Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Baðinnréttingar • Eldhúsinnréttingar • Fataskápar • Innihurðir I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is KVENNALANDSLIÐ Íslands í skák og kvenna- sveit Taflfélagsins Hellis stefna að því að setja Evrópumet í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 14 með því að halda fjölmennasta kvennafjöltefli í sögu álfunnar. Yfir 50 þjóðþekktum konum hefur verið stefnt að skákborðunum í Ráðhúsinu og fyrsta leikinn leikur Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands. Aðalskipuleggjandi fjölteflisins er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna árið 2003, og alþjóðlegur meistari í skák, eina íslenska konan sem náð hefur þeim áfanga. Hún segir við Morgunblaðið að auk mikillar vakningar í íslenska skákheiminum almennt sé kvennaskákin að ryðja sér til rúms á ný. „Margar konur hafa gaman af að tefla, bæði heima hjá sér og á mótum,“ segir Guðfríður Lilja, sem er ellefu- faldur Íslandsmeistari kvenna og var fyrirliði Ólympíusveitar Íslands árin 2000 og 2002. Sögulegir viðburðir framundan Kvennafjölteflið í Ráðhúsinu í dag er haldið sér- staklega til að fagna tveimur sögulegum viðburð- um framundan. Í lok mánaðarins fer kvennasveit Hellis á Evrópumeistaramót taflfélaga á Krít og er það í fyrsta sinn í íslenskri skáksögu að kvennasveit fer á slíkt mót. Þá fara Íslandsmeist- arar stúlkna í skák, þær Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir, 10 ára, og Elsa María Þorfinnsdóttir, 14 ára, báðar félagar í Helli, á heimsmeistaramót barna í Grikklandi í lok október. Er það í fyrsta sinn sem íslenskar stúlkur fara á heimsmeistara- mót í þessum aldursflokki. Auk Guðfríðar Lilju skipa kvennasveit Hellis þær Lenka Ptacnikova, stórmeistari og tvöfaldur Tékklandsmeistari kvenna, sem hyggst gerast ís- lenskur ríkisborgari, Harpa Ingólfsdóttir, Anna Björg Þorgrímsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir. Þær þrjár síðastnefndu eru allar fyrrum Íslands- meistarar kvenna í skák og hafa verið í Ólympíu- sveitum Íslands. „Við sem erum í kvennalandslið- inu og taflsveit Hellis höfum verið iðnar við að þjálfa ungar stúlkur í skák. Nú eru tvær þeirra, Hallgerður Helga og Elsa María, að fara á heims- meistaramót barna og hafa alla burði til þess. Með kvennafjölteflinu erum við að vekja athygli á því starfi sem hefur verið unnið. Einnig eru eldri skákkonur og meistarar að koma að taflborðinu á ný þannig að þetta er orðin góð blanda. Það væri minn besti dagur, sem ég hef í nokkur ár vonast til að upplifa, að sjá þessar ungu stelpur taka manni sjálfum langt fram. Þær hafa fleiri tækifæri nú en ég hafði á þeirra aldri,“ segir Guðfríður, sem er 31 árs að aldri. Viljum breikka hópinn Fimm ára gömul lærði hún að tefla hjá ömmu sinni og nöfnu, Guðfríði Lilju Benediktsdóttur. Mikill skákáhugi hefur verið í fjölskyldunni og eru tveir bræður Guðfríðar einnig þjóðkunnir skák- menn; þeir Helgi Áss stórmeistari og Andri Áss, FIDE-meistari. „Góðar skákkonur hafa oft komið úr skákhneigðum fjölskyldum en við viljum breikka þennan hóp. Mikilvægt er að fá stúlkur til að tefla saman þó að skáklistin sé það gjöful að hún höfðar til beggja kynja. Félagslega séð skipt- ir það miklu máli að stúlkur fái styrk hver frá ann- arri og alveg fram yfir unglingsárin. Það er bjart framundan í