Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 41
Stundum hef ég hugsað til þess hvort þessi góðu fyrstu kynni mín af þeim ágætu Ólafsfirðingum, Illu og hennar manni Birni Stefánssyni, hafi ráðið einhverju um það að ég átta árum síðar fluttist til Ólafs- fjarðar og bjó þar í fimm dásamleg ár. Trúlega hefur það blundað í undirvitundinni að þarna byggi gott fólk sem gaman væri að starfa með. Það reyndist og satt vera. Hverfum þá til Ólafsfjarðarár- anna. Fyrst bjó ég ásamt minni fjölskyldu í Aðalgötu 31. Ágætu húsi sem leigt var af heiðurshjón- um sem bjuggu tímabundið í Reykjavík en þegar þau komu á heimaslóðir aftur varð ég að finna mér og mínum annan samastað. Bæjarfélagið keypti þá hús við Æg- isgötu 14 sem ekki var fullbyggt. Hafist var handa við að ljúka frá- gangi hússins en því var ekki lokið þegar ég þurfti að rýma fyrri íveru- stað ásamt konu minni og þeim fjórum sonum sem þá voru fæddir. Millilendingin var hjá Illu á hennar fallega heimili við Aðalgötu 20. Við bjuggum í Hofinu sem er stakstæð bygging á sömu lóð, steinsnar frá íbúðarhúsinu. Þar hefur margur góður gestur Ólafs- fjarðar gist. Þrátt fyrir að húsa- kynni Illu væru ekki stór var þar alltaf nóg rými. Ég hef aldrei á öðr- um stað kynnst jafn stórum fer- metrum. Árin liðu og þegar hugsað er til baka hrannast minningarnar upp. Ein þeirra er af einhverri eftir- minnilegustu afmælisveislu sem ég hef verið í þegar Illa varð sjötug. Hvílík veisla, hvílík gleði; söngur og uppákomur frá vinum og vanda- mönnum. Þar lögðu margir sig fram um að skemmta sjálfum sér og öðrum með meðfæddum hæfi- leikum þar sem öllu amstri hvers- dagsleikans var ýtt til hliðar svo að hin sanna gleði, tilvist og tilgangur lífsins fengi að njóta sín til fulln- ustu. Eftir að ég fluttist ásamt fjöl- skyldunni til Akureyrar hafa sam- verustundirnar vissulega orðið færri en alltaf hafa þær verið jafn ánægjulegar. Einn af árlegu við- burðunum var skattskýrslan. Ég man ekki hvernig það byrjaði en eftir andlát Björns eiginmanns Illu gekk ég frá skattskýrslu fyrir hana þar til fyrir fáum árum þegar tölvu- skráning hefðbundinna upplýsinga komst á. Betri verkalaun hef ég aldrei fengið fyrir nokkurt starf. Ótaldir eru pokar fullir af kleinu- hringjum eða öðru góðgæti og ekki var óalgengt að eðaldrykkur, ætt- aður frá Skotlandi, væri fylgifiskur skýrslugerðar. Hann veitti bæði gleði og yl. Yngsti sonur okkar hjóna, sem átti aðeins fá ár með ömmu sinni Sigfríði, fann í Illu aðra ömmu og það var honum mikils virði. Kleinu- hringir með súkkulaðihúð áttu þar hlut að máli en hitt var ekki síður mikilvægt að barnshugurinn fengi að tjá sínar skoðanir og fá hlýleg og skynsamleg viðbrögð frá þeim sem hafði þroskast í lífsins ólgusjó. Það er öllum ungmennum mik- ilvægt að læra af hinum eldri og slíkar stundir eru ómetanlegar og verða aldrei fullþakkaðar. Viss er ég um að þar mæli ég fyrir munn allra afkomenda Illu og vina og vandamanna sem nutu góðvildar hennar og hlýju. Síðustu samverustundir mínar með Illu átti ég fyrir nokkrum vik- um, ásamt Ódu systur hennar og Pálínu konu minni. Klukka lífsins sem áður gekk af öryggi og krafti var ekki söm og fyrr. Erfið veikindi töfðu tekið sinn toll. Samt var ein- hver neisti eftir sem gerði kröfu um að halda ákveðinni reisn og vera vel til höfð. Að leiðarlokum er þakklæti efst í huga. Þökk fyrir að fá að hafa kynnst mannkostakonu og miklum vini vina sinna. Það auðgar lífið, víkkar sjóndeildarhringinn og gef- ur gott fordæmi. Ég votta afkomendum Illu, ætt- ingjum, vinum og vandamönnum, mína dýpstu samúð og bið þeim blessunar guðs sem ég veit að fylgir henni yfir móðuna miklu. Valtýr Sigurbjarnarson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 41 Ég held að allir geti verið sammála þeirri fullyrðingu að ömmur séu góðar. Hjá ömm- um og öfum gilda allt aðrar reglur en hjá foreldrunum, ömmur eru alltaf í góðu skapi og skamma mann ekki, ekki nema eitthvað verulega sérstakt komi til og því er maður fljótur að gleyma. Hjá ömmum er alltaf eitthvað gott í