Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 52
KNATTSPYRNA
52 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRAM, Valur, KA, Grindavík og Þróttur keppast í
dag við að forðast fallið en fyrir lokaumferðina er
staða gömlu stórveldanna, Vals og Fram, sýnu
verst. Þau hafa bæði 20 stig, KA 21 og Þróttur og
Grindavík 22. Þar sem fjögur af liðunum fimm
sem eru í fallhættu eigast við í innbyrðisleikjum,
Fram - Þróttur og Grindavík - KA, er ljóst að 23
stig duga til að hanga uppi. Grindavík og Þrótti
dugar því jafntefli til að halda sætum sínum en
tap þýðir að þau geta átt á hættu að falla verði
úrslitin þeim óhagstæð það er að Fram og Valur
leggi andstæðinga sína en reyndar dugar Val og
Fram ekkert nema sigur til að vera áfram með
þeirra bestu.
En staðan eftir lokaumferðina gæti hæglega lit-
ið svona út: ÍBV 23 stig, Grindavík 23, Valur 23,
Fram 23, Þróttur 22 og KA 22.
Og annað dæmi: KA 24 stig, ÍBV 23, Valur 23,
Fram 23, Þróttur 22 og Grindavík 22.
23 stig gefa
öruggt sæti
FYLKIR leikur við Val í lokaumferðinni í dag og líklega
muna enn nokkrir leikmenn og stuðningsmenn Fylkis
eftir tímabilinu 1996 þegar Fylkir féll með tapi fyrir Val
í lokaumferðinni. Valur, sem hafði að litlu að keppa,
sigraði Fylki á Hlíðarenda, 5:2, og með tapinu féllu Fylk-
ismenn þar sem Grindvíkingum tókst að leggja Leiftur á
sama tíma með sigurmarki á lokamínútu leiksins.
Fylkismenn hafa tapað fjórum leikjum í röð en rúmar
fimm vikur eru liðnar síðan Árbæjarliðið fagnaði síðast
sigri. Fylkir lagði FH í Kaplakrika, 2:1, þann 10. ágúst
og var í toppsætinu eftir þann leik sem var í 13. umferð-
inni.
Fylkir hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum
tapleikjum, bæði úr vítaspyrnum í 5:1 tapinu fyrir Þrótti
í 14. umferðinni og 2:1 ósigrinum gegn KA í 17. umferð-
inni um síðustu helgi. Valsmenn eru í þeirri stöðu að nái
þeir ekki að knýja fram sigur í Árbænum falla þeir úr
úrvalsdeildinni í þriðja sinn á fimm árum eða jafnharðan
eftir að hafa unnið sig upp um deild.
Koma Fylkismenn
fram hefndum?
KRISTINN Jakobsson dæmir leik
Fram og Þróttar á Laugardalsvelli.
EYJÓLFUR Ólafsson dæmir leik
Grindavíkur og KA og lýkur þar
með ferli sínum sem dómari sem
spannað hefur í 23 ár.
BRAGI Bergmann er dómari í leik
Fylkis og Vals á Fylkisvelli.
EGILL Már Markússon dæmir
leik ÍBV og ÍA í Eyjum.
JÓHANNES Valgeirsson er dóm-
ari í leik FH og Íslandsmeistara KR í
Kaplakrika.
FRAMARAR verða án Ingvars
Ólasonar og Viðars Guðjónssonar í
fallslagnum mikla á móti Þrótti en
þeir taka báðir út leikbann. Þetta
eru einu forföllin hjá Fram en engin
meiðsli eru hjá Safamýrarliðinu og
koma þeir Baldur Bjarnason og
Gunnar Þór Gunnarsson inn í liðið
en þeir voru í banni móti Val.
GRINDAVÍK er með tvo leikmenn
í banni á móti KA, Óðinn Árnason og
Mathias Jack. Slobodan Milisic er í
leikbanni hjá KA en fyrirliðinn Þor-
valdur Makan Sigbjörnsson kemur
inn í liðið á nýjan leik eftir að hafa
tekið út tvo leiki í banni.
KJARTAN Sturluson, markvörð-
ur Fylkis, kemur ekki til með að
leika með Árbæjarliðinu á næstu
leiktíð en Kjartan verður á Ítalíu á
næsta ári þar sem hann mun leggja
stund á viðskiptanám. Hann leikur
því síðasta leik sinn fyrir Fylkis-
menn, í bili að minnta kosti, gegn
Val í dag og spilar Sverrir Sverr-
isson kveðjuleik sinn fyrir Fylki en
hann mun leggja skóna á hilluna.
