Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 39 ✝ Guðjón BaldurValdimarsson fæddist á Læk í Hraungerðishreppi í Árnessýslu 9. janúar 1936. Foreldrar hans voru Valdimar Stef- ánsson, f. 10. júlí 1893, d. 19. apríl 1990, og Sigrún Sig- urjónsdóttir, f. 17. september 1901, d. 18. maí 1973. Baldur var yngstur fimm al- systkina. Þau eru: Stefán, f. 11. apríl 1928, Sigurjón Stein- þór, f. 7. júní 1929, d. 19. febr- úar 1930, Þorbjörg Gyða, f. 9. ágúst 1931, og Kolbrún, f. 24. nóvember 1933. Hálfbróðir Bald- urs, sammæðra er Hörður Hans- son, f. 2. júní 1942. Tæplega ársgamall fór Baldur í fóstur vegna veikinda móður sinnar, að Austurkoti í Sandvík- björg, Marvin Helgi og Vilhjálmur. 2) Helga Árný, f. 31. janúar 1962, gift Tryggva Ágústssyni, börn þeirra eru Baldur Gauti, Ágústa, Arnþór, Guðbjörn og Ingvi. 3) Valdimar, f. 12. maí 1963, sambýliskona hans er Ingibjörg Helga Svein- björnsdóttir, barn þeirra er Íris Björg og fyrir átti Valdimar Ernu Kristínu og Vilborgu Sif. 4) Ómar Þór, f. 17. ágúst 1964, kvæntur Höllu Baldursdóttur, börn þeirra eru Anna Björk, Jó- hanna og Guðjón Baldur. 5) Jón Valur, f. 27. febrúar 1970, sam- býliskona hans er Sigrún Jóns- dóttir og barn þeirra er Matt- hías. Baldur og Vilborg bjuggu all- an sinn búskap á Selfossi. Hann stundaði ungur sjómennsku á veturna, bæði sem vélstjóri og stýrimaður. Á sumrin vann Bald- ur hjá Landnámi ríkisins sem vélamaður og síðar hjá Rækt- unarsambandi Flóa og Skeiða, Fossvélum og Árvélum og síðast hjá Íslenskum aðalverktökum. Útför Baldurs verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. urhreppi og ólst þar upp hjá Jóni Páls- syni og Árnýju Ólínu Sigurjóns- dóttur. Uppeldis- systkini Baldurs eru Valgerður, Páll og Bjarni Jónsbörn og Unnur Guðmunds- dóttir. Hinn 10. júní 1961 gekk Baldur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Vil- borgu Magnúsdótt- ur, f. 25. febrúar 1942 í Jórvíkurhjá- leigu í Hjaltastaðarþinghá. For- eldrar hennar eru Magnús Vil- hjálmsson, f. 2. desember 1900, d. 2. ágúst 1975, og Helga Jón- ína Gunnþórsdóttir, f. 13. júní 1921. Börn Baldurs og Vilborgar eru fimm: 1) Magnús, f. 5. febr- úar 1961, kvæntur Brynju Mar- vinsdóttur, börn þeirra eru Ingi- Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Við aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Magnús, Brynja, Inga, Marvin Helgi og Vilhjálmur. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, það er með mikilli sorg að við kveðj- um þig. Það er sárt fyrir okkur að hafa ekki náð í tæka tíð heim til að kveðja þig og segja þér hvað okkur þótti vænt um þig. Þú sem varst svo góður og við minnumst þess hvað barnabörnin gáfu þér mikið, hversu glaðnaði yfir þér þegar þau voru í ná- vist þinni. Í öllum fjölskylduboðum var alltaf eitthvað af yngstu krílunum í fanginu á þér og þú stjanaðir í kringum þau. Þau vissu nákvæmlega hverjum þau áttu að sjarma fyrir ef þau vantaði eitthvað, því þau vissu að afi gerði allt fyrir þau. Þrátt fyrir að litla Íris Björg hafi verið langt í burtu frá þér og ekki getað komið oft í heimsókn, mundi hún alltaf eftir þér. Þegar henni var sagt að hún væri að fara í flugvél til ömmu Boggu bætti hún við með áherslu: „Og afa.“ En hún á erfitt með að skilja að þú sért hér ekki lengur, brosandi og tilbúinn að bregða á leik. Við þökkum fyrir þær stundir sem við fengum að eiga með þér og betri pabba, tengdapabba og afa gætum við ekki hugsað okkur. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P. Ó. T.) Þín er sárt saknað og Guð geymi þig Valdimar, Ingibjörg og Íris Björg. Elsku Baldur. Þú varst besti faðir, tengdafaðir og afi sem nokkur gat hugsað sér. Við þökkum fyrir árin sem við fengum að vera með þér og kveðjum þig með þessum orðum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig og varðveiti. Ómar, Halla og börn. Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Baldurs Valdimarssonar, sem lést langt fyrir aldur fram föstudaginn 12. septem- ber. sl. Baldri kynntist ég fyrir rúmum 20 árum, er við Magnús sonur hans fór- um að draga okkur saman og þá strax fann ég hversu heilsteyptur og góður maður tilvonandi tengdafaðir minn var. Hann var rólegur að eðlisfari og fólki leið vel í návist hans. Fjölskyldu sinni bjó hann traust heimili og gott – og þau Bogga voru samhent um að taka vel á móti nýjum fjölskyldumeð- limi. Mér fannst eftirtektarvert hversu gott og einlægt samband var milli Baldurs og barna hans og síðar þegar barnabörnin bættust í hópinn hænd- ust þau mjög að honum. Hann var þeim einstaklega góður afi. Fyrir þetta allt vil ég þakka, nú þegar skilnaðarstundin er runnin upp, og bið Guð að styrkja Boggu og börnin þeirra í sorginni. Minningin um góðan mann mun lifa. Brynja. Elsku besti afi, það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur. Og allt það tóma- rúm sem þú skildir eftir en við mun- um halda fast í minningarnar um þær góðu stundir sem við áttum með þér. Í öll jólaboð komstu færandi hendi með mandarínur, malt, appelsín og annað góðgæti. Þú varst alltaf svo góður við alla og alltaf jafn glaður þegar við komum í heimsókn, sama hversu mikil læti voru í okkur, aldrei kvartaðir þú. Drottin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Okkur mun ávallt þykja vænt um þig og við munum aldrei gleyma þér. Við lofum að segja yngstu krökkun- um, sem eru ekki nógu gömul til að muna eftir þér hversu góður og frá- bær afi þú varst og við lofum að hugsa vel um ömmu fyrir þig. Við vonum að þú hafir það gott. Þínar afastelpur Erna Kristín, Vilborg Sif, Anna Björk og Jóhanna. Elsku afi, það er sárt þegar dauð- inn tekur þá sem eru manni kærir en við getum huggað okkur við það að nú er þjáningum þínum lokið. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm.- Er ei bjartara land fyrir stefni? (Einar Ben.) Þú varst yndislegur afi og alltaf hægt að leita til þín ef eitthvað bját- aði á eða aðstoð vantaði. Það hefur alltaf verið gott að koma til ykkar ömmu í Hjarðarholtið, þú snerist í kringum okkur krakkana og ekki stóð á veitingunum. Þú varst dugleg- ur við að sinna öllum þínum nánustu þrátt fyrir mikla vinnu en þú varst mikill vinnuhestur og hlífðir þér aldr- ei, enda varstu nánast búinn að moka í burtu heilu fjalli. Við tvö elstu systk- inin minnumst sérstaklega sunnu- dagsbíltúranna með þér þegar við vorum lítil og þótti okkur það ekki smá spennandi. Þá var oft komið við í sjoppum og keypt eitthvert góðgæti. Við þökkum fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa átt þig fyr- ir afa. Megi englar guðs vaka yfir þér. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði,- hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Elsku amma, megi góður guð styrkja þig og vernda í þessari miklu sorg. Þín barnabörn Baldur Gauti, Ágústa, Arnþór, Guðbjörn og Ingvi. Með þessum ljóðlínum langar okk- ur að kveðja þig Baldur Valdimars- son. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskaut þú hafði gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar, svo hrygg við erum því við söknum þín í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiks ríka hönd, í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér, við sálu þína biðjum Guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (G. E. V) Elsku Bogga börn og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur öll á þessari sorgarstund. Minningin lifir um góðan dreng. Óttar og Sigríður. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætu vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húm skuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Er ég tek mér penna í hönd til að kveðja vin okkar og nágranna, Bald- ur Valdimars, dettur mér í hug orðið „einstakur“ því það var hann svo sannarlega. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Jerri Fernaandez.) Baldur minn, það er svo margt að þakka fyrir eftir langa samveru. Við fjölskyldan þökkum fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman allt frá því í Smáratúninu, í Ártúninu fyrir utan á og svo í Hjarðarholtinu. Svo þökk- um við þér líka fyrir öll ferðalögin sem við Bjössi, Maja og Manni og þú og Bogga fórum í saman. Þessar ferðir gleymast aldrei og hefðum við Bjössi viljað vera með ykkur í síðustu ferð ykkar í sumar. En hver trúði því þá að þær yrðu ekki fleiri? Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og megi friðarins englar fylgja þér á nýjum slóðum. Bogga mín, við sendum þér og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja um ókomna tíð. Fjölskyldan Birkivöllum 34. GUÐJÓN BALDUR VALDIMARSSON ✝ Sólveig SigríðurGuðjónsdóttir fæddist á Arnórsstöð- um á Jökuldal 15. febrúar 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 15. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Gísla- son, f. 19. janúar 1876, d. 24. desember 1954, og Guðrún María Benedikts- dóttir, f. 24. ágúst 1880, d. 1. apríl 1971. Systkini Sólveigar eru: Sigrún, f. 24. maí 1907, d. 12. október 1997, Einar Hjálmar einnig f. 24. maí 1907, d. 20. október 1991, Elís, f. 30. maí 1918, d. 1943, Arnheiður, f. 9. mars 1915, og Hallveig, f. 11. mars 1923. Maki Sólveigar var Sigurður Sig- urðsson, f. 20. októ- ber 1897, d. 27. febr- úar 1981. Börn þeirra eru: Sigurður Hjörtur, f. 1937, Haraldur Már, f. 1949, og óskírð dótt- ir, f. 18. október 1941, d. 25. apríl 1942. Útför Sólveigar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mín uppáhaldsfrænka er dáin, hún Solla sem alltaf var kennd við Brimnes við Seyðisfjörð, en þar bjó hún í fjölda ára. Við þá frétt að hún sé horfin af sjónarsviðinu flæða minningarnar fram. Ég er alin upp í stórum systk- inahópi í Seyðisfjarðarkaupstað. Það að eiga góða móðursystur bú- andi í sveit út með firðinum var dýrmætt. Við systkinin sóttum stíft eftir því að komast út í Brim- nes. Þar var alltaf tekið á móti okkur með mikilli hjartahlýju. Solla var mikil tilfinningavera og mikil andans manneskja. Ást hennar á ljóðum var afar sterk. Ljóðabækur þjóðskáldanna okkar voru í hávegum hafðar og þuldi hún oft heilu kvæðabálkana. Sjálf var hún skáld gott og liggja eftir hana mörg falleg ljóð, þrungin tilfinningum. Solla var gáfuð kona, en barn síns tíma, sem varð að helga sína krafta brauðstritinu og hafði ekki tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna sem skyldi. En lífsgleðin var mikil. Hún var einstaklega orðheppin, sagði skemmtilega frá og kastaði oft fram hnyttnum vísum. Það var oft hlegið innilega í kringum Sollu. Ég sá hana síðast í júlí s.l. Mér fannst ég vera orðin lítil stelpa aft- ur þegar hún faðmaði mig og sagði: „Komdu blessuð, elskan mín.“ Hljómurinn í röddinni var alveg sá sami og þegar ég kom út í Brimnes í gamla daga. Solla, alltaf sama góða Solla. Ég votta sonum hennar, þeim Sigurði Hirti og fjölskyldu og Har- aldi Má, mína dýpstu samúð. Hrafnhildur Óskarsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir varð rúmlega níræð, en í anda var hún ekkert gömul fannst mér, skrokk- urinn var lélegur en andinn í fínu formi. Við Solla vorum samferða einn mánuð allan september 2002 á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði og mér fannst það vera stuttur mán- uður. Það var svo gaman ef hægt er að tala um fjör á þannig stað og aftur urðum við samferða sl. vor í hálfan mánuð eða svo, og það var sama fjörið. Solla var svo létt og kát kona og gott að vera nálægt henni. Mér líkaði ákaflega vel við hana, kannski vegna þess að við höfðum svo líkan smekk á söng, við héldum báðar upp á Álftagerð- isbræður og karlakórinn Heimi og það var oft sem það voru hljóm- leikar inni á stofunni hjá mér, því ég var með alla hljómdiska sem þeir bræður hafa sungið inn á og sömuleiðis karlakórinn. Solla elsk- aði þennan söng eins og fleiri. Við hlógum mikið vegna þess að einn bræðranna kyssti Sollu þegar þeir komu hingað og þeir fóru upp á spítala og sungu þar fyrir sjúk- lingana. Við kölluðum þennan bróðurinn ástmögurinn mikla, svona okkar á milli, og svo hlógum við og ég heyri hláturinn í henni ef ég hugsa til þessara stunda. Í kvæði eftir Einar Benedikts- son segir: Guð metur aldrei annað í heim en auðmýkt og hjartans trúnað. og Gleðin er heilust og dýpst við það smáa. Guð blessi alla ættingja Sollu og afkomendur. Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð. Sá lést, sem reis þögull frá dísanna borði. Guðrún Andersen. SÓLVEIG GUÐJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.