Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samkvæmt lögum Sjómannafélags Eyjafjarðar fara kosningar fulltrúa félagsins á ársfund Alþýðusambands Íslands og 28. þing Alþýðusambands Norðurlands fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 3 fulltrúa á ársfund Alþýðusambands Íslands, sem haldið verður í Reykjavík dagana 23.-24. október nk. 28. þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið á Illugastöðum dagana 3. og 4. október nk. Félagið hefur rétt til að senda 4 fulltrúa á þingið. Framboðslistum eða tillögum til ársfundar ASÍ og 28. þings AN þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafn marga til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 mánudaginn 29. september nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 44 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 19. september 2003 Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar Fulltrúakjör KÓR Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið. Í vetur er ýmislegt á döfinni, t.d. jólasöngvar í desember, föstuvaka í mars, kaffitónleikar og þátttaka í Kirkjuviku 2004. Kórinn hefur fastar æfingar á þriðjudagskvöldum kl. 20 auk æfing- ardaga, æfingarhelga og sérstakra æfinga fyrir guðsþjónustur á sunnu- dögum. Kórnum er skipt í fjóra messuhópa er skiptast á að syngja við messur en auk þess syngur kór- inn allur að jafnaði einu sinni í mán- uði. Stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju er Björn Steinar Sólbergsson organ- isti, raddþjálfun annast Sigríður Að- alsteinsdóttir. Kórinn getur bætt við söngfólki og verður inntökupróf nk. mánudag, 22. september, frá 17–19 og er áhuga- sömum bent á að hafa samband við stjórnanda kórsins. Kór Akureyrarkirkju Vetrarstarf hefst MOZART fyrir sex er yfirskrift tón- leika Chalumeaux-tríósins og þriggja söngvara Íslensku óperunn- ar sem haldnir verða í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun, sunnu- daginn 21. september kl. 16. Á efnis- skránni er tónlist fyrir söngvara og klarinettutríó eftir W.A. Mozart. Flutt verða fimm næturljóð og ein kansónetta fyrir þrjá söngvara, klar- inettur og bassetthorn, sem Mozart samdi á árunum 1783 til 1788 fyrir sig og vini sína að leika og syngja á góðum samverustundum í heimahús- um. Að auki verða fluttar aríur, dú- ettar og terzettar úr óperunum Brúðkaupi Fígarós og Cosi fan tutti sem tveir af félögum tríósins hafa umritað fyrir söngvara og klarin- ettuhljóðfæri. „Ég hef trú á að þetta verði mjög skemmtilegir tónleikar, það er mjög gaman fyrir okkur söngvarana að fá þetta tækifæri. Við erum ýmist að syngja með hljómsveit eða píanóleik- ara, en það er mjög skemmtileg til- breyting fyrir okkur að syngja við undirleik klarinettuleiks. Það verður nokkurs konar kammerstemning yf- ir þessu,“ sagði Hulda Björk Garð- arsdóttir en auk hennar syngja þau Sesselja Kristjánsdóttir og Davíð Ólafsson. Chalumeaux-tríóið skipa þeir Kjartan Óskarsson, Óskar Ing- ólfsson og Snorri I. Snorrason. Tónleikarnir eru liður í samstarfi Óperunnar og Eyjafjarðarsveitar og verður skrifað undir samning þar um eftir tónleikana. Með samningnum er að því stefnt að Íslenska óperan heimsæki Eyjafjarðarsveit reglu- lega og kynni þar starfsemi sína að sögn Huldu Bjarkar. „Það er til að mynda gert ráð fyrir að við komum norður með Brúðkaup Fígarós í mars á næsta ári og fleiri verkefni eru