Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ ÞEIM breytingum sem áttu sér stað í gær á eignaraðild að Eim- skipafélagi Íslands mun Landsbank- inn og tengdir aðilar eiga um 27% hlut í félaginu. Við það verður Landsbanki Íslands ráðandi hluthafi og kjölfestufjárfestir í Eimskipa- félaginu en þeir sem fram til þessa hafa verið stærstu hluthafar félags- ins, Fjárfestingarfélagið Straumur og Sjóvá-Almennar, hverfa úr hópi hluthafa. Boðað hefur verið til hluthafa- fundar í Eimskipafélaginu þann 9. október næstkomandi þar sem rammasamningur um fjölþætt við- skipti með hlutabréf í ýmsum fyr- irtækjum sem tengjast Landsbank- anum, Íslandsbanka, Straumi, Samson Global Holdings, Sjóvá-Al- mennum, Burðarási og Otec Invest- ment (sem er í eigu Sindra Sindra- sonar), verður lagður til samþykktar. Einnig verður lögð fram tillaga um lækkun hlutafjár í Eimskipafélaginu um 13,82% af heildarnafnvirði og tillaga um heim- ild til stjórnar til kaupa á eigin bréf- um um allt að 10%. Jafnframt fer fram stjórnarkjör á fundinum í kjöl- far breytinga á eignarhlut stærstu hluthafa. Viðskipti upp á 25,6 milljarða króna Samkvæmt samkomulaginu selur Burðarás, fjárfestingararmur Eim- skipafélagsins, að fullu eignarhluti sína í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Íslandsbanka hf. og Flugleiðum hf. til Fjárfestingarfélagsins Straums og Íslandsbanka í skiptum fyrir hlutabréf í Eimskipafélagi Ís- lands. Landsbankinn ráðandi hluthafi í Eimskip Morgunblaðið/Kristinn Samningar í höfn í fyrrinótt. Landsbankastjórarnir Halldór Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason sitja við borðið, Björgólfur Guðmundsson að baki þeirra og í dyragættinni fylgjast þeir með Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Eimskips, og Sindri Sindrason, viðskiptafélagi Björgólfs. Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslensku viðskiptalífi undanfarna daga. Upphafið að þeirri fléttu sem lykt- aði með því að skrifað var undir í fyrrinótt má rekja til frumkvæðis Íslandsbanka og Sjóvár um hvernig væri best að standa að þeirri skiptingu hlutabréfa sem nú liggur fyrir. Íslandsbanki stefnir að því að eignast Sjóvá- Almennar að fullu og á nú 56,2% hlut í félaginu og Straumur er orðinn stærsti hluthafinn í Flugleiðum. ÍSLANDSBANKI og Sjóvá- Almennar tryggingar áttu frum- kvæði að viðræðum milli þeirra og Landsbankans, Straums, Sam- sonar, Burðaráss og Otec Invest- ments, á nótum þess samkomulags um verðbréfaviðskipti sem nú ligg- ur fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hófu Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar tryggingar að ræða í alvöru í kringum síðustu helgi, um hvernig best væri að standa að þeirri skiptingu á hluta- bréfum í félögum, sem samþykkt var á fundi í Landsbankanum í fyrrinótt. Var það mat þessara að- ila að líkur væru á því að Lands- bankinn, eða aðilar honum tengdir, myndi ná að eignast afgerandi hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum, ef ekkert yrði að gert. Landsbankinn, eða aðilar honum tengdir, hefur á umliðnum mán- uðum sýnt áhuga á því að eignast aukinn hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið telur áreið- anlegar hafði Landsbankinn til að mynda samband við stóra hluthafa í Sjóvá-Almennum tryggingum fyr- ir um tveimur til þremur mánuðum síðan í þeim tilgangi að falast eftir kaupum á hlutabréfum þeirra. Niðurstaða Íslandsbanka og Sjó- vár-Almennra trygginga varð sú að félögin gætu ekki haldið bæði Sjóvá-Almennum tryggingum og Eimskipafélaginu frá Landsbank- anum eða aðilum honum tengdum. Því varð ofan á hjá Íslandsbanka og Sjóvá-Almennum tryggingum að Eimskipafélagið kæmi í hlut Lands- bankans og tengdra aðila, eins og nú hefur