kvennaskákinni og taflfélagið Hellir er orðið helsta skjól margra íslenskra skák- kvenna. Þó að félagið sé blandað hafa þær línur verið lagðar að kvennaskák sé forgangsverkefni,“ segir Guðfríður Lilja. Stefnt að Evrópumeti í fjöltefli kvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag Björt framtíð í kvennaskák Morgunblaðið/Ásdís Guðfríður Lilja Grétarsdóttir starfar á alþjóða- sviði Alþingis og sest þar oft að tafli. MIÐSTJÓRN Frjálslynda flokksins hefur tekið til greina afsökunar- beiðni Gunnars Arnar Örlygssonar þingmanns, en hann baðst afsökunar á því að hafa ekki gert grein fyrir umferðarlagabroti þegar framboðs- listi flokksins var ákveðinn fyrir al- þingiskosningar í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, segir að þar með sé málinu lokið af hálfu flokksins og að frekari umfjöll- un muni ekki leiða neitt nýtt í ljós. „Við tókum afstöðu til afsökunar- beiðni Gunnars og ræddum þessi mál hreinskilnislega í miðstjórninni. Við skiptumst á skoðunum,“ segir Guðjón Arnar. Hann segir mið- stjórnina hafa verið sammála um það að sú afstaða sem tekin var til fram- boðs Gunnars í vor hafi verið rétt en þá lá fyrir að hann hafi gerst brotleg- ur gegn lögum um stjórn fiskveiða. Frekari umfjöllun bætir engu við vitneskju sem fyrir liggur Síðan tók miðstjórnin afstöðu til þeirrar umræðu sem verið hefur um umferðarlagabrot hans áður en hann varð þingmaður. „Við teljum að frekari umfjöllun bæti engu við þá vitneskju sem fyrir liggur. Miðstjórnin harmar þetta mál og vonar að refsingar, sárindi og mistök verði fyrirgefin. Það er okkar nið- urstaða,“ segir Guðjón Arnar. Hann segir að á fundinum hafi ekki komið fram krafa um að Gunnar Örn segði af sér og mun hann taka sæti á Alþingi eftir áramót. Hreinskiptar umræður og skoðanaskipti Ályktun miðstjórnar Frjálslynda flokksins um mál Gunnars Örlygs- sonar fer hér á eftir: „Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur tekið mál Gunnars Örlygsson- ar alþingismanns fyrir á fundi sínum 18. september 2003 og átt um það hreinskiptar umræður og skoðana- skipti. Miðstjórnin tók afstöðu til skrif- legrar afsökunarbeiðni Gunnars Ör- lygssonar. Miðstjórn var ljóst fyrir alþingiskosningar sl. vor að Gunnar Örlygsson yrði að afplána þriggja mánaða refsingu og inna af hendi sektargreiðslu sem þingmaður ef hann næði kjöri til Alþingis. Kemur ekki til starfa á Alþingi fyrr en mál hans eru uppgerð Miðstjórn var einnig sammála þeirri málsmeðferð sem að Frjáls- lynda flokknum sneri, að Gunnar Ör- lygsson kæmi ekki til starfa á Al- þingi fyrr en hans mál væru uppgerð og refsingu lokið. Miðstjórn telur að frekari umfjöll- un en orðið er um umferðalagabrot Gunnars áður en hann varð þing- maður og kom til starfa með Frjáls- lynda flokknum, bæti engu við þá vitneskju sem þegar liggur fyrir. Miðstjórn harmar þetta mál, en sár- indi og mistök ber að fyrirgefa. Miðstjórn Frjálslynda flokksins vill að þingmenn flokksins beini kröftum sínum nú að málefnum þeim sem til heilla og framfara horfa.