Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 53
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 53 BARÁTTAN um gullskóinn er afar spennandi en líkur á að hann hafni í höndum leikmanns Þróttar verður að telj- ast nokkuð mikill því Sören Hermansen og Björgólfur Takefusa, framherjar Þróttar, eru markahæstir fyrir lokaumferðina. Báðir hafa skorað 10 mörk en á hæla þeirra kemur Gunnar Heiðar Þorvaldsson úr ÍBV með 9 mörk. Björgólfur hefur skorað mörkin 10 í 16 leikjum en Hermansen 17. Björgólfur er kominn gagngert frá Bandaríkjunum til að taka þátt í fallslagnum mikla við Fram. Norðmaðurinn Steinar Tenden úr KA kemur næstur með 8 mörk og þar á eftir Allan Borgvardt, FH, Arnar Gunnlaugsson, KR, Jóhann Hreiðarsson, Val og Veigar Páll Gunnarsson, KR sem allir hafa skorað 7 mörk en ljóst er að mörk Veigars verða ekki fleiri því hann er í leik- banni í leiknum við FH í dag. Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík, varð markakóng- ur í fyrra með 13 mörk en hann gat ekkert leikið í sumar vegna meiðsla. Hörð barátta um gullskóinn BJARNI Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, mun að öllum líkindum tefla fram Þorsteini Bjarnsyni sem markverði sinna manna í fallslagnum mikla gegn KA-mönnum í dag og þar með verður Þorsteinn elsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild hér á landi. Þorsteinn er 46 ára gamall og lék síðast í efstu deild fyrir 13 árum þegar hann lék fimm leiki með FH-ingum árið 1990. Helgi Már Helgson hefur leikið sjö síðustu leiki Grindvíkinga í deildinni eða frá því Ólafur Gott- skálksson heltist úr leik vegna meiðsla. Þessi tvítugi strákur hefur þótt standa fyrir sínu þó að eitt og eitt mark hafi mátt skrifa á hann. Þorsteinn er gríð- arlega reyndur markvörður og vel á sig kominn lík- amlega. Þorsteinn er markvarðarþjálfari Grindvík- inga en eftir að Ólafur meiddist hefur Þorsteinn gegnt stöðu varamarkvarðar liðsins en hann var á árum áður einn besti markvörður landsins og lék 28 leiki fyrir íslenska A-landsliðið á árunum 1978-1986. Þorsteinn í mark- inu í Grindavík ? það er hreint með ólíkindum hvernig þetta vel mannaða lið hefur hrunið eins og spilaborg. Fylkir sigraði FH í Kaplakrika sunnudaginn 10. ágúst, 2:1, og var í efsta sæti eftir 13. um- ferðina með 26 stig, jafnmörg stig og KR. Markatala Árbæinga var hins vegar miklu betri, 21:10, á móti 20:16 hjá KR. Mánudagurinn 18. ágúst, af- mæli Reykjavíkurborgar, er dagur sem Fylkismenn hugsa líklega með hryllingi til. Það kvöld tóku þeir á móti nýliðum Þróttar og úrslitin í þeim leik, 5:1, ósigur, var upphafið af hruni Fylkisliðsins. Í kjölfarið fylgdu þrír ósigrar, 4:0, fyrir KR, 1:0 gegn ÍA og 2:1 fyrir KA, samanlagt 12:2 í fjórum leikjum og í dag sitja Fylk- ismenn í fjórða sæti með jafnmörg stig og eftir sigurinn á FH hinn 10. ágúst. Leikurinn gegn Val í dag er Fylkismönnum mjög mikilvægur. Liðið á enn veika von á að ná UEFA- sæti en að öðrum kosti Inter-toto- sæti. Til þess þarf þó liðið að ná í stig, tapi Fylkir á sama tíma og ÍBV vinni KR í Eyjum standa Árbæingar eftir slyppir og snauðir og hafna í fimmta sæti. Vandamálið andlegs eðlis hjá Fylkismönnum Logi Ólafsson er spurður hvað hafi farið úrskeiðis hjá Fylkismönn- um? „Ég sagði fyrir mótið að Fylkis- menn skorti fleiri sóknarleiðir og úr- ræði í leik sínum. Þeir væru með gott varnarlið en vantaði skapandi miðju- mann. Það kom í ljós að þeir voru frekar hugmyndasnauðir og sóknar- leikur þeirra einhæfur og ég held að þetta hafi komið þeim í koll. Fylk- ismenn hafa aldrei fundið réttu blönduna. Það hefur verið mikið um breytingar á liðinu frá einum leik til annars og þegar menn áttu sér einskis ills von í Árbænum bilaði varnarleikurinn. En það þýðingar- mesta í þessu öllu saman hjá Fylki held ég að sé andlegs eðlis. Það hlýt- ur að vera eitthvað andlegt hjá mönnum þegar liðið tímabil eftir tímabil springur á limminu.