Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 31 RÍKISSTJÓRN Davíðs Odds- sonar með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í fararbroddi er í slæmum málum vegna hval- veiðistefnu sinnar. Ekki aðeins vegna vísindaveiðanna á hrefnunni, sem lýst er í Morgunblaðinu sem illa undirbúinni ákvörðun og fjölmiðlaklúðri sem skaðað hefur ímynd Íslands (sbr. Reykjavíkurbréf laugardaginn 23. ágúst), heldur einkum og sér í lagi vegna þess að rökin að baki hval- veiðistefnu ríkisstjórnarinnar eiga sér ekkert hald í líffræðilegu tilliti. „Jafnvægið“ í hafinu Um nokkurra ára skeið hafa há- værir málsvarar hvalveiða talað fyrir þeirri skoðun að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að viðhalda svokölluðu „jafnvægi“ í sjávarlífrík- inu á Íslandsmiðum. Talsmenn jafnvægisins fullyrða að vistkerfið innan íslensku efnahagslögsög- unnar hafi orðið fyrir skakkaföllum síðastliðin 15 ár, eða síðan stór- hvalaveiðar lögðust niður árið 1989 eftir samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins. „Ójafnvægið“ sem nú ku ríkja í hafinu stafar að sögn jafnvægissinna af því að hvölunum hafi fjölgað óhóflega, þeir séu nú orðnir allt of margir og éti hvort tveggja í senn, allt of mikið æti frá fiskunum og óforsvaranlega stóran skerf úr nytjafiskistofnum okkar. Fækkun hvala með hvalveiðum sé því nauðsynleg til að koma aftur á jafnvægi í hafinu og, sem svo ein- kennilega vill til að er fylgifiskur hvalveiðanna, til að stækka nytja- fiskistofnana á Íslandsmiðum! Sjávarútvegsráðherra er fylg- ismaður jafnvægiskenningarinnar, eins og lesa má í fyrrnefndu Reykjavíkurbréfi, en þar segir hann m.a. um hvalveiðar að: „Auð- vitað vonar maður að einn góðan veðurdag vakni menn til vitundar um að það er eðlilegt að nýta alla þætti vistkerfisins, ekki bara suma þeirra. Ef það sé ekki gert mynd- ast ójafnvægi og markmiðið með nýtingunni sé að viðhalda jafnvæg- inu ...“. Hvað segja vísindin? Jafnvægiskenningin á sér enga formælendur meðal vísindamanna í líffræði, enda er æði margt í kenn- ingunni sem gengur engan veginn upp, hvorki í líffræðilegu tilliti né hvað varðar auðlindanýtingu sjávar almennt. Hugmyndir um jafnvægi og stöðugleika í náttúrunni, þar sem aðskiljanlegum lífverum er skipaður fastur og óumbreyt- anlegur sess samkvæmt guðlegri forskrift má rekja til kirkjunnar manna langt aftur í aldir. Það eim- ir greinilega enn eftir af þessari frumstæðu hugsun meðal íslenskra hvalveiðisinna á 21. öld. Í ljósi fyrirliggjandi vísinda- legrar þekkingar á vistkerfi sjávar, sem samanstendur af tugþús- undum tegunda í afar flóknu og sí- breytilegu samspili, jafnt innbyrðis sín á milli og við ótal umhverf- isþætti, má fullyrða að allar hug- myndir um eitthvert jafnvægi í hafinu um lengri eða skemmri tíma eru víðs fjarri raunveruleikanum. Jafnvægishugmyndin er í besta falli óskhyggja hagsmunaaðila í sjávarútveginum og í versta falli alger bábilja, en líklega hvort tveggja. Jafnframt má fullyrða í ljósi vís- indalegrar þekkingar á lífríki sjáv- ar að sá skerfur sem hvalir éta af fiskum og æti frá fiskum er aðeins brot af því sem aðrir þættir í vist- kerfinu éta af hinu sama. Í flestum sjávarvistkerfum heims éta fiskar langmest af fiski og æti frá fiskum. Sjófuglar eru einnig afar drjúgir, en einna drýgstir við átið af fiski og æti frá þeim eru marglyttur, burstaormar, pílormar og ótal önn- ur hrygglaus dýr sem svamla um í sjónum. Þá má fullyrða að svonefnt „fjöl- stofnalíkan“ Hafrannsóknastofn- unar, sem hvalveiðisinnar hafa mikið hampað til að réttlæta meintan skaða hvala á fiskistofn- unum, gefur glannalega einfalda mynd af íslensku sjávarlífríki, en í líkaninu eru aðeins sex þátttak- endur; þorskur, loðna, rækja og þrjár hvalategundir. Fyrir utan einfaldleika líkansins eru nið- urstöður þess bæði umluktar svo víðum öryggismörkum og háðar svo mörgum óvissum forsendum að þær geta ekki talist áreiðanlegar við ráðgjöf á auðlindanýtingu sjáv- arlífvera, allra síst þegar haft er í huga hve viðkvæmt mál hvalveiðar eru á alþjóðavettvangi. Sjávarútvegsráðherra verður að vera samkvæmur sjálfum sér og útskýra hvernig jafnvægi getur komist á með því að einblína á hvali og nokkra nytjafiskistofna en leyfa bróðurpartinum af „fiskiafæt- unum“ að leika lausum hala í haf- inu. Forvitnilegt væri t.d. að sjá áætlun um hvenær marglytt- uveiðar hefjast hér við land og hversu mörg tonn af hverri tegund fyrir sig þurfi að veiða árlega til að