Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Meint samráð olíufélag-anna hefur borið háttí fjölmiðlum síðustuvikur. Í umfjöllun dagblaðs var fjallað um þetta mál undir yfirskriftinni ?Stjórn- arformaðurinn beggja megin borðs. Ég leyfi mér að gera at- hugasemd við þetta orðalag þótt það sé engan veginn nýtt í ís- lensku. Hér hefði farið betur að skrifa Stjórnarformaðurinn báð- um megin borðs. Hér er um það að ræða að tveimur orða- samböndum slær saman: beggja vegna og báðum megin (< veg- um). Ætla má að ástæða samslátt- arins sé sú að orðasamböndin eru notuð í svipaðri merkingu. Orðasamböndin beggja vegna (e-s/við e-ð) og báðum megin (e-s/ við e-ð) eru kunn í fornu máli. Við samfall þeirra varð þriðja orða- sambandið til: beggja megin (e-s/ við e-ð) og er það kunnugt frá 16. öld, m.a. í Guðbrandsbiblíu (1584). Orðasambandið báðum megin við e-ð á sér fjölmargar hliðstæður, t.d.: hinum/þeim/öðrum megin við e-ð. Um notkun þess skal minnst á tvennt. Í fyrsta lagi er algengt að nota eignarfall í stað fsl. við + þf., t.d.: Báðum megin árinnar; hérna megin lækjarins; sunnan megin hússins o.s.frv. Í öðru lagi er al- gengt að nota hk.et. í stað kk.et. (þgf.flt.) (oft ritað í einu orði), t.d.: Vera réttu megin við strikið; fara öfugu megin fram úr (rúminu); hinumegin við girðinguna; halda sig sínu megin í garðinum o.s.frv. Nú kunna sumir að vilja halda því fram að orðasambandið beggja megin sé fullgott, enda eigi það sér langa sögu í íslensku. Því er til að svara að það er ekki að finna í Íslenskri orðabók né öðrum orða- bókum og má telja það til vitnis um að höfundum umræddra verka hafi ekki þótt það boðlegt. Und- irritaður er þeirrar skoðunar að orðasambandið beggja megin sé að vísu áhugavert en óþarft í vönduðu máli. Annað málfarslegt atriði sem þráfaldlega hefur komið upp í um- ræðu um ætlað samráð olíufélag- anna er aðkoma einstakra manna að því, hvernig þeir komu að mál- inu. Borgarstjóri hefur m.a. verið beðinn að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Nú er eðlilegt að menn séu beðnir að gera grein fyrir aðild sinni að tilteknu máli eða hvernig þeir tengist því en ég kann því fremur illa þegar sífellt er tönnlast á því að koma að máli og aðkomu að máli. Fleiri dæmi af þessum toga eru auðfundin. Bandaríkjaforseti tekur ekki ákvörðun heldur (?)kemur hann að tiltekinni ákvörðun, nú kaupa menn ekki fyrirtæki heldur (?)koma nýir eigendur að DV og banki á ekki viðskipti við fyrirtæki heldur (?) kemur hann að viðskiptum við fyrirtæki í sjávarútvegi. Við laus- lega leit í orðabókum fann ég hvorki orðasambandið koma að til- teknu máli í merkingunni ‘tengj- ast, eiga aðild að’ né nafnorðið að- koma og má því ætla að hér sé um nýmæli að ræða. Ég fæ að vísu ekki séð að það sé beinlínis rangt að taka svona til orða en þess ber þó að gæta að orðasambandið koma að e-u (síðar/seinna) er al- kunna í íslensku í allt annarri merkingu (‘víkja (síðar) að e-u í ræðu/(umfjöllun)’). Nú kann sum- um að þykja þetta smásmygli og röksemdir mínar fátæklegar en ég verð að segja eins og er, ósköp kann ég þessu illa, einkum þegar þrástagast er á þessu. Úr handraðanum Í ágætri skákbók segir Friðrik Ólafsson stórmeistari um eina skáka sinna: Ég hef alltaf haft mætur á þessari stuttu og snotru skák, því að mér þykir hún gefa það til kynna, að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Hér er vel að orði komist og máls- hátturinn Snemma beygist krók- urinn (til þess sem verða vill) (‘fljótt kemur í ljós hvað í ungum manni býr, fljótt má sjá hvert stefnir’) er notaður eins og við eig- um að venjast. En hver er þessi krókur? Ég hlýt að viðurkenna að mér var það lengi hulin ráðgáta þrátt fyrir talsverðar vangaveltur en nú þykist ég skilja hvað að baki liggur. Elsta dæmi um málshátt- inn er að finna í safni Jóns Rúg- manns (17. öld): Þangað