“ Frjálslyndir um mál Gunnars Arnar Örlygssonar Afsökunarbeiðni þing- mannsins tekin til greina ÍSLENDINGAR taka að sér rekst- ur skrifstofu Alþjóðajarðhitasam- bandsins (International Geothermal Association, IGA) í fimm ár frá 1. september 2004. Guido Cappetti, forseti IGA, og Friðrik Sophusson, stjórnarformað- ur Samorku, undirrituðu samning þess efnis á alþjóðlegu ráðstefnunni á Hótel Nordica í vikunni. Skrifstofa IGA var fyrst í Pisa á Ítalíu, síðan í Berkeley í Bandaríkjunum, svo í Taupo á Nýja Sjálandi, og hefur ver- ið í Pisa frá 1998. Samorka, samtök orkufyrirtækja á Íslandi, ásamt stjórnvöldum, stendur að flutningi og rekstri skrif- stofunnar. Samorka mun annast daglegan rekstur hennar, en ríkis- stjórn Íslands hefur samþykkt til- lögu Valgerðar Sverrisdóttur iðnað- arráðherra um að styrkja reksturinn um 4 milljónir króna á ári í fimm ár. Að öðru leyti er rekstur og flutning- ur fjármagnaður með framlagi frá ís- lenskum orkufyrirtækjum og aðild- argjöldum. Framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstunni og mun hann hefja störf haustið 2004. „Það er Íslendingum til mikils sóma að taka að sér rekstur skrif- stofunnar,“ segir Ingvar Birgir Frið- leifsson, formaður Jarðhitafélags Ís- lands, en tilgangur Alþjóðajarðhita- sambandsins, IGA, sem er alþjóðleg samtök meira en 2.000 jarðhita- félaga og einstaklinga í 65 löndum og var stofnað 1988, er að efla jarðhita- þekkingu og stuðla að hagkvæmri nýtingu jarðhita um allan heim. Skrifstofa IGA frá Ítalíu til Íslands EINAR Skúlason er nýr fram- kvæmdastjóri Alþjóðahússins og byrjaði hann í fullu starfi í vikunni. Alþjóðahús var stofnað í desem- ber 2001 af Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðar- bæ, Seltjarnar- nesbæ og Reykja- víkurdeild Rauða kross Íslands, en deildin tók yfir starfsemi og rekstur 1. febrúar sl. Fyrrnefnd sveitarfélög standa samt áfram að baki Alþjóðahúsi samkvæmt þjón- ustusamningi sem undirritaður var 30. janúar 2003. 50 umsækjendur sóttu um starf framkvæmdastjóra Einar var valinn úr hópi um 50 umsækjenda og að sögn Hákons Gunnarssonar, stjórnarformanns Al- þjóðahússins, eru ekki stefnubreyt- ingar á döfinni heldur verði um að ræða áframhaldandi uppbyggingu á sviði túlka- og fræðslustarfsemi. Einnig sé stefnt að aukinni rann- sóknarstarfsemi í samvinnu við rannsóknarstofnanir og fleiri um málefni útlendinga og horft sé til landsins alls sem vettvang fyrir starfsemi hússins. Ókeypis tungumálamiðlun á evrópskum degi tungumála Markmið Alþjóðahúss er fyrst og fremst að vera vettvangur fjölmenn- ingarlegs samfélags og stuðla að virkum samskiptum milli fólks af ólíkum uppruna. Einar segir að starfsemin sé enn í mótun og mikið sé að gerast í þessum málaflokki. Ýmsar hugmyndir séu í gangi og í því sambandi nefnir hann að í tengslum við evrópskan dag tungu- mála föstudaginn 26. september nk. verði formlega opnuð svonefnd tungumálaskipti. Um er að ræða ókeypis tungumálamiðlun þar sem tengt er saman fólk sem vill æfa sig í íslensku við Íslendinga sem vilja læra erlent tungumál. Einar er með BA-próf í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og var að skila lokaritgerð til háskólans í Edinborg en hann útskrifast þaðan með MBA-gráðu í desember. Einar Skúlason Ráðinn fram- kvæmda- stjóri Alþjóða- hússins Einar Skúlason HAUSTLEGT er um að litast í höf- uðborginni þessa dagana. Skipst hafa á skin og skúrir og vindar hafa blásið annað veifið. Skemmtilegast af öllu við þessa árstíð er þó haust- litirnir og lauf trjánna í borginni, sem eru af ótal tegundum, hefur tekið á sig fjölbreytilega liti. Morgunblaðið/Ásdís Litskrúðugt haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.