orðið, en Íslandsbanki myndi eignast Sjóvá-Almennar tryggingar. Atburðarásin í þessu máli hefði getað orðið allt önnur en hún varð. Félög í eigu bræðranna Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Sjó- vár-Almennra trygginga, og Einars Sveinssonar, forstjóra félagsins, keyptu síðastliðinn miðvikudag hlutabréf í Sjóvá-Almennum trygg- ingum af félögum og einstaklingum sem tengjast fjölskyldu Hallgríms Benediktssonar. Fjölskyldan hefði væntanlega alveg eins getað selt Landsbankanum, eða félögum hon- um tengdum, þessi hlutabréf, þar sem vitað var að vilji var þar á bæ til að auka hlutinn í Sjóvá- Almennum tryggingum. Ef af því hefði orðið hefði allt þetta mál litið öðruvísi við. Afl frá bjórnum í Rússlandi Mál þetta á sér þó lengri aðdrag- anda. Ekki er úr vegi að segja sem svo að upphaf þess megi rekja til febrúarmánaðar á síðasta ári, er Björgólfur Guðmundsson, Björg- ólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson, stofnendur og eig- endur bjórframleiðandans Bravo International í Rússlandi, gengu frá samkomulagi við fyrirtækið Heineken um að selja því bjórverk- smiðjuna Bravo í Pétursborg. Verðmæti sölunnar var þá jafnviði um 41 milljarðs króna. Í janúar á þessu ári keyptu þeir félagar, sem þá höfðu stofnað eignarhalds- félagið Samson, tæplega helmings- Frumkvæðið frá Íslands- banka og Sjóvá-Almennum Eftir Grétar J. Guðmundsson HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að Landsbankinn hafi eignast um 20% í Straumi í febrúar og í sumar hafi Landsbankinn og tengdir aðilar sýnt því áhuga á að eignast frekari hlut og Samson hafi komið þar inn sem stór hluthafi. Jafnframt bætti Ís- landsbanki við sinn hlut í Straumi. „Á þessu ári hafa tveir bankar sam- einast í einn þannig að það eru færri bankar á þessum markaði. Ég hygg að Íslandsbanki og Landsbanki hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegra að starfa að um- breytingarfjárfestingum hver í sínu lagi. Það væri ekki skynsamlegt að starfa saman í Straumi. Það er bak- grunnurinn að því að þessi viðskipti hefjast nú,“ segir Halldór. Hann segir að á þeim tíma sem liðinn er frá því að Landsbankinn keypti í Straumi og þar til hann var seldur hafi hlutabréf í Straumi hækkað verulega. Söluverðið 6,6 milljarðar Bréfin í Straumi sem Landsbank- inn, Samson Global Holding og Otec Investment seldu til Íslandsbanka og Straums í gær voru samtals 37,15% alls hlutafjár á genginu 4,33. Söluverð hlutarins eru því tæpir 6,6 milljarðar króna. Halldór segir að þegar Kaupþing og Búnaðarbanki sameinuðust og Straumur yfirtók Framtak fjárfestingarbanka hafi Landsbankinn gert sér grein fyrir því að hann þyrfti annað hvort að styrkja sig í Straumi eða fara alveg út. „Við tókum ákvörðun um að styrkja okkur verulega í Straumi með fulltingi okkar kjölfestufjár- festa sem keyptu stóran hlut til að styrkja stöðu bankans í félaginu. Ís- landsbanki styrkti sig sömuleiðis og það má segja að við höfum síðan komist að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegra að vinna þessi verkefni í sitt hvoru lagi og sam- þjöppun á þessum markaði sé kannski orðin óþægilega mikil. Þá var eðlilegt að finna leið til að hætta samstarfinu, sem hafði verið gott, hafði skilað Landsbankanum og öll- um hluthöfum í Straumi miklum arði í sumar. Þá kom upp þessi áhuga- verði möguleiki að geta lokið sam- starfinu með því að stórir eign- arhlutir gætu færst á milli aðila og úr því kæmu miklu skýrari valkostir í fjárfestingu. Eimskipafélagið er í dag skýrari valkostur en það var fyr- ir tveimur dögum. Íslandsbanki og Sjóvá eru orðin einn og skýrari val- kostur,“ segir Halldór. Ekki skynsamlegt að starfa saman í Straumi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.