Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Hall-dórsdóttir fædd- ist á Sauðárkróki hinn 1. ágúst 1942. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi hinn 12. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Halldór Sig- urðsson skipstjóri á Sauðárkróki, f. 20. febrúar 1920 að Sjávarborg í Borgar- sveit, d. 13. arpíl 1968 á Hofsósi, og Kristjana Kjartans- dóttir, f. 21. október 1918 að Felli í Dýrafirði, d. 14. desember 1960 á Sauðárkróki. Foreldrar Halldórs voru Sigurður Pétursson, verk- stjóri á Sauðárkróki og Margrét Björnsdóttir húsfreyja. Foreldrar Kristjönu voru Kjartan Bjarnason bóndi á Felli en síðan verkamaður á Flateyri og Ísafirði og Ólína Óla- dóttir. Norðurlands vestra en þetta voru hennar aðalstörf næstu tíu árin ásamt fleirum sem hún tók að sér, m.a. vinnu í efnalaug o.fl. Árið 1999 greindist Margrét svo með krabbamein og hóf baráttu sína við þann sjúkdóm. Í kjölfarið flytjast þau hjónin til Reykjavíkur þar sem Margrét vann meðal ann- ars við mötuneytið á Vöruflutn- ingamiðstöðinni á sumrin og sem matráðskona í Rimaskóla á vet- urna. Margrét ól fimm börn á lífsleið- inni. Þau eru: 1) Kristjana, gift Kristjáni Ingasyni, saman eiga þau börnin Inga Örn og Huldu Margréti. Ingi Örn á eina dóttur Bríeti Fríðu. 2) Halldór, kvæntur Bryndísi Svansdóttur, saman eiga þau börnin Leó Frey og Rakel Rós. 3) Ingólfur, kona hans er Anna Birna Rögnvaldsdóttir og saman eiga þau börnin Nínu og Örn Sól- on. 4) Ægir, á hann einn son, Kristófer Aron. 5) Óðinn, í sambúð með Árnýju Guðrúnu Guðfinns- dóttur og eiga þau saman börnin Alexander Svölni og Önnu Guð- laugu. Útför Margrétar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Margrét ólst upp á heimili foreldra sinna og byrjaði snemma að fara með föður sínum til sjós. Um nítján ára aldur fluttust þau til Reykjavíkur þar sem hún síðan kynntist manni sínum Erni Ingólfssyni, f. í Reykjavík 16. ágúst 1937. Árið 1964 fara þau vestur í Dali eða að Gröf í Miðdölum. Í Dölunum starfaði hún við dvalarheimilið að Fellsenda í meira og minna í 13 ár. Hún var líka land- póstur í mörg ár auk annarra starfa. Árið 1983 flytjast svo hjón- in í Búðardal þar sem þau ráku bifreiðaverkstæði og höfðu um- sjón með Dalabúð o.fl. Árið 1989 lá svo leið þeirra til Sauðárkróks þar sem Margrét starfaði við mötu- neyti sjúkrahússins og seinna meir við mötuneyti Fjölbrautaskóla Elsku mamma mín. Nú er langri baráttu þinni við þennan hræðilega sjúkdóm lokið. Ég trúði því lengi vel að þú hefðir betur í þessari baráttu. Þú varst alltaf svo dugleg og kvart- aðir aldrei. Það var ekki þinn stíll. Ég hef stundum verið að reyna að vera svona sterk en ég er það bara ekki. Þú dreifst bara allt af sem þú ætlaðir að gera og hafðir gaman af því. Svoleiðis varst þú, alls ekki að draga neitt sem var hægt að gera strax. Elsku mamma, guð geymi þig, ég sakna þín. Kristjana. Við sitjum hérna saman systkinin í stofunni hjá pabba og erum að rifja upp liðna tíð. Pabbi hefur verið að minnast á þegar þið kynntust og að þú hafir bara ætlað að skreppa vest- ur í Dali og hjálpa honum að þrífa í Gröf. Það hafi svo dregist í 19 ár að þú færir þaðan. Vonandi að þér hafi fundist orðið nógu hreint því það fór ekki framhjá neinum sem þekkti þig að hvergi mátti sjást arða eða kusk. Þá höfum við verið að rifja upp svona eitt og annað og reyna að slá á létta strengi því þér leiddist óskap- lega að hafa ekki fjör í kringum þig. Þú stóðst þig vel í baráttunni við krabbameinið og kvartaðir aldrei né lést neinn sjá að það væri eitthvað