Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MARKAÐURINN fyrir dagblaða- auglýsingar hefur undanfarið ár stækkað mjög í dálksentimetrum talið, samkvæmt mælingum Gall- up. Samkvæmt mælingu Gallup á öllum auglýsingum í dagblöðunum þremur jókst auglýsingamagnið um 40% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við sama tíma- bil í fyrra. Mestur hluti stækkunar auglýs- ingamarkaðarins kemur í hlut Fréttablaðsins. Auglýsingamagn í Morgunblaðinu hefur hins vegar haldist svipað undanfarið ár; jókst um 3,3% samkvæmt mælingu Gall- up á fyrstu átta mánuðum árins frá sama tímabili í fyrra. Samkvæmt mælingu Gallup var hlutfall Morgunblaðsins af auglýs- ingamagni á dagblaðaauglýsinga- markaðnum 46,9% fyrstu átta mánuði ársins, Fréttablaðsins 30,2% og DV 22,9%. Stærri blaðaaug- lýsingamarkaður AÐ MINNSTA kosti sautján dauðsföll voru rakin til fellibyljarins Isabel sem skall á aust- urströnd Bandaríkj- anna og olli þar miklum usla í gær og fyrradag. Milljónir manna voru án rafmagns og talið var að liðið gæti vika þar til rafmagn kæmist á að nýju alls staðar. Rafmagnslaust var til að mynda í opinberum skrifstofum og hæsta- rétti Bandaríkjanna í Washington og starf- semi ríkisvaldsins lá að mestu niðri í höfuð- borginni þar sem opin- berum stofnunum var lokað. Vindhraðinn, sem var allt að 44 metrar á sek., minnkaði í gær og Isabel var þá skilgreind sem hitabeltisstormur. Þúsundir trjáa rifnuðu upp með rótum í Norður-Karólínu, Virginíu, Maryland og Washington-svæðinu. Meira en 1.500 flugferðir voru felld- ar niður vegna óveðursins. Sautján manns létu lífið í slysum sem rakin voru til fellibyljarins og úrhellis sem honum fylgdi. Níu manns fórust í Virginíu, þrír í Norð- ur-Karólínu, tveir í Maryland, einn í Pennsylvaníu, New Jersey og Rhode Island. Flest dauðsfallanna voru rakin til bílslysa af völdum fellibyljarins, til að mynda þegar bílar runnu út af vegum og lentu á trjám eða raf- magnsstaurum. Rafveitustarfsmað- ur í Norður-Kórólínu lést af völdum raflosts þegar hann reyndi að gera við rafmagnslínu. Annar maður lét lífið í Maryland þegar hann ók á raf- magnsstaur og raflínur féllu á bíl hans. Mesta rafmagnsleysi í sögu Virginíu Nær 1,7 milljónir heimila voru án rafmagns í Virginíu, um 1,1 milljón heimila í Washington og Maryland, 300.000 í Pennsylvaníu og hundruð þúsunda í Norður-Karólínu og Vest- ur-Virginíu. Ríkisstjóri Virginíu, Mark Warn- er, sagði að þetta væri mesta raf- magnsleysi í sögu ríkisins og það gæti tekið marga daga að koma þjónustunni í samt lag. Hann sagði að forgangsverkefnið yrði að tryggja vatnsveitustöðvum og sjúkrahúsum rafmagn. Orkufyrirtækið Pepco sagði að tveir þriðju viðskiptavina þess á Washington-svæðinu væru án rafmagns og liðið gæti vika þar til rafmagn kæmist á alls staðar. Neyðarástandi lýst yfir í sjö ríkjum George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti því yfir að hlutar Virginíu og Norður-Karólínu væru hamfara- svæði og fyrirskipaði alríkisstofnun- um að aðstoða ríkin. Lýst var yfir neyðarástandi í fimm öðrum ríkjum: Pennsylvaníu, Vestur-Virginíu, Maryland, New Jersey og Delaware. Þök rifnuðu af mörgum húsum í Virginíu og Norður-Karólínu og nokkur hús hrundu. Að minnsta kosti 15.000 manns flúðu heimili sín í Virginíu vegna flóða. Mikið úrhelli var víða á hamfara- svæðinu og Potomac-fljót flæddi yfir bakka sína í elsta hluta Alexandríu, sunnan við Washington. Tjónið var mest á strönd Norður- Karólínu þar sem Isabel kom að landi. Almannavarnayfirvöld sögð- ust hafa mestar áhyggjur af 4.000 íbúum á strandsvæðinu sem neituðu að rýma hús sín áður en óveðrið skall á. Isabel olli þó minni flóðum í Norð- ur-Karólínu en fellibylurinn Floyd sem kostaði 56 manns lífið árið 1999. Opinberar skrifstofur í höfuðborg- inni voru lokaðar í gær og í fyrradag og 360.000 starfsmenn þeirra fengu því frí. Loka þurfti Ronald Reagan- flugvelli í Washington og fleiri minni flugvöllum á óveðurssvæðinu. Reuters Íbúi Kitty Hawk í Norður-Karólínu