beygist krókurinn sem vera vill. Í handriti stendur einnig viðbótin þess verr sem lengur er skautað en yfir hana hefur verið strikað. Litlu yngra er afbrigðið Snemma beyg- ist krókurinn sem vera (verða) vill. Elsta dæmið eða öllu heldur viðbótin við það bendir til þess að líkingin vísi til örðugleika ís- lenskra kvenna við að halda króki (‘sveig, krókfaldi’) í réttri stöðu, t.d. í misjöfnu veðri á leið í og úr kirkju. Ef þetta er rétt er hún sótt í daglegt líf formæðra okkar og finnst mér hún gefa skemmtilega innsýn í hversdagslegt amstur. Ekki veit ég hversu lengi þessi barátta hefur staðið en ugglaust á hún eldri rætur en á 17. öld. Í Laxdæla sögu (55. k.) segir um klæðaburð Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur: Guðrún var í námkyrtli og við vefjarhlutur þröngur en sveigur mikill á höfði. Talið hefur verið að sveigur merki hér ‘krók- faldur’ og gefur það hugmynd um aldur þessa klæðabúnaðar en það skiptir ekki máli í þessu samhengi. Af dæmunum er auðvelt að sjá að búningur málsháttarins hefur breyst og jafnframt merking. Í elstu dæmum er um að ræða sam- anburðarlið (sem ‘eins og’ verða vill) og þar er merkingin bein. Í yngri dæmum hefur verið bætt við forsetningunni til og þá kemur fram ný merking (‘í þá átt sem’) og merkingin verður óbein. Undirritaður er þeirrar skoð- unar að orða- sambandið beggja meg- in sé að vísu áhugavert en óþarft í vönd- uðu máli. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 11. þáttur NOKKUR umfjöllun hefur orðið í fjölmiðlum um ákvörðun sérstakrar úrskurðarnefndar að skipa heil- brigðisnefnd Hafn- arfjarðar- og Kópa- vogs að veita dagmóður leyfi til að reka barnagæslu fyrir allt að 10 börn á 3. hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Heil- brigðisnefndin hafði áður hafnað umsókn konunnar enda töldu nefnd- armenn það ekki forsvaranlegt að reka slíka starfsemi fyrir þennan fjölda af börnum upp á 3. hæð. Tilgangur heilbrigðiseftirlitsins er fyrst og fremst að tryggja hagsmuni þeirra barna sem eru þarna í gæslu. Við byggðum fyrst og fremst á þeim grundvallarrökum að öryggi barnanna væri ekki teflt í tvísýnu. Það er ljóst að börn í gæslu hjá dag- mæðrum eru fyrst og fremst á aldr- inum 8-22 mánaða. Ástæða er til að hafa áhyggjur ef rýma þarf íbúðina skyndilega, til dæmis ef kviknar í íbúðinni. Ég segi sem faðir ungra barna að ég myndi aldrei setja börn- in mín í gæslu hjá dagmóður sem væri með níu önnur ungabörn á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Með þessu er ég ekki að setja út á viðkomandi umsækjanda persónu- lega enda uppfyllir hún öll önnur þau skilyrði sem dagmæður þurfa að uppfylla, til dæmis varðandi snyrti- aðstöðu, leiksvæði o.fl. Hins vegar taldi nefndin öðrum atriðum ábóta- vant, til dæmis öryggismálum vegna aðkomu að íbúðinni vegna útivistar þar sem tvær manneskjur þurfa að gæta þeirra sem inni og úti eru og sjá um ferðir upp og niður stiga. Nefndin var því einhuga í því að hús- næðið hentaði ekki undir svona starfsemi. Með því erum við alls ekki að setja stein í götu starfsemi dag- mæðra almennt. Þær gegna mik- ilvægu hlutverki í nútímaþjóðfélagi og heilbrigðisnefnd hefur stutt við bakið á þeim með ráðlegginum og í langflestum tilfellum veitt þeim starfsleyfi. Nánast á hverjum fundi nefndarinnar veitum við dagmæðr- um í Hafnarfirði, Garðabæ, Bessa- staðahreppi og Kópavogi starfsleyfi og eru slík leyfi yfirleitt veitt án at- hugasemda. Í þessu máli féll úrskurður okkar hins vegar í óhag og ber heilbrigð- isnefnd að hlíta honum. Nefndin er samt sem áður óneitanlega hugsi þar sem löggjafinn hefur falið henni að vera leyfisveitandi út frá öryggis- sjónarmiðum barnanna þegar sex eða fleiri börn eru tekin til gæslu. Úrskurðarnefndin virðist aftur á móti fyrst og fremst líta á hlutina frá sjónarmiði umsækjanda þ.e. að hún fái að nýta sitt húsnæði á þann hátt sem hún telur best henta. Vísar hún þar meðal annars til stjórnarskrár- innar þar sem segir að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Hins vegar virðist úrskurð- arnefndin ekki taka tillit til þess að í sömu stjórnarskrá segir að þessu frelsi megi setja skorður krefjist al- mannahagsmunir þess...