matinn og gómsætur eftirréttur á eftir og það er sko ekki slæmt. Þegar amma kom í heimsókn lum- aði hún á einhverju spennandi í töskunni sinni, við Stebbi og Anna munum eftir því að þegar amma Sigrún og afi Jón komu í heimsókn í Engjaselið var amma alltaf með Ópalpakka í töskunni handa okkur. Þegar þau birtust í gættinni byrj- uðu vangavelturnar: Var amma ekki örugglega með Ópalpakka handa okkur í töskunni, hvernig skyldi hann vera á litinn og ætli við megum opna hann strax? Afmælis- og jólapakkar frá ömmu voru nán- ast alltaf eitthvað spennandi, reyndar kom fyrir að við fengum að opna pakkann frá ömmu eftir að við komum úr baði á aðfangadag og í honum voru akkúrat flauels- buxurnar sem strákarnir mátuðu í búð með mömmu okkar fyrir jól. Þetta fannst okkur krökkunum mikil tilviljun. Eftir að við systkinin urðum full- orðin fórum við að meta ömmu á annan hátt, við gerðum okkur grein fyrir að hún var lífsreynd kona sem við gátum lært ýmislegt af. Eitt af því sem amma kenndi okkur var að bugast aldrei. Amma var búin að vera heilsulítil í nokkur ár en hún var samt alltaf hress og þegar við hittum hana fengum við kveðjuna „sæll/sæl elskan mín“, það birti yfir andliti hennar og hún ljómaði. Amma var afskaplega áhugasöm um hvað við vorum að gera og sérstaklega börnin okkar, langömmubörnin hennar. Við systkinin vorum heppin að eiga góða ömmu sem við kveðjum nú með söknuði. Anna Sif, Stefán, Ólafur Jóhann og Árni (ömmubörn í Kleifarseli). Þau báru með sér vináttuna, lífs- gleðina, glaðværðina og ástina. Jón bróðir minn og Sigrún Þorsteins- dóttir komu saman vestur að Set- bergi í Eyrarsveit til okkar skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Það var í þann tíð að pabbi og mamma voru prestshjón á Setbergi. Í þeirri fögru sveit bauð Jón sinni ungu konu til útivistar, í útreiðartúra, til berja, út í eyju og þau tóku þátt í heyskapnum með okkur. Þau báru með sér ferskan andblæ unga, ástfangna fólksins. Við matborðið og á kvöldin voru umræður fjörugar, – stundum æði fjörugar því fólk var ekki alltaf sammála. Stundum spilaði mamma á píanóið og þá var oft sungið. Þau voru glæsilegt par, fríð sýnum, broshýr og elskuleg, alltaf boðin og búin til að aðstoða foreldra okkar í fríum sínum á sumrin þessi síðustu ár sem við áttum heima á Setbergi. Þau áttu í ríkum mæli þá mann- legu hlýju sem laðaði fólk að þeim. Bæði voru þau listunnendur og nutu sérstaklega tónlistar, ekki síst óperutónlistar, en Sigrún var einn- ig mikill ljóðaunnandi. Sigrún var „elegant“ kona og bar sig vel og það var ekki furða að Jón bróðir minn skyldi falla fyrir henni og biðja hennar stuttu eftir að hún kom frá Kaupmannahöfn SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Sigrún Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1926. Hún lést 31. ágúst síð- stliðinn og var útför Sigrúnar gerð frá Dómkirkjunni 16. september. þar sem hún hafði numið snyrtifræði um tveggja ára skeið á ár- unum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Raunar höfðu þau kynnst fyrr því að Jón bjó um tíma á „pensj- ónati“ Aðalbjargar Al- bertsdóttur, móður Sigrúnar, á Amt- mannsstíg 4 í Reykja- vík. Stuttu eftir heim- komuna stofnsetti hún snyrtistofu við Skóla- stíg í Reykjavík en þá stofu rak hún um nokkurt skeið en gekk síðan til liðs við snyrtistofuna Jean de Grasse í Pósthússtræti 13 og gerðist þar meðeigandi. Síðar setti hún upp Snyrtistofu Sigrúnar við Hverfis- götu og rak hana um alllangt skeið. Hún var einn frumkvöðla í þeirri list sem snyrtisérfræðingur þarf að kunna til þess að fullnægja kröfu- hörðum viðskiptavinum. Þau áttu sér ákaflega hlýlegt heimili – íburðarlaust en fallegt. Sigrún var mikil húsmóðir og er undirrituðum matargerð hennar minnisstæð. Kjöt- og fiskréttir hennar voru veislumatur og henni heppnaðist ágætlega að venja ung- an mág sinn af samanburði við matargerð mömmu en haustið 1952 settist undirritaður í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík og var í „kost og logi“ hjá þeim Jóni og Sigrúnu. Þá leigðu þau neðri hæð- ina á Grundarstíg 6 í Reykjavík og höfðu þá nýlega tekið að sér Liv Stefánsdóttur nokkurra mánaða gamla en hún var dóttir Stefáns Þorsteinssonar, garðyrkjubónda á Stóra-Fljóti í Biskupstungum, bróður Sigrúnar, og konu hans, Liv Gunnhild, sem lést stuttu eftir fæð- ingu Livar. Þessi litla fjölskylda undi hag sínum vel á Grundar- stígnum veturinn 1952-1953 og síð- an veturinn eftir í Efstasundi 55 sem pabbi hafði keypt og leigði þeim Jóni og Sigrúnu gegn því að undirritaður yrði þar aftur í „kost og logi“. Það var annar vetur af umhyggju og mannlegri hlýju. Sigrún og Jón tóku nokkrum ár- um síðar að sér eldri systur Livar, Sigrúnu Stefánsdóttur, og sonur Jóns, Ólafur, sem hann eignaðist með Margréti Ólafsdóttur áður en þau Sigrún giftust, flutti til þeirra skömmu eftir að Sigrún kom. Þessi fimm manna fjölskylda átti heima á Rauðalæk 67 þar sem Aðalbjörg, móðir Sigrúnar, bjó einnig hjá þeim. Einhvern tímann hafði und- irritaður það fyrir gátu að skýra hvernig þau Sigrún og Jón gátu „átt“ þrjú börn en áttu þó aðeins einn sjötta í þeim sjálf. En lífið er hverfult og þau Sig- rún og Jón slitu samvistir. En minningin um þann hluta æskuár- anna sem leið í samvistum við þau á heimili þeirra og Livar er ljúf og getur undirritaður aðeins verið þakklátur fyrir þá umhyggju og stundum ströngu tilsögn sem hann stöku sinnum fékk hjá þeim hjón- um á árunum á Grundarstígnum og í Efstasundinu. Einhvern veginn verður lífið öðruvísi þegar leiðir skilja og fólk fjarlægist hvort annað. Síðustu ár- in var Sigrún ekki við góða heilsu en naut umönnunar á Elliheimilinu Grund og síðustu árin á Sóltúni. Hún dó södd lífdaga og nýtur ef- laust fagurrar tónlistar og ljóða í öðrum heimi. Í huga mínum er í dag fyrst og fremst þakklæti til Sigrúnar fyrir alúðina og hlýjuna sem hún sýndi unga sveitapiltinum sem settist í MR haustið 1952. Ég votta þeim systkinum Ólafi, Sigrúnu og Liv, mökum þeirra, börnum og barna- börnum, samúð mína. Pétur Jósefsson.  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Þorsteinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSLAUG ELLA HELGADÓTTIR frá Kothúsum, Akranesi, til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 15. september sl. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Helgi Friðrik Leifsson, Dóra Hervarsdóttir, Oddbjörg Leifsdóttir, Gísli Jónsson, Jón Þórir Leifsson, Jenný Á. Magnúsdóttir, Jófríður Leifsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGSTEINN SIGURÐARSON frá Hjallanesi, Dalbraut 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 11. september. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 22. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Líknarsjóð Grafarvogskirkju og minningarkort Félags eldri borgara. Unnur Malmquist, Ingibjörg Kolka Bergsteinsdóttir, Jón Bjarnason, Sigurður J. Bergsteinsson, Bryndís Kondrup, Bóas D. Bergsteinsson, Þorbjörg Gísladóttir, Úlla Knudsen, Hilmar Knudsen, Ólöf Kjaran, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGI RAGNAR B. BJÖRNSSON, Miðleiti 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt föstudagsins 19. september. Jóna Aldís Sæmundsdóttir, Charlotta Ingadóttir, Sigurgeir Þórarinsson, Snorri Ingason, Sæunn Lilja Ingadóttir, Garðar Ragnvaldsson og barnabörn. Móðir okkar, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Berunesi í Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðs- firði, föstudaginn 19. september. Birgir Stefánsson, Magnús Stefánsson, Þórunn Stefánsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR LAXDAL SIGURÐSSON fyrrverandi námsstjóri og teiknikennari, lést á Landspítala Landakoti að morgni fimmtu- dagsins 18. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ágústa Rósa Þórisdóttir, Hjörvar Garðarsson, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Grímur Ingólfsson, Ingiríður Þórisdóttir, Ingvar Einarsson, Þóra Björg Þórisdóttir, Ámundi Sigurðsson, Guðrún Þórisdóttir, Ari Magnússon, Sigurður Kristján Þórisson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.