Morgunblaðið - 19.09.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 19.09.2003, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 25    GÍFURLEG gróska er í starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í landinu, en vetrarstarf þeirra var kynnt í Loft- kastalanum í gær. Felix Bergsson, stjórnarformaður Bandalags sjálf- stæðra leikhúsa, segir að 75 sýn- ingar séu þegar ráðgerðar og lík- legt að fleiri eigi eftir að bætast við. „Staðan er sú, að eftir því sem árin líða verða sjálfstæðu sviðslistirnar æ sterkari í íslensku sviðslista- umhverfi. Okkar statistík sýnir þetta, og ég held að glæsilegt vetr- arprógramm sjálfstæðu leikhús- anna í vetur staðfesti það enn frek- ar.“ Felix segir gróskuna ekki síst tilkomna vegna þess að menntuðu leikhúsfólki fjölgi umfram það sem stofnanaleikhúsin geti tekið við. „Þetta fólk er að finna sinn eigin farveg í leiklistinni, sem er mjög gleðilegt.“ Felix segir líka ráða miklu að átak hafi verið gert í að efla fagleg vinnubrögð innan sjálfstæðu leik- húsanna og bandalags þeirra. Af 75 sýningum er 41 ný, og það vekur líka athygli að á dagskrá sjálfstæðu leikhúsanna í vetur verða sýnd um 25 ný íslensk verk. „Ég nefni bara sem dæmi nýtt verk Kristínar Ómarsdóttur, Vinur minn heimsendir, sem var frumsýnt hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu Her- móði og Háðvör í gærkvöldi og Ráðalausa menn, eftir Siguringa Sigurjónsson, sem sýnt er í Tjarn- arbíói núna. Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson verður frum- sýndur í nóvember, en verkið er samið fyrir Arnar Jónsson í tilefni af 40 ára leikafmæli hans og Þor- leifur sonur Arnars leikstýrir. Hafnarfjarðarleikhúsið verður með nýja útgáfu af Meistaranum og Margarítu í samstarfi við Vestur- port, og Vesturport ætlar svo að sýna Macbeth hjá sér. Þannig er þetta ótrúlega fjölbreytt dagskrá og spannar allt litróf leiklistarinnar. Barnaleikritin eru ekki síður fjöl- breytt, og þá eru dansleikhúsin enn eftir. Dansleikhús með ekka, sem fékk Grímuverðlaunin í ár, verður til dæmis með nýtt verk byggt á Dangerous Liaisons eða Hættuleg- um kynnum.“ Gott samstarf við Borgarleikhús Felix segir sérstaka ástæðu til að vekja athygli á góðri samvinnu Borgarleikhússins við sjálfstæðu leikhúsin, sem hann segir fá gott rými þar í vetur. „Þessi samvinna er mikilvæg, og mér finnst fólki hafa sést svolítið yfir hana í allri umræðunni um Borgarleikhúsið að undanförnu. Þessi samstarfsverk- efni eru orðin stór hluti af pró- grammi Borgarleikhússins. Mér sýnist að þetta verði níu sýningar í vetur, þar af eru tvær þegar búnar, Nútímadanshátíðin og Sumaróper- an. Þar verða líka sýnd tvö verk sem unnin eru í evrópsku samstarfi, sem sýnir líka hvað við erum virk á þeim vettvangi. Þá eru sjálfstæðu leikhúsin líka að sýna erlendis og þar má nefna bæði danshópana og Vesturport, sem sýnir Rómeó og Júlíu í Young Vic í London. Það er með ólíkindum hvað þetta er allt yf- irgripsmikið.“ Sjálfstæðu leikhúsin eiga sér þann draum að í framtíðinni verði hægt að efna til alþjóðlegrar gras- rótarleiklistarhátíðar í Reykjavík. „Þetta er nokkuð sem við horfum mjög mikið á núna. Það væri gaman að geta verið með litla Avignon eða Edinborg í Reykjavík eina viku á ári, og nýta okkur um leið þau sam- bönd sem við erum óðum að koma okkur upp erlendis. Við erum orðin mjög virk og líka virt í þeirri sam- vinnu. Við finnum að það er horft til okkar og Ísland er með í leiknum.“ Bandalag sjálfstæðra leikhúsa opnaði í gær nýjan vef með upplýs- ingum um starfsemi leikhúsanna og lista yfir sýningar ársins. Netfangið er: http://www.leikhopar.is. 75 sýningar hjá sjálfstæðu leik- húsunum í vetur Morgunblaðið/Jim Smart Leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff, sem sjálfstæði leikhópurinn Á senunni sýndi í Vesturporti og í Borgarleik- húsinu í fyrravetur og nú í haust, hreppti íslensku leiklistarverðlaunin, Grímuna, sem besta leiksýning ársins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.