Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 19 Tilbúin bjálkahús 39.500 kanadískir dollarar Það er rétt. Keyptu beint frá framleiðanda og fáðu allt efni sem til þarf í fokhelda byggingu. Fyrirspurnir frá dreifingaraðilum einnig velkomnar. Hægt er að útvega menn til að sjá um uppsetningu. Dow & Duggan LOG HOMES INTERNATIONAL Sími 001-902-852-2559 • Fax 001-902-852-3100 netfang: dowandduggan@hfx.eastlink.ca • www.dowandduggan.ca 1800 prospect Road, Hatchet Lake, Nova Scotia B3T 1P9 Kanada. Jólavörur á tombó luverði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 22 68 09 /2 00 3 HaustHátí› ... og ódýrt. Jólavörumarkaður í garðskálanum Sigtúni, fimmtudag til sunnudags kl. 12 -18. Kauptu jólagjafirnar snemma... Ís 99 kr. (aðeins í Sigtúni og á Akureyri) Sýpris 100 sm 999 kr. Veljið sjálf 4 erikur 999kr. Þessa helgi MIÐBORGARDAGURINN er í dag og verður margþætt hátíðar- dagskrá í tilefni hans. Dagurinn er haldinn í tilefni evrópskrar sam- gönguviku sem lýkur á mánudag- inn. Frá hádegi til klukkan fjögur í dag verður Laugavegur frá Bar- ónsstíg að Lækjargötu opinn fyrir umferð fótgangandi og hjólreiða- fólks en lokaður fyrir bílaumferð. Ýmsir viðburðir verða því á götum úti og því ekki úr vegi fyrir flesta að njóta bæjarlífsins á tveimur jafnfljótum. Klukkan hálfeitt munu hestar og knapar frá Bíóhestum halda í hóp- reið niður Laugaveginn og standa heiðursvörð við formlega opnun endurnýjaðra gatna í miðborg Reykjavíkur á mótum Bankastræt- is og Ingólfsstrætis. Guðrún Gunn- arsdóttir ætlar að syngja nokkur af lögum Ellýjar Vilhjálms í Banka- stræti og þar munu harmonikuleik- arar frá Harmonikumiðstöðinni einnig þenja nikkurnar. Þá verður andlitsmálun og leik- tæki fyrir börnin á Lækjartorgi og Halla hrekkjusvín úr Latabæ heim- sækir miðborgargesti í Latabæjar- strætó. Börnin munu líka geta bar- ið Mikka ref og Lilla klifurmús úr Dýrunum í Hálsaskógi augum fyrir framan Kjörgarð klukkan þrjú og Lína Langsokkur mætir með vin- um sínum, Tomma og Önnu, á Lækjartorg klukkan hálffimm. Meðfram skemmtunum fyrir yngstu gesti miðborgarhátíðar- innar verða gospelsystur Reykja- víkur syngjandi á Laugaveginum, Jasmin Olsons dansar á Lækjar- torgi ásamt rappara frá New York og flytur lög af væntanlegri plötu sinni. Búdrýgindi tekur á eftir einnig nokkur lög. Gönguferðir á sunnudegi Nokkrar skipulagðar göngur verða farnar á morgun og ber þar fyrst að nefna sjálfa miðborgar- gönguna sem hefst klukkan ellefu. Lagt er af stað frá Austurvelli og staldrað við á nokkrum stöðum og vakin athygli á fáeinum atriðum úr þeirri sögu sem byggingar og um- hverfi búa yfir. Gengið er um elstu götur borgarinnar, farið fram hjá helstu stjórnsýslustofnunum lands- ins og um verslunar- og listagötur. Í bókmenntagöngunni sem hefst klukkan tvö verður staldrað við á nokkrum stöðum í miðborginni og skyggnst inn í heim íslenskra skáldsagna fyrr og nú. Verður lagt af stað frá Miðbakka Reykjavíkur- hafnar. Styttur bæjarins er forvitnilegt og sígilt umfjöllunarefni og hefur Listasafn Reykjavíkur umsjón með rúmlega eitt hundrað útilistaverk- um í Reykjavík. Styttuganga verð- ur farin frá Listasafni Reykjavíkur klukkan tvö og styttur miðborgar- innar skoðaðar og skyggnst bak við sögu þeirra. Morgunblaðið/Ásdís Opna á endurnýjaðar götur í miðborginni í dag, á miðborgardaginn, og hafa síðustu dagar verið notaðir til að leggja lokahönd á framkvæmdirnar. Fjölbreytt dagskrá á miðborgar- daginn Reykjavík AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRAMKVÆMDASTJÓRI Sorpu hefur lagt fram tillögu um uppgjör á viðskiptaskuld Metans hf. Á stjórnarfundi 28. ágúst sl. var hon- um heimilað að ganga til samninga við Metan á þeim forsendum að Sorpa eignaðist gashreinsistöð Metans á bókfærðu verði og samn- ingar um gassölu og landleigu í Álfsnesi yrðuendurskoðaðar. Jafn- framt að Sorpa kaupi hlutafé í Met- ani fyrir allt að fimm milljónir króna. Viðskiptaskuld gerð upp Gufunes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.