Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 21
KARLMAÐUR á þrítugsaldri
hefur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmdur í 15 mánaða
fangelsi, þar af 12 mánuði skil-
orðsbundið,
fyrir fjölda þjófnaða, aðallega
úr bílum, og innbrot, fyrr á þessu
ári. Frestun fullnustu refsingar
mannsins er bundin þeim skil-
yrðum að ákærði sæti á skilorðs-
tímanum sérstakri umsjón, að
hann hlíti fyrirmælum um dval-
arstað og vistun og greiði eftir
getu fébætur fyrir tjón, sem
hann hefur valdið með brotum
sínum.
Fram kemur í dómnum að í
mörgum tilvikum voru brot
mannsins fólgin í því að fara inn í
ólæstar bifreiðar að næturlagi.
Hann hefur áður verið dæmdur
fyrir slíka háttsemi en líkt og í
þessu máli var afrakstur þá oft
tiltölulega rýr. Í öðrum tilvikum
voru þjófnaðarbrot mannsins
fólgin í því að taka fjármuni úr
yfirhöfnum fólks, en undir það
síðasta var hann farinn að brjót-
ast inn í verslanir og veitingahús.
Fram kemur í dómnum, að
maðurinn hafi átt mjög erfitt í
uppvexti og sé haldinn persón-
uröskun. Hann hafi ávallt játað
brot sín undanbragðalaust og
virðist nú reiðubúinn til að hlíta
leiðbeiningum, en ekki síst með
hliðsjón af sérfræðiáliti lækna
þyki fært að skilorðsbinda 12
mánuði af refsingunni.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Fangelsi vegna fjölda þjófnaða
RÚNA K. Tetzschner sýnir á
Kaffi Karólínu við Kaup-
vangsstræti, en á sýningunni
má sjá úrval myndskreytinga
sem hún vann að á árunum
1999 til 2003 við skrautskrifuð
ljóð Rúnu og Þorgeirs Rúnars
Kjartanssonar. Myndirnar
eru unnar í anda fornra hand-
ritaskreytinga en ljóðin vísa á
nútímann og fela verkin þann-
ig í sér sameiningu hins
gamla og nýja.
Rúna starfar hjá Þjóð-
minjasafni Íslands og við
fornleifarannsóknir á Hólum í
Hjaltadal og sér m.a. um að
lesa handrit fyrri alda og
koma skrift þeirra á læsilegt
form. Þar eru tengsl við list-
sköpun Rúnu sem starfar
sjálfstætt við ljóðagerð,
skrautritun og skreytilist.
Hún stofnaði fyrirtækið
Lítil ljós á jörð í minningu
Þorgeirs Rúnars Kjartansson-
ar, en eftir lát hans hóf hún
að skrautskrifa ljóð eftir
hann.
Tilganginn með verkum
sínum segir hún vera að
kynna ljóð sjónrænt og einnig
hljómrænt með upplestri og
tónlist.
Sýningunni lýkur 3. október
næstkomandi og er hún opin á
sama tíma og kaffihúsið.
Skraut-
skrifuð ljóð
á Karólínu
KOMUR skemmtiferðaskipa til Ak-
ureyrar voru 44 í sumar, eða fleiri
en nokkru sinni. Farþegar hafa
heldur aldrei verið fleiri en með
skipunum í sumar komu samtals um
23.500 manns og um 11.800 áhafn-
armeðlimir.
Stærsta skipið sem sótti Akureyri
heim var Adonia, alls um 77.500
brúttótonn. Farþegar með skipinu
voru um 1.950 en í áhöfn voru um
870 manns.
Að sögn Péturs Ólafssonar, skrif-
stofustjóra Hafnasamlags Norðlend-
inga, hafa nú þegar verið bókaðar
komur 37 skemmtiferðaskipa næsta
sumar. Pétur sagðist sáttur við sum-
arið í ár og hann vonast eftir svip-
uðum fjölda skipa næsta sumar.
Morgunblaðið/Kristján
Farþegar
um 23.500
talsins
Komur skemmtiferðaskipa aldrei verið fleiri