að hjá þér og barst þig vel allt til þess síðasta. Elsku Magga mín og mamma, megi guð vera með þér. Örn, Kristjana, Ingólfur, Ægir og Óðinn. Elsku amma, þú varst búin að vera mikið veik síðustu mánuði en núna vitum við að þér líður betur. Við eigum svo margar minningar um þig sem við geymum í hjarta okkar. Elsku Magga amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífðri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Nína og Örn Sólon. Hún Margrét kom til starfa sem matráðskona í mötuneyti Rimaskóla haustið 2000. Það var skólanum mik- ið happ að fá þessa rösku og vinnu- sömu konu til starfa. Með fyrir- myndar verklagi, starfsþekkingu og hagsýni stýrði hún mötuneyti skól- ans. Því miður reyndist starfstími Margrétar í Rimaskóla alltof skammur, hún greindist alvarlega veik fyrir tveimur árum og átti vart afturkvæmt til vinnu eftir það. En í huga okkar samstarfsmanna Mar- grétar mun minningin um kvika og samviskusama konu lifa frá fyrstu starfsárum skólans. Vinnusemi var Margréti í blóð borin og áhuginn smitaði út frá sér til þeirra sem með henni störfuðu. Við Margrét höfðum bæði gaman af að rifja það upp þeg- ar hún í fyrsta skipti bankaði upp á í Rimaskóla. Hún var þá í atvinnuleit í nálægð við nýtt heimili. Margrét þekkti lítið sem ekkert til í Grafar- vogshverfinu enda nýflutt til borg- arinnar. Hún var komin til að svara atvinnuauglýsingu framhaldsskóla hverfisins og taldi að hið stóra skóla- hús Rimaskóla væri Borgarholts- skóli. Í báðum skólunum hafði á sama tíma verið auglýst eftir mat- ráðskonu og því kom upp sá mis- skilningur að Margrét hélt sig vera í Borgarholtsskóla en var í raun að tala við stjórnendur grunnskólans. En meðan samtalið stóð tókst okkur stjórnendum Rimaskóla að sann- færa Margréti um ágæti þess að starfa við okkar skóla og varð það úr. Starfsorka Margrétar var mikil og hún hlífði sér hvergi við matseldina, vinnan virtist hennar líf og yndi. Það varð henni því örugglega mikið reið- arslag að þurfa nær fyrirvaralaust að hætta að vinna vegna alvarlegra veikinda. Ef um veikindin var rætt við Margréti amaði svo sem ekki mikið að henni að eigin sögn og ein- ungis tímaspursmál um hvenær hún kæmi aftur til starfa. Aldrei kvartaði hún yfir veikindum sínum. Dagarnir reyndust þó oft langir og tilbreyting- arlausir fyrir konu sem alltaf var að og hafði sjaldan áður orðið misdæg- urt. Mér þótti vænt um að fá tæki- færi til að heimsækja Margréti nokkrum sinnum á hennar fallega heimili í Laufrima. Hún hafði gaman af að spjalla og sagði á skemmtileg- an hátt frá viðburðaríku lífi sínu fyr- ir norðan og vestan. Margrét bjó lengi vestur í Dölum og kom þar á legg fimm börnum sem tileinkuðu sér vinnusemi og heiðarleika, móður sinni til mikillar gleði Ég er þakklátur fyrir stutt en ánægjulegt samstarf við Margréti. Líf hennar miðaðist við að þjóna öðr- um og ala önn fyrir sínum nánustu. Löngu og erfiðu veikindastríði henn- ar er lokið. Styrkur og æðruleysi einkenndu líf hennar til hinstu stundar. Ættingjum hennar öllum votta ég innilega samúð og bið Guð að blessa minningu Margrétar Hall- dórsdóttur. Helgi Árnason, Rimaskóla. Margrét Halldórsdóttir, Laufrima 2, fyrrum húsfreyja að Gröf í Mið- dölum, lést hinn 12. þ.m. aðeins 61 árs að aldri – eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún bar þá þraut með hetjulund sem aldrei bilaði til þess síðasta. Hún var í raun sigur- vegari sem aldrei kvartaði yfir sín- um þrautum og sýndi mikið þrek og æðruleysi. Jafnan var reynt að slá á létta strengi þegar komið var