BJÖRGÓLFUR Takefusa verður
með Þrótturum á móti Fram í dag en
Þróttarar kölluðu hann heim frá
Boston í Bandaríkjunum þar sem
hann leggur stund á nám til að taka
þátt í þessum mikla fallbaráttuleik.
Björgólfur er markahæsti leikmað-
ur deildarinnar ásamt félaga sínum,
Sören Hermansen, en báðir hafa
þeir skorað 10 mörk.
VALSMENN taka ákvörðun fyrir
hádegi í dag hvort Ólafur Þór Gunn-
arsson, markvörður, geti leikið gegn
Fylki. Ólafur er meiddur í nára og
lék ekki með á móti Fram um síðustu
helgi. Þorlákur Árnason, þjálfari
Vals, var efins í gær, þegar Morg-
unblaðið spjallaði við hann, um að
Ólafur gæti leikið vegna meiðslanna.
Valur endurheimtir hins vegar þá
Ármann Smára Björnsson og Sig-
urð Sæberg Þorsteinsson sem báðir
voru í banni gegn Fram.
KR-ingar verða án Veigars Páls
Gunnarssonar, Kristjáns Arnar Sig-
urðssonar og Einars Þór Daníels-
sonar í leiknum við FH í dag. Veigar
og Kristján taka út leikbann en Ein-
ar Þór er meiddur. Heimir Guðjóns-
son, fyrirliði FH, spilar ekki á móti
sínum gömlu félögum, vegna leik-
banns.
FÓLK
Fallbaráttan skyggir líklega á alltannað en helmingur liðanna í
deildinni er í fallhættu og það
skemmtilega við lokaumferðina er að
fjögur af liðunum fimm sem eiga á
hættu að falla mætast innbyrðis –
Fram og Þróttur annars vegar og
Grindavík og Fylkir hins vegar.
„Þetta verður spennandi laugar-
dagur og ég held að dramatíkin verði
allsráðandi fram eftir degi og liðin
uppi eða niðri til skiptis,“ segir Sig-
urður Jónsson.
„Það ræðst ekki fyrr en á síðustu
sekúndu hvaða lið fara niður. Svona
leikir taka mjög á taugarnar og ég
held að þjálfarar liðanna sem eru í
þessum slag leggi mesta áherslu á að
hugarfar og dagsform leikmanna
sinna verði í lagi þegar út í baráttuna
kemur,“ bætir Sigurður við.
Sú staðreynd blasir við gömlu
Reykjavíkurstórveldunum, Fram og
Val, að ekkert nema sigur dugir
þeim til að halda sætum sínum.
Gangi það eftir fellur Þróttur og
annaðhvort KA eða Grindavík.
Grindavík dugir jafntefli en KA
heldur sæti sínu hvernig sem aðrir
leikir fara nái þeir að leggja Grind-
víkinga að velli.
Laugardalsvöllur
eða Valbjarnarvöllur
Það er óhætt að segja að skipst
hafi á skin og skúrir hjá nýliðum
Þróttar í sumar. Lengi vel voru
Þróttarar taldir spútniklið Íslands-
mótsins. Leikur Þróttara var róm-
aður þar sem léttleikinn var í fyr-
irrúmi og eftir fyrri umferð
Íslandsmótsins trónuðu lærisveinar
Ásgeirs Elíassonar í efsta sæti með
18 stig, tveimur stigum meira en
Fylkir. En skjótt skipast veður í
lofti. Hvorki hefur gengið né rekið
hjá Þrótturum í seinni umferðinni –
uppskeran aðeins fjögur stig og sú
staðreynd blasir við þeim röndóttu
að leikurinn á móti Fram í dag er
nánast hreinn úrslitaleikur um það
hvort liðið heldur sér í deild þeirra
bestu og hvort félagið fær að spila
heimaleiki sína á Laugardalsvelli eða
á Valbjarnarvelli. Stuðningsmenn
Þróttara eru minnugir sumarsins
1998 þegar Þróttur féll. Líkt og í
sumar var staða liðsins góð eftir
fyrri umferðina. Þróttur í fjórða sæti
með 13 stig en fékk aðeins fimm stig
út úr seinni umferðinni og féll með
18 stig. Er sagan að endurtaka sig
hjá Þrótti? Ásgeir Elíasson, sá
reyndi þjálfari sem ýmislegt hefur
gengið í gegnum á löngum þjálfara-
ferli sínum, var hógvær í sumar þeg-
ar best gekk hjá hans mönnum. Ás-
geir sagðist ekki vera öruggur fyrr
en 22 stiga múrinn væri rofinn en
það er einmitt sá þröskuldur sem
hans menn hafa ekki náð að yfir-
stíga. Ásgeir er ekki í öfundsverðu
hlutverki í dag en geri lið hans jafn-
tefli eða sigri í dag fellir hann sitt
gamla félag, Fram, sem hann lék
með um árabil og þjálfaði á gullald-
arárum Safamýrarliðsins áratuginn
1980–1990.