viðhalda meintu jafnvægi í hafinu. Þáttur Hafró Sjávarútvegsráðherra er e.t.v. vorkunn með þá fyrirætlan að stjórna einhverju sem ekki er til með hvalveiðum, hvað þá heldur að stjórna einhverju sem ekki fyr- irfinnst með því að nýta „alla þætti“ vistkerfisins. Það verður nefnilega að segjast eins og er að þáttur ráðgjafans, Hafrann- sóknastofnunar, virðist ekki upp á marga fiska í þessu máli. Til dæmis er undarlegt að stofnunin hefur aldrei mér vitandi reynt að leið- rétta með eindregnum og skýrum hætti klisjuna um jafnvægið og nauðsyn hvalveiða til að stækka fiskistofnana, sem opinberir ráða- menn hafa ítrekað haft í frammi við ýmis tækifæri á undanförnum árum. Þetta er mjög bagalegt vegna þess að hætt er við að þetta líffræðilega fleipur festist í þjóð- arvitundinni. Þjóðin á allt betra skilið en að alast upp við rang- hugmyndir um hvali og hvernig sjávarlífríkið umhverfis landið gengur fyrir sig. Jafnvægissinnar eiga bágt Í áðurnefndu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðisins kvartar sjáv- arútvegsráðherra yfir því að það sé mjög „erfitt að búa við þær að- stæður að þegar hvalveiðar væru annars vegar væri algengt að hvorki almenningur, stofnanir né jafnvel ríkisstjórnir tækju rökum“! Ég efast reyndar um að rík- isstjórnir séu eitthvað móttækilegri fyrir rökum eða röklegri í orði og æði en aðrir, en á hinn bóginn er ég fullviss um að það er óvinnandi vegur fyrir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að sannfæra umheiminn um hið göfuga hlutverk okkar Ís- lendinga að viðhalda jafnvægi í N- Atlantshafi til hagsbóta fyrir vist- kerfið. Ég tel víst að vísinda- samfélagið, a.m.k. á líffræðisviðinu, bæði hér heima og þó einkum er- lendis muni ekki sitja þegjandi undir þessum hjáfræðum um lífríki hafsins. Sumt er einfaldlega ekki hægt að selja og sumir selja sig einfaldlega ekki. Þá sýnist mér að sjávarútvegs- ráðherra vanmeti rök og þekkingu annarra ríkisstjórna í andstöðu sinni gegn veiðum Íslendinga á stórhvölum. Það er t.d. forvitnilegt í þessu samhengi að skoða nýlegt rit sem gefið er út af bandaríska viðskiptaráðuneytinu (U.S. Dep- artment of Commerce) þar sem fjallað er um hvali og fiskistofna í heimshöfunum. Af lestri ritsins er ljóst að þekking innan bandaríska stjórnsýslustigsins á líffræði hvala og stöðu þeirra í sjávarvistkerfinu stendur mun nær raunveruleik- anum en tilfellið er hér heima með ráðamenn þjóðarinnar. Niðurlag Það er brýnt að hafa í huga að veiðar á stórhvölum er afar við- kvæmt alþjóðamál, sérstaklega í ljósi sögulegra staðreynda um of- veiði á hvölum í heimshöfunum langt fram yfir miðja 20. öld. Í kjölfarið öðluðust hvalir táknræna merkingu í baráttunni fyrir um- hverfisvernd almennt í heiminum. Þann sess skipa hvalir enn í dag og sætir það engri furðu. Vel má vera að Íslendingar súpi nú að ósekju seyðið af misgjörðum annarra þjóða fyrr á tímum. Ef þetta er til- fellið breytir það ekki hinu að það er sá raunveruleiki sem horfast verður í augu við af yfirvegaðri skynsemi í stað þvergirðingsháttar krydduðum þjóðernisrembu og hjá- fræðum um lífríki hafsins. Það verður að teljast mjög lík- legt, ef heldur fram sem horfir með núverandi hvalveiðiforsendur rík- isstjórnarinnar, að hvalveiðistefnan muni fyrr en síðar bíða algert skip- brot og verða landi og þjóð til enn frekara tjóns og álitshnekkis en orðið er. Að stefna fram á al- þjóðavettvangi með jafnvægiskenn- inguna á lofti og boðskapinn um að hvalveiðar séu nauðsynlegar af því að hvalirinr éti svo mikið af fiski er ekki aðeins móðgun við líffræðina sem vísindagrein heldur er verið storka heildarhagsmunum Íslend- inga. Forsendur núverandi hval- veiðistefnu eru þar að auki alger- lega óþarfar. Allt sem til þarf að stunda hval- veiðar, vilji menn það á annað borð, er að stunda þær á þeim for- sendum einum að veiðikvótar stefni hvalastofnunum ekki í hættu. Við ákvörðun kvóta verður að byggja á sem allra öruggasta stofnstærð- armati og ítrustu varfærni verður að gæta við útreikninga á veiðiþoli. Þetta er ekki nema eðlileg krafa í ljósi sögunnar á ofveiði hvala og stöðu þeirra í dag í umhverf- ismálum. Og svo má náttúrulega ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Vafasöm hvalveiðistefna of varasöm Eftir Hilmar J. Malmquist Höfundur er doktor í líffræði. Laugavegi 63 • sími 5512040 Bergfléttuhringur Vönduðu silkiblómin fást í                          !  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.