félaginu og Kaupþing Búnaðarbanki helmings- hlut í Steinhólum. Eimskipafélagið mun hins vegar áfram eiga Brim, sem er sjávarút- vegsarmur samstæðunnar sem á Harald Böðvarsson hf. á Akranesi, Skagstrending og ÚA á Akureyri að fullu, flutningahluta fyrirtækisins og eignarhluti í félögum, sem áfram verða í eigu Burðaráss, en þar má helst nefna tæplega þriðjungshlut í Marel og tæplega fimmtungshlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. 6,5 milljarðar fyrir Sjóvá-Almennar Þá var skýrt frá því í gær að Ís- landsbanki hefði samið um kaup á 33% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og að bankinn stefndi að því að eignast félagið allt og gera það að dótturfélagi sínu. Bankinn greiddi 37 kr. fyrir hlutinn í félaginu. Heildarhlutafé í Sjóvá-Almennum er 525 milljónir kr. að nafnvirði og því má gera ráð fyrir að bankinn hafi þurft að greiða 6,5 milljarða króna fyrir þriðjungshlutinn. Meðal seljenda bréfanna eru bræð- urnir Einar og Benedikt Sveinssynir, sem fyrr í vikunni juku við eignarhlut sinn í Sjóvá-Almennum. Íslandsbanki hyggst bjóða öðrum hluthöfum sama verð fyrir sína hluti. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnar- formaður Afls – fjárfestingarfélags, sem á tæplega 5% hlut í Sjóvá-Al- mennum, og Margeir Pétursson, stjórnarformaður fjárfestingar- félagsins Atorku hf., sem á 4,5% hlut í Sjóvá, sendu frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi um að þeir hefðu þegar tryggt stuðning nokkurra annarra hluthafa til að hindra að Íslandsbanki gæti komist yfir 90% eignarhlut í Sjóvá og þar með krafist innlausnar. STOFNAÐ 1913 253. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FÓLKIÐ | afþreying ungs fólks á öllum aldri á föstudögum: á hæðina … á breiddina … á lengdina … á dýptina … ÞÖK rifnuðu af húsum og rafmagnslínur slitnuðu er fellibylurinn Isabel skall á austurströnd Bandaríkjanna í gær. Yfir milljón heimili urðu raf- magnslaus í ríkjunum Norður-Karólínu og Virginíu og tugir þúsunda á Washington-svæðinu. Gestir gistihúss í Norður-Karólínu eru hér á leið í herbergi sín eftir að þak hússins rifnaði af. Neyðarástand/14 Reuters Fellibylur veldur eyðileggingu FUNDAÐ var fram á nótt í Landsbankanum til að ganga frá samkomulagi á kaupum Landsbankans á ráðandi hlut í Eimskip. Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, og Bjarni Ármanns- son, forstjóri Íslandsbanka, komu til fundarins á tíunda tímanum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn Fundað fram á nótt LANDSBANKI Íslands og tengdir aðilar eignast ráðandi hlut í Eim- skipafélagi Íslands og Íslandsbanki eignast Sjóvá-Almennar tryggingar í einhverjum mestu og flóknustu við- skiptum, sem átt hafa sér stað á ís- lenskum hlutafjármarkaði, en unnið var að því reka endahnút á viðskiptin í gærkvöldi á fundum í Landsbanka Íslands, sem staðið höfðu með hléum frá því á miðvikudag og var enn ekki lokið um miðnætti í nótt. Lokað var fyrir viðskipti í allan gærdag í Kauphöll Íslands með hlutabréf í félögum, sem tengjast þessum viðskiptum. Félögin eru Ís- landsbanki, Sjóvá-Almennar, Flug- leiðir, Eimskip, Landsbankinn og fjárfestingarfélagið Straumur, auk þess sem lokað var fyrir viðskipti með Framtak fjárfestingarbanka vegna yfirtökutilboðs Straums í það félag. Samanlagt markaðsvirði þessara fyr- irtækja, að Framtaki undanskildu, er 41,2% af markaðsvirði fyrirtækja í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Viðskiptin fela í sér, samkvæmt Víðtæk uppstokkun fyrirtækjasamsteypa  Landsbankinn eignast ráðandi hlut í Eimskip  Íslandsbanki kaupir þriðj- ungshlut í Sjóvá- Almennum  Íslandsbanki/28–29 Lokað á viðskipti á verðbréfamarkaði með nokkur stærstu fyrirtækja landsins FYRSTU DNA-rannsókn á lífsýni úr manni, sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, lauk í gær en lögreglan í Stokkhólmi vildi ekki greina frá nið- urstöðunni. Saksóknarar þurfa að ákveða fyrir hádegi í dag að sænskum tíma hvort leggja eigi fram formlega ákæru á hendur manninum og krefjast gæslu- varðhalds. 1.300 gestir við minningarathöfn Um 1.300 gestir verða við athöfn til minningar um Lindh í ráðhúsinu í Stokkhólmi í dag og lögreglan hefur mikinn öryggisviðbúnað í borginni. Allt flug yfir borgina verður bannað og skipaskurði og götum í grennd við ráðhúsið verður lokað fyrir umferð. Morðið á Lindh DNA-rann- sókn lokið  Verða viðstödd/10 RÁÐIST var á bandaríska herbíla- lest úr launsátri í íraska bænum Khaldiyah í gær og vitni sögðu að mikið mannfall hefði orðið meðal bandarískra hermanna. Hernámslið- ið hafði þó ekki staðfest það í gær. Vitnin sögðust hafa séð allt að átta lík dregin úr einum bílanna eftir að kviknaði í honum, en tíu hermenn hefðu verið í bílnum. Árásin hófst er einn bílanna ók á sprengju og var sprengjum skotið á bílalestina. Khaldiyah er á svæði súnní-músl- íma vestan við Bagdad og hernáms- liðið hefur orðið þar fyrir mörgum árásum undanfarið. Að sögn fréttavefjar BBC í gærkvöldi biðu þrír bandarískir hermenn einnig bana í skotárás nálægt Tikrit, heimaborg Saddams Husseins. Mannskæð árás á her- bíla í Írak Khaldiyah. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.