(Stjrskl. 97/ 1995 13. gr.) og ....börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst (stjrskl. 97/1995, 14. gr.). Tíu börn á 3. hæð í fjölbýlishúsi Eftir Andrés Pétursson Höfundur er formaður heilbrigðisnefnd- ar Hafnarfjarðar- og Kópavogsbæjar. OFT er það svo að talað er um gamalt fólk og börn í sömu andrá. Fræg er vísa Hólmgöngu-Bersa í Laxdælu þar sem hann lá gamall og karlægur og sá þá auðvitað ástæðu til að kveða um ástand sitt, eins og títt er að kappar Íslendingasagna geri, og líkti þá ástandi sínu við ungabarnið, Halldór Ólafsson, sem lá í vöggunni við hlið hans. Lífið er leið og þeir sem eru að leggja af stað og hinir sem eru að ljúka göngunni eru hvorir á sínum jaðrinum, nánast ekki inni á kortinu. Þetta er eðli lífsins en minnir okkur líka á að við verðum öll að leggja ýmislegt á okk- ur til að sem flestar raddir heyrist. Þegar horft er á íslensk stjórnmál mætti reyndar halda að lífsleiðin væri umtalsvert styttri en hún er. Þar eru flestir virkir þátttakendur á sama aldri og kveða flestir sama sönginn. Aðeins yngdist upp í þing- mannaliðinu í síðustu kosningum en spurningin er hvort ungir þing- menn nái að hafa nægileg áhrif til að breyta söngnum – og hvort þeir séu komnir á þing til að breyta og axla ábyrgð, ekki bara til að syngja með. Nú um helgina halda Ung vinstri græn landsfund sinn. Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð hefur vakið athygli margra fyrir að vera ungur flokkur, ekki aðeins í anda, heldur líka vegna þess hve hátt hlutfall fé- lagsmanna er undir þrítugu, en það eru hartnær 40%. Ný lög, nýir tónar Við í ungliðahreyfingunni höfum rekið öflugt starf frá því að hún var stofnuð, árið 2000, og markvisst reynt að fjölga ungu fólki í pólitísku starfi. Við teljum að nú sé hreyfingin okkar komin á legg og næsta markmið er að auka áhrif okkar, innan flokks sem utan. En af hverju er mikilvægt að ungt fólk starfi í stjórnmálum? Stað- reyndin er sú að í samfélagi þar sem æskudýrkun er komin fram úr öllu hófi á ýmsum sviðum, eru aðrir kimar samfélagsins þar sem ungt fólk hefur tiltölulega lítil áhrif, t.d. í stjórnmálum. Við leggjum áherslu á að fá ungt fólk til áhrifa og teljum líka mikilvægt að ungt fólk móti sér sína eigin rödd sem ekki þarf endilega að syngja í sömu tóntegund og þær sem fyrir eru – og jafnvel ekki sama lagið. Stjórnmálin eiga að endurspegla samfélagið allt, alla lífsleiðina. Í þeim eiga að taka þátt gamalt fólk, ungt fólk, konur, karlar, hvítir, gulir og svartir, hommar, lesbíur, skrýtið fólk, skemmtilegt og leið- inlegt. Fjölbreytni er lykill að umburðarlyndu samfélagi þar sem hver og einn fær sitt tækifæri til að blómstra. Þess vegna viljum við ungt fólk til áhrifa og ábyrgðar. Treystum ungu fólki Eftir Katrínu Jakobsdóttur Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. MIKIL umræða hefur verið um stöðu sauðfjárræktar hér á landi á síðustu vikum. Uppspretta þeirr- ar umræðu eru ein- hliða ákvarðanir slát- urleyfishafa um lækkun á skilaverði til bænda um ca15%, fyrir það kjöt er fer á innanlandsmarkað. Einnig kemur til aukin útflutnings- skylda og lækkun, um ca 12% ,á skila- verði til bænda fyrir útflutning. Það er flestum kunnugt sem eitthvað fylgjast með sauðfjárrækt að ekki er úr háum söðli að detta fyrir bændur, hvað tekjur varðar, og má spyrja sig hvort aðrar stéttir þjóðfélagsins myndu sætta sig við slíka kjaraskerð- ingu á einu bretti. Athyglisverðast í þessu öllu saman er hvað áhugi almennings á sauð- fjárrækt og sauðfjárafurðum