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari er
inntur eftir því hvað hann telji að
hafi gert það að verkum að Þróttarar
misstu flugið?
„Í upphafi komu Þróttarar á óvart.
Björgólfur og Sören Hermannsen
skoruðu mikið framan af mótinu og
ég held að nýtingin á færunum hafi
hjálpað liðinu mikið. Þá tókst þeim
að ráða við tvennt, bæði að liggja til
baka og sækja hratt þegar boltinn
vannst og þá gátu þeir líka sótt gegn
liðum sem lágu til baka. Þetta tvennt
hefur fært þeim þessi stig sem þeir
hafa náð í. Þegar lið fóru hins vegar
að taka Þróttarana alvarlega og
gerðu sér grein fyrir því að þarna
væri lið sem væri stórhættulegt þá
gekk þeim betur að eiga við þá.
Þróttarar hafa verið jafnóheppnir í
mörgum leikjum nú síðari hlutann
eins og þeir voru heppnir í upphafi,“
segir Logi.
Það skyldi þó aldrei verða
Ásgeir sem fellir Framara?
Framarar eru í mjög kunnuglegri
stöðu en fimmta árið í röð er Safa-
mýrarliðið með bakið uppi við vegg
fyrir lokaumferðina – hjartveikum
stuðningsmönnum þeirra bláklæddu
til mikillar armæðu. Sagt hefur verið
um Framara að þeir eigi níu líf.
Fjögur undanfarin ár hefur þeim
tekist að bjarga sér frá falli á æv-
intýranlegan hátt svo liðsmenn
Fram mæta líklega til leiks gegn
Þrótti í dag afslappaðri ef svo má
segja heldur en kollegar þeirra hjá
Þrótti.
„Þrátt fyrir áfallið á móti Val á
dögunum hafa Framararnir verið á
uppleið seinni hluta mótsins meðan
Þróttarar hafa verið í niðursveiflu.
Örlög Framara eru hins vegar í
höndum hins sigursæla þjálfara
Fram til margra ára, Ásgeirs Elías-
sonar. Það skyldi þó aldrei verða
hann sem verður þess valdandi að
Fram falli niður um deild? Þróttarar
þurfa svo sannarlega á klókindum
Ásgeirs að halda í þessum fallslag
sem verður án efa svakaleg barátta
út í gegn,“ segir Logi.
Bjargar Valur sér
með sigri á Fylki?
Valur er í sömu stöðu og Fram.
Sigur og ekkert annað tryggir veru
liðsins í deildinni. Valsmenn sækja
Fylkismenn heim og ef marka má
frammistöðu liðanna upp á síðkastið
eru Hlíðarendapiltar sigurstrang-
legri. Árbæjarliðið hefur sprungið
eins og blaðra síðari hluta sumars og
Spenna,
gleði og
vonbrigði
Það ríkir mikil spenna fyrir lokaumferðina á mjög jöfnu keppn-
istímabili í knattspyrnu. Þó svo að KR-ingar hafi verið krýndir
Íslandsmeistarar á eftir að útkljá ýmislegt annað. Hvaða tvö lið
falla? Fram, Valur, KA, Grindavík eða Þróttur? Hreppa Skaga-
menn annað sætið, FH-ingar eða Fylkismenn, ná Eyjamenn
Inter-toto-sæti og skilja þar með Fylkismenn eftir með sárt ennið?
Hvaða leikmaður hampar markakóngstitlinum? Svör við
öllum þessum spurningum fást laust fyrir klukkan 16 í dag.
Guðmundur Hilmarsson tók púlsinn á tveimur þjálfurum og mikl-
um sparkspekingum – Loga Ólafssyni landsliðsþjálfara og Sigurði
Jónssyni, þjálfara Víkings, sem ræða gang mála í sumar.