í heim- sókn. Hún var mikil myndarhúsmóð- ir. Framreiddi góðan mat af rausn og veitti vel sínum gestum sem oft voru margir meðan hún bjó í Gröf. Hún bjó líka um tíma í Búðardal og síðar á Sauðárkróki uns hún þurfti á meiri meðferð að halda vegna sjúkdómsins að hún flutti til Reykjavíkur. Hún var falleg kona. Hreinskiptin og allt- af var bjart og létt í hennar návist, glöð og hress alla tíð. Hún var góður nágranni og afar fljót að bjóða fram hjálp sína og aðstoð þegar hún sá að þörf var á. Yngri dætur okkar undu sér vel á heimili hennar þegar mamma þeirra átti mjög annríkt eða þurfti að bregða sér að heiman. Við áttum því láni að fagna að kynnast henni og vera hennar grannar. Hún átti líka góðan mann, Örn Ingólfs- son, og var að því leyti lánsöm kona og átti falleg og góð börn. Hún var gædd mörgum þeim kostum sem góðar konur mega prýða. Já, margs er að minnast og margt er hér að þakka. Hugheilar samúðarkveðjur til manns hennar og barna, fjölskyldna þeirra og annarra ástvina. Við biðj- um þeim öllum blessunar Guðs. Blessuð sé minning Margrétar Hall- dórsdóttur. Lilja Sveinsdóttir og Hjörtur Einarsson. MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR Þ að fór enginn sem heimsótti mig í sumar úr skónum. Dónar, gætu sumir hugsað, en svo er reyndar ekki. Ég var ekkert reið út í vini mína og ættingja fyrir þetta hátta- lag og fór heldur ekki úr skónum. Þetta hefur því verið skósumarið mikla. Það var líka dós með nið- ursoðnum túnfiski á náttborðinu mínu fram eftir sumri. Og lengi vel var baðkarið fullt af leirtaui. Þá var hrísgrjónapökkum og pastapokum raðað snyrtilega á borðstofuborðið í þrjá mánuði, eldavélin var í holinu (ótengd) og kötturinn varð vinsam- legast að halda til í einu herbergi lungann úr sumrinu. Það var hvorki þurrkað af, ryksugað né skúrað á heimilinu og aldrei þvegið upp. Um hríð var skurður í eldhúsgólfinu, 50 senti- metra breiður og 80 sentimetra djúpur. Það var líka gat í veggnum milli forstofunnar og eldhússins og kötturinn sat þar fastur á tímabili. Ástæðan fyrir þessu er ekki al- mennur sóðaskapur og hirðuleysi eins og ætla mætti af ofangreindu heldur sú að framkvæmdir hafa staðið yfir á heimilinu í sumar. Það var þó ekki ég sjálf sem ákvað að fara út í þessar framkvæmdir, hafði ekki hugsað mér að ryðja ný- uppgerðu eldhúsinnréttingunni minni út. Ó nei, heldur voru það pípulagnir í veggjunum sem tóku þessa ákvörðun fyrir mig, þóttust hafa staðið sína plikt nógu lengi, þ.e. sennilega í hálfa öld, og báðu með tárum (heilmiklum reyndar) um að verða leystar frá störfum. Við þeirri bón var orðið. Hófst þá harmleikurinn. Framkvæmdir hófust í íbúðinni minni í byrjun júní. Brjóta þurfti veggi, rífa af gólfdúka og þegar allt kom fyrir ekki, pípurnar grétu enn, var ákveðið að rífa burt park- et og innréttingu sem ég hafði með blóði, svita og tárum gert þokka- lega upp árið áður. En við því var ekkert að segja. Enduðu fram- kvæmdir í eldhúsinu mínu með því að grafinn var skurður í gólfið, skipt um pípur og steypt yfir aftur. Þá er nú komið fram undir júlí að mig minnir. Iðnaðarmenn voru daglegir gestir á heimilinu, glettn- ir menn með ýmis tæki og tól. Ein- hver spurði hvort kötturinn væri hundur og ég varð pínu móðguð en jafnaði mig þegar annar sagði að þetta væri nú með fallegri köttum sem hann hefði séð. Kisi mátti hins vegar dúsa inni í herbergi meðan á öllu þessu stóð enda með eindæm- um forvitinn og hefði auðveldlega getað verið múraður í gólfið að ég hélt. Í byrjun júlí var orðið ljóst að gamla eldhúsinnréttingin