er mik- ill hér á landi – og er það gott. Það sýnir að almenningi er ekki sama um sauðfjárrækt og hvernig henni reiðir af, almenningur vill halda landi í byggð og geta keypt íslenskar gæða- afurðir. Hið sorglega við þessa miklu um- ræðu er hvað hún er oft á tíðum á nei- kvæðum nótum og full af rang- færslum, og kannski er hvað alvarlegast í þessu sambandi að oft ber meira á fullyrðingum fólks sem ætti að vita betur, stöðu sinnar vegna. Mikið hefur verið rætt um að offram- leiðsla sé á dilkakjöti hér á landi og að draga þurfi úr framleiðslunni, að nú- verandi sauðfjársamningur ýti mönn- um út í alltof mikla framleiðslu, þ.e. að hann sé framleiðsluhvetjandi. Þetta hafa andstæðingar núverandi sauðfjársamnings hamrað á. Stað- reyndin er hins vegar sú að frá 1. sept. 2001 til 1. sept. 2003 er sam- dráttur í framleiðslu á dilkakjöti sem nemur 3,8%, þannig að fullyrðingar um annað eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Aftur á móti er það staðreynd að birgðir af dilkakjöti eru of miklar um þessar mundir. En hvað veldur og hverju er um að kenna? Ónógri markaðsetningu? Vera má að það sé hluti skýringarinnar – að vanti fleiri valmöguleika og úrval dilkakjöts í matvöruverslanir, þá sérstaklega í formi einfaldra rétta? En meginástæða þess að of miklar birgðir eru í landinu er einmitt gríð- arleg offramleiðsla svína- og kjúk- lingakjöts á síðustu tveimur árum. Þessu kjöti hefur verið dælt inn á markað af stórum verksmiðjubúum á verði sem er undir framleiðslukostn- aði. Við þetta hafa sauðfjárbændur þurft að berjast og því miður ekki með jafn sterk vopn í hendi og hinir. Svokallað „bankakjöt“ hefur haft sterkari stöðu í verðstríðinu og má velta því fyrir sér hvort ekki þurfti að kanna samkeppnislög í því samhengi, – e.t.v. er það verðugt verkefni fyrir Alþingi á komandi vetri. Fullyrðingar hafa verið uppi um að útflutningur á lambakjöti sé vonlaus og ómarkviss. En staðreyndin er hins vegar sú að markvisst hefur verið unnið að útflutningi lambakjöts síð- ustu 4–5 árin með það að markmiði að koma vörunni á þá markaði og inn í þær verslanir sem flokkast undir það að vera með dýra og vandaða vöru, hágæðaverslanir. Þetta hefur verið gert í Bandaríkjunum með góðum ár- angri og salan þangað hefur verið jöfn og stígandi á undanförnum árum og meira að segja á skilaverði sem er mikið hærra en gengur og gerist ann- ars staðar í heiminum, þar með talið hér á landi. Einnig er verið að vinna á sömu nótum í Danmörku og Ítalíu með góðum árangri. En allt tekur þetta tíma og gerist ekki á svip- stundu. Með sama vaxtarhraða og verið hefur á þessum ofangreindu mörkuðum þá gæti útflutningur orðið eftirsóknarverður innan 5 ára. Einnig hafa heyrst raddir sem tala um út- flutningsbætur á kjöti, hætt var að greiða útflutningsbætur fyrir 11 ár- um hér á landi þó svo þær séu greidd- ar víðast hvar annars staðar í heim- inum. Talað hefur verið um „söluhrun“ á dilkakjöti hér á landi. Það er stórlega ýkt. Sala síðustu 12 mánuði, frá 1. sept. talið, er 5748 tonn, sem er ekki nema 1,8% samdráttur frá fyrra ári. Það verður að teljast góður árangur miðað við það ástand á kjötmarkaði sem áður hefur verið lýst. Að sjálfsögðu horfum við uppá breytt neyslumynstur, þannig að samdráttur í neyslu lambakjöts er óumflýjanlegur. Svínakjöt og kjúk- lingakjöt er búið að taka til sín tölu- vert af neyslu fólks á lambakjöti og fiski sem hversdagsmatur. En þær úrtöluraddir, sem heyrst hafa um of- framleiðslu og vonleysi með útflutn- ing ásamt söluhruni á innanlands- markaði, eru sem betur fer alrangar. Það sem gleður samt mest er eins og hér er bent á, hvað áhugi almennings á sauðfjárbúskap og öllu því tengdu er inngreyptur í þjóðarsálina, fólk lætur sig varða! Góður „varnarsigur“ í lambakjötssölu Eftir Özur Lárusson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.