í farvatninu,“ sagði hún. Tónleikar í Laugarborg Mozart fyrir sex UNNIÐ hefur verið að því í haust að koma upp litlum golfvelli í skjólgóðum reit sunnan við Krist- nesspítala og eins hefur að undanförnu við unnið við að hreinsa til í skógi ofan spítalans, slétta stíga og keyra í þá kurli. Tilganginn með þessu segir Ingvar Þóroddsson deildarlæknir vera að skapa fleiri möguleika til útivistar fyrir sjúklinga sem og al- menning sem einnig mun standa þessi aðstaða til boða. Það voru félagar í Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa undir stjórn Hilmars Gíslasonar, fyrrverandi bæj- arverkstjóra á Akureyri, sem sáu um jarðvegsskipti á um 300 fermetra svæði sunnan spítalans. Þeir settu upp þökur sem sérstaklega eru ræktaðar með golfvelli í huga. Búnir voru til 9 teigar, 30 til 70 metra frá flötinni, þannig að fyrir utan púttvöll er möguleiki að æfa sig í að slá inn á flöt frá mismun- andi stöðum og við mismunandi hindranir. Eftir því sem menn best vita er þetta fyrsti golfvöllur af þessari gerð hér á landi. Auk þess sem framkvæmdir hafa staðið yfir við golfvöllinn hefur verið hreinsað til í skógi sem er of- an við spítalann og plantað var í á tímabilinu 1930- 40. Stígar voru sléttaðir og kurl keyrt í um 500 metra stíg en hann opnar nýja leið úr neðri hluta skógarins upp í þann efri. Nemendur á unglinga- stigi í Hrafnagilsskóla lögðu þar gjörva hönd á plóg, en á útivistardegi nýlega tóku þeir þátt í þessu verkefni. Ingvar sagði þessa heimsókn hafa verið ánægjulega og ungmennin hefðu unnið spítalanum gagn með framtakinu, en að launum fengu þeir veit- ingar og fengu að kynna sér starfsemi spítalans. Ingvar sagði það vera góða æfingu að slá golf- bolta, bæði fyrir þá sem væru í endurhæfingu sem og allan almenning. „Þessi völlur mun standa al- menningi til boða, við vonum að fólk verði duglegt að heimsækja okkur, því við viljum endilega fá meira líf á svæðið,“ sagði Ingvar. Sama hugmyndafræði væri að baki því að opna nýja stíga um skóginn; fá fólk til að hreyfa sig, bæði sjúklinga á spítalanum og allan almenning. Ingvar sagði að styrkur til efniskaupa hefði feng- ist frá Akureyrardeild KEA og Lionsmenn svo lagt fram vinnu sína. Stefnt er að því að opna bæði golf- völlinn og hina nýju göngustíga í byrjun næsta sumars. Unnið við golfvöll og göngustíga við Kristnesspítala Fleiri möguleikar til útivistar Morgunblaðið/Kristján Ingvar Þóroddsson, deildarlæknir á Kristnesspítala, á nýja golfvellinum. HEYRNAR- og talmeinastöð Ís- lands mun nú í haust bjóða Norð- lendingum upp á þjónustu í sam- starfi við Heilsugæslustöðina á Akureyri sem lánar aðstöðun undir starfsemina og Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri en þaðan kemur háls- nef- og eynalæknir. Starfsfólk frá stöðinni mun koma norður ann- anhvern föstudag, næst hinn 27. september. Guðrún Gísladóttir, forstöðumað- ur Heyrnar- og talmeinastöðvarinn- ar, sagði að síðastliðið vor hefði ver- ið boðið upp á þjónustu stöðvarinnar á Akureyri og reynsl- an af því verið góð. „Það sýndi sig að fólki þótti gott að sækja þjón- ustuna í heimabyggð, en reynslan sýnir að fólk á svæðinu frá Blöndu- ósi og allt austur á firði kýs að sækja þjónustuna á Akureyri enda um skemmri veg að fara,“ sagði Guðrún. Heyrnar- og talmeinastöðin er með starfsmann í hálfu starfi á Ak- ureyri, á heilsugæslustöðinni og sinnir hann m.a. sölu