gengur á malbikuðum vegi sem skemmd- ist í fellibylnum Isabel er skall á austurströnd Bandaríkjanna í fyrradag. Minnst sautján manns létu lífið í fellibylnum Milljónir manna án rafmagns vegna óveðursins í Bandaríkjunum Washington. AFP, AP. Reuters Björgunarmaður fjarlægir tré sem féll í fellibyln- um í Reedville í Virginíu-ríki. Á bak við hann er 75 ára gamalt tré sem rifnaði upp með rótum í óveðrinu og olli skemmdum á húsþaki. ÞEGAR nemendur sem taka þátt í MSB 2003 hafa rekið fyrirtæki sín sem samsvarar fjórum rekstrarár- um og gert stefnumótandi markaðs- áætlanir fyrir sinn rekstur má segja að staðan taki nokkrum breytingum. Samkeppnin hefur aukist og liðin nýta sér tækifæri sem ekki buðust áður. Enn sem fyrr situr lið 4 frá Tækniháskóla Íslands, efst á mark- aði AA og hefur heldur aukið við for- ystu sína á milli tímabila. Það þarf þó ekki mikið að bregða út af til þess að næstu þrjú lið sem á eftir koma jafni metin. Á markaði BB er hörð barátta á milli þriggja efstu liða en lið 1 frá Háskólanum á Akureyri tekst enn að að verja efsta sætið á þessum mark- aði. Lið 1 frá Háskóla Íslands hækk- ar sig upp um eitt sæti og er nú í öðru sæti. Á markaði CC er samkeppnin mjög hörð eins og sakir standa. Lið númer 2 frá Háskóla Íslands heldur fyrsta sæti en fast á hæla þeirra koma næstu fjögur lið. Markaðsvirði einstakra fyrirtækja hefur lækkað á milli ára og því er ljóst liðin þurfa að vaka og sofa yfir sínum rekstri til að verjast samkeppni annarra liða. Á markaði DD heldur lið 3 frá Há- skóla Íslands efsta sæti á markaðn- um en fast að því sækja lið frá Tækniháskóla Íslands og Háskólan- um í Reykjavík. Fróðlegt verður að sjá hvernig lið- unum reiðir af í næstu viku og ljóst er að þátttakendur munu leggja sig alla fram við að ná árangri. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á netslóð hennar sem er http://msb.bifrost.is Aukin samkeppni í MSB 2003                             !  "#$% &'        !!! "#$!!! # %&!!! &"& !!!! &&&!!! '  )&      (( ! $ * * * * *,   -$$        !  "#$% &          ### !!!! "&"!!! "! $!!! # %!!!! !"$!!! '  )&      )) ! $ * * * *, *        !  "#$% &     ,       "!&&!!!  !%&!!! $% #!!! & "!!! !"&!!! '  )&      ** ! $ * * * * *,         ,   !  "#$% &       #%"#&$!!! ""%& !!! %$!!!! $#%%!!! "#!!!! '  )&      ++ ! $ * * * * *, SAMRÆMD vísitala neyslu- verðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,2% í ágúst sl. frá fyrra mánuði og var 113,1 stig, sam- kvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Á sama tíma lækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,4% og var 124,5 stig í ágúst. Verðbólgan á 12 mánuðum frá ágúst í fyrra var 2,0% að meðaltali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæðinu og 1,0% á Íslandi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 3,9% í Írlandi og 3,3% í Grikk- landi. Verðbólgan var minnst 0,9% í Austurríki og 1,0% á Ís- landi. Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum Minnst 12 mánaða verðbólga á Íslandi ÚTGJÖLD til kaupa á dagvöru voru 5,5% meiri í ágústmánuði síð- astliðnum en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi, samkvæmt nýrri smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Þar kemur einn- ig fram að útgjöld til áfengiskaupa minnkuðu um 6,2% á sama tímabili. Lítilsháttar minnkun varð á smá- söluvísitölu lyfjaverslana milli mán- aða. Vísitölumælingin sýnir að neyt- endur hafa eytt meira til kaupa á dagvöru alla mánuði þessa árs mið- að við síðasta ár, að marsmánuði einum undanskildum, samkvæmt tilkynningu frá SVÞ. Draga megi þá ályktun að þetta sýni meiri ráð- stöfunartekjur heimilanna á þessu ári en í fyrra. Áfengiskaup séu hins vegar meiri sveiflum háð milli mán- aða og ekki í takt við dagvörukaup. Smásöluvísitalan er reiknuð af IMG samkvæmt upplýsingum sem berast beint frá fyrirtækjunum og ÁTVR. Morgunblaðið/Sverrir Meira eytt í dagvöru en minna í áfengi milli ára Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.