var ónýt og nýja þyrfti í hennar stað. Ég rauk því af stað til að velja nýja innréttingu. Hún átti að vera kom- in í mínar hendur eftir fjórar vikur en eftir átta bólaði hins vegar enn ekkert á henni og það var ekki fyrr en að níu vikum liðnum að iðn- aðarmennirnir mættu aftur gal- vaskir til starfa til að setja upp inn- réttinguna fyrir mig. Aftur var kötturinn læstur inni í herbergi heilu dagana og samviskubitið nagaði mig. Þegar innréttingin er alveg að verða tilbúin og ég sit og dásama hana segir smiðurinn að nú sé enn og aftur komið babb í bátinn. Það vanti fimm skúffur í innréttinguna og fyrirtækið eigi þær ekki á lager. Nokkurra vikna bið eftir þeim er því nú framundan. Þegar ég er spurð hvernig ég hafi komist lífs af í frumskógar- íbúðinni minni í sumar, þar sem meira ryk var en á þurrum degi á Skeiðarársandi, þarf ég að hugsa mig vel um. Ég átti nú ekki von á því að þetta myndi taka svona langan tíma. Engan óraði fyrir bið- inni (mig er reyndar farið að gruna að nágrannar mínir hafi mútað innréttingafyrirtækinu í þeirri von að ég myndi hypja mig úr húsinu og hætta þar með að „teppa“ snúr- urnar „þeirra“). En mig er líka far- ið að gruna að einhver álög (eða bölvun jafnvel) hvíli á íbúðinni minni sem ég fjárfesti svo stolt í á síðasta ári. Ekkert gekk upp í sam- bandi við kaupin á íbúðinni, bað- herbergið var heldur hrörlegra en seljandinn hafði gefið í skyn, raf- virkinn sem ætlaði að skipta um allt rafmagnið stakk af frá hálf- kláruðu verki til Noregs (af öllum stöðum) og affallið úr vöskum ná- grannanna hefur grunsamlega oft seytlað niður eldhúsveggina hjá mér, svo fátt eitt sé nefnt. Ég bý því í hálfrafmagnslausri íbúð og staulast um í myrkrinu og æfi næt- ursjónina (að ég tel sjálfri mér trú um). Þá má ekki gleyma að þegar ég flutti inn glöð og sæl potaði ég með lykli, samkvæmt ráðum smiðs, í gluggakistuna til að kanna fúa en lykillinn endaði úti í garði og ég setti tyggjó í gatið á glugganum þar til skipt hafði verið um þá. Þá datt loftnetssnúran sem hangir ut- an á húsinu í sundur en ég reddaði málunum með því að líma hana saman með sterku límbandi merktu Húsasmiðjunni. Límband- ið heldur enn þó að RÚV detti reyndar inn og út í haustrokinu og Stöð 2 sé meira eins og gárað vatn en nokkuð annað. Það góða við allar þessar hrak- farir er að þær hafa eflt mig og styrkt og ekkert, og þá meina ég ekkert, mun koma mér á óvart í tengslum við íbúðina mína. Ég er staðráðin í að aflétta álögunum með umburðarlyndið að vopni, sækja fram af bjartsýni og kross- leggja fingur annað slagið í góðri trú. Það sem ég gæti líka gert væri að drullast til að fá mér nýtt loft- net, gera upp baðið og ráða nýjan rafvirkja til starfa. Þetta tengist nefnilega kannski líka smáleti og skorti á útsjónarsemi (og pen- ingum). Aðlögunarhæfni mín, sem er óvenjumikil, er nefnilega ekki eingöngu af hinu góða. Hún hefur vissulega orðið til þess að bæta nætursjón mína (þar sem ég aðlag- aðist myrkri íbúðinni á örskots- stundu) en hún er líka þess valdandi að ég sætti mig lygilega fljótt við ástand sem aðrir væru búnir að sleppa sér yfir. Þetta kemur allt með kalda vatninu, segi ég nú bara og elda mat í fyrsta skipti í rúma þrjá mánuði. Í álaga- fjötrum Um hríð var skurður í eldhúsgólfinu, 50 sentimetra breiður og 80 sentimetra djúpur. Það var líka gat í veggnum milli forstofunnar og eldhússins og heim- iliskötturinn sat þar fastur á tímabili. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 lín- ur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.