Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 58
Blóðugi sunnudagurinn (Bloody Sunday) Sérlega áhrifarík mynd þar sem ekki ein- göngu er leitast við að sýna atburði blóðuga sunnudagsins, heldur benda á hversu af- drifaríkar ofbeldisaðgerðir breskra yfirvalda gagnvart lýðræðislegum mótmælum norður- írskra borgara reyndust.(H.J.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Sextán (Sweet Sixteen) Harmræn örlagasaga fimmtán ára drengs sem reynir í mikilli örvæntingu og vonleysi að halda fjölskyldu saman. Frábær mynd, vel leikin og kraftmikil. (H.J.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. 28 dögum síðar (28 Days Later) Vægðarlaus, markviss hrollvekja sem fær hárin til að rísa. Ein besta mynd ársins. (S.V.) Smárabíó. Sinbad sæfari (Sinbad) Vel gerð fjölskylduskemmtun mettuð andblæ gamla sagnaheimsins. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó. Sjóræningjar Karíbahafsins (Pirates of the Caribbean) Ribbaldar, romm og ræningjar. Fín, of löng, gamaldags sjóræningjamynd með góðum brellum og leikurum. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. Einu sinni var í Mexíkó (Once Upon a Time in Mexico) Ansi þunn naglasúpa en þó vel krydduð með góðu leikaraliði þar sem Johnny Depp er laukurinn og Antonio Banderas piparinn. (H.J.) Snillingabandalagið (League of Extraordinary Gentlemen) Með kosti og galla. Kostirnir eru að hún er hugsuð á stórum skala og hasaratriðin búa yfir krafti en sköpunarþrótturinn hefði hins vegar mátt vera meiri. (H.J.)  Pabbi passar (Daddy Day Care) Frambærileg gamanmynd, þar sem furðan- lega lítið er leitað á náðir úrgangsbrandara. (H.J.)½ Sambíóin. Freddy mætir Jason (Freddy vs. Jason) Mynd sem fáa aðra en þá sem meðtekið horrorkúltúr síðustu tveggja áratuga. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. Lara Croft 2 Á köflum feiknavel gerð og spennandi della. (S.V.)  Sambíóin. Magdalenusystur (Magdalene Sisters) Brokkgeng í dramatískri framsetningu en á heildina litið vönduð, vel leikin og metnaðar- full kvikmynd.(H.J.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Jarðarför með útsýni (Plots With a View) Gálgahúmorinn í aðalhlutverki í mynd með margflókinni fléttu – stundum um of. (S.V.)  Háskólabíó – Breskir bíódagar. Ástríkur og Kleópatra Gallar í banastuði í byggingarbransanum í Egyptalandi. Og nóg að drekka af göróttum galdramiði. (S.V.) ½ Háskólabíó, Sambíóin. Líf Davids Gales (The Life of David Gale) Metnaður, hugrekki og hugsjón fara fyrir lítið þegar þeim er beint í kolrangan farveg. (H.J.) Ítalska verkefnið (The Italian Job) Flottur kappakstur á Austin Mini-bílum en lít- ið meira. (H.J.) Háskólabíó, Laugarásbíó. Bandarískt brúðkaup (American Pie – The Wedding) Alveg í anda fyrrri myndanna; innihaldslaus, subbuleg og fyndin. (H.J.)Sambíóin. Löggilt ljóska (Legally Blonde 2) Í fyrri myndinni er kvikindislegri grínhugmynd snúið upp í væmna hetjusögu. Nú verður ferl- ið talsvert langdregnara. (H.J.) Regnboginn, Smárabíó. Tumi þumall og Þumalína (Tom Thumb and Thumbelina ) Teiknimynd um smáfólkið kunna er stíluð á yngsta áhorfendahópinn eingöngu. Góð ís- lensk talsetning. (S.V.) Laugarásbíó, Smárabíó. Brúsi almáttugur (Bruce Almighty) Dæmisagan í Brúsa almáttugum reynist merkilega þröngsýn og heimsk. (H.J.) Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó. Hættulíf í Hollywood (Hollywood Homicide) Eini hasarinn við löggutvíeykið er baráttan við að halda augnlokunum opnum. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó. FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR: Alex og Emma Fáránlegur föstudagur (Freaky Friday) Pörupiltar 2 (Bad Boys 2) Stormviðri (Stormy Weather) BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Teiknimyndin um Sinbad er að mati gagnrýnanda ekta ævintýramynd í sígildum anda. 58 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali.Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali. Sýnd kl. 6, 9 og 12. B.i. 16 ára. FRUMSÝNING KRAFT SÝNIN G KL. 12 .00. Fór bei nt á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i f ! f f l i i . Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með ensku tali MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. FRUMSÝNING Fór bein t á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i f ! f f l i i . POWERSÝNINGKL: 10.30 POWERSÝNINGKL: 11 kl. 3, 6 og 9. B.i. 16 ára. SÚ saga flýgur nú fjöllunum hærra í Bretlandi að leikkonan Gwyneth Paltrow hafi látið í veðri vaka að hún ætli að gift- ast unnusta sín- um, Chris Mart- in, söngvara Coldplay, nú um helgina. Vitað er að Paltrow verð- ur viðstödd gift- ingu í Long Is- land í New York en vinir hennar hafa staðfastlega neitað að það verði hennar eigin heldur vinkonu hennar Juliu Cudd- ihy. Hins vegar lýsti hún því yfir nýlega í viðtali að hún hlakki mjög til að giftast Martin einhvern tím- ann á þessu ári. Hún hefur einnig sagt að hún ætli að taka sér frí frá kvikmyndaleiknum til að geta ein- beitt sér að því að stofna fjölskyldu með Martin. Hann hefur einnig lýst því yfir nýlega að Coldplay muni draga sig í hlé í óákveðinn tíma …Gamla krydd-pían Geri Halliwell er farin að vera með leik- aranum Jerry O’Connell, sem ungur lék í Stand By Me en varð síðan þekktari eftir að hann óx úr grasi fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþátt- unum Sliders og myndunum Mission To Mars og Tomcats. Þau kynntust við tökur á myndinni The Fat Slags, þar sem Halliwell leikur aðstoðarkonu O’Connells en hún hefur undanfarið verið að reyna að hasla sér völl í Hollywood sem leikkona …Leik- konan Darryl Hannah íhugar nú að höfða mál á hendur tímaritinu Playboy fyrir að birta af henni djarfar myndir án hennar sam- þykkis. Hannah sat reyndar fyrir hjá ljósmyndara blaðsins af fúsum og frjálsum vilja en þó gegn því skilyrði að hún fengi að ráða hvaða myndir rötuðu í blaðið. Sú krafa var hins vegar virt að vettugi og yfir því er hún æf. Hannah, sem fræg varð fyrir hlutverk hafmeyjunnar í Splash! fer með eitt af aðalhlutverk- unum í væntanlegum tvíleik Quent- ins Tarantino Kill Bill sem frum- sýndur verður innan skamms …Stúlkurnar í Destiny’s Child eru farnar að huga að gerð nýrrar plötu. Beyoncé, sem und- anfarið hefur verið að gera allt vit- laust með laginu „Crazy in Love“, segir það ósk sína að lögin á plöt- unni væntanlegu verði á trúarlegum nótum enda hafi þær stúlkur þrosk- ast mikið andlega síðan síðasta plata, Survior, kom út. Stjórarnir hjá Sony voru víst ekkert alltof hressir þegar þeir fréttu af þessari yfirlýsingu Beyoncé því þeir hafa áhyggjur af því að gospeltónlistin eigi eftir að fæla frá gamla Dest- iny’s Child-aðdáendur … Breski sálarsöngvarinn Craig David hefur dælt milljónum punda í húsnæði ná- lægt St. Mary’s, heimavelli eft- irlætis knattspyrnuliðsins síns, Southampton …Fregnir herma að Madonna ætli að syngja dúett með Britney Spears í einu lagi á vænt- anlegri plötu síðarnefndrar. Lagið mun heita „Me Against The Music“ og verður á fjórðu plötu Spears sem fengið hefur nafnið Get in the Zone og kemur út 17. nóvember. Spears hefur alltaf litið mjög upp til Mad- onnu og síðan þær sungu saman á MTV-verðlaunahátíðinni í ágúst hef- ur þeim víst orðið vel til vina. Aðrir sem aðstoða Spears á nýju plötunni eru Moby og P. Diddy … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.