á tækjabúnaði og fleira. „Það er alveg ljóst að eftirspurnin eftir þjónustunni er mikil, það er nokkuð um að fólk er að skipta um t.d. heyrnartæki og við heyrum að fólk er ánægt að þurfa ekki að leggja leið sína suður til Reykjavíur að sækja þau,“ sagði Guðrún. Hún sagði þónokkurn fjölda á biðlista hjá stöðinni, en með því að senda þrjá starfsmenn tvisvar í mánuði norður vonaði hún að unnt yrði að saxa á listann. „Þetta hefur gefið góða raun og fólk lýst yfir ánægju með að þessi þjónusta standi til boða á Ak- ureyri, þó að ekki sé nema í þessi tvö skipti í mánuði,“ sagði Guðrún. Heyrnar- og talmeinastöðin með þjónustu á Akureyri Mikil spurn eftir þjónustunni BALDVIN Valdemarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmda- stjóri Stáltaks hf. og Slippstöðvar- innar ehf. á Akureyri. Baldvin mun starfa áfram hjá fyrirtækjunum fyrst um sinn, þar til ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi eftir- mann hans, eins og segir í tilkynn- ingu til Kauphallar Íslands. Nokkurt tap hefur verið af rekstri Slippstöðvarinnar það sem af er ári. Samkvæmt árshlutareikningi sam- stæðu Stáltaks, sem inniheldur árs- hlutareikninga Stáltaks og dóttur- félaganna, Slippstöðvarinnar og Kælismiðjunnar Frosts, voru dótt- urfélögin rekin með 32 milljóna króna tapi fyrstu 6 sex mánuði árs- ins. Tap tímabilsins er tilkomið vegna taps af rekstri Slippstöðvar- innar. Tapið má rekja til innlendra kostnaðarhækkana en þó sérstak- lega til sterkrar stöðu íslensku krónunnar og þar af leiðandi versn- andi afkomu stærstu viðskiptavin- anna, því verulega hefur dregið úr spurn eftir viðgerðarþjónustu fyrir fiskiskip, eins og segir í afkomuf- réttum sem sendar voru Kauphöll- inni. Af sömu ástæðu hefur sam- keppnisstaðan gagnvart erlendum keppinautum versnað sem leitt hef- ur til lækkunar tilboðsverðs á út- boðsmarkaði. Verið er að yfirfara rekstur félagsins með það að mark- miði að bregðast við breyttu rekstr- arumhverfi. Verkefnastaða Slippstöðvarinnar er nokkuð góð um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins og fram eftir næsta mán- uði. Hins vegar er meiri óvissa um framhaldið. Ekki náðist í Baldvin Valdemarsson í gær. Stáltak og Slippstöðin Framkvæmdastjóri lætur af störfum KRISTJÁN Hannesson, trillukarl á Sveini EA, og félagi hans, Benedikt Hallgrímsson, betur þekktur sem Bensi í Bót, hafa fengið ágæt- isýsuafla í Eyjafirði að undanförnu. Þeir félagar voru að koma með um 330 kg af ýsu að landi, þegar ljós- myndari Morgunblaðsins var á ferð í Sandgerðisbót í vikunni. Aflinn fékkst í net sem lögð voru skammt út frá athafnasvæði Slippstöðv- arinnar, þannig að ekki þurftu þeir Kristján og Benedikt að sækja langt. Kristján sagði þetta ágætisafla og daginn áður lönduðu þeir félagar um 170 kg. „Það hefur verið ágæt- iskropp síðustu daga og við erum ánægðir.“ Kristján sagði að það hefði sést lítið af ýsu í firðinum und- anfarin ár en nú væri mun meira af henni, „og það er ýsugengd um allt.“ Aðspurður hvernig hefði gengið hjá smábátasjómönnum á Akureyri í sumar sagði Kristján að menn hefðu lítið verið á sjó í sumar. „Menn klár- uðu kvóta sinn í vor og eru ekki farnir að veiða nýja kvótann sinn að neinu marki.“ Morgunblaðið/Kristján Benedikt Hallgrímsson, t.v., og Kristján Hannesson landa afla sínum. Ágætur ýsuafli að undanförnu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.