“ Sigurður Jónsson þjálfari Víkinga, sem fögnuðu úrvalsdeildarsæti um síðustu helgi, telur Val eiga ágæta möguleika á að vinna Fylki og halda þar með sæti sínu. „Valsmenn hafa getuna en þetta snýst um dagsformið og hvernig hugafar þeir mæta með til leiks. Fylkisliðið hefur leikið mjög illa upp á síðkastið en það er líka mikið í húfi fyrir Fylki. Liðið á möguleika á Evr- ópusæti svo það má fastlega búast við háspennuleik. Ég eins og fleiri átti von á betri frammistöðu hjá Fylki í sumar,“ segir Sigurður. Upp á líf og dauða í Grindavík Leikur Grindvíkinga og KA- manna í Grindavík er líkt og leikur Fram og Þróttar barátta upp á líf og dauða. Líklega kemur gengi Grind- víkinga mörgum á óvart en fyrir leik- tíðina áttu flestir von á að þeir gætu blandað sér í toppbaráttuna. „Ég bjóst fastlega við því að Grindvíkingar yrðu ofar á töflunni en raun ber vitni og staðan hjá þeim er einfaldga sú að þeir geta hæglega fallið. Það er ekki gott að segja hvað hafi valdið þessu slæma gengi en það var mikill hringlandaháttur í kring- um Lee Sharp sem olli miklum heila- brotum og vandamálum sem endaði með því að hann fór. Grindvíkingar komust á ágætt skrið eftir brott- hvarf Sharps en svo reið annað áfall yfir þá þegar í ljós kom að Ólafur Gottskálksson gæti ekki leikið meira vegna meiðsla. Það hefur reynst erf- itt fyrir Bjarna að búa til gott lið og óheppnin hefur elt þá. Í byrjun trufl- uðu utanaðkomandi mál, síðan fylgdu meiðsli Ólafs í kjölfarið og út- lendingarnir sem Grindvíkingar hafa fengið í sumar hafa ekki náð að styrkja liðið,“ segir Logi. „Grindavík og KA eiga bæði erfitt þessa stundina. Þau hafa lent í mót- byr og ég met stöðuna á þann veg að það lið sem mætir til leiks með meiri vilja standi uppi sem sigurvegari. Sjálfsagt situr bikarleikurinn við ÍA eitthvað í KA-mönnum. Það er búin að vera törn hjá þeim á meðan Grindavík hefur haft vikuna til að undirbúa sig. Það er hins vegar mikil seigla í norðanmönnunum og hún gæti fleytt þeim yfir erfiðasta hjall- ann,“ segir Sigurður. FH komið á óvart Ekki er eins mikið í húfi í hinum tveimur leikjunum, viðureign FH og KR í Kaplakrika og ÍBV og ÍA í Eyj- um. ÍA og FH bítast um annað sætið en tapi þau leikjum sínum og Fylkir leggi Val að velli verða ÍA og Fylkir jöfn að stigum og þá sker markatal- an úr um það hvort liðið nær öðru sætinu. ÍBV heldur í vonina um að ná fjórða sætinu sem gefur Inter-toto- sæti og til þess að ná því verður liðið að vinna ÍA og stóla á að Valur leggi Fylki að velli. Logi og Sigurður, sem reyndar hafa báðir þjálfað FH-inga, segja að frammistaða FH hafi komið einna mest á óvart í sumar. „Miðað við gengið fyrir mót átti enginn von á þessu en lykillinn að góðu gengi FH er að þeir leikmenn sem komu til liðs við liðið fyrir mót hafa leikið sérlega vel og þá einkum og sér í lagi Dan- irnir tveir. Að auki hefur Sverrir Garðarsson sprungið út og Heimir Guðjónsson hefur gegnt lykilhlut- verki. FH skorti aðeins herslumun- inn til að gera alvarlega atlögu að titlinum,“ segir Logi. Sigurður tekur undir með Loga. „Ég vissi hvað bjó í FH-liðinu eftir að hafa þjálfað það í fyrra og taldi að fengi það 3–4 öfluga leikmenn gæti það gert góða hluti.“ Gamli Skagamaðurinn segir að ekki hafi blásið byrlega fyrir ÍA til að byrja með. „Ég vissi að Skagamenn myndu rétta úr kútnum. Þeir hafa kannski ekki spilað fallega knatt- spyrnu en hún hefur verið árangurs- rík og bæði hefur viljinn og hefðin fleytt þeim á þann stað sem þeir eru á.“ Fótboltinn valdið vonbrigðum Sigurður er annars ekki sérlega ánægður með spilamennskuna í deildinni í sumar. „Ef ég á að segja eins og er þá hef- ur hún valdið mér vonbrigðum. Ég er búinn að sjá marga mjög slaka leiki en frammistaða KR í leiknum við Fylki er það sem stendur upp úr. Í þeim leik sýndu KR-ingar af- bragðsleik og það er frammistaða sem ég hefði kosið að sjá oftar í sum- ar. Það hefur verið jó-jó bragur á flestum liðum og fótboltinn í slakara lagi miðað við væntingarnar fyrir mót. Deildabikarkeppnin lofaði góðu en einhvern veginn náðu liðin ekki að halda dampi. Það eru ekki nógu margir leikmenn sem skemmtilegt er að horfa á. Tvíburarnir Arnar og Bjarki hafa sýnt takta þegar þeir hafa verið heilir heilsu, Veigar Páll er skemmtilegur spilari sem gaman er að sjá til og það hefur verið þess virði að fara á leiki FH-liðsins til að sjá Danann Allan Borvardt. Það hef- ur verið lögð of mikil áhersla á varn- arleikinn og þéttleikann og fyrir vik- ið hefur skemmtanagildi margra leikja ekki verið mikið. Fólk mætir á völlinn til að skemmta sér og það vill sjá skemmtileg tilþrif,“ segir Sigurð- ur. Logi og Sigurður eru sammála um að KR-ingar verðskuldi Íslands- meistaratitilinn en slök frammistaða meistaranna í síðustu leikjum sæmir varla meisturum eða hvað? „Ég hef oft verið í þessari stöðu hjá ÍA eins og KR-ingar eru í. Búnir að vinna mótið og nokkrir leikir eftir. Við lögðum samt mikla áherslu á að klára mótið með sæmd og sýna fram á að við værum verðugir meistarar. Síðustu leikirnir hjá KR hafa ekki verið skemmtilegir fyrir þá og það er ekki gott að segja hvað veldur. Það er þjálfarans að finna út úr því. Það er alltaf erfitt að enda tímabil illa þó svo að meistaratitillinn sé í höfn og KR-ingar hafa því tækifæri í leikn- um við FH til að sýna og sanna að þeir eru með besta liðið,“ segir Sig- urður. Hvað sem öllum vangaveltum líð- ur ráðast úrslitin á knattspyrnuvöll- unum í Grindavík, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum og Reykjavík í dag. Spennufíklar ættu alla vega að fá eitthvað við sitt hæfi og ef að líkum lætur mun blóð, sviti og tár renna niður um vanga leikmanna og stuðn- ingsmanna þeirra og stór skammtur af dramatík einkenna lokamínútur leikjanna. Morgunblaðið/Golli Gömlu austurbæjarveldin í Reykjavík, Fram og Valur, eru í fall- hættu og væri það saga til næsta bæjar ef þau féllu bæði. Hér má sjá tvo af ungum leikmönnum liðanna í baráttu – Andra Fannar Ottósson, Fram, og Jóhann Hreiðarsson, Val. ’ Það ræðst ekkifyrr en á síðustu sekúndu hvaða lið fara niður. Svona leikir taka mjög á taugarnar og ég held að þjálfarar liðanna sem eru í þessum slag leggi mesta áherslu á að hug- arfar og dagsform leikmanna sinna verði í lagi þegar út í baráttuna kemur. ‘ KR 17 10 3 4 28:20 33 ÍA 17 8 5 4 26:20 29 FH 17 8 3 6 29:24 27 Fylkir 17 8 2 7 23:22 26 ÍBV 17 7 2 8 24:24 23 Þróttur 17 7 1 9 27:28 22 Grindavík 17 7 1 9 23:30 22 KA 17 6 3 8 28:26 21 Valur 17 6 2 9 22:27 20 Fram 17 6 2 9 21:30 20 STAÐAN HARALDUR Ingólfsson og Knatt- spyrnufélag Akraness, ÍA, hafa komist að munnlegu samkomulagi þess efnis að Haraldur leiki með lið- inu á næstu leiktíð og er gert ráð fyrir því að samið verði til eins árs. Undanfarin þrjú ár hefur Haraldur leikið með Raufoss í norsku 1. deildinni en áður lék hann um þriggja ára skeið með Elfsborg í Svíþjóð en hann var einnig um tíma á mála hjá Aberdeen í Skotlandi ár- ið 1996. „Mér líst vel á að leika með ÍA og þar á bæ vilja menn ná árangri. Lið- ið er vel mannað og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Haraldur í gær en hann kemur til landsins frá Noregi í byrjun nóvem- ber. Haraldur er 33 ára að aldri og er ekki ókunnugur í herbúðum ÍA þar sem hann lék með liðinu fyrst í efstu deild árið 1987, þar sem hann lék 8 leiki og skoraði 2 mörk. Hann var lykilmaður í liði ÍA á árunum 1992-1996 er sigurganga liðsins var sem mest. Haraldur hefur leikið 173 leiki með ÍA og er hann áttundi leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi og sá þriðji í röðinni yfir flest mörk skoruð í A-deild, eða 55 mörk. Að auki hefur Haraldur leik- ið 20 A-landsleiki og skorað 2 mörk. Pressens Bild Haraldur Ingólfsson í leik með Elfsborg í Svíþjóð. Haraldur